Tíminn - 27.01.1994, Síða 6

Tíminn - 27.01.1994, Síða 6
6 fgfMEWffl Fimmtudagur 27. janúar 1994 UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM Víkurfréttir KEFLAVIK Haukur meb heimsmet Haukur GK úr Sandgeröi seldi taep 80 tonn af karfa í Bremer- haven í Þýskalandi nýlega fyrir 220 kr. kg. Þaö er hæsta verö sem fengist hefur fyrr og síöar fyrir ísaöan karfa. Haukur seldi um tíu tonn af öörum fiski og samtals geröi túrinn tæplega 19 milljónir króna í aflaverömæti. Meöalverö var 192 krónur og hásetahluturinn 250 þúsund eftir sex daga veiöiferö, sem lauk á miönætti í byrjun sjó- mannaverkfalls. Haukur GK seldi vel á síöasta ári, en svo til allur fiskur út- geröarinnar fer á markaö. Afla- verömæti fisks úr bátnum 1993 nam tæplega 217 milljónum króna. Grindavík: Hátt í 1500 útköll Lögreglan í Grindavík fékk 1467 útköll á síöasta ári. Þar var klippt af 126 bifreiöum, afskipti af bömum og unglingum vom 46, 164 sinnum varö lögreglan aö veita fólki einhverja aöstoð, 23 innbrot vom tilkynnt til lög- reglu og fjögur innbrot í skip og báta. Lögreglumenn uröu 15 sinn- um aö skakka leikinn þegar heimilisófriður geisaöi, 17 um- ferðarslys uröu í umdæmi Grindavíkurlögreglunnar og 37 sinnum varö aö aöstoöa öku- menn við að fylla út tjónatil- kynningar og fimm sinnum uröu önnur umferöaróhöpp en árekstur bifreiöa. Átta vom teknir fyrir ölvuna- rakstur á síöasta ári og 21 vinnuslys' var tilkynnt tíl lög- reglunnar í Grindavík, svo stikl- aö sé á stóru í samantekt lög- reglunnar. FEYKIR SAUÐARKROKI Lauga á Kárastööum: Milt áfram og vor- ar betur en síbast „Þetta hefur veriö ósköp milt, a.m.k. hérna, þótt þaö hafi hoppaö til og frá í frost annaö slagiö. Það em bara þessi storm- veöur sem hafa veriö og þó hef- ur víða glamraö meira en hér. Ég á von á því aö þetta veröi áfram svona milt fram á þorr- ann. Síöan reikna ég með aö þaö vori fyrr en seinast," sagöi Sigurlaug Jónasdóttir, þegar hún var innt eftir því hvernig spádómar hennar í garnirnar hefðu gengið eftir. Lauga sagöist ekki sjá betur en spádómarnir heföu gengiö nokkuð vel eftir hingað til. Það hefði komið þetta skot fyrir ára- mótin og það heföi staðið aö- eins lengur en spádómurinn gaf til kynna. Síðan væri aö sjá hvort haröi kaflinn, sem hún spáöi, kæmi þegar liöi á þorr- ann. „Ég á frekar von á að voriö verði fyrr á feröinni núna," sagöi Lauga og stemmir það við þá kenningu aö vorin á sléttu tölunni séu yfirleitt mildari. Lauga er ein Hróarsdalssystk- Lauga á Kárastöbum. ina, sem næm em fyrir nálægö álfa og huldufólks. Aðspurð sagöist hún ekki í minnsta vafa um aö allt moraöi af slíku fólki á Nesinu. „Þaö meira aö segja slæddist einu sinni krakkabolur í þvott- inn hjá mér. Ég hafði breitt til þerris í kringum blómagaröinn og þá var þessi bolur allt í einu kominn innan um þvottinn. Ég hélt aö þetta væri af strák úr Reykjavík, sem var í sveit hjá okkur á þessum tíma, en þaö reyndist ekki vera, þótt hann passaöi á hann. Strákurinn fór í- bolinn einu sinni, en síöan hvarf bolurinn. Fólkið hefur lík- lega veriö of seint aö hiröa hann úr þvottinum hjá mér. Nú, maður hefur svo sem oft séö skepnurnar þess hérna, bæði kindur, hesta og kýr, þótt venjulega standi sú sýn stutt viö. Þetta er horfiö um leið og maöur lítur af því. Einu sinni sást hérna rauöur hestur meö þrjá fætur snjóhvíta upp aö kviö. SLíkur hestur hefur hvorki fyrr né síðar sést hérna á Nes- inu, svo þaö er ekki um að vill- ast," sagöi Lauga. Hún segir kindur huldufólks- ins stærri en í okkar mann- heimi og það sé furöulegt aö aldrei hafi hún séö með þeim lömb. Magnús Þórir íþróttamabur ársins hjá HÍDS Þórir Magnús Lárusson var ný- lega útnefndur íþróttamaöur ársins hjá Hestaíþróttadeild Skagafjaröar. Þórir Magnús vann sér þaö t.d. til afreka á síö- asta ári aö sigra í hindrunar- stökki á íslandsmótinu á Akur- eyri og hann var stigahæstur skagfirskra hestaíþróttamanna á helstu mótum liðins árs. Þórir Magnús Lárusson og Líney Hjálmarsdóttir meb verblaunagripi sína á uppskeruhátíb HÍD5. Þetta er í þriðja sinn sem skag- firskir hestamenn tilnefna íþróttamann sinn. Þessi heiður hefur falliö í skaut þeim Jó- hanni Skúlasyni og Eyþóri Ein- arssyni. Næstir Þóri Magnúsi Lárussyni í kjörinu, að þessu sinni, komu Jóhann Magnús- son, Elvar Einarsson, Jóhann Skúlason og Egill Þórarinsson. í hófi í Tjarnarbæ sl. laugar- dagskvöld fékk Þórir Magnús einnig afhentan Steinullarbikar- inn fyrr bestan árangur í fimm- gangi og Líney Hjálmarsdóttir, einn af efnilegri unglingum HÍDS, fékk afhentan bikar sem sigurlaun í töltkeppni á deildar- mótinu. Félagar í HÍDS eru rúmlega 100 og gætir ört vaxandi grósku í starfsemi hestaíþróttamanna. VESTFIRSKA 1 FRÉTTABLAÐIÐI ISAFIRÐI Snjóflób olli miklu tjóni í Dýrafirbi Um miöjan mánuöinn féll snjóflóð á útihús á bænum Fremstu-Húsum í Hjarðardal í Dýrafirði, en þar býr Hermann Drengsson. Mikill kraftur var í flóöinu og aö sögn Jónasar Ól- afssonar, sveitarstjóra á Þing- eyri, fór flóöið í gegnum hlöö- una, sem er fyrir ofan fjárhúsin. Dráttarvél, sem stóð ofan við hlööuna, fór í þremur pörtum inn í fjárhús. Állar heyvinnu- vélar, sem þarna voru, eyöilögö- ust og um tuttugu kindur dráp- ust strax. Viö uppgröft kom í ljós að fleiri kindur vom lemstr- aðar og svo illa til reika aö þær þurfti aö aflífa. Líklegt er talið aö bóndinn hafi misst þarna allt í allt um 25 kindur. Telur Jónas að þama sé um til- finnanlegt tjón að ræöa. Hlað- an ónýt, hluti af fjárhúsum, dráttarvél og allar heyvinnuvél- ar eru líka ónýtar. Auk þess vom heyrúllur og annaö, sem þarna var, eins og hráviði um allt tún. Fagranesib vib bryggju á ísafirbi. Fagranesib eina samgöngutækib á norbanverbum Vestfjörbum Vegageröinni hefur gengib illa aö halda Breiöadals- og Botns- heiöum opnum á mokstursdög- um síðan fyrir áramót. Djúpbát- urinn Fagranes var eina farar- tækiö sem komst meö nauð- synjavömr til Suöureyrar, Flat- eyrar og Þingeyrar frá áramót- um og fram í miðjan mánuö- inn. Fagranesið flutti aðallega póst, matvöru og mjólk í verslanir. Einnig vom fluttir bílar og far- þegar. Friöfinnur Sigurðsson bifreiö- arstjóri segir aö mikib öryggi sé fyrir íbúana í Vestur- ísafjarbar- sýslu að hafa Fagranesiö stað- sett á ísafiröi, þegar tíöarfariö er eins og þab hefur verib aö und- anfömu. Um 75% foreldra ánægð meb heils- dagsskólann Meira en 80% foreldra í Reykjavík lýsa sig ánægö meö aö grunnskólar í borginni bjóöi bömum á grunnskóla- aldri upp á heilsdagsskóla, samkvæmt könnun sem Gall- up geröi fyrir „Dagskóla- nefnd" í nóvember s.l. Af þeim 17% foreldranna, sem þá voru farin aö nýta sér þessa þjónustu, sögöust 84% ánægö meö hana, þar af mik- ill meirihluti mjög ánægöur. Enn hærra hlutfall (88%) seg- ir þennan kost betri en þau úrræöi, sem foreldrarnir höföu áöur, og 2/3 sögöu hann sömuleiöis öruggari. Aöeins 5% lýstu sig óánægö meö þjónustuna. Einungis rúmur þriðjungur foreldranna sögöu heilsdags- skólann ódýrari kost en fyrri gæslu. Annar þriðjungur sagði hann hins vegar miklu eöa mun dýrari og þaö er hann væntanlega einnig fyrir þann fimmtung foreldra, sem sögð- ust ekkert hafa borgaö fyrir gæslu bamanna áður. Bara einn fimmti hluti barn- anna í heilsdagsskólanum var áöur í formlegri gæslu, þ.e. í leikskóla, skóladagheimili elleg- ar hjá dagmömmu eftir skóla. Meira en helmingurinn var heima hjá foreldmm eöa afa og ömmu. En 1/10 hluti bamanna vom einsömul heima áöur en þessi nýi möguleiki opnaöist. Spumingu um þaö hvort for- eldrar hefðu aukiö eöa minnk- að vinmma síðan bamið þeirra byrjaöi í heilsdagsskóla, svaraði mikill meirihluti svo að þaö hafi engu breytt um vinnutíma þeirra, sérstaklega karlamir. En nærri fimmta hver kona haföi notað tækifæriö til aö vinna lengur. Gallup kannaði einnig aö- stæður meöal þeirra foreldra og barna, sem ekki nýttu heils- dagsskólann fyrir börnin sín. M.a. var spurt hvar bömin séu að loknum skóladegi. í ljósi endalausra fullyrðinga um að allir vinni orðið úti allan daginn, kemur sú niðurstaða Gallup nokkuð-á óvart aö 71% skólabama skuli enn geta fariö heim til mömmu eöa pabba að loknum skóla (kannski eftir allt, í heitt kakó eins og í öllum rómantísku endurminninga- sögunum?). Þar viö bætast 5% sem em hjá ömmu og afa. Nær enginn (minna en 2%) úr þess- um hóp fer til dagmömmu eöa á skóladagheimili. Á hinn bóginn sagöi fjórðung- ur foreldranna bömin sín vera ein heima eftir skóla, sem mörgum þykir eflaust hátt hlut- fall. Þaö er þó kannski ekki eins ískyggilegt og ætla mætti, þegar litið er til þess að nærri fjórb- ungur bamanna, sem könnun- in náöi til, vom 14 og 15 ára. Könnunin náöi til foreldra með börn á gmnnskólaaldri, 6 til 15 ára. Og um helmingur þeirra voru 11 ára og eldri og hinn helmingurinn 10 ára og yngri. -HEI Vistfólk á Skálatúni er orbib landsþekkt fyrír vefnab sinn og veggteppi. Skálatún er fertugt 30. janúar n.k. verða liöin 40 ár frá því Skálatúnsheimilið tók til starfa. Tildrög ab stofnun heimilisins eru aö Umdæmisstúkan no. 1 keypti býlið Skálatún í Mosfellssveit og setti þar á fót heimili fyrir þroskahefta. Forystu um þetta haföi Jón Gunnlaugsson stjórnarráðsfulltrúi. Fyrst í staö var heimiliö rekiö í íbúö- arhúsinu, sem fylgdi jörðinni. Þar voru þegar flest var 23 böm og 10 starfsmenn. Frá þessum tíma hefur verið mikil uppbygging í Skálatúni. Þar em nú 8 heimiliseiningar. Reynt er að hafa hverja einingu sem líkasta heimili, þannig aö stofnunarbragur er ekki tii staö- ar. Vinnustofur eru reknar til þjálfunar heimilismanna, þar er fengist við aö vefa ýmsa hluti, m.a. vegg- og gólfteppi, og aðr- ar hannyrðir fara þar fram. Ým- iskonar pökkunarvinna er þar líka og fleira. Sundlaug er á staðnum sem heimilisfólkið notar mikið, enda sund gott til þjálfunar; þá er kennt þar ung- bamasund hluta úr degi hverj- um. Heimilismenn í Skálatúni eru nú 52, en vom flestir 56. í tilefni af afmælinu veröur opið hús í Skálatúni á laugar- daginn 29. janúar n.k., þar sem gestum gefst tækifæri til að skoöa og kynnast starfsemi heimilisins og þiggja veitingar. Þá veröur til sölu varningur sem heimilismenn hafa búiö til. Vonast er eftir aö sem flestir velunnarar og gamlir starfs- menn sjái sér fært að heim- sækja Skálatún af þessu tilefni. Sunnudaginn 30. janúar n.k. verður afmælishátíð fyrir heim- ilismenn, foreldra og starfs- menn, auk nokkurra gesta sem sérstaklega er boðiö til hátíbar- innar. Hátíöin hefst í Lágafells- kirkju kl. 13,30 og síöan eftir messu fram haldið í Hlégaröi meö afmælisdagskrá. Þar veröur m.a. fmmsýnd heimildarmynd um starfsemina í Skálatúni fyrr og nú, sem gerð var s.l. sumar og haust. Gerð myndarinnar önnuöust þeir Agnar Logi Ax- elsson og Helgi E. Helgason.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.