Tíminn - 02.03.1994, Qupperneq 8

Tíminn - 02.03.1994, Qupperneq 8
8 Mibvikudagur 2. mars 1994 Páll Pétursson: Utflutningur eina úrræbib Sennilega' hafa horfuí ís- lenskra sauöfjáibænda ekki veriö dapurlegri á útmánuö- um.í marga áratugi en þær eru nú. , Þetta gerist þrátt fyrir árgæsku og gnótt heyja. Svo hefur kostur sauöfjárbænda verið þrengdur aö nú blasir ekkert viö stómm hópi þeirra annaö en fátækt og bjargar- leysi. í kjölfar búvömlaganna 1986 var ákveöiö aö takmarka stranglega framleiöslu sauöfjárafuröa og mjólkur. Framleiöslutakmörkun- in tókst bærilega í mjólkinni, en þar sem framleiösla annarra kjöt- tegunda en dilkakjöts er frjáls, vinna þær sífellt markaöshlut- deild af dilkakjötinu. Jafnvægiö, sem hefur náðst í mjólkurfram- leiöslunni, er aö hluta til vegna þess að offramleiösla þar var gerð aö kjöti. Kálfamir em settir á og fóöraöir á umframmjólkinni og þurrmjólk. Afleibingar búvöru- samnings Búvömsamningurinn 1991 hefur ekki reynst bændum þaö bjargráö sem höfundar hans hugöu þegar hann var gerður. Flatur niöur- skuröur sauöfjár hefur komiö mjög sárt niöur á sauöfjárbúum. Bóndi, sem mátti hafa 400 ær 1990, má á næsta hausti einungis hafa 260. Tekjur fjölskyldunnar af búinu hafa minnkað um 50%. Dæmiö lítur ennþá svakalegar út hjá bónda sem hafði minna en meöalbú 1990. Þar em tekjumar orönar svo lágar að engin leiö er að lifa á þeim, þótt ýtrasta spam- aöar sé gætt. Þessir bændur em „Hvað er þá til ráða til lífsbjargar sauðfjár- bœndum? Ekki er hœgt að útvega þeim húsnœði eða atvinnu íþéttbýlinu. Flest bcendafólk býr í brúklegum húsum á jörð- um sínum og dýrt vœri að leggja þœr í eyði og byggja yfir það annar- staðar." óhjákvæmilega að safna skuldum ár frá ári og em aö éta sig út á gaddinn. í Húnavatns- og Skaga- fjarðarsýslum er búiö aö skerða svo hrottalega, að þar em um 300 bú komin niöurfyrir 300 ærgildi á þessu ári. Vonir manna um tekjur af aukabúgreinum hafa bmgöist að mestu og þegar atvinna dregst sífellt saman í þéttbýli, getur bændafólk ekki leitað þangaö eft- ir vinnu. Siölaus reglugerð Bændur em þar á ofan réttlausir hvaö varðar atvinnuleysisbætur, þrátt fyrir aö þeir greiöi skatt í At- vinnuleysistryggingasjóð. Stjóm sjóösins hefur tekist aö verja sjóð- inn fyrir bændum meö stoö í reglugerö sem Guðmundur Ámi setti í september s.l. Einungis 5 bændur hafa fengiö bætur úr sjóönum, en skilyrði er að þeir gefi upp alla von og gefi sig fram- tíöaratvinnuleysi á vald. Lítil bú skaffa ekki verkefni fyrir einn, hvaö þá tvo, en sem betur fer búa hjón á flestum jörðum. Stórfellt atvinnuleysi er nú í sveitum landsins, þótt mælistikur félags- málaráðuneytis mæli þaö ekki. Hvab er til ráða? Hvaö er þá til ráða til lífsbjargar sauðfjárbændum? Ekki er hægt aö útvega þeim húsnæöi eða at- vinnu í þéttbýlinu. Flest bænda- fólk býr í brúklegum húsum á jöröum sínum og dýrt væri að leggja þær í eyöi og byggja yfir það annarstaöar. Eina ráöið, sem ég sé, er aö heim- ila því aö framleiða meira af sauð- fjárafuröum. Húsakostur, ræktun og landgæði em fýrir hendi víö- asthvar. Meö búvömsamningnum vom útflutningsbætur afnumdar og útflutningur á dilkakjöti lagðist næstum af. Viöhorfiö hefur breyst, nú fæst nokkm skárra verö fyrir útflutt dilkakjöt en þegar bætumar vom afnumdar. Vonir em bundnar viö aö markaöur opnist í Bandaríkjunum vegna viöurkenningar á aö íslenskt dilkakjöt sé vistvænt. Þetta dugir þó ekki til aö rétta hag smárra búa, þótt framleiösluaukning þar sé tiltölulega ódýr, þar sem fjár- festing í ööm en auknum bú- stofni er fyrir hendi. Þaö er alveg óhjákvæmilegt ab ríkið verðbæti útflutninginn eitt- hvaö. Hvar á ríkiö að taka þá peninga? Rétt er að minna á aö hlutur land- búnaðar á fjárlögum hefur veriö skertur um 4-5 milljaröa frá fjár- lögum 1990. Þó hafa skógrækt og landgræbsla haldið sínu. Þessi skerðing er miklu harkalegri en aðrar greinar hafa mátt þola og svigrúm er þar til ab krefjast fram- lags til útflutningsbóta. Heppi- legra er fyrir hiö opinbera að hjálpa bændum til sjálfshjálpar en ala önn fyrir þeim eftir aö þeir em orönir þurfalingar. Sjávarútvegur og ferðaþjónusta hafa fengiö milljónatuga framlög til markaðsleitar og sömu kröfur veröur aö gera vegna landbúnað- arins. Svipa á söluaöila Útflutningsbótum hefur verib fundið það til foráttu að þær hvettu ekki söluaöila til að ná sem hæstu verði. Viö þessu mætti sjá meö því aö binda bótaupphæð viö hlutfall af söluverði erlendis. íslendingar em matvælafram- leiðsluþjóð og hafa náö góöum árangri í sölu fiskafurða erlendis. Hví skyldu íslendingar ekki líka geta komist upp á lag meö ab selja kjöt? Ég heiti á bændur og forráöa- menn þeirra aö gera kröfu um út- flutningsbætur á dilkakjöt aö sinni. Þaö er skásta leiðin sem sjá- anleg er út úr bráöum vanda. Höfundur er alþingismabur. Siguröur Líndal: Stjórnarskrá og mannréttindi Hér birtist fjóröi hluti erindis, sem flutt var á fundi Lög- fræöingafélags íslands þann 3. febrúar. Tilefnið var hugmynd sem komiö hefur fram, um að Al- þingi gefi Iýðveldinu nýjan mann- réttindakafla í 50 ára afmælisgjöf. Ef einhverjir fundargesta kannast ekki við aö hafa heyrt Sigurð Líndal segja þaö, sem hér stendur, þá staf- ar þaö af því aö hann sleppti nokkr- um atriðum sem honum fannst óþarfa endurtekning á máli Ragn- ars Arnalds, sem flutti fyrra fram- söguerindið á fundi Lögfræöingafé- lagsins. ÁÞÁ Oftast em stjómarskrárákvæöi sem lúta aö réttindum manna nokkub almennt orbabar yfirlýsingar, sem fremur em í ætt vib stefnuskrár en lög. Reynslan hefur sýnt ab ekki er alltaf mikib hald í þeim, þegar tryggja á tiltekin réttindi einstak- lings. Meginástæðan fyrir því er sú aö gengib er ab alveldi ríkisins vísu, sem hvetur til gagnályktunar á þann veg aö allt sé bannaö sem ekki er leyft. Stjómlyndir áhrifa- menn freistast þá til aö neyta ríkis- valdsins til hins ýtrasta á öllum þeim sviöum sem em ekki ótvírætt undan valdboöum þeirra skilin. Þeir falla og í þá freistni aö ganga á réttindi, sem þegnunum em þó tryggb, og takmarka þau eftir föng- um. Þetta er alþekkt reynsla í þjóö- félagi nútímans og ef til vill ein helsta undinót almennrar andúöar á „ríkinu". Við þessu hefur verið bmgbist með því aö fjölga réttindagreinum, þótt ljóst sé aö vonlaust er að telja upp allt sem til réttinda manna heyrir. Þá veröur það til ráöa aö rýmka oröalag ákvæðanna, en aö sama skapi er haldleysi þeirra auk- iö. Aukið vib réttinda- greinar í stjómarskrámppkastinu 1983 em mörg dæmi um þetta og skulu hér nokkur nefnd: 62. gr. Allir skulu njóta frelsis, mannhelgi og jafnréttis að lögum. Á MÁLÞINGI 63. gr. Mannréttinda skulu menn njóta án manngreinarálits vegna kynferöis, trúarbragða, skobana, þjóbemis, kynþáttar, litarháttar, efnahags eða stööu sinnar í öbm tilliti. Tillaga alþýöubandalagsmanna um viöbótarákvæði var á þessa leib: „Konur og karlar eiga jafnan rétt á öllum sviðum og ber ab tryggja þeim sömu tækifæri til starfa og jafnt kaup fyrir sambærilega vinnu." 65. gr. Allir skulu hljóta réttláta meðferö mála sinna fyrir dómstól- um. Hver sá, sem sakabur er um refsiverða háttsemi, skal talinn sak- laus uns sekt hans hefur verið sönnub lögum samkvæmt. 67. gr. Heimilib er friöheilagt.... 68. gr. yirba ber skoðanafrelsi manna. Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar. Þó veröur hann aö ábyrgjast þær fyrir dómi. Ritskoðun og aörar tálmanir á tján- ingarfrelsi má aldrei í lög leiða. 69. gr. Rétt er mönnum aö koma saman meö friðsömum hætti og stofna félög í sérhverjum löglegum tilgangi. 70. gr. Eignarrétturinn er friöhelg- ur. 73. gr. Allir skulu eiga rétt á félags- legri abstoö vegna sjúkleika, ör- orku, elli eða af öbrum ástæðum, eftir þvi sem nánar er ákveðiö í lög- um. 74. gr. Allir skulu eiga rétt til að njóta menntunar og fræðslu eftir því sem nánar er ákvebib í lögum. Fulltrúar Alþýðubandalags lögöu til ab greinin yrði orðub þannig: „Öll böm og unglingar eiga rétt á ókeypis fræbslu, svo og allir þeir er njóta vilja framhaldsmenntunar og hafa til þess hæfileika og áhuga. Tryggja skal efnahagslegt jafnrétti til menntunar með lögum." 75. gr. Rétti manna til vinnu og or- lofs skal skipað með lögum. Fulltrúar Alþýöubandalags lögöu til að greinin yrði orbuö svo: „Sérhver mabur á rétt til að afla sér lífsviðurværis meö vinnu, sem hann velur sér, og skulu stjómvöld meb lögum gera viðeigandi rábstaf- anir til að tryggja þann rétt. Sér- hver mabur skal njóta öryggis vib störf, heilsusamlegra vinnuskilyrða og orlofs." Ennfremur lögbu fulltrúar Al- þýðubandalagsins til að á eftir 75. gr. kæmi ný grein sem hljóðaði svo: „Sérhver maður á rétt á ab taka á lýðræöislegan hátt þátt í ákvörbun- um um málefni vinnustaðar síns." I mannréttindasáttmála Evrópu er fjöldi réttindagreina, sbr. Alþt. 1992-93, þskj. 1160, bls. 5872- 5873. Tilefnislausar áminningar Eins pg fyrr segir er þetta ekki neitt tæmandi yfirlit, en nægir þó vænt- anlega til ab sýna viö hvað er átt. Þegar því er nú gaumur gefinn ab greinar af þessu tagi tryggja ekki réttindi manna svo ab viö megi hlíta og minna stööugt á eitthvert alræði, sem menn þurfa sífellt að verjast, og þá ýta jafnframt undir hugmyndir um alvalda ríki, er víta- hring lokað. Þó má vera að líta megi öbmvísi á málið. Flestar réttindagreinar nú- gildandi stjórnarskrár eiga rót að rekja til sögulegra tilefna. Af þeim sökum má segja að þær gegni því hlutverki einu að minna á almenn miklu víðtækari réttindi manna. Hafa þær þá lítið sem ekkert sjálf- stætt gildi, eins og fyrr var vikið ab, enda réttarstaða manna eftir sem áður bundin óskráöum almennt viðurkenndum gmndvallarreglum. Ef til vill telja þeir, sem vilja fjölga réttindagreinum, að hollt sé að minna á nokkur augljós og óum- deild sannindi án þess ab sérstakt tilefni sé — það ætti að minnsta kosti ekki að saka. En er þetta nú alveg víst? ítrekuð áhersla á óumdeilanleg réttindi er til þess fallin að slæva vitund manna fyrir skyldum vib þjóðfélagið. Réttindagreinar með slíkan bakhjarl em ekki til annars fallnar en ab ýta undir einhliba kröfugerð og tómlæti um skyldur og ábyrgð. Á þeirri braut vérður nú sennilega ekki komist öllu lengra að sinni, enda bendir margt til að réttindakröfuþjóðfélög Vestur- landa séu senn að þrotum komin. Er þetta önnur ástæða fyrir því ab fjölgun réttindagreina og vaxandi áhersla á þær er óæskileg.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.