Tíminn - 10.03.1994, Síða 3

Tíminn - 10.03.1994, Síða 3
Fimmtudagur 10. mars 1994 3 Atvinnuleysiskostnaöur Noröurlandanna áœtlaöur um 2.700 milljaröar / ár, þar afum 40% / beinar bótagreiöslur: Tvær milljónir Noróurlandabúa án vinnu og í átaksverkefnum Kringum 1.400.000 manneskj- ur ganga um þessar mundir at- vinnulausar á Nor&uriöndun- um fimm. Þaö svarar til rúm- lega 11% vinnuaflsins. I janúarmánuöi voru þessum hópi greiddar samtals um 100.000 milljónir íkr. í atvinnu- leysisbætur (um 71.500 kr. aö meðaltali á mann). Til viöbótar þessum 1,4 milljónum atvinnu- lausra koma um 600.000 manns, sem í raun em líka atvinnulausir en em þátttakendur í ýmiss kon- ar vinnumarkaðsaðgerðum, þ.e. átaksverkefnum, námskeiöum og þvíumlíku. Þannig aö alls em um tvær milljónir karla og kvenna (15- 16% vinnuaflsins) á Noröur- löndunum sem vilja fá vinnu en rúmast ekki á hinum eiginlega vinnumarkaöi. Þetta er meöal niöurstaöna samtaka nonænu al- þýðusambandanna í skýrslu sem þau hafa gert um kostnaö Norö- urlandanna af atvinnuleysi. Niö- urstöðutalan er beint tap upp á um 300 milljarða sænskra króna. Þaö jafngildir 2.700 milljöröum íslenskra króna (um 25-földum fjárlögum íslenska ríkisins á þessu ári). Hér er átt viö saman- lagöan kostnaö af útgjöldum vegna atvinnuleysisbóta og ýmiss konar aðgeröa og síðan skatttekj- ur sem ríkissjóöir verða af vegna atvinnuleysisins. Þá er ótalinn mikill langtímakostnaöur vegna afleiöinga langtímaatvinnuleysis, sem erfiöara þykir aö reikna út. Til að átta sig betur á þessari gríðarstóru taptölu, 2.700.000 milljónum króna, má benda á að hún samsvarar um 115.000 kr. á hvert einasta mannsbarn á Norö- urlöndunum (sem mundi þá þýða 30 milljarða fyrir 265 þús- und íslendinga). Á áttunda áratugnum var at- vinnuleysi miklu minna, eða um 2%- 5% á Norðurlöndum, en í öörum löndum V-Evrópu þar sem 6%-10% vinnuaflsins vom án vinnu. Síöan 1990 hefur at- vinnuleysi á Norðurlöndunum meira en tvöfaldast og er nú orð- ið svipaö og annars staöar í Evr- ópu. Og þaö virðist enn fara vax- andi. í ár er búist viö aö hlutfall at- Frá námskeibi ííslensku. Cubmundur Kristmundsson lektor kynnir foreldrum námsefni 9. og 10. bekkjar. Foreldrar á skólabekk Foreldrum nemenda í 9. og 10. bekk grunnskólanna í Reykja- vík gafst nýlega kostur á aö setj- ast á skólabekk og kynna sér námsefni þessara árganga í ís- lensku og stæröfræöi. Fræðslu- skrifstofa Reykjavíkur og Sam- fok, samtök foreldrafélaga í grunnskólum Reykjavíkur, stóöu fyrir námskeiöunum. Hannes Sveinbjömsson, kennsluráögjafi hjá Fræösluskrif- stofunni, og, ingibjörg Sigtryggs- dóttir frá Samfoki skipulögöu námskeiðin. Áslaug Brynjólfs- dóttir, fræöslustjóri í Reykjavík, segir aö námskeiðin hafi hlotið já- kvæöar viötökur foreldra en þau sóttu um 40-50 manns. „Mark- miðiö meö námskeiðunum er aö auövelda foreldmm aö aðstoða bömin viö heimanám. Foreldmn- um var kynnt helsta námsefnið sem kennt er í 9. og 10. bekk í þessum greinum og bent á hvaða kröfur væra geröar á samræmdu prófunum. Hvort námskeiö stóö yfir í þrjú kvöld en kennt var einu sinni í viku." Kennarar á íslensku- námskeiöunum vom Sigurður Konráösson prófessor, Baldur Hafstað dósent og Guömundur Kristmundsson lektor en þeir kenna allir viö Kennaraháskól- ann. Á stæröffæöinámskeiöunum kenndu þeir Meyvant Þórólfsson, kennari viö Vogaskóla, og Sigurö- ur Davíðsson, kennari viö Hjalla- skóla. Áslaug segir aö starfsfólk Fræösluskrifstofunnar sé áhuga- samt um aö styrkja þátt heimil- anna í námi bamanna. „Við vilj- um virkja foreldrana sem mest. Það getur skipt sköpum fyrir bömin aö foreldramir sýni námi þeirra áhuga. í hverjum bekk í skólunum em um 25 böm og því geta kennaramir ekki sinnt hverj- um og einum eins og þyrfti. Þess vegna er mikilvægt fyrir börnin að einhver á heimilinu geti aö- stoðað þau ef þau stranda." Ás- laug segir að til standi að halda fleiri námskeiö fyrir foreldra. Til dæmis sé áhugi fyrir því aö halda námskeið í samskiptum foreldra viö börn og unglinga. Eins geti foreldrar haft samband viö Hann- es Sveinbjömsson og Matthildi Guömundsdóttur, kennsluráö- gjafa á Fræösluskrifstofunni, ef þeir hafa áhuga á námskeiöi eöa fræöslufundum um einhver til- tekin efni. Hannes sér um það sem snýr aö eldri bömunum en Matthildur er meö yngri bömin. -GBK Athugasemd Félag guðfræðinema vill koma á framfæri athugasemd við frétt Tímans í gær af árhátíö félags- ins. í fyrsta lagi sé þaö rangt sem fram kemur í fréttinni aö einn árshátíöargestur, kona, hafi fótbrotnaö í slagsmálum. Hiö rétta sé að viðkomandi kona fótbrotnaði þegar hún var aö dansa. í ööm lagi segir félag- ið þaö ekki rétt aö árshátíðina „hafi þurft aö stööva". Hiö rétta sé aö hljómsveitin hafi hætt aö leika fyrir dansi og fariö, en há- tíöinni hafi hafi haldiö áfram og ekki veriö formlega stöðvuð. Þá telur félagiö aö fréttin í blaðinu, sem og tilvísun þess til meintra fyrri tilfella um slags- mál guöfræöinema, gefi ekki rétta mynd af skemmtanahaldi félagsins almennt. vinnulausra veröi sem hér segir: Finnland 20%, Danmörk 12%, Svíþjóö 9%, Noregur 6% og lægst á íslandi 5,5%. í Svíþjóö er svo litlu minni hópur í einhvers kon- ar atvinnubótavinnu. Fleiri karlar em á skrá en konur, nema í Dan- mörku og á íslandi, þar sem at- vinnulausum körlum fjölgaöi samt einnig meira en konum árin 1992 og 1993. Á Norðurlöndunum var líka lengi vel hlutfall vinnandi fólks miklu stæna. Af öllu fólki á starfsaldri vom þannig um 81% á vinnumarkaði á Noröurlöndun- um, en aðeins um 67% í OECD- löndum Evrópu. Munurinn felst fyrst og fremst í vinnu kvenna. Bent er á, að á síðasta áratug var heldur meira en helmingur allra Norðurlandabúa í starfi, og fram- færöu þannig hinn helminginn (böm, námsmenn, heimavinn- andi, öryrkja, aldraöa og at- vinnulausa). Á örfáum ámm hef- ur vinnandi hlutinn minnkaö í vel undir helming og stefnir í svipaö munstur og í öömm hlut- um Evróupu. Þar em jafnabarlega aðeins um 40% íbúanna í starfi og veröa meö vinnu sinni aö framfæra hin 60%, beint og óbeint. Með auknu atvinnuleysi aukast ríkisútgjöldin, en á sama tíma fækkar þeim stöbugt sem borga skatta í ríkissjóö og skatt- greiðslur fyrirtækja minnka þar meb líka. „Og þegar vinnandi fólki fækkar þar á ofan í beinum tölum — fólk sem áöur vann fyrir sér og sínum dettur út og fleira og fleira ungt fólk kemst aldrei inn á vinnu- markaðinn — þá virkar þaö á gmndvöll velferöarþjóðfélagsins eins og hann leggur sig," segir í skýrslunni. I Svíþjóð hefur það veriö reikn- aö út, aö veröi maöur með 1.600 þús. kr. árstekjur atvinnulaus þá þýði þaö 1.970 þús.kr. nettó- kostnað fýrir ríkissjóð. Þar af fæm 1.440 þús. í atvinnuleysisbætur og 530 þúsund kr. (27%) væri tekjumissir vegna lægri tekju- skatta, viröisaukaskatta og skatta af atvinnurekstri. Áætlað hefur verið að ríkissjóðir Norðurlandanna missi þannig af samtals 680 til 900 milljarða króna skatttekjum á þessu ári. Á sama tíma er reiknaö meö aö þessar þjóöir verji um 730 millj- öröum til ýmiss konar vinnu- markaösaögeröa, átaksverkefna, námskeiöa og þvíumlíks. Beinar greiöslur til atvinnulausra em síðan áætlabar um 1,1 milljaröur króna á árinu. t HEI Bílaskattar til umræbu Félag íslenskra bifreibaeigenda efnir til opins umræöufundar um bíla- skatta með fjármálarábherra á Holi- day Inn hótelinu fimmmdaginn 10. mars ld. 20.30. Frummælendur verða Friörik Sophusson fjármála- ráöherra og Bjöm Pétursson, for- maður FÍB. Eftir að fmmmælendur hafa lokið máli sínu verða opnar umræöur og fyrirspumir. Miöað viö forsendur fjárlaga hækka skatttekj- ur ríkissjóös af hvem bifreiö í land- inu um meira en 1Ö% á árinu 1994 í samanburði viö 1993. Gera má ráb fyrir að bifreiðaeigendur borgi hátt í 18 milljarða í skatta á þessu ári bara vegna eignar og reksmrs biffeiða sinna. Um 70% af útsöluveröi bens- íns em skattar í ríkissjóð. Heims- markaðsverð á bensíni hemr lækk- aö stórlega á þessum vetri en ríkis- stjómin hefur komiö í veg fyrir að íslenskir neytendur njóti þessarar hagstæðu þróunar á heimsmarkaði. Ríkissjóður tekur aö meðaltali í bif- reiðagjald (kílóagjald) um 14 þús- und krónur á hvem bíl í landinu. Bifreiðagjaldið hækkaði á þessu ári 1994 um rúmlega 30% frá árinu áð- ur. Innan við 40% bílaskatta renna til vegagerðar. Blaðamaður óskast Tíminn óskar eftir að ráða blaöamann i innlendar fréttir. Aðeins vanir menn koma til greina. Viökomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknareyðublöð fást i afgreiöslu Tímans Stakkholti 4. Upplýsingar gefur Birgir (síma 631600 milli kl. 13 -16 í dag fimmtudag og á morgun föstudag. Húsbréf Útdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram fjórtándi útdráttur húsbréfa í 1. flokki 1989, ellefti útdráttur í 1. flokki 1990, tíundi útdráttur í 2. flokki 1990, áttundi útdráttur í 2. flokki 1991 og þriðji útdráttur í 3. flokki 1992. Koma þessi bréf til innlausnar 15. maí 1994. Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði og í Morgunblaðinu fimmtudaginn 10. mars. Auk þess liggja upplýsingar frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SlMI 69 69 00

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.