Tíminn - 11.01.1994, Blaðsíða 4

Tíminn - 11.01.1994, Blaðsíða 4
4 ^SRWfllíStl STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Utgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: jón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Stakkholti 4,105 Reykjavík Inngangur frá Brautarholti. Sími: 631600 Símbréf: 16270 Póthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tfmans Prentun: Prentsmi&ja Frjálsrar fjölmiblunar hf. Mána&aráskrift 1400 kr. m/vsk. Ver& í lausasölu 125 kr. m/vsk. Vistvænn land- búnaður — sóknarfæri ef rétt er að staðið í upphafi þessarar aldar voru tíökuð hin gömlu vinnubrögð í landbúnaði. Þannig brauðfæddi þessi atvinnugrein þjóðina ásamt fiskveiðum. Atvinnu- greinin þurfti á mörgu fólki aö halda, sem bjó alls staðar, þar sem hægt var að draga fram lífið með bú- skap. Tækniframfarir aldarinnar ollu byltingu í landbún- aði líkt og sjávarútvegi. Framleiðslan og ræktunin óx, jafnframt því sem fólki fækkaði við landbúnaðar- störf. Þar kom að hinn innlendi markaður tók ekki lengur við, og útflutningur skilaði ekki lengur þeim peningum sem þurfti. Þannig sigldi atvinnugreinin inn í tímabil varnarbaráttu og umræðu um tilveru- rétt sinn. Nú bendir ýmislegt til þess aö tækniframfarirnar séu að éta bömin sín, og lyfjagjöf, notkun tilbúins áburðar í óhóflegum mæli, ásamt vaxandi mengun umhverfisins séu að koma framleiöendum í land- búnaði í koll víða um heim. Eftirspurn er að mynd- ast eftir landbúnaðarvörum sem em framleiddar án þessarar óhóflegu notkunar, svokölluðum vistvæn- um landbúnaðarafurðum. Það er góðs viti að bændasamtökin íslensku séu far- m að gefa þessum aðstæðum gaum, eins og stofnun vinnuhóps um málið og ráðstefna um síðustu helgi gefa til kynna. Bændasamtökin hafa leitað samstarfs viö Rannsóknarstofnun landbúnaðarins og landbún- aðarráðuneytið varðandi verkefnið. Talið er að á þessu sviði' séu raunverulegir möguleikar fyrir ís- lenskan landbúnað og vonir vakna um að hann geti verið samkeppnisfær á erlendum markaði undir for- merkjum vistvænnar framleiðslu. Hér er auðvitað um vandasamt mál að ræða og eng- in von til þess að hægt sé að stökkva í fullkominni mynd inn á þetta svið. Leikreglur eru að þróast í ná- grannalöndunum um þessi efni, og enn eru ekki til í Evrópu staðlar um það hvað telja má vistvænt kjöt svo dæmi sé nefnt. Hins vegar er þróunin á þessu sviði komin af stað, og hér á íslandi eru ýmsar þær aðstæður sem gera það að verkum að við eigum að geta verið fullgildir á þessum vettvangi. Þess sjást nú merki að áhugi sé að vakna almennt um þessi efni, og er skemmst að minnast þess frum- kvæðis sem bændur í Mýrdal hafa sýnt með stofnun samtaka sem nefnast Lífrænt samfélag, sem hefur staðið fýrir fundarhöldum um lífræna ræktun. Nú er þörf á því að setja kastljósið á alla þætti þessa máls, og vinna af fullum krafti að því að hreinsa til í eigin garði. Bæta þarf úr þeim þáttum sem ábótavant er hjá okkur svo við séum tilbúin að svara þeim kröf- um sem settar eru. Hér er um stórmál aö ræða. Lyfjagjöf í landbúnaði hefur verið lítil hérlendis. Hér er landrými og tiltölulega hreint loft og vatn. Náttúruleg sídlyrði eru hagstæð. Það er þó síður en svo að neitt sé sjálfgefið í þessum efnum og að ekki þurfi aðgæslu í þessum þætti mála. Það er ekkert sjálfgefið að á íslandi sé hreint loft og hreint vatn ef þjóðin heldur ekki vöku sinni. Landbúnaðurinn sem atvinnugrein hefur veriö í varnarbaráttu. Það er mat þeirra sem gerst til þekkja að á þessu sviði geti verið sóknarfæri fyrir íslenskan landbúnað. Það er stórmál fyrir þjóðfélagið, en til þess að ná árangri þarf að samstilla þá þekkingu sem til er í landinu og markaðssókn sem meðal annars er í því fólgin að vera á verði og vaka yfir þeim breyt- ingum sem eru að gerast umhverfis okkur á þessu sviði. Þri&judaqur 11. janúar 1994 Flóttamannaframboð? Merkileg tíöindi hafa verið aö gerast í framboðsmálum sjálf- stæðismanna í Reykjavík. Greinilegt er að Albert Guð- mundsson hyggur á sérfram- boð en hann lýsir slíku fram- boði nánast yfir í viðtali við Tímann um helgina. Albert er sem kunnugt er pólitískur flóttamaður úr Sjálfstæðis- flokknum og það framboð sem hann mun standa fyrir í borg- inni veröur því eins konar pól- itískt flóttamannaframboð burtrekinna íhaldsmanna. En þótt framboð Alberts sé talsverð frétt þá telst það ekki síður til tíöinda að pólitískum þungavigtarflóttamönnum virðist sífellt fjölga í borginni og nú síðast óskaði Katrín Fjeldsted eftir pólitísku hæli einhvers staðar utan við borg- arstjómarflokk íhaldsins í Reykjavík. Þegar Katrín til- kynnti ákvörðun sína, að hún hygöist ekki taka þátt í próf- kjöri flokksins um mánaðamót- in, tiitók hún raunar ekki ná- kvæmlega hvar hún myndi bera niður næst, en ekki er hægt að skilja orð hennar öðm- visi en að allt sé betra en borg- arstjómaríhaldið þegar kemur að pólitískri staðarákvörðun. Undir það getur Garri heils hugar tekið. Katrín bendir m.a. á að prófkjör í Sjálfstæðis- flokknum hafi farið í ákveðinn farveg sem hún geti ekki sætt sig við. Sérstaklega er athyglis- vert þegar hún segir að skráðar ****** M GARRI og óskráðar reglur í þessum prófkjörum séu á þá lund „að hægt er að segja fyrir um „rúss- neska kosningu" ákveðinna manna í ákveðin sæti en tilvilj- un ráði mestu um skiptingu annara..." Rússnesk kosning Þessi tilvísun í rússneska kosn- ingu er athyglisverð í ljósi þess að Markús Öm Antonsson borgarstjóri, eini þátttakand- inn í prófkjörinu, er nánast sjálfkjörinn í sæti, þar sem eng- inn býður sig gegn horium til að leiöa listann. Augljóslega er Katrín þarna aö vísa til þess að búið var að útkljá baráttuna um efsta sætiö fyrir prófkjörið en ólíkt öömm forustukandíd- ötum eins og þeim Árna Sigfús- syni, Vilhjálmi Vilhjálmssyni og Júlíusi Hafstein virðist hún ekki tilbúin að sætta sig við þá niðurstöðu sem þvinguð var fram á bak við tjöldin. Þar með lá fyrir að lífið yrði gert Katrínu óbærilegt í borgarstjómar- flokknum og ekkert fyrir hana að gera nema leita pólitísks hælis utan hans. í flóttamannabúðun- um Með brottför Katrínar úr röð- um borgarfulltrúa sjálfstæðis- manna verður stórkostlegt gengisfall á vigt flokksins vegna þess að óumdeilt er að hún hef- ur verið einn litríkasti borgar- fulltrúi þeirra og sá eini sem ekki hefur rekist eins og rolla, ekki einu sinni þegar Davíð Oddsson var í hlutverki smal- ans. En um leið og flóttamanna- straumurinn frá borgarstjómar- flokki Sjálfstæðisflokksins þyngist og flóttamennimir hittast í búöunum fyrir utan, aukast líkurnar á að pólitískir flóttamenn nái saman í hinum ýmsu málum. Nú þegar tveir þungavigtarpólitíkusar úr borg- armálageira íhaldsins, Albert og Katrín, hafa verið reknir aö heiman, liggur í augum uppi að þeir hljóta að sameinast í sér- stöku sameinuðu pólitísku flóttamannaframboði. Ótrúlegt er annað en að með slíkum hætti mætti gera áhrif pólit- ískra innanflokks samsæra og rússneskra prófkjöra að engu og ná fram þeirri lýðræðislegu endiuspeglun í borgarstjóm sem bæði Katrín og Albert hafa talað um að muni skorta. Garri Glundroöinn vitjar fööurhúsa Glundroðinn hjá borgarstjórn- aríhaldinu tekur á sig ýmsar myndir og bar hátt þegar próf- kjörsfrestur rann út fyrir helg- ina. Ýfingar em miklar og fara vaxandi eftir að baráttan um hylli flokksmanna hófst. Marg- frægur vinstri glundroði er nú yfirfærður á íhaldið og er þegar farið aö bera á mannfelli af völdum þeirra hallæra. En það, sem eftir er af prófkjörsliðinu, má eiga það að það er orðið mun litríkara en horfur vom á fram á síðasta dag. Þökk sé eina frambjóðandanum, sem ekki er borinn og bamfæddur í Heim- dalli og gefur íhaldinu lit. Á sama tíma og glundroða- kenningin er að sannast á sjálfu Reykjavíkuríhaldinu em þeir flokkar, sem ennþá kallast minnihlutinn, í óðaönn að sameinast í einn framboðsflokk með pólitískt borgarstjóraefni og allt þaö sem sjálfstæðis- menn í Reykjavík hafa tekið sér einkarétt á til þessa. Cróft tilboö Fylgispakt málgagn Sjálfstæð- isflokksins hefur stórar áhyggj- ur af framgangi mála og reynir aö leiðbeina flokki sínum í Reykjavíkurbréfi s.l. sunnudag. Blaðið bendir á að glundroöa- kenningin er nú komin heim tíl föðurhúsanna og ríður þar rjáfrum, sem em að snarast á slig. Morgunblaðið kann ráð tíl að koma í veg fyrir sameiginlegt framboð miðjufólks og vinstri slagsíðu. Hún er að hóta kröt- um brottrekstri úr ráðherrastól- um ef þeir sjá ekki um að nú- verandi minnihlutaflokkar falli sundraðir í borgarstjómarkosn- ingunum í vor. Orðrétt: „En hvemig sem á það er litið er ljóst, aö samein- aður framboðslisti minnihluta- flokkanna mundi skapa alveg ný viðhorf í borgarstjómar- kosningunum og þess vegna nauðsynlegt fyrir sjálfstæöis- menn að gæta vel að sér. Úrslit borgarstjórnarkosninganna munu hafa mikil áhrif á þróun landsmála. Nú er ekki nema rúmt ár þar tíl reglulegar al- þingiskosningar eiga að fara fram. Samstarf núverandi stjómarflokka hefur ekki verib sem skyldi. Úrslit sveitarstjóm- arkosninganna munu því gefa ákveöna vísbendingu um, hvert framhaldið verður í Iand- stjórninni." Hér em spaklega lagöar lín- umar í málgagninu og lítillætiö leynir sér hvergi. Krötum hótað stjómarslitum og sjálfstæðis- mönnum bent á að þeir hljótí verra af, ef þeir hlýða ekki, og muni bæði borg og ríki bresta úr höndum þeim ef ráðum Mogga veröur ekki hlítt. Hverjum er skemmt? Sú var tíð að pólitískar stefnur margra flokka vom upphugsað- ar á dívaninum á Marbakka og hugsjónaliprir piltar, sem sátu á kollum við höfðalagiö, vom duglegir að koma þeim tíl skila út í þjóöfélagiö og jafnvel í framkvæmd. Ekki er lengur hugsað stórt á Marbakka, en lærisveinar Finnboga Rúts stýra flokkum og málgögnum og ráða ráðum. Formaður Alþýðuflokksins skilur fyrr en skellur í tönnum síns gamla sessunautar við dív- anshausinn og höfundur Reykjavíkurbréfs lærði vel ab tala til fleiri flokka samtímis. Ef kratar í Reykjavík þekkja ekki sinn vitjunartíma og fara að efla þann óvinafögnuð að bjóða fram sameiginlegan lista með öbmm flokkum gegn íhaldinu, þá fá þeir ekki að flat- maga lengur í ríkisstjómar- sænginni. Þá verður ekki leng- ur ráðskast með völd og emb- ætti eða neitt það sem gerir íhaldssamstarfiö svo eftirsókn- aiyert. íhaldinu veitir ekki heldur af föðurlegum áminningum og kennslustund í stjómvísind- um, hvemig á að hóta krötum og að það sé alvarlegt stílbrot að taka glundroðann upp á sína arma í stað þess að núa vinstri flokkunum honum um nasir. Skoðanakannanir vísa núver- andi minnihluta veginn í kom- andi kosningahríð, en tilvon- andi minnihluti er gjörsamlega áttavilltur og lumbrar þar hver á öðmm frekar en að hafast ekkert að. Og ekkert er líklegra en að af- skipti málgagns Sjálfstæðis- flokksins verði tíl þess að ríkis- stjómin segi af sér og gulltryggi vinstri stjóm í Reykjavík. Það kynni hugsuðurinn á dívanin- um að meta, væri hann enn of- ar moldu. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.