Tíminn - 27.01.1994, Qupperneq 3

Tíminn - 27.01.1994, Qupperneq 3
Fimmtudagur 27. janúar 1994 *S*Z-----„i.----- Cwib iFl «llJ laili B 3 Hátt í þúsund VR-félagar atvinnulausir, margir bóta- og launalausir í marga mánubi vegna gjaldþrota: „Þetta fólk sveltur heilu hungri" „Þa& hafa aldrei verib jafn- margir á atvinnuleysisskrá hjá okkur. Síöustu þrjá til fjóra mánubi hafa ab jafnaöi komiö 50-80 nýir á skrá á tveggja vikna fresti. En á síöustu tveim- ur vikum komu alls 113 nýir inn," segir Gunnar Páll Pálsson hjá Verslunarmannafélagi Reykjavikur. Við útborgun atvinnuleysisbóta hjá stéttarfélaginu í fyrradag fengu alls 886 greiddar út bætur. Hinsvegar eru hátt í eitt þúsund manns á atvinnuleysisskrá hjá fé- laginu, eöa 971. Mismunur á fjölda bótaþega og þeirra sem em á skrá helgast af biðtíma af ýms- um ástæðum. „Þetta fólk bara sveltur," segir Gunnar Páll um þá fjölmörgu sem hafa orðið illa úti vegna þess að vinnuveitandinn varð gjald- þrota. Það fær enga aðstoð frá fé- lagsmálayfirvöldum né fær greiddar atvinnuleysisbætur fyrr en úrskurður um gjaldþrot hefur veriö formlega samþykktur hjá Héraðsdómi. Þar hafa mál hins vegar hrannanst upp vegna hrinu gjaldþrota síðustu þrjá til fjóra mánuöi. lenti í gjaldþroti og því getur við- komandi einstaklingur ekki búist við því að fá atvinnuleysisbætur fyrr en í fyrsta lagi 1. febrúar þeg- ar búið er að samþykkja gjaldþrot- ið. Þá vilja félagsmálayfirvöld ekki hjálpa sökum þess að við- komandi á inni launakröfur sem em ígildi peninga. „Fyrirtæki er gjaldþrota og þá eiga menn kannski inni ógreidd laun í einn til tvo mánuði. Við þetta bætist svo þriggja mánaða uppsagnarfrestur, þannig að við- komandi launamaður á kannski launakröfu í þrjá og allt uppí sex mánuði." Gunnar Páll segir að við gjald- þrot fyrirtækja ábyrgist Ríkis- ábyrgðasjóður launagreiðslur til viðkomandi launamans. Hinsveg- ar tekur það sinn tíma að úr- skurða fyrirtæki gjaldþrota. At- vinnuleysistryggingasjóður hefur aftur á móti borgað út atvinnu- leysisbætur fyrir þessa daga og gerir síðan upp við Ríkisábyrgðar- sjóð launa. Atvinnutrygginga- sjóður er hinsvegar ekki tilbúinn að greiða fyrr en úrskurður um gjaldþrot liggur fyrir hjá Héraðs- dómi. Stúdentan Háskóla íslands eru þessar vikumar ab fá í hendur einkunnir úr prófum sem tekin voru fyrir jól og kennsla er hafin af fullum krafti ab nýju. Starfsfólk Landsbókasafns íslands hefur áþreifanlega orbib vart vib ab háskólanemar eru komnir til starfa ab nýju eftir erfib jólapróf. Þangab koma á degi hverjum margir stúdentar. Þar á mebal er þessi fallega stúlka sem sat einbeitt yfir bókunum á safninu ígcer. ■EÓ/Tímamynd cs Formaöur Alþýöubandalagsins segir stjórnvöld hafa beitt vafasöm- um vinnubrögöum viö bráöabirgöalögin: Vinnubrögðin bjóða hættunum heim lög voru sett á verkfall sjó- manna meö því aö fullvissa sig ekki um aö lögin nytu stuönings þingmanna Sjálf- stæöisflokksins. Hann segir framkomu forseta Alþingis viö umraeöu um máliö ger- ræöislega. Ákvöröun um aö neita ósk um aö fresta um- ræöunni sé mjög alvarleg ekki síst þar sem um bráöabirgöa- lög var aö ræöa. „Undir miðnætti í gærkvöldi beitti forseti sér með einstak- lega gerræðislegum hætti hér í þinginu," sagði Ólafur Ragnar. „Þess er ekkert fordæmi að ósk þriggja þingflokka um frestun umræöu á öðrum degi þings, þegar um fyrstu umræbu máls er að ræða, hafi verið neitað með þeim hætti sem forseti gerði. Einkum og sér í lagi er þetta gerræði alvarlegt þar sem í hlut eiga bráðabirgbalög og upplýst hefur verið að forsætis- rábherra hefur eingöngu rætt við tvo þingmenn Sjálfstæðis- flokksins um stuðning við frumvarpið. Allir þeir þing- menn sem töluðu í umræbunni í gær lýstu því yfir að það hefði ekki verið talaö við þá. Forseti var því ab koma í veg fyrir aö þingið gæti rætt við forsætis- ráðherra við fyrstu umræðu málsins um hin vafasömu vinnubrögð sem viðhöfð vom við setningu bráðabirgðalag- anna. Það hefur ávallt verib venja ab forsætisráöherra gengi úr skugga um að réynt væri aö hafa samband við alla þá þing- menn stjómarliðsins sem hægt væri að ná í. Að tala bara við tvo þingmenn úr stærsta stjómar- flokknum em ný vinnubrögð viö setningu bráðabirgðalaga sem bjóða heim stórkostlegum hættum í stjómkerfinu. í raun og vem var forseti að gerast að- ili aö þessari misbeitingu valds með því að neita að fresta um- ræðunni þar til Davíð Oddsson gæti gert þinginu grein fyrir sínu máli. Ég tel að málið sé oröið svo al- varlegt að Davíð Oddsson eigi eingöngu um tvo kosti að velja. Annað hvort nefni hann þá tvo þingmenn Sjálfstæöisflokksins sem hann talaði við, til að sanna að það hafi veriö haft samband við meirihluta þings- ins eða þá að biðja þingið og þjóðina afsökunar á því að hafa sett bráöabirgðalög með hæpn- um hætti," sagði Olafur Ragnar. Gunnlaugur Stefánsson, starf- andi forseti Alþingis, var spurð- ur hvort það væri eðlilegt að hafna beiöni þriggja þingflokka um að umræðum um þingmál yrði frestað. „Það var niðurstaba mín. Ég gerði fundarhlé og átti fund með fulltrúum allra þingflokka og það varð síðan niðurstaða mín að fundi skyldi haldið áfram. Þingsköp kveöa á um að forseti skuli stjóma fundi og þingmenn eigi aö hlíta úrskurði forseta. Ég kvað upp minn úr- skurö samkvæmt bestu sam- visku og bestu vitund og hafði bæði þingsköp og alla starfs- hætti í þinginu til hliðsjónar. Ég hef átt mjög góða sam- vinnu við alla þingflokka þegar ég hef gegnt forsetastörfum og hef oft orðið við óskum um aö bregða út af dagskrá þegar ég hef talið slíkt rétt. Svo getur þaö orðið niðurstaða forseta að ekki sé hægt að verða við óskum þingmanna og það var að þessu sinni. Svo geta menn haft mis- munandi skoðanir á ákvörðun, en það breytir ekki því að for- seti var í fullum rétti að kveða upp úrskurð í málinu," sagöi Gunnlaugur. Gunnar Páll nefnir dæmi af manni sem var sagt upp störfum um miðjan október og á því inni laun fyrir það sem eftir er mánað- arins og laun vegna þriggja mán- aða uppsagnarfrests. Fyrirtækið „En um leið og gjaldþrotaúr- skurður er kominn þá fær við- komandi bætur frá þeim tíma sem hann byrjabi að stimpla sig," segir Gunnar Páll hjá VR. -grh Ólafur Ragnar Grímsson, for- maöur Alþýöubandalagsins, segir aö forsætisráöherra hafi beitt mjög vafasömum vinnu- brögöum þegar bráöabirgöa- Þaö uröu ákveöin þáttaskil í sögu húsbréfaviöskiptanna þeg- ar Seölabankinn hóf aö kaupa húsbréf fýrir rúmri viku. Seöla- bankinn er öflugasta peninga- stofnun landsins. Aö sögn sér- fræöinga á sviöi veröbréfaviö- skipta gæti bankinn í krafti stæröar sinnar í raun ráöiö ávöxtunarkröfu og þar meö af- föllum á húsbréfum. „Ég myndi ekki segja að Seöla- bankinn stjómaði húsbréfamark- aðinum," segir Sigurbjöm Gunn- arsson, deildarstjóri hjá Lands- bréfum. „Ávöxtunarkrafan var á niðurleið vegna þess aö framboð var lítið og eftirspumin meiri. Á verðbréfamarkaðinum nú er al- mennt mikill skortur á bréfum. Það er fyrst og fremst það sem heldur vöxtunum á húsbréfum niðri. Kaup Seðabánkans hafa gert viðskiptin stöðugri. Krafan hefði lækkaö en það hefði bara gerst hægat." Haldi Seðlabankinn áfram við- skiptum með húsbréf hefur það varanleg áhrif á markaðinn. Þaö er hægt ab ímynda sér húsbréfa- markaðinn sem blööm sem áður var Iokuð í annan endann. Með því aö Seðabankinn blandar sér út ef þrýstingurinn verður of mik- ill. Þetta er að sögn kimnugra það sem er aö gerast á þessum mark- aði. Seðlabankinn getur í framtíö- inni beitt sér til að draga úr sveifl- um á markaðinum. Komi mikið af húsbréfum inn á markaðinn og lítið sé keypt, dregur hann úr þenslunni með því aö kaupa bréf. Meö þessu er tryggður mun meiri stööugleiki. Seðalbankinn keypti húsbréf fyr- ir óverulega upphæö, en áhrifin skiluöu sér strax í lækkaðri ávöxt- unarkröfu bréfanna. Sú hætta gæti hins vegar verið í þessu fólgin að bankinn sæti uppi með húsbréf sem ekki væri hægt að setja á markaöinn án þess að tmfla hann, hækka ávöxtunar- kröfuna og þar með afföllin. Sig- urbjöm Gunnarsson telur þó ólík- legt að þetta gerist. „Að undanfömu hefur frekar vantað húsbréf á markaðinn en hitt. Seðlabankinn hefur ekki keypt fyrir nema lága upphæð. Ef hann heldur áfram aö bjóða í og kaupir á þeim tímum sem fram- boðið er meira en eftirspumin til þess að jafna þær stóm sveiflur sem shmdum hafa verið, þá er það til góbs." -ÁG Seblabankinn jafnar sveiflur á hús- bréfamarkabinum. Bankinn hefur ábur stýrt frambobi og eftirspurn rík- isverbbréfa meb kaupum og sölu eft- ir abstcebum. Þab sama geturhann gert meb húsbréfin, en spumingin er hvort erfibara sé ab losna vib þau en verbtryggb ríkisskuldabréf og ríkis- víxla. nú í þessi viðskipti er lokaöi end- inn opnaður og loftinu hleypt þar Seöiabankinn blandar sér í viöskipti meö húsbréfog mun ráöa á markaöinum: Húsbréfakaup bankans lækka ávöxtunarkröfu

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.