Tíminn - 27.01.1994, Síða 5
Fimmtudagur 27. janúar 1994
5
Kristinn Snœland:
Atvinnuleysi Vibreisnarvofunnar
Allt frá því er Viðreisnar-
stjómin svonefnda
hrökklaðist frá völdum
með skömm, hafa ýmsir sjálf-
stæðismenn og reyndar einnig
nokkrir alþýðuflokksmenn
(þótt ótrúlegt sé) grátið þá
stjóm og stjómarhætti hennar.
Þessi söknuður var með í far-
teski tveggja stjómmálamanna,
sem saman héldu til Viðeyjar,
en einmitt þar höfðu verið unn-
in meint helgispjöll í kirkju-
garðinum. Ekki skal fullyrt aö
þeir félagar hafi rmnið að verki
sínu í kirkjugarði eða kirkju,
þótt slíkir staðir séu gjaman
vettvangur þegar vekja skal upp
draug. Hvort sem þeir sátu að
sumbli eða höfðu í frammi kukl,
þá varð árangurinn sá að þeim
félögum Davíð Oddssyni og
Jóni Baldvini Hannibalssyni
tókst að vekja upp þann magn-
aða draug Viðreisnardrauginn.
Gylfi Þ. Gíslason skammast sín
svo fyrir þátttöku í Viðreisnar-
stjóminni að hann hefur gefið
út sérstaka bók um Viðreisnax-
árin, þar sem hann reynir að
gylla stjómvisku sína og félaga
sinna. Nú skal viðurkennt að
vissulega kunna Viðreisnarárin
að hafa verið vel heppnuð í aug-
um hagfræðings á háum laun-
um við ríkisjötuna. í mínum
augum vom þau hinsvegar vá-
leg almenningi og ég vil hér
nefna það sem einkenndi Við-
reisnarárin í mínum augum.
Ver&bólga
Hér var gífurleg verðbólga og
þrátt fyrir fómir almennings,
allt frá minnihlutastjóm Emils
Jónssonar 1958, réöu kratar og
svo sjálfstæðismenn ekki við
vandann.
„Atvinnuleysi er nú meira
en nokkru sinni á íslandi.
Metið frá Viðreisnarárun-
um er slegið og það sem
verra er, nú er miklu
meira en „hœfilegt at-
vinnuleysi". Að hverfa af
landi brott um stundar-
sakir er ekki svo auðvelt
nú, enda atvinnuleysi í
þeim grannlöndum sem
hlupu undir bagga á Við-
reisnarárunum. Ofan í
allt vaða svo uppi frjáls-
hyggjan og markaðsöflin,
sem engu eira, allt í nafni
frelsisins."
Gengisfellingar
Nýjum samningum stéttarfé-
laga var mætt með gengisfell-
ingum og jafnvel svo fljótt að
áhrif kjarasamninga vom ekki
komin fram í verölagi þegar
gripið var til gengisfellingar. Var
þá talað um hefndargengisfell-
ingu.
Verkföll
Vöm almennings var sú að efna
til verkfalla gegn ríkisvaldi, sem
með markvissum hætti stóð
með atvinnurekendum gegn
launþegum. Á þessum dásemd-
artímum, Viðreisnarárunum,
vom verkföll svo tíð hér í landi
að athygli vakti erlendis. Rétt
fyrir kosningamar 1971 hafði
sænska sjónvarpið sérstakan
fréttaþátt frá íslandi. í þeim
þætti kom m.a. fram Gylfi Þ.
Gíslason ráðherra. Spyrill sjón-
varpsins vitnaöi í alþjóðlegar
hagskýrslur og spurði hví al-
þýða lands með krata í ríkis-
stjóm þyrfti að berjast fyrir til-
vem sinni með verkföllum og
ætti jafnvel heimsmet í verkföll-
um samkvæmt þessum skýrsl-
um. Enn undrast ég ósvífni
svarsins frá Gylfa, en það var á
þessa leið: Verkföll em í raun-
inni ekki til á íslandi. Þetta er
bara þannig, að í stað þess að
fara í sumarfri, þá fer íslenskur
verkalýður í verkfall. Sú fyrir-
litning, sem kom fram hjá Gylfa
á íslenskri alþýðu í þessu svari,
skýrir vissulega hví hann og
aðrir forystumenn Viðreisnar
hampa svo þessu erfiða tímabili
íslensks verkalýðs.
Atvinnuleysi
Eins og margir vita, varð hér
gífurlegt atvinnuleysi á Við-
reisnarámnum. Ástæðan var
kölluð „Móðuharðindi af
VETTVANCUR
mannavöldum", enda töluðu
hagfræðingar ríkisstjómarinnar
um „hæfilegt atvinnuleysi".
„Hæfilegt atvinnuleysi" var sú
svipa, sem Viöreisnarstjórnin
ætlaði að beita á almenning til
þess að kúga hann til hlýðni og
undirgefni. Þessi svipa var sleg-
in úr hendi ríkisstjómarinnar
með óvæntmn hætti. Atvinnu-
ástand var afar gott í Dan-
mörku, Svíþjóð, Noregi og
Þýskalandi og íslenskur verka-
lýður streymdi til þessara landa
í atvinnuleit. Verkamenn, smið-
ir, málmiðnaðarmenn og raf-
virkjar fóm utan í hópum á veg-
um sinna stéttarfélaga. Má geta
þess að Kockums-skipasmíða-
stöðin í Malmö í Svíþjóð var
stærsti vinnustaður íslendinga
utan lands sem innan, en að-
eins þar störfuðu árið 1970, þeg-
ar flest var, yfir 350 íslendingar
í einu. Hópar íslendinga vom
hjá fleiri sænskum fyrirtækjum
og eins í Danmörku og Þýska-
landi. Þessi gífurlegi útflutning-
ur vinnuafls dró sárasta brodd-
inn úr atvipnuleysinu og styrkti
stööu þeirra sem heima sátu.
Þessi mikli landflótti sýndi
einnig, svo ekki varð um villst,
hversu ráðlaus óstjóm Viðreisn-
arinnar var. Mín vegna má svo
hagfræðiprófessor, jafnvel Gylfi
Þ. Gíslason, rita margar bækur
um ágæti Viðreisnarstjómar-
innar. Hún var samt léleg, hún
var stjóm verðbólgu, gengisfell-
inga, verkfalla og atvinnuleysis.
Hún var vond stjóm.
Uppvakningurinn
Hafi einhver verið slæmur í lif-
anda lífi, þá segja sögumar okk-
ur að uppvakningur hins illa
verði enn öflugri og verri viöur-
eignar.
Sá uppvakningur, sem þeir fé-
lagar Davíö og Jón Baldvin
mögnuðu upp í Viðey, reynist
sem slíkir.
Atvinnuleysi er nú meira en
nokkm sinni á íslandi. Metið frá
Viðreisnarámnum er slegið og
það sem verra er, nú er miklu
meira en „hæfilegt atvinnu-
leysi". Aö hverfa af landi brott
um stundarsakir er ekki svo auð-
velt nú, enda atvinnuleysi í
þeim grannlöndum sem hlupu
undir bagga á Viðreisnarámn-
um. Ofan í allt vaða svo uppi
frjálshyggjan og markaðsöflin,
sem engu eira, allt í nafni frelsis-
ins.
Við, fólkið í landinu, við verð-
um að vemda okkur sjálf fyrir
frjálshyggjuliðinu og frelsis-
postulunum. Við verðum með
einhverju móti að vemda fólkið
okkar, sem framleiðir hér og
vinniu viö kalkúnalappir og
skinku. Við verðum að verja
fólkið okkar sem vinnur við sæl-
gætisverksmiðjur, Nóa, Lindu,
Freyju og allar hinar. Við verð-
um að vemda fólkið okkar, sem
vinnur hörðum höndum viö að
framleiða íslenska vöm. Einasta
leiðin er sú að hafna þeim fávísu
frelsis- og frjálshyggjugöpum,
sem nú stefna þjóöinni á vonar-
völ.
í nafni frelsis og frjálshyggju er
nú verið að vinna níðingsverk á
íslenskri þjóð. Atvinnuleysið og
-sár þjáning fjölda fólks er meiri
en svo að lengur verði þolað.
Verkalýðsleiðtogar og stjóm-
málamenn stjómarandstöðu
geta breytt þessu með samstilltu
átaki. Þar er von fólksins.
Höfundur er leigubrfreibastjóri.
Sveinn Sigurjónsson:
Hugleiöingar um gróöurfar
Eg vil óska öllum góðs árs og
hagstæðrar tíðar, en það
má segja að nú fari í hönd
sá tími sem við hér á suðurhluta
landsins verðum að þola hvassar
noröanáttir með ýmsum til-
brigðum. Víða í öílum Suður-
landssýslum rísa þykkir moldar-
mekkir, sem berast til hafs. Þeir
koma að mestu af miðhálendinu
og ná taumar þeirra á nokkrum
stöðum fram tíl byggða, ástand
sem engin þjóð eða maður getur
leitt hjá sér.
Gróðurvanda íslendinga má
rekja til þriggja meginorsaka. Tel
ég þar fyrst veðurlag. Það muna
sjálfsagt margix kalárin 1965 til
1968. Þá lækkaði meðalhiti
snögglega, tún kól víða, en þó
hvergi meira en nútímaland-
búnaður réð við með heyflutn-
ingum milli landshluta, græn-
fóöurrækt og áburðargjöf. Út-
jörð fór hinsvegar illa, vegna
þess að þá hrapaði uppskera á
hektara um tvo þriðju að
minnsta kosti frá meðalári, sam-
kvæmt „lauslegri" athugun
minni. Til nánari skýringar varö
meðalvöxtur á birki 3,2 cm 1968
á Galtalæk. Önnur ár hefur með-
alvöxtur verið 9,3 cm á villtu
birki. Segir þetta því nokkra
sögu.
Við megum þó ekki halda að
þetta sé eða hafi verið botninn í
íslenskri veðurfarssögu. Þess má
hér geta til gamans aö eftix
frostaveturipn mikla 1918 var
VETTVANGUB
grasspretta mjög léleg hér í upp-
sveitum Suðurlands. Víða urðu
menn að bera heyfenginn í
svuntum eöa pokum heim. Það
var enginn kostur að koma við
öðrum flutningsmáta, heyið
skreið allt úr böndunum.
Það er auðvelt að játa að of
langt er síðan ég las bókina Loft-
in blá eftir Pál Bergþórsson veð-
urfræðing, en hún er mjög að-
gengileg þeim sem vilja líta til
horfinnar tíðar í sögu okkar ís-
lendinga hvaö varðar veðurfar.
II
Viö lækkandi hitastíg fellur raki
loftmassa þess lofts sem leikur
um landið, enda verða ef að er
gáð noröanáttir ríkjandi, en þær
koma gjarnan frá Jan Mayen eða
jafnvel af GrænlandsjöÚi. Skal
því enginn reikna með mikilli
úrkomu eöa háu rakastigi vors
og sumars.
Annar þáttur litlu veigaminni í
gróðurfarssögunni em eldgosin.
Ef vindrósir á íslandi em athug-
aðar, kemur í ljós aö litlu skiptír
hvort eldar em uppi á Norður-
landi eða hér sunnan jökla. Mib-
hálendið fær alltaf sinn skammt
í lengri gosum. Þab er alþekkt að
sporðar skriðjökla séu nær svart-
ir yfir að líta af þeim sökum. Þá
er aðeins spumingin úr hvaða
átt hann blæs. Til glöggvunar
skal tekið fram að á Norðurlandi
er það sunnanáttin, en norða-
náttín hér syðra.
Til þess aö lesendur hafi eitt-
hvað að styðjast við hvað gos-
efni varðar, skal nefna að jarö-
fræðingar hafa reiknað út að á
sögulegum tíma hér á landi séu
komnar um 5.190 milljónir
rúmmetra tíl ársins 1990 af laus-
um gosefnum. Eftír að hafa
skoðað og fylgst meb Skjólkvía-
gosinu 1970 og öðmm tíl þessa
dags, sýnist mér að það megi
hiklaust reikna með því magni
þreföldu, eða 15.570 milljónum
rúmmetra. Hvað þá um aðrar
eldstöðvar til viðbótar? Er þetta
nú ekki vandamál?
Allar okkar stærstu ár eiga upp-
tök sín í jöklum landsins, þar
sem þær hafa strax úr miklum
efnivið að moða. Enginn þarf ab
láta sér detta í hug ab þær fari
með hvert sandkom beint til
strandar, eins og eðli þeirra gæti
bent til. Heldur myndast eyrar
og í sumum tílfellum stór lón,
meðan ámar em í fullum vextí,
en við þverrandi vamsborb
hausts og á vorin fýkur sandur
og leir úr farvegum, berst oft
langar leiöir og mjög oft yfir gró-
ib land.
III
Á jaðarsvæðum eybimarka eða
við eyðingarmátt vatna hefur
fjöldi bænda og Landgræðslan
hafið samstarfsverkefni sem lof-
að hefur góðu og skilað veruleg-
um árangri, sem nú er stefnt í
voða vegna þess aö sumir stjóm-
málamenn hafa gleymt uppmna
sínum.
Fyrir síðustu kosningar var mik-
ið talað um gróðurfarsvandann
af núverandi stjómarliöum og
þeir ætluðu að gera mikið. Þab
má oröa þab sem svo að stjómin
bretti upp ermamar, en dró fram
stálið og brýndi niðurskurðar-
hnífinn, enda bítur hann sem
aldrei fyrr.
Samstarfsverkefni bænda og
Landgræðslunnar er skorið nib-
ur að einum fimmta; hvemig er
þá um önnur framlög? Nokkur
ár em síðan ég benti land-
græbslustjóra á breskan náttúm-
fræðiþátt, sem sýndur var í sjón-
varpinu. Hann var frá Pata-
góníu, en hún tilheyrir Argen-
tínu og Síle í Suður-Ameríku. Þar
var minnst á grastegundir, sem
sagöar vom þola tíu stiga nætur-
frost en héldu fullum vaxtar-
mætti eftír sem áður. Ef satt er,
þá em þama komnar plöntur
sem landið okkar hefur þörf fyrir
og full ástæða tíl að Landgræösl-
an nálgist eba kanni hvort um
skáldskaparjurtir er að ræða.
Síðastliðið sumar nefndi ég við
einn starfsmann Landgræbsl-
unnar að nýta eðlisþættí jarð-
vegs okkar með sáningu lúpínu í
huga og nota áburðarflugvélam-
ar við verkið. Á hverju ári em
sandar og melar fljótandi, meb-
an jarðklaki er aö fara úr jörð.
Það er í flestum ámm ein til þrjár
vikur. Starfsmenn Landgræðsl-
unnar og RALA hafa þróað með-
ferð lúpínubaimanna allvel og
munar þá ekki mikið um aö
húða þær og varðveita sveppa-
gróin til sáningar úr loftí síðar.
Ef flogið er yfir nær fljótandi
mela, fellur baunin nógu langt
ofan í jarðveginn til að varbveita
sveppagróiö, en það þolir ekki
mikinn þurrk eöa sterka sól.
Þannig ber ab fara að leikreglum
náttúmnnar og haga aðgerðum
eftir þeim hverju sinni.
Höfundur er bóndi.