Tíminn - 03.03.1994, Blaðsíða 9

Tíminn - 03.03.1994, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 3. mars 1994 9 Fimmíuds ImwhiHanhr T m.^r: 1°Q4 Samningamönnum Austurríkis fagnab Hópur fólks fagnabi samningamönnum Austurríkis þegar þeir komu örþreyttir heim eftir fjögurra sólarhrínga langa samningatörn vib fulltrúa Evrópubandalagsins. Ef samkomulagib verbur samþykkt í þjóbaratkvœbagreibslu verbur Austurríki eitt af abildarríkjum Evrópubandalagsins 1. janúar 1995. Á myndinni eru, talib frá vinstri: Franz Fischler landbúnabarrábherra, Erhard Busek abstobarkanslarí, Alois Mock utanríkisrábherra, Franz Vranitzky kanslarí og Viktor Klima samgöngumálarábherra. Viðskiptastrí5 í uppsiglingu Washington, Reuter Viðskiptastríð virðist í uppsigl- ingu milli Bandaríkjana og Jap- ans. Formælandi Hvíta hússins sagði í gær að ekki hefði veriö tekin endanleg ákvörðun um það hvort Clinton Bandaríkja- forseti staðfesti reglugerð sem kölluð hefur veriö „Super 301" en með hana að vopni gæti hann flýtt því að Japanar yrðu beittir viðskiptaþvingunum. Dee Dee Myers, formælandi Hvíta hússins sagði að „Super 301" væri til athugunar en ekk- ert heföi veriö ákveðið enn sem komið væri. Hann sagði stað- hæfingar um að Clinton væri þegar búinn að undirrita hana úr lausu lofti gripnar. Vilja fribargæslulib Túnis, Reuter Forysta Frelsissamtaka Paiestínu, PLO, hefur hafið baráttu á al- þjóðavettvangi fyrir því að friðar- gæslusveitir veröi fengnar til aö tryggja öryggi Palestínumanna á herteknu svæöunum. Yasser Arafat, leiðtogi PLO, hef- ur krafist þess aö Öryggisráö Sam- einuöu þjóðanna samþykki álykt- un um að leyfilegt sé að senda friöargæsluliö til Gaza-svæðisins og Vesturbakkans. Fjöldi háttsettra stjómarerinda- reka hefur sótt Arafat heim á und- anfömum dögum til að grennsl- ast fyrir um með hvaöa hætti sé hægt að fá Palestínumenn aftur aö samningaborðinu meö ísraels- stjórn. Arafat segir að fjöldamorðin í Hebron hafi aukið svo á öryggis- leysi þjóðar sinnar að ekki verði lengur við unaö. Finnar segja samningum ólokib Frá Ösp Viggósdóttur, Helsinki Finnsk verkalýðssamtök og samtök atvinnurekenda fögn- uðu á þriðjudaginn þegar ljóst var að gengið hafði verið frá samningum við Evrópubanda- lagið. Bændur mótmæltu aö sama skapi samningunum, sem þeir segja að muni leiða til þess að byggð í dreifbýlli héraðum landsins leggist af. Esko Aho, forsætisráöherra Finnlands, sagði að samningur- inn uppfyllti að mestu leyti væntingar Finna, en lýsti jafn- framt yfir vonbrigðum sínum yfir því, að Finnar þyrftu að greiða stóran hluta landbúnað- arstyrkjanna sjálfir. Heikki Haa- visto utanríkisráðherra, annar samningamanna Finnlands í Brussel, áætlar að 40% landbún- aöarstyrkjanna muni koma úr sjóðum í Briissel en 60% verði tekin úr vösum finnskra skatt- greiðenda. Verð á finnskum landbúnaðarafurðum mun frá og meö 1. janúar 1995 verða þaö sama og í öðmm aðildar- ríkjum bandalagsins. Finnsk stjómvöld virðast líta á samningana viö Evrópubanda- lagið sem bráðabirgðasam- komulag sem eigi eftir að ganga frá, en ekki sem endanlegan samning. Forsætisráðherrann segir að um drög að samningi sé að ræöa og viðræðum verði haldið áfram næstu daga. End- anlegur samningur verði því ef til vill tilbúinn innan viku. Þjóðaratkvæðagreiðsla hefur verið boðuö í haust en aö auki verður þjóðþingið að sam- þykkja samningana með tveim- ur þriðju hlutum atkvæða ef þeir eiga að taka gildi. Nýfrjálsir fundaí Moskvu Moskva, Reuter Næsti fundur Samveldis ný- frjálsra ríkja verður þann 31. mars í Moskvu eftir því sem Islam Karimov, forseti Uzbekistans, segir. Karimov átti í gær fund með Jeltsin Rússlandsforseta en sam- skipti Samveldisríkjanna, fyrrver- andi lýðvelda Sovétríkjanna, hafa verið stirð frá því að þeim var komið á laggirnar. Síðasti fundur Samveldisríkj- anna var í Mið-Asíu-lýðveldinu Turkmenistan í desember. Enginn friður í Bosníu án þátttöku Serba Cenf, Reuter Owen lávarður, aðalsáttasemj- ari EvTÓpubandalagsins í borg- arastyrjöldinni í Bosníu, segist fagna nýgerðu friöarsamkomu- lagi múslima og Bosníu-Króata. Hann bætti því viö að ekki yrði hægt að tala um frið fyrr en samið hefði verið við Bosníu- Serba um aö fara frá hluta þeirra svæða sem þeir hafa hertekið í styrjöldinni. Owen hefur verið í forsæti frið- arumleitana Evrópubandalags- ins og Sameinuðu þjóðanna á Balkanskaga síðastliðið eitt og hálft ár. Hann tjáði fréttamönn- um í gær aö endanlegt sam- komulag um frið þyrfti undir öllum kringumstæðum sam- þykki fylkinganna þriggja. Radovan Karadzic, leiötogi Bosníu-Serba, sagðist fagna samkomulaginu svo framarlega sem það yrði ekki notaö til að beita Serba þrýstingi til að gefa eftir áunnið landssvæði. Réð amman leigumorðingja? París, Reuter Sérkennileg réttarhöld hafa haldið Frökkum föngnum að undanfömu. 69 ára gömul kona er sökuð um að hafa rábið leigu- morðingja til að myrða tengda- son sinn. Búist er vib að réttarhöldin yf- ir Marie-Elisabeth Cons-Bout- bol, en það heitir konan, standi yfir í mánub. Um eitthimdrað manns munu vitna í málinu, þar á meðal Laurent Fabius, fyrrverandi forsætisráðherra landsins. Málsatvik vom þau að lögfræð- ingurinn Jacques Perrot, sem hafði sótt um skilnað vib eigin- konu sína, var skotinn í höfuðið með skammbyssu ab kvöldi dags þann 27. desember 1985. Saksóknarinn telur sig hafa komist að raim um hver ástæö- an fyrir morbinu hafi verið. Cons-Boutbol fyrirskipabi það eftir að tengdasonurinn hafði hótað ab ljóstra upp um það hvemig tengdamóðir hans hafði efnast. En það á ab hafa verið með vafasömum hætti samkvæmt því sem sækjandinn segir. AÐALFUND UR OLÍS 1994 O Aðalfundur Olíuverzlunar íslands hf, fyrir rekstrarárið 1993, verður haldinn í Súlnasal Hótels Sögu, fostudaginn 18. mars nk. kl. 14.00. Dagskrá: a) Skv. 13. gr. samþykkta félagsins. b) Tillaga um breytingu á samþykkt- um félagsins. Ársreikningur félagsins og gögn vegna fundar munu liggja frammi til sýnis á skrifstofu félagsins að Héðinsgötu 10, Reykjavík, 7 dögum fyrir fundinn. Stjórn Olíuverzlunar íslands hf.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.