Tíminn - 10.03.1994, Side 4

Tíminn - 10.03.1994, Side 4
4 Wímmn Fimmtudagur 1(0. mars 1994 llÍMiftlfíI- STOFNAÐUR 1 7. MARS 1917 Utgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: ]ón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Stakkholti 4,105 Reykjavík Inngangur frá Brautarholti. Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Prentun: Prentsmibja Frjálsrar fjölmiblunar hf. Mánabaráskrift 1400 kr. m/\/sk. Verb í lausasölu 125 kr. m/vsk. Heyrir norrænt sam- starf sögunni til? Þing Norðurlandaráös hefur, samkvæmt fréttaflutn- ingi þaðan, aðallega snúist um væntanlega aðild Noregs, Finnlands og Svíþjóðar að Evrópubandalag- inu. Það er að vonum, vegna þess að svo vill til að þingið er haldið sömu dagana og samningaviðræður Norðmanna standa yfir og þar að auki á viðkvæmum tímapunkti í þeim viðræðum. Enn er ekki ljóst hvort samningar nást um aðild Norðmanna, en líkur virð- ast þó til þess að af þeim verði. Þjóðaratkvæða- greiðsla þarf að fara fram í öllum ríkjunum, þannig að langt er í frá að þessi atburðarás sé á enda. Það verður að gera ráð fyrir því að upp komi sú staða að ísland verði eitt Norðurlanda utan Evrópu- bandalagsins. Hins vegar ber sú umræða, sem sprott- ið hefur um norrænt samstarf af þessu tilefni, nokk- urn keim af æsingu augnabliksins á viðkvæmum tíma í aðildarviðræðunum. Það er keppst við að gefa yfirlýsingar um það að norrænt samstarf tilheyri lið- inni tíð og muni framvegis verða innan EB, og virt dagblöð m.a. í Svíþjóð skrifa um það ritstjórnargrein- ar. Vissulega munu umræður á norrænum vettvangi mótast um sinn af atburðarásinni í Evrópusamrun- anum. Hins vegar eru þær staðhæfingar að norrænt samstarf heyri sögunni til vafasamar, svo ekki sé meira sagt. Kemur þar margt til. Umræður um norrænt samstarf eru ekki nýjar af nálinni, og reyndar hafa í tengslum við hvert einasta Norðurlandaráðsþing komið upp raddir um það að samstarfið væri einskis virði, og skrifaðir hafa verið um það margir dálksentimetrar í dagblöð á öllum Norðurlöndunum og þar á meðal hér á landi. Nor- rænt samstarf hefur ekki snert efnahagssviðið nema að litlu leyti. Það hefur ekki fyrr en á allra síðustu ár- um snúist um utanríkismál. Þrátt fyrir allar umræður um fánýti samstarfsins hélt það áfram og þróaðist stöðugt fram á við á sviði réttindamála á félagslega sviðinu, samskiptum á sviði menningarmála, menntunar, vísinda og rannsókna. Grunnurinn var lík menning þjóðanna og gagnkvæmur skilningur á þeim málefnum sem um var fjallað. Árangurinn var sá að fyrir löngu er kominn á á Norðurlöndum nokk- urs konar „innri markaður" á sviði félags- og menn- ingarmála, þar á meðal sameiginlegur vinnumarkað- ur, afnám vegabréfaskyldu og fleira. Nú, þegar sam- starfsþjóðir okkar á Norðurlöndum standa ef til vill frammi fyrir breyttum aöstæðum á sviði Evrópusam- starfsins, vakna áhyggjur at framtíð þessa samstarfs. Tíminn ér þeirrar skoðunar að það standi á svo traustum rótum að þær verði ekki slitnar, þótt áhugi forustumannanna kunni að beinast um sinn að Evr- ópusamrunanum. Áfram verður þörf fyrir traust og gott samstarf og samráö milli Norðurlandaþjóðanna, ekkert síður þegar mótuð er afstaðan til mála sem varða Evrópusamstarfið. Hins vegar er eðlilegt að staða norræns samstarfs sé metin nú á þessum tímamótum og íslendingar hafa tækifæri til þess að beita sér á þeim vettvangi gegn- um formennsku í Ráðherranefndinni og þeim nefndum sem undir hana heyra. íslendingar eiga ekkert að hengja haus, heldur ganga að þeim verkum uppréttir og án þess að kyrja söng um eilífa útskúfun og einangrun. Breytt námsskrá í guðfræðinni Forustumenn Sjálfstæbisflokks- ins eru nú sem óbast ab undir- búa vibbrögb vib fylgishruni flokksins í Reykjavík í vor. Ein- hvem veginn virbist ólánib elta Sjálfstæbisflokkinn, enda em menn hættir ab hafa tölu á hversu mörg skötulíki hafa bæst viö afrekaskrá flokksins í Reykjavík á síbustu vikum og mánubum. Tilraun til ab byggja bensínstöö í garöinum hjá helstu forkólfum flokksins í Grafarvogi hefur ekki bætt mór- alinn. Ab láta duga aö kynna slíka breytingu — sem mun hafa áhrif á mörg hundmö íbúa — fyrir tvennum hjónum í hverfinu hefur heldur ekki bætt stöbu málsins. Miklir libsflutningar framundan En eftir ab borgin tapast munu þó skapast enn stærri vandamál fyrir flokkinn, því þá þarf flokk- urinn ab leggja í mikla liösflutn- inga á fulltrúum sínum. Garri hefur áöur bent á ab sjálfstæbis- menn una þvi ekki aö borgar- stjóri, sem tapar borginni, sitji áfram í fomstu flokksins í Reykjavík og því er einsýnt ab Markús er einn þeirra sem færa þarf til á taflboröi stjómmál- anna eftir kosningar. Eftir því sem næst veröur komist er áhugi fyrir því í fomstu flokks- ins ab „taka upp" þann leik þeg- ar Markús var færbur frá Út- varpinu yfir í stööu borgar- stjóra, en til þess aö svo megi verba þarf aö taka upp nokkra fleiri leiki. Sá leikur, sem sjálf- stæöismenn og einkavinir for- sætisrábherra em nú sannfæröir um aö hafi verib afleikur sem þurfi aö taka upp, er þab þegar Heimir Steinsson var geröur aö útvarpsstjóra. Þess vegna em nú uppi raddir um aö flytja Heimi í nýja prestsstööu í Gautaborg sem kirkjumálaráðherra flokks- ins hefur samþykkt aö búa til. Þar meö losnaöi stóllinn fyrir Markús og erfiöasti hjallinn í liðsflutningum flokksins eftir hmn væri þar meö yfirstiginn. Horfur em á aö aldrei þessu GARRI vant kunni Sjálfstæðisflokkur- inn að geta komið þessu máli fram án þess aö klúöra því, en þaö helgast af því að flokkurinn fær óvæntan stuðning til þess frá kirkjunni. Machiavelli og kirkjan Séra Heimir Steinsson hefur ekki átt sjö dagana sæla í stóli útvarpsstjóra, enda á ýmsu gengið í átökum á þeim bæn- um. Óþarfi ætti að vera ab rekja þá slagsmálasögu alla, en kær- leiksboöoröin, sem þessi guös- maður hefur menntaö sig í, gera ekki ráö fyTir machiavellískum samstarfsháttum af þeim toga sem tíðkast í valdabaráttu innan yfirstjórnar RÚV og í einkavina- klúbbi forsætisráöherra. Þaö er því af bróöurlegum hvötum og náungakærleik aö yfirstjóm þjóðkirkjunnar hefur ákveðiö að bjarga þessum þjóni sínum úr úlfagryfjunni og gefa honum kost á Svíþjóðardvöl. Hins vegar hefur kirkjan dregiö sína lær- dóma af þessu máli öllu og er nú þegar farin að endurskoöa námsskrána í guðfræöideild- inni. Augljóslega hefur það háð Heimi í þeirri veraldlegu bar- áttu, sem hann stendur í innan veggja útvarpsins, aö hafa ekki fengið formlega þjálfun í aö beita rétt fyrir sig fólinu sem í honum býr. Þetta á þó ekki eftir aö veröa vandamál hjá guðfræöingum framtíöarinnar, því nú em hnefaleikar meðal þess sem prestar morgundagsins læra í Háskólanum. Fréttir bámst í gær af einni slíkri þjálfunar- stund, sem haldin var um helg- ina, og ekki er aö heyra annaö en aö prestsefni í dag séu orðin fær um aö gefa marktæk spítala- vink ef svo ber undir. Þó Markús Örn muni trúlega setjast í stólinn hans Heimis fljótlega eftir kosningar, þýðir þaö ekki ab prestlærðir menn séu til frambúöar aö draga sig út úr veraldarvafstri og stjómunar- stööum hjá ríkinu. Þvert á móti em horfur á enn meiri sammna ríkis og kirkju og aö prestar muni í auknum mæli koma inn í slíkar stööur, eftir aö búið er aö aðlaga guöfræöinámiö þeim vemleika sem ríkir almennt í þjóðfélaginu. Garri helgina bar þess merki aö þar vom sannir bardagam'enn drott- ins á ferö. Má mikils af þeim vænta þegar þeir fara aö boba orðiö í fyllingu tímans. Ef trúar- deyfð sækir að sóknarbömuniun, verða þeir fullfærir um aö beita aöferðum Þangbrands, sem ekki lét sig muna um að skíra heilu hreppana til kristindóms á einu bretti með þeim aöferöum sem dugbu, en Þorvaldur víöförli og hans nótar náöu aldrei tökum á. Nemendur og kennarar guð- fræöideildar héldu árshátíð sína í húsakynnum Lögreglufélagsins, þar sem tryggt þótti aö laganna verðir rötuöu þangaö þegar kalliö hljómaði og lúöramir gullu. Þab er nefnilega alvanalegt aö stiila þurfi til friöar og taka menn úr umferð á svona samkundum. Og ekki létu djarfir og hraustir guöfræöinemar sitt eftir liggja aö þessu sinni og vom slagsmálin óvenju fjörleg. Þurfti bæöi lög- reglu- og sjúkrabíla til aö flytja fólk á brott, þegar hátíöin leystist upp með brauki og bramli. Þar fékk margur sannkristinn löömng, sem veittur var af kær- leiksríku bróöurþeli. Og allt var það doblað, þegar hinn kjamm- inn var boöinn fram samkvæmt ritningunni. Að kirkjunni er nú sótt úr öllum áttum og fanga nýaldarsinnar og heilagsandahopparar og aörir því- líkir kristnar sálir út úr söfnuðum þjóökirkjunnar og aörir veröa tómlætinu aö bráö. En styrkur kirkjunnar birtist í ódeigum og bardagafúsum þjón- um, sem brátt munu sendir út af örkinni til aö berjast fyrir réttlæt- inu og þá trú sem þeim er veitt í guðfræðideildinni. Því skal drottinn enn prísaður fyrir aö gefa gubfræöinemum þann styrk og hugarfar sem reynst hefur kristindómnum svo vel. Guö láti gott á vita. OÓ Guð láti gott á vita Aldrei átti Þorvaldur víöförli er- indi sem erfiöi þegar hann freist- aöi þess aö boða íslendingum kristna trú. Hann var friösemdar- maður og tók enginn mark á því hvaö hann var að tuba þegar hann fór um landið meö fagnað- arerindiö og boðaði mannkær- leika, fyrirgefningu og umburöar- lyndi. Það var ekki fyrr en Þang- brandur geystist um meö kross- inn í annarri hendi og sverðið í hinni aö farið var aö bera ein- hverja viröingu fyrir kristindómi á ísa köldu landi. Ólafur konungur Tryggvason herjaöi um allan Noreg og brytj- aöi niöur fólk því til sáluhjálpar. Fyrir hans atbeina var ísland líka kristnaö og þaö má Mörlandinn eiga að sjálf kristnitakan fór fram aö siðaöra manna hætti og ber ekki síöur að þakka það heiðnum mönnum en þeim sem ginn- keyptir vom fyrir hinum nýja siö. Með brauki og bramli Kristindómurinn átti löngum undir högg aö sækja, en hann gat líka veitt höggin stór og smá þeg- ar svo bar undir. Um pústra guösmanna gegnum tíöina er sitthvaö skráö. Um kristnisöguna verður ekki sagt hiö sama og karlinn haföi á oröi úm guöspjöllin. Þótti honum þau heldur dauf og leiðinleg lesning, „þar sem enginn er í þeim bardag- inn". Róstur kirkjunnar manna stöf- uöu oft af því aö hver vildi verja sinn skilning á guösorðinu fyrir þeim sem túlkuðu þaö á annan hátt. Af þessu spratt mikil villu- trú, sem ekki dugöi minna en þrjátíu eöa hundrað ára stríö til að kljást viö og dugbi þó ekki til. Merkasti kirkjuhöföingi á ís- landi, fyrr og síbar, iökaöi miklar yfirreiöir og fengu margir bágt fyrir að hafa ekki réttan skilning á guöstrúnni. Um eina af trúarlegum athöfn- um sínum orti hann montvísu um sjálfan sig og þar í er þessi frá- bæra lýsing: Við Dani var hann djarfur og hraustur og dreifði þeim á flæðarflaustur með brauki og bramli. Síöar afhöfðuöu aörar trúarhetjur Jón Arason Hólabiskup og fóra um guðshúsin meö brauki og Á víbavangi bramli og aldrei hefur þaö þótt lýti á þjónum drottins hér á jörö aö vera djarfir og hraustir. Hib sanna hugarfar Og guöi sé lof og dýrö fyrir þaö að ekki er enn öll döngun úr þeim sem era aö undirbúa sig aö gerast verkamenn í víngaröi hans. Þaö era greinilega engir guösvolaöir vesalingar sem nú stúdera hinar æsilegu opinberanir Jóhannesar eða djarfar frásagnir Esekíels og fleira hressilegt. Árshátíö guöfræðinema um

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.