Tíminn - 10.03.1994, Síða 1

Tíminn - 10.03.1994, Síða 1
SIMI 631600 Stakkholti 4 Inngangur frá Brautarholti 78. árgangur Fimmtudagur 10. mars 1994 48. tölublað 1994 Kári er bæði frekur og ofbeldis- fullur Svanurinn Kári, sem margir kannast vib vegna þess hvab hann er mannelskur, hefur í vetur valdib nokkrum ótta hjá þeim sem leib eiga um Tjömina í Reykjavík. Kári er mjög frekur og á þab til ab rábast á fólk ef honum finnst þab ekki vera nógu fljótt ab reiba fram braub sem honum þykir mikib góbgæti. Kári vann hug og hjörtu Reykvíkinga um árib þegar honum var bjargaö við illan leik úr Reykjavíkurtjöm þar sem hann festist í ís. Kári fékk góöa aðhlynningu og varð af því mjög mannelskur. Ást Kára á mannfólkínu hefur smátt og smátt veriö að breyt- ast. Sumir segja að ást Kára sé einungis matarást, en aðrir fullyrða aö hann sé einfald- lega frekur. Það er ekki nóg með að Kári sé frekur. Hann er blátt áfram ofbeldisfullur. Kona sem ætl- aði með böm sín niöur aö Tjöm til að gefa öndunum varö fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að svanurinn réðst á bíl hennar svo hún þoröi ekki út. Þetta mun ekki vera í eina skiptiö sem hann lætur svona. Bóndasonur úr Skagafirði og nafni Kára varð fyrir því í vik- unni að Kári réöst að honum og reif af honum brauðpoka. Kári var ekki alls kostar ánægður með þessa fram- komu svansins og réðst á nafna sinn. Eftir allmikil slagsmál nábi Kári brauðinu af svaninum Kára og dreifði því til fugla sem kunna að sýna lítillæti. Ekki er vitað til að neinn hafi slasast í átökum við Kára, en lítil böm skelfast aðfarimar í þessum stóra og freka fugli. -EÓ Fjögurra bíla árekstur Fjórir voru fluttir á slysadeild eftir bílslys á Vesturlandsveg- inum í gær. Meibsl allra eru talin minniháttar ab sögn sér- fræbings á slysadeild Borgar- spítalans. Slysið vildi þannig til að kona sem var á leið eftir veginum ásamt tveimur bömum sínum stöðvaði við Leirvogsána vegna snjókófs. Við það lenti annar bíll aftan á bíl hennar með þeim afleibingum að konan og þæði bömin slösuöust lítillega. Bíl- stjóri hins bílsins ók í burtu eft- ir áreksturinn. Konan beið í bílnum ásamt bömunum efdr Formaöur Framsóknar um umsókn um aöild aö Evrópusambandinu: Uppgjöf og skammsýni Steingrímur Hermannsson, formabur Framsóknarflokks- ins, segir áróbur fyrir abildar- umsókn ab Evrópubandalag- að hjálp bærist og skömmu síb- ar kom annar bíll sem stöðvaði fyrir aftan hana. Ábur en bíl- stjórinn komst til að aðstoða konuna kom flutningabíll sem lenti aftan á bíl hans og kastaði honum á bíl konunnar. Við það slasaðist bílstóri miðbílsins líka. Konan og böm hennar fengu að fara heim ab lokinni skoðun á slysadeild og búist var við ab karlmaöurinn færi heim í gær- kvöld. Ökumaðurinn sem ók í burtu frá slysstaðnum gaf sig fram við lögregluna á Akranesi síðar í gær. -GBK inu uppgjöf og lýsa ótrúlegri skammsýni. Hann segir Evr- ópusambandib standa á braubfótum og þab sé ekki til bóta fyrir íslendinga ab vera innan þess þegar þab hrynji. „Þab em ýmsir komnir af stað með áróður, leynt og Ijóst, fyrir því að nú eigum við að fylgja Norðurlandalestinni og bmna inn í Evrópusambandið," segir Steingrímur. „Mér finnst þetta lýsa ótrúlegri uppgjöf og van- trú á okkar eigin getu. Eg segi fyrir mitt leyti, að eftir ab EES- samningurinn er gerður emm vib komnir með viðskipta- samning sem okkur dugar full- komlega. Það sem eftir er til ab gerast aðili er okkur mjög óhagstætt. Þar nægir að minna á auðlindasamning Evrópu- sambandsins. Ef við göngum þama inn hlyti það raunvem- lega að leiða til þess að þjóbin glataði sjálfstæði sínu." Steingrímur segir það ótrúlega skammsýni að halda að íslend- ingar gætu með aðild ab Evr- ópusambandinu haft áhrif á framtíðarstefnu þess. Það liggi þegar í loftinu að stjómskipan sambandsins verði breytt og áhrif smáríkja innan þess tak- mörkuð vemlega, m.a. hafi þau ab öllum líkindum ekki neit- unarvald. „Ég er þeirrar skoðunar að Evrópusambandib standi að miklu leyti á brauðfótum," seg- ir Steingrímur. „Það em vax- andi efasemdir hjá mörgum ríkjum um að sammni Evrópu samkvæmt Maastricht-sam- komulaginu eigi nokkum rétt á sér. Það er áreiðanlega ekki til bóta að vera innan Evrópusam- bandsins þegar þab hrynur og vera þá búnir að missa yfirráð- in yfir auölindum okkar. Ef það gerist er ég ekki búinn að sjá ab við náum þeim nokkumtíma aftur." — En nú em Norömenn að semja vib Evrópusambandið um sömu aublindir? „Þab er alger óvissa um fram- tíð þeirra samninga þegar til lengri tíma er litið. Norbmenn ejga ab fá ákveðinn ablögunar- tíma, en þama er eingöngu treyst á að þeir geti haft áhrif á þær breytingar sem verba á sjávarútvegsstefnu Evrópusam- bandsins. Rómarsáttmálinn gerir ráð fyrir að öll aðildarríki komi smám saman undir jafn- ræðisákvæði hans. Þetta er gálgafrestur og í mínum huga skiptir sáralitlu máli hvort Is- lendingum yrði bobinn tíu eöa fimmtán ára gálgafrestur." Formaður Framsóknarflokks- ins tekur undir það með Davíö Oddssyni forsætisráðherra, að það sé tímasóun að kanna hvað felist í aðild að Evrópu- sambandinu með því að sækja um inngöngu. Steingrímur segist sömuleiöis taka undir með utanríkisráðherra um ab íslendingar eigi að notfæra sér stöðuna nú til þess að gera tví- hliða viðskiptasamninga, s.s. við Japan og Bandaríkin. „Við megum alls ekki loka okkur innan skammsýnna tollamúra Evrópusambandsins, það væri bara að sökkva okkur í hítina," segir Steingímur. „Þær fullyrö- ingar að tvíhliða samningar gangi ekki upp vegna evrópu- stofnana er bara vitleysa. Við erum þegar aðilar að tvíhliða samningum við fjöldamörg ríki." -ÁG Kári er ekki mjög árennilegur þegar hann er íham. Tímamynd CS

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.