Tíminn - 27.01.1994, Side 8
8
flmmra
Fimmtudagur 27. janúar 1994
Landsliö matreiöslumeistara býöur bœndum í 7-9 rétta sœlkeraveisl-
ur úr innlendum búvörum í Vík í kvöld:
Matreiöa fjölda
veislurétta úr hráefni
sem aö mestu er hent
Þórarinn Guölaugsson matreibslumeistari.
„Vib eigum margra kosta
völ. Vib getum nýtt allt þab
hráefni sem nú er vannýtt
eba hreinlega hent, sem at-
vinnuskapandi verkefni
heima fyrir og um leib rétt
stöbu okkar gagnvart þróun-
arhjálp og sveltandi heimi,
meb því ab senda þessar vör-
ur sem framlag íslands þang-
ab sem þab á vib, en selja
sem ódýran og góban mat á
öbrum svæbum."
Þetta segir Þórarinn Gub-
laugsson matreibslumeistari í
bréfi til íslenskra bænda. Og
þar er ekki setiö vib oröin tóm,
því landsliö íslenskra mat-
reiÓslumeistara býðst til að
leggja gmnn ab kröftugu sölu-
átaki í samvinnu viö bændur.
Til aö sýna viljann í verki býb-
ur landsliðiö bændum upp á
7-9 rétta sælkeraveislur víös
vegar um land, þar sem allir
réttimir em úr íslenskum bú-
vömm, í mörgum tilfellum
einmitt úr vömm sem em
vannýttar og hent.
Fyrsta sælkeraveislan af þessu
tagi var haldin í Borgarfiröi og
fékk geysigóðar viötökur að
sögn Þórarins. Enda ekki á
hverju kvöldi sem sjö til níu
rétta veisla er í boöi fyrir 1.500
krónur á mann. Önnur veislan
er í Vík í Mýrdal í kvöld, 27.
janúar, og síðar em fyrirhug-
aöar veislur á Blönduósi, Búð-
ardal, Akureyri og Egilsstöö-
um. Matseðillinn breytist á
hverjum stað. Sérstakir gestir,
m.a. fyrrverandi landbúnaðar-
ráðherrar, matreiðslumenn,
ráöunautar og kjötvinnslu-
menn verða í hverri veislu og
taka þátt í umræðum um mál-
efni landbúnaðarins. Líklegt
er að „lífræn framleiösla"
verði mikið rædd í Víkurveisl-
unni.
Tímanum lék forvitni á að
vita nánar um þennan veislu-
mat sem íslendingar henda í
stómm stíl. „Tökum dæmi af
matseðlinum í Vík," sagöi Þór-
arinn. Eftir fordrykkinn Regn-
bogagarp (mysudrykkur) og
náttúmhæfa grænmetiskæfu
verður boðið upp á. „lamba-
ným í súrsætri sósu", „inn-
bökuð ungnautalifrarbuff meö
lerkisveppasósu", „lambasíðu
með basilsósu", „léttreyktan
appelsínulambabóg með
ávaxtasalati" og auk þess heil-
steikt lamb, brauð úr Land-
eyjakorni og skyrbúðing.
Lambanýmnum segir Þórar-
inn nú nær öllum hent þótt
þau séu ágætis matur. Sama sé
með ungnautalifrina (eins og
alla nautalifur), þrátt fyrir að
hún sé meðal vinsælustu rétta
á veitingahúsum víða um
heim. Lambasíbum (slögum)
sé safnaö upp í frystihúsum,
en endi að lokum aö mestum
hluta á haugunum. Lamba-
bógar séu svipaö vandamál,
því lærin og hryggirnir seljast
miklu hraðar, en frampartam-
ir safnist upp.
„Við viljum m.a. leggja
áherslu á ab ef við nýtum dýr-
ustu bitana til útflutnings þá
þurfum við að leita möguleika
á að nýta framhlutana einnig.
Svo dæmi sé tekið, þá hefur
Pizza Hut keðjan sýnt áhuga á
lambaskinku fyrir múslima —
því þeir borða auðvitab ekki
„ham" en lýst ágætlega á
„lam". Þórarinn segir að
lambabógar, t.d. appelsínu-
maríneraðir og hunangs-
maríneraðir séu virkilega góð
vara sem kanna ætti mögu-
leika á ab flytja út.
„Við erum að reyna ab snúa
vöm í sókn, fá bændur til þess
að rækta fyrst eigin garð. Þess
vegna fömm við hringinn. Vib
viljum sýna þeim að margt af
því hráefni sem nú er hent í
stómm stíl er nýtanleg og góð
vara. Við leggjum áherslu á að
standa vörb um íslenska hags-
muni, til að halda atvinnu í
landinu. Þetta er fyrst og
fremst spurningin um að
standa öðmvísi að hlutunum
en hingaö til. Það er fullt af
fólki á atvinnuleysisskrá sem
vill frekar vinna en vera á bót-
um. Af hverju ekki skaffa því
frekar vinnu heima í héraði, úr
hráefni sem verið er að
henda?"
En hvers vegna tóku mat-
reiðslumenn sig saman um að
efna til þessara veisluhalda?
Þórarinn segir margar ástæð-
ur til þess. En ein sé sú landslið
íslenskra matreiðslumeistara
stefni á þátttöku í ólympíu-
móti matreiðslumanna í
Frankfurt í Þýskalandi 1996,
þar sem þeir ætli sér að komast
á pall. Til þess þurfi þeir þjálf-
un sem nauðsyn sé að byggja á
breiðum gmnni. „Og íslensk-
um matreiðslumeisturum þyk-
ir það verðugt verkefni að láta
þá vinnu sem óhjákvæmilega
fylgir þjálfun af þessu tagi,
nýtast kröftugu kynningar- og
söluátaki, heima og erlendis",
segir meistari Þórarinn Guð-
laugsson - HEI
|||| FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Þorrablót
Guðnl Flnnur
verður haldið föstudaginn 28. janúar í veitingahús-
inu ÁRTÚNI.
Heiðursgestir Margrét Hauksdóttir og Guðni Ágústsson alþingismaöur.
Veislustjóri Finnur Ingólfsson alþingismaður.
Jóhannes Kristjánsson eftirherma skemmtir.
Húsið opnað kl. 19.30.
Borðhald hefst kl. 20.30.
Miðaverð kr. 2.500,-.
Nánari upplýsingar og miöasala em á skrifstofu Framsóknarfélaganna I Reykja-
vlk, Hafnarstræti 20, simi 624480.
Framsóknar
félaganna í
Reykjavík
REITTER
Rábist ab Karli Bretaprins
Asískur námsmabur skaut í gær púðurskoti úr byssu að Karli Breta-
prins sem er í opinbem heimsókn í Ástralíu. Öryggisverðir í fylgd-
arliði prinsins uröu felmtri slegnir við árásina sem hefði getað orö-
ið ríkisarfanum að bana. Árásarmaburinn vildi láta í ljós óánægju
sína vegn fangelsunar bátafólks frá Kambodíu.
Karl sagði Áströlum að það væri þeirra mál hvort þeir segöu skilið
við bresku krúnuna en Paul Keating, forsætisráðherra Ástralíu, hef-
ur lýst því yfir að hann vonist til að landið verði orðið lýðveldi ár-
ið 2001.
REUTER
Moskva
Fjármálarábherra
fer í fússi
Boris Fjodorov, fjármálaráö-
herra Rússlands, yfirgaf ríkis-
stjóm landsins með látum í gær
eftir að Jeltsin forseti landsins
hafði neitað að ganga að skil-
yrðum hans fyrir áframhald-
andi setu í ráðherrastóli. Fyo-
dorov spáði efnahagsöngþveiti
og „félagslegTi sprengingu" í
landinu þar sem ljóst væri að
horfiö yrði frá umbótastefnu
fyrri stjómar.
Moskva
Nærri því borgara-
styrjöld
Pyotr Filippov, sérlegur ráðgjafi
Jeltsins Rússlandsforseta, segir
að vopnaðar glæpaklíkur séu aö
verða alls rábandi í samfélaginu.
Filippov kvatti til þess í gær aö
stofnaðar yrðu sérsveitir lög-
reglu til að berjast gegn glæpa-
mönnunum. Ráðgjafinn sagbi
ástandið svo ógnvænlegt að líkja
mætti því við borgarastyrjöld.
Sarajevo
Sex særbir
Sex bosnískir herlögreglumenn
særðust í sprengjuárás á mat-
vælaflutningalest sem þeir áttu
að verja. Lestin var stödd inni í
miðju landi þegar árásin var
gerð.
Seoul
Patriotflaugar til
varnar Subur-Kór-
eu?
Ríkisstjómir Bandaríkjanna og
Suður-Kóreu em alvarlega að
íhuga að setja Patriotflaugar í
Suöur- Kóreu til að vamar hugs-
anlegum eldflaugaárásum
Norbur-Kóreumanna. Þetta var
staðfest í gær bæöi af embættis-
mönnum í Washington og í
Seoul.
Washington
Kosningabaráttan
hafin
Clinton Bandaríkjaforseti lagði
megináherslu á baráttuna gegn
glæpum og umbyltingu í heil-
brigðismálum í stefnuskrárræðu
sinni í gær. Þannig telur forset-
inn sig best geta orðib þing-
mönnum demókrata að libi í
kosningabaráttunni fyrir þing-
kosningamar í haust.
Tókíó
Sibbót Japana á
undir högg ab
sækja
Ríkisstjóm Japans gerði í gær til-
raun til að fá stjórnarandstöö-
una til að samþykkja kjamann í
umbótafmmvarpi Hosokawa
forsætísráðherra. Stjómin
bauöst til að gera vemlegar
breytíngar á fmmvarpinu í von
um að stjórnarandstaðan gTeiddi
því atkvæði sitt. Ef fmmvarpið,
sem er stefnt gegn spillingu í
þjóðfélaginu, fæst ekki afgreitt
fyrir helgi er það úr sögunni.
Los Angeles
Máli Michaels
jacksons haldib
áfram
Haldið verður áfram að kanna
hvað sé hæft í ásökunum á
hendur poppstjömunar Micha-
els Jacksons um að hann hafi
áreitt ungan dreng kynferöis-
lega þrátt fyrir sátt í málinu.
Lögmenn poppstjömunnar
hafa komist ab samkomulagi
við föður drengsins um ab
drengurinn beri ekki vitni í mál-
inu. Jackson ætlar að greiða föb-
urnum fimm milljónir banda-
ríkjadala fyrir að koma í veg fyr-
ir vitnisburðinn.
Borgab fýrir ab
þegja
Þessi mynd var tekin af popp-
stjömunni Michael Jackson
þegar hann var á hljómleika-
ferðalagi í Bangkok í ágúst á síð-
asta ári. í gær bámst fréttir af
því ab lögfræðingar Jacksons og
lögfræðingar unglingspilts, sem
poppgoöið er sakab um að hafa
gerst fjölþreifið við, hefðu kom-
ist ab samkomulagi um að
drengurinn bæri ekki vitni gegn
Jackson gegn hæfilegri þóknun.