Tíminn - 27.01.1994, Síða 11
Fimmtudagur 27. janúar 1994
n
Kammertónlist
s
tónleikum Kammermús-
íkklúbbsins 23. janúar
var hvert sæti í Bústaða-
kirkju skipað, og lá við að færri
kæmust að en vildu. Hvað veld-
ur mismikilli aðsókn að listvið-
burðum væri sjálfsagt merkilegt
rannsóknaverkefni, en margt
kemur til: stimdum flykkjast að-
standendur listamanna á tón-
leika, stundum nemendur
þeirra; stundum er það efnis-
skráin sem „trekkir" og stund-
um frægð og snilli spilaranna.
Og svo framvegis. Á tónleikun-
um 23. janúar spilaði Einar Jó-
hannesson klarinetturöddina í
kvintett Mozarts, sem sennilega
hefur hvort tveggja vegið
þungt, en aö auki lék Zheng-
Rong Wang á 1. fiölu. Hún er
upprennandi stjama frá Kína,
sem hér hefur spilað áður sem
gestur við miklar undirtektir.
Semsagt, mikil aösókn og mikl-
ar væntingar.
Á efnisskrá vom þrjú verk: klar-
inettukvartett eftir finnskan
samtímamann Mozarts og Beet-
hovens aö nafni Bemhard Cm-
sell, strengjatríó í c-moll eftir
Beethoven, og fyrmefndur klar-
inettukvintett Mozarts K.581.
Strengleikarar vom, auk ábur-
nefndrar 1. fiðlu og klarinettu,
þau Zbigniew Dubik (2. fiðla),
TONLIST
SIGURÐUR STEINÞÓRSSON
Helga Þórarinsdóttir (lágfiðla)
og Richard Talkowsky (kné-
fiðla), en þau Helga og Richard
em leiðandi í Sinfóníuhljóm-
sveit íslands, hvort á sitt hljóð-
færi.
Kunnugir segja, að nokkur
sönglög séu þekkt hér á landi
eftir Cmsell, en aldrei hafði ég
heyrt þennan kvartett fyrr (í Es-
dúr op. 2). Samt kom hann
kunnuglega fyrir, enda á köflum
undir greinilegum áhrifum frá
helstu klarinettutónskáldum
samtíma síns, Mozarts og von
Webers. í skránni segir að Cm-
sell hafi verið þekktur klarinett-
isti á sinni tíð, auk þess sem
hann lærði tónsmíðar í þýsk-
ausmrríska heiminum. Þetta
verk hefði hins vegar mátt vera
æði dauft frá tónskáldsins hendi
til að vera leiðinlegt, svo dæma-
laust fallega spiluðu tónlistar-
mennimir, og þá einkum Einar,
sem þama var í algem abalhlut-
verki.
Beethoven-tríóið fór vel af
staö, og fyrsti kaflinn (Allegro
con spirito) var flutmr með
þeim stolta en ástríðumila und-
irtóni sem Beethoven hæfir.
Seinni þættimir, þótt afar fal-
lega væm spilaðir, náðu þó að
mínu mati ekki fullu flugi til að
komast í A-flokk, vegna þess að
ákafarin skorti. Þeir vom trega-
blandnir, jafnvel prestóið.
Rúsínan í pylsuendanum var
Einar lóhannesson.
svo Mozart-kvintettinn, og
kannski hefur hann aldrei verið
flutmr svona fallega hér á landi
fyrri. Gætu gestir Kammermús-
íkklúbbsins í Bústaðakirkju 23.
janúar jafnvel hafa upplifaö
heimssögulegan atburð: besta
(eba a.m.k. fallegasta) flutning
K.581 allra tíma? Tónfegurð
Einars Jóhannessonar og spila-
mennska er slík, aö jafnvel
steinhjörtu kremjast og harð-
geðja athafnamenn vikna. Einar
minnir einna helst á Reginald
Kell, sem hingað kom fyrir 40
ámm eða svo og var þá í fremstu
röð meöal breskra klarinettista.
kell hafði ofurlítið „víbrató"
sem mýkir tóninn og léttir, en
þótti annars heldur dónalegt
meðal klassískra klarinettista á
þeim tíma.
Strengjakvartettinn spilaði afar
vel líka. Þar skipta 1. fiðla og
knéfiðla að jafnaði einleiksstróf-
um við klarinettið, og þau Z.-R.
Wang og Talkowsky spilubu
mjög fallega. Mozart skrifaði
verk sín oftast meb ákveöna
söngvara og hljóðfæraleikara í
huga, og í þessu tilfelli vom
þeirra á meðal Anton Stadler á
klarinettu og Mozart sjálfur á
lágfiðlu — á það hljóðfæri þótti
honum skemmtilegast að spila í
kammermúsík. Enda telja marg-
ir, ab fallegasti hluti kvintetts-
ins sé þrátt fyrir allt einleikstil-
brigbi lágfiðlunnar í lokakaflan-
um, sem Helga spilaöi eftir-
minnilega.
Sumir telja klarinettukvintett
Mozarts hans fullkomnasta
kammerverk, og þegar full-
komnasta kammerverk Mozarts
er fullkomlega flutt, þá hljóta
það að teljast fullkomnir tón-
leikar — eftir því sem mann-
anna verk geta veriö.
SHERLOCK HOI.MES& LESTRADE
“THESIXNAPOLEONS"
SHKRLOCK HOL\!ES & ORAVATSON
“THK REIGATE SQUiRf
SHERUKKHOI.MES& SIRHKNRY
nir: hoí no <>i -ihi- baskervíú;::
SHERLOCK HOLMKS& MORIARTY
■THK Í'LNAL PROBLKM"
sú fimmta Sherlock Holmes og
Moriarty.
Þá voru einnig framleidd fimm
póstkort meb myndum frí-
merkjanna fyrir Sherlock Holm-
es aödáendur.
Einnig framleiddi breska póst-
stjómin fimm ávaxtafrímerki á
árinu, sem uppskerufrímerki,
eða aðeins haustfrímerki, eins
og við mundum kalla þau. Op-
inberlega heita þau „Fmits of
Autumn" og em önnur sam-
stæðan í flokknum Árstíðimar.
Fyrsta samstæöan kom út í fyrra
og hét „Wintertime". Sýndi sú
samstæða aðstæður ýmissa dýTa
að vetrarlagi.
Frímerki samstæbunnar, sem
em fimm, sýna hvert um sig
einn ávöxt haustsins, sem upp-
skeratíma. Átján penní frímerk-
ið sýnir mynd af kastaníuhnetu.
Tuttugu og fjögurra penní frí-
merkið sýnir brómber. Tuttugu
og átta penní frímerkið er með
mynd af ljósjörpum heslivib og
hnot. Næst kemur svo þrjátíu
og þriggja penní frímerki með
mynd af reyniviö og berjum
hans og svo loks þrjátíu og níu
penní frímerki meö mynd af
pemm á trjám.
Frímerkin vom hönnuð af
Charlotte Knox frá London,
sem sérhæfir sig í að teikna
ávexti og plöntur þær er bera
þá. Þetta er í fyrsta skipti sem
verk hennar koma á frímerkj-
um, en þau em jafnframt gefin
út á diskum til að hengja á
veggi, eða plöttum eins og við
köllum þá upp á danska vísu.
Harrison and Sons Limited
hafa prentað þessi merki og em
þau tökkub 15x14 og með PVA
dextrin lími og einu fosfór-
bandi.
Myndimar úr sögum Sir Arthurs Conan Doyle af Sherlock Holmes og félögum.
svo framleiöa frímerkin eftir
því. Fyrsta myndin sýnir
Sherlock Holmes og dr. Watson.
Önnur myndin Sir Henry og
Sherlock Holmes í Baskerville-
hundinum. Þribja myndin sýnir
Holmes og Lestrade. Fjórða
myndin Holmes og Mycroft og
Frá plöntum til
einkaspæjara
Breska póststjómin hefir
verið einstaklega dugleg
við að gefa út skemmtileg
frímerki á síöastliðnu ári. Auk
10 punda merkisins, sem þegar
er komiö í tveim mismunandi
prentimum, hafa þeir gefið út
meðal annars fimm merkja
samstæðu til að minnast 100
ára „ártíbar" einkaspæjarans
Sherlocks Holmes. Á þessu ári
em liöin 100 ár frá því að höf-
undurinn, Sir Arthur Conan
Doyle, lét sögupersónu sína
deyja í skáldsögunni „The Final
Problem". Þá var þab að
Sherlock Holmes féll við Reic-
henbach-fossana í Sviss. Þá átti
hann vib erkióvin sinn að etja,
prófessor Moriarty.
Það er engin spuming um það
meöal þeirra, er hafa ánægju af
leynilögreglusögum, að mesti
og besti flokkur slíkra sagna frá
upphafi em sögumar um
Sherlock Holmes og dr. Watson.
Það var rithöfundurinn Sir Art-
hur Conan Doyle sem skóp þá
með bókum sínum, en hann var
raunar upphafflega læknir, sem
varð svo rithöfundur. Hann var
fyrst læknir í London og seinna
í Southsea í Hampskíri og hafði
heldur lítið að gera. Fór hann þá
að skrifa stuttar leynilögreglu-
sögur fyrir blöb og tímarit og
gekk það allt miklu bemr. Fór
svo að hann tók að skrifa bækur
og vom þær tvær fyrstu um
Sherlock Holmes og dr. Watson,
bækumar „A Study in Scarlet"
(1887) og „The Sign of Four"
(1890). Þær seldust ekki mjög
vel, en svo kom skriðan. Þegar
sagan „A Scandal in Bohemia"
kom út árið 1891, í tímaritinu
Strand Magazine, urðu vinsæld-
ir hans svo miklar að hann
hætti lækningum og gerðist rit-
höfundur í fullu starfi. Hann var
svo aðlaður 1902 og andaðist
1930, eöa þrem ámm eftir að
síðasta Sherlock-bókin kom út,
„The Case Book of Sherlock
Holmes".
Snúum okkur nú að frímerkj-
unum. Þetta er samstæða fimm
frímerkja, sem öll em 24 penní
Ávextir haustsins, eins og þá getur
oð líta á bresku frímerkjunum.
FRIMERKI
SIGURÐUR H. ÞORSTEINSSON
að verðgildi. Þau em öll sam-
hangandi í örkunum. Myndim-
ar á frímerkjunum em teknar úr
hinum ýmsu bókum, sem hér
segir: „The Reigate Squire",
„The Hound of the Baskervill-
es", „The Six Napoleons", „The
Greek Interpreter" og „The Fin-
al Problem", þar sem höfundur-
inn lét sherlockinn deyja í
fyrsta sinn, en varð svo aö vekja
hann upp á ný samkvæmt kröf-
um lesendanna.
Frímerkin em teiknuð af
Andrew Davidson, sem valdi að
grafa myndirnar í viö og láta
PÓSTUR OG SÍMI
Utboð
Póstur og sími óskar eftir tilboðum í jarðsímastrengi.
Um er að ræða 5 til 500 línu plasteinangraða kopar-
strengi. Heildarlengd strengjanna er 350 km.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Fjarskiptasviðs,
Landssímahúsinu við Austurvöll.
Tilboðum skal skila á sama stað fyrir fimmtudaginn 24.
febrúar 1994 kl. 11.00.