Tíminn - 29.12.1993, Side 2
2
tímlim
Miðvikudagur 29. desember 1993
LEIÐARI Á VÍÐAVANGI
Upplýsingin er
utangátta
Lítið fer fyrir því í almennri umræðu að aðeins eru tveir sólarhringar þar
til samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið gengur í gildi og að þar
með verður ísland orðið hluti af öflugri efnahags- og viðskiptaheild,
sem ekki á sinn líka í sögunni. Þátttaka í Evrópusamrunanum færir réttindi
og skyldur og það er að miklu leyti undir okkur sjálfum komið hvemig úr
rætist.
Um áramótin verður aðildin að EES orðin staðreynd sem margir fagna,
en aðrir telja að boði verri tíð. En hver sem hugur manna er til Evrópusam-
vinnunnar verða ailir að spila eins vel úr kortunum og kostm er á. Það er af-
leitt að þurfa að hefja samvinnu sem þessa með mildnn fjárlagahalla og og
illviðráðanlegan skuldabagga erlendis. En hagstæður viðskiptajöfnuður við
útlönd er glæta, sem gefa kann nokkra von um að úr rætisL
Það er áreiðanlegt að flestir íslendingar gera sér litla sem enga grein fyrir
hvað felst í aðildinni að EES og hveq'u hún breytir, þegar frrim líða stundir.
Umræðan og upplýsingin hefur löngum hlaupið út undan sér um víðan völl
og umræðan einkennst af áróðri og svartagallsrausi. Því fer eigjrileg upplýs-
ingamiðlun fyrir ofan garð og neðan og er útkoman sú að margir hafa skoð-
un á aðildinni, en litla þekkingu á því hvað í henni felst.
Því kemur það þægiiega á óvart þegar gefnar eru greinargóðar upplýs-
ingar um einstök atriði þar sem fjallaö er af þekkingu um tiltekið svið. Ásta
R. Jóhannesdóttir, upplýsingafulltrúi Tryggingastofnunar, skrifar í Morgun-
blaðið grein þar sem hún upplýsir að eftir áramótin muni íslenskir ríkisborg-
arar njóta sjúkra- og slysatrygginga í öllum EES-ríkjum til jafns við þarlenda
og eiga heimtingu á sams konar aðstoð, ef veikindi eða slys ber að höndum.
Ásta leiðbeinir einnig um hvað ferðamenn þurfa að gera hér heima áður en
lagt er upp, til að auðvelda þeim að ná rétti sínum, ef á þarf að halda. Svona
tryggingar eru að sjálfsögðu gagnkvæmar og eiga boigarar í öðrum aðildar-
ríkjum sama rétt hér á landi.
Þetta er lítið dæmi um um hvað EES snýst og ágætt dæmi um upplýs-
ingafulltrúa, sem er starfi sínu vaxinn og kann að koma einföldum skilaboð-
um til almennings um efni sem alla varðar.
Á sumum sviðum verður einhver aðlögunartími, svo sem um innflutn-
ing og um eignarhald á landi og sjáyarútvegsfyrirtækjum, en flestir liðir
samningsins ganga í glldi þegar á laugardaginn.
Þá getur íslenskur rakari sett upp stofu í Sevilla og austurrískur bakari
bakað og selt glassúrhúðuð brauð sín á Sauðárkróki, en í Vín eru svoleiðis
bakningar kallaðir dönsk brauð. Verslun með gjaldeyri og fjármagnsflum-
ingar verða fijáls og athafna- og atvinnuleyfi verða litlum takmörkunum
háð innan EES- ríkjanna.
Hér eru engar nýjar upplýsingar á ferð, langt því frá. En það er eins og
fæstir geri sér samt nokkra grein fyrir hve róttækar breytingar eru að verða á
stöðu íslands meðal þjóðanna og hversu mikil áhrif þær munu hafa á daglegt
líf og afkomu einstaklinga sem atvinnuvega.
Vafalaust verða fluttar hástemmdar hátíðaræður um tímamótin um ára-
mót og skrifaðar mærðarfullar greinar um umskiptin. En þær munu engu
bæta við þær upplýsingar, sem þjóðin þarfnast til að skynja rjýja tíma.
En mest er um vert, þegar Evrópska efnahagssvæðið verðtír að veru-
leika, að þá verði skynsamlega á málum haldið og skyndigróðamenn og
braskaralýður, innlendur sem erlendur, nái ekki að æða um efnahags- og
viðskiptalífið áður en það nær að aðlagast breyttum aðstæðum með eðlileg-
um og yfirveguðum hætti.
Vonandi er ekki of seint að gera hlé á staglinu um hvort ganga eigi í EES
eða ekki, en snúa sér að því að gefa greinargóðar og umfram allt skiljanlegar
upplýsingar um öll þau réttindi sem við öðlumst og þær skyldur sem við tök-
um á okkar herðar með aðildinni að Evrópusamrunanum.
✓
Furður Islands markaðssettar
Ferðamálafrömuðir hafa dottið í
lukkupott um miðjan vetur.
Þeir hafa orðið varir við undr-
un útlendinga, sem hér hafa dvalið
um áramót, yfir hvemig innfæddir
kveðja gamla árið og fagna hinu
nýja. Ferðalög eru skipulögð úr fjörr-
um heimshomum til að sýna þeim
útlensku áramótagleði á íslandi. Nú
koma hátt í þúsund manns frá þrem
heimsálfum til að kynna sér þessi
sérstæðu hátíðahöld.
Víða um heim er ólmast um ára-
mót og er það út af fyrir sig ekki til-
efni til að gera út leiðangra til að
fylgjast með hvemig fagnað er á
hveijum stað. En íslensk áramót em
engum öðrum lík.
Hvergi annars staðar mun al-
menningur fuðra upp rakettum fyrir
hundmð milljóna á örfáum mínút-
um, þegar himinninn yfir öllu þétt-
býli bókstaflega logar af áramóta-
fögnuði. Meðfylgjandi sprengingar
og ógurlegir fretir, sem bresta um
himinhvolfin, auka mjög á tilkomu-
mikið sjónarspil.
Skrýtið og skemmtilegt
Áramótabrennur em skrýtin
skemmtilegheit, ekki síst fyrir það að
hvergi í siðmenntuðum heimi er
fólki leyft að halda stórar sem smáar
brennur. Ekld dregur það úr forvitni
aðkomumanna að brennumar
tengjast trú á álfa og vætti, sem em á
ferð og flugi á nýársnótt að flytja bú-
ferlum. En réttast er að þegja um
hvað kýmar hafast að í fjósunum þá
nótt, því útlendingum er ekki trú-
andi fyrir að heyra það sem þar er
spjallað, og reyndar varla innbom-
um heldur.
Það allraskemmtilegasta er ótalið;
en það er alkóhólþambið, sem mör-
landinn þreytir ósleitilega síðasta dag
ársins og fram á rauðanótt og þeir
hraustustu fram á nýársdag.
Þeir, sem sjá um móttöku ferða-
manna, munu að sjálfsögðu leitast
við að leyfa útlendingunum að fylgj-
ast sem best með hvemig gestgjafar
þeirra fagna áramótum og leiða þá í
allan sannleika um siði þeirra og
háttu, sem sumt hvað er sótt aftur í
ramma heiðni og vættatrú.
Mjög er kvartað yfir því hve ferða-
mannatíminn hér sé stuttur og
margir leggja höfuðið í bleyti til að
finna upp ráð til að lengja hann og
græða enn meira á túristunum.
Gamlárskvöld og undarleg hegðan
landsins bama em nú orðin auðs-
uppspretta, sem gagn er að, og fer
þeim ört fjölgandi sem vilja leggja út
dijúgan skilding til að fá að vera
áhorfendur að þeim fádæmum. Ef
vel er á málum haldið, væri hægt að
auka ferðamannastrauminn hingað
um áramót með því t.d. að þýða
fréttimar á nýársdag um atburði
undangenginnar nætur og afleiðing-
ar þeirra á erlend mál, svo að útlend-
ingamir ffli gleðskapinn í botn.
Framtíðarauðlind
í framhaldi af þeirri tekjulind, sem
skringilegheitin á gamlárskvöld em
að verða, mætti hugsa sér að koma
auga á fleiri auðsuppsprettur, sem
byggja á sérstöðu Frónbúans í þjóða-
hafinu.
Þar er af möigu að taka og þarf að-
eins ofuriitla hugkvæmni til að gera
sérstöðuna að markaðsvöru og
græða á henni. Mörgum léki kanns-
ki forvitni á að sjá t.d. u'u þúsund
uppþurrkaða fyllirafta á einu bretti
og hvemig hægt er að koma við
fimmtán háskólum í kvartmilljón
rnanna þjóðfélagi, þar sem 50% falla
í hveiju prófi og innan við 30% út-
skrifast. Fimm stórbankar og 90 líf-
eyrissjóðir, sem ekki geta staðið und-
ir skuldbindingum nema þrír til
fimm, em fáránlegheit sem em ekk-
ert ótrúlegri en búferlaflutningar og
umstang álfa og manna á nýársnótt.
Upplag Moggans og átta hundmð
listamenn og þrettán kvikmyndafé-
lög em furður, sem hvergi þekkjast
annars staðar á byggðu bóli, miðað
við höfðatölu.
Misreikningar Landsvirkjunar og
hlutabréfafréttir Ingva Hrafns ættu
að vera útlenskum kærkomið að-
hlátursefni, þeim sem hafa smekk
fyrir kaldrifjuðum bröndurum, og
fyrir þeim mætti reyna að útskýra
hvers vegna íslensk auðlindalögsaga
er svo úr sér gengin að bjargræðið
þarf að sækja á umdeild mið lengst
norður í Ballarhaf.
Furður íslands em óteljandi og
þegar kemur að túrisma, er mann-
auðurinn öllu landslagi dýrmætari,
sé laglega á málum haldið. Skringileg
uppátæki og óskiljanlegur þanka-
gangur mörlandans ætti að duga vel
til að vekja forvitni á þjóð sem brenn-
ir saman áramót, trúir á vætti og
drauga og hlustar á Hannes Hóbn-
stein á öUum rásum og bylgjum.
Ef sérkenni þjóðarinnar og skrýtnir
siðir verða virkjaðir, getur hún átt sér
glæsta framtíð og ábatasama. OÓ
VETTVANGUR
BJÖRN S. STEFÁNSSON dr. sdent.
Eitt vantaði
Afmælisgjöfin', grein Össurar
Guðbjartssonar í blaðinu á
Þorláksmessu, er rökstudd tál-
laga um breytingar á stjómarskránni.
Tilefnið er meðal annars, að Alþingi
samþykktí lög um EES-samninginn,
þótt í honum fælist afsal á sjálfs-
ákvörðunanétti.
Tvö atriði í tillögu Össurar lúta að
því. í fyrsta lagi, að gert verði skilyrði
fyrir milliríkjasamningi, sem varðar
sjálfsákvörðunarréttinn, að 4/5
þingmanna samþykki hann, og í
öðru lagi, að forsetí íslands megi því
aðeins undirrita lög þess efnis, að
þau hafi áður verið samþykkt af
meirihluta kosningabærra manna í
landinu og kosningaþátttaka minnst
70%.
Samtökin um stjómarskrárbót og
þjóðaratkvæði hafa sett fram stefnu í
þessum efnum. Þar er atriði, sem
össur víkur ekki að, en ég tel mikil-
vægara en annað til að tryggja það,
sem fyrir Össuri virðist vaka. Sam-
tökin vilja, að í stjómarskrána verði
sett það ákvæði, að þriðji hluti þing-
manna getí vísað nýsamþykktum
lögum til þjóðaratkvæðis. Þetta er
svo mikilvægt vegna þess, að Alþingi
hirti ekki um stjómarskrárákvæði
við afgreiðslu EES-samningsins og
afsalaði sjálfsákvörðunarréttí.
Slíkt ákvæði hefur verið í dönsku
stjómarskránni síðan árið 1953. Fyr-
irfram komu fram áhyggjur af því,
að því yrði beitt í ótíma. Sú hefur
ekki orðið raunin. Með slíku ákvæði
em það eðlileg viðbrögð ríkisstjómar
með tæpan meirihluta á þingi að
hugsa ráð sitt vel og beija ekld í gegn
lög, sem ekki njóta stuðnings al-
mennings. Raunin hefur orðið sú á
40 árum, að aðeins einu sinni hefur
minnihlutinn beitt þessu ákvæði.
Það var árið 1963 um fjögur laga-
frumvörp um jarðamál (Þau vom öll
felld).
„Hér hafa iðulega komið upp
mál, þarsem mirtnihluti á þingi
eða í borgarstjóm hefur gert til-
lögu um almenna atkvæða-
greiðslu, en meirihlutinn hafnað
henni. Menn hafa stundum rengt
einlægni minnihlutans og haldið
þvífram, að hann hefði ekki vilj-
aðslíka atkvæðagreiðslu, efhann
hefði verið í meirihluta."
Stundum hefur ráðandi mönnum
verið þóknanlegt að leggja mál fyrir
almenning, en stundum hefur þeim
þótt allt öfugt við það. Tillögur um
grundvallarbreytingar á stöðu lands-
ins hafa nokkrum sinnum verið
lagðar fyrir almenning. Þær vom
felldar 1908 — það var svokallað
uppkast. Þær vom samþykktar 1918
— um stofnun fullvalda ríkis — og
1944 — um stofnun lýðveldis. í
þessi skiptí þótti ráðamönnum rétt
að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu.
Öðm máli gegndi í fyrravetur. Þá
höfnuðu ráðamenn því að bera
EES-málið undir þjóðina, þrátt fyrir
ótvíræðan vilja almennings.
Hér hafa iðulega komið upp mál,
þar sem minnihluti á þingi eða í
borgarstjóm hefur gert tillögu um
almenna atkvæðagreiðslu, en meiri-
hlutinn hafnað henni. Menn hafa
stundum rengt einlægni minnihlut-
ans og haldið því fram, að hann
hefði ekki viljað slíka atkvæða-
greiðslu, ef hann hefði verið í meiri-
hluta. Stundum hefur verið vísað til
dæma um, að minnihlutamenn hafi
við önnur tækifæri verið á mótí al-
mennri atkvæðagreiðslu um mál.
Með þessu ákvæði er minnihlutinn
gerður ábyrgur, þar sem afstaða
hans getur ráðið.
Almenn regla í stjómarskránni
um rétt þriðjungs þingmanna til að
vísa nýsamþykktum lögum til þjóð-
aratkvæðis mundi bæta lýðræðis-
andann í landinu. Af sömu ástæð-
um væri til bóta að setja það ákvæði
í samþykktir borgarstjómar og ann-
arra sveitarstjóma, að þriðjungur
sveitarstjómar geti vísað máli til at-
kvæðagreiðslu meðal almennings.