Tíminn - 10.03.1994, Page 5

Tíminn - 10.03.1994, Page 5
fHwlini 5 Fimmtudagur 10. mars 1994 Cunnar Hilmarsson: Sértækar abgerbir - of seint, of seint egar þjóðskáldið Einar Bene- diktsson var allur voru jarð- neskar leifar hans fluttar til Reykjavíkur, í dómkirkju okkar þar, og hann síðan jarðsettur í þjóðargrafreit íslendinga á Þing- völlum. Allt var þetta gert meö mikilli viðhöfn og virðingu. Skáldið hafði þó nánast veriö í út- legö í mörg ár, búiö við örbirgð og einstæðingsskap í Herdísarvík og fáir málsmetandi menn virt hann þar viðlits eöa skenkt honum hugsun. Vandi Vestfjarba Þetta óskemmtilega brot úr ís- landssögunni dettur manni í hug þegar hlustað er á þingmenn nú- verandi ríkisstjómar ræða vanda Vestfjarða. Nú virðast þeir tilbún- ir, eftir að hafa látið skip og kvóta sigla burt frá svæðinu, að koma með hundruö milljóna til aö friða samviskuna, svona til þess aö gera útförina örlítiö virðulegri. Hefðu slíkir fjármunir komiö til þegar um var beðið, hefði mátt bjarga því að skip og kvóti hyrfu af svæðinu. En það kom ekki til greina. Engar sértækar aðgeröir, sögöu Jón og Davíð, og með að- ferðinni sem beitt var, aðgeröa- leysinu, var meirihluti Vestfjarða lagöur í rúst, látið blæða út. Hvers- vegna nú sértœkar aðgerðir þegar það er ofseint? Er kannski ekki eftir „Nú láta fallkandídatar Vestfjarða líka í veðri vaka að von sé á sér- stakri kvótaveitingu til þeirra, og minnir þetta óneitanlega á álverk- smiðjuna frœgu á Keilis- nesi sem aldrei kom. Má vera að einhver hundruð tonna fáist flutt fyrir at- beina ríkisvalds, en það verður aldrei nema brot afþeim kvóta sem Við- eyjarbrœðrum hefur tek- ist að flytja frá svoeð- inu." VETTVANGUR meiru að slcegjast? Nú láta fallkandídatar Vestfjaröa líka í veðri vaka aö von sé á sér- stakri kvótaveitingu til þeirra, og minnir þetta óneitanlega á álverk- smiðjuna frægu á Keilisnesi sem aldrei kom. Má vera að einhver hundmð tonna fáist flutt fyrir at- beina ríkisvalds, en þaö verður aldrei nema brot af þeim kvóta sem Viðeyjarbræðrum hefur tekist að flytja frá svæðinu. Stofnanir í frjálshyggjuhlekkjum Vestfirðingar spyrja kannski: Hvemig má það vera að stofnanir eins og Landsbankinn, þar sem m.a. Sverrir Hermannsson ræður ríkjum, og Byggðastofnun, þar sem Matthías Bjamason er í for- svari, létu þetta ske? Þetta em tvær valdamestu stofnanir hvað varðar Vestfirði. Þetta er umhugs- unarefni, því báðir vilja lands- hlutanum vel. í þessu sambandi er nauðsynlegt að átta sig á því að þessar stofnan- ir em í hlekkjum. Byggðastofnun hefur verið í fjársvelti og nánast undir beinni stjóm forsætisráð- herra. Landsbankinn þurfti og þarf sennilega enn að reiða sig á framlag ríkisins, eiganda bank- ans, til að ná því að sigla sléttan sjó. Að hlýöa ekki eiganda sínum við slíkar aðstæður er ekki vitur- legt. Nauðugar viljugar hafa báð- ar stofnanimar því setið hjá í þessari sláturtíb nýfrjálshyggj- unnar. Hagrætt vib hamarshögg Þeir, sem þama ráða ferðinni, segja einfaldlega: „Við verðum að hagræða í sjávarútvegi. Fljótvirk- asta leiöin til að ná slíkri hagræö- ingu fram er að fækka skipum og vinnslustöðvum, og fljótvirkasta leiöin til að fækka þeim er að láta þær fara á hausinn. Þessvegna gemm við ekki neitt þangað til þeirri hagræðingu er náb. Enginn getur kennt okkur um þetta, hér ráða lögmál markaöarins ferð- inni." Það vita þessir ráðamenn líka, að þeir sem í raun stjóma þessum flokkum, fjármagnseigendur í landinu — en kjarna þeina köll- um við stundum kolkrabbann — munu í framhaldi af þessu yfir- taka atvinnugreinina að vemlegu leyti. Það er hiö endanlega tak- mark. Ráðamenn Sjálfstæðisflokksins og vinnuhjú þeirra hafa undan- farin misseri stefnt aö ákveöinni hagræðingu í atvinnulífi lands- ins, sem í sjálfu sér væri gott. En það, sem er ömuriegt við það, er að þeir hafa líka ákveðið að upp- boðshaldarar skuli framkvæma hana. Síðan skuli þeir, sem hafa rakað til sín fjármagni undanfar- in ár, hrifsa til sín reytumar fyrir lítiö. íbúum vísab á vergang Minna hugsa þessir herrar um þá, sem eiga allt sitt á þessum stöð- um, allt sitt líf, starf og eignir. Þegar verkstjóri ríkisstjómarinnar í þessari hagræðingu, uppboðs- haidarinn, slær skip og kvóta þessara staba hæstbjóbanda og það siglir á brott, þá em um leiö allar eigur þeirra sem þar búa gerðar verðlausar, og líf þeirra ær- ið tilgangslítið. Það er mikiö högg, eftir aö hafa af dugnabi og elju komiö sér og sínum fyrir, lagt sitt og vel þaö bæði til þjóðar og héraðs, að vera fleygt nánast á vergang, og að þeir fulltrúar, sem Vestfirðingar hafa kosið til áhrifa úr þessum flokk- um, skuli vera slíkar liöleskjur að gera ekkert. Þaðan heyrast að vísu mörg orð, en minna er um að- gerbir. Er ekki kominn tími til að kjósendur fari að gefa þessum mönnum frí, eöa ætla menn að rétta fram hinn vangann? Kristinn Snœland: Sárt bítur soltin lús Helsta réttlæting stjóm- lausu sendibílstjóranna, þessara sem skipulega stunda fólksflutninga, fyrir þessu ólöglega athæfi sínu er þessi: Þið leigubílstjórar emð á kafi í vöm- flutningum. Þessi fullyrðing sendibílstjór- anna er röng, þó svo hinsvegar sé rétt að leigubílar lenda öðm hverju í að flytja pakka eða vöm. Á móti því kemur að með svipuð- um hætti lendir sendibíll öðm hverju í ab flýtja fólk. Slík skömn vinnunnar hefur ajltaf. viðgengist og það hafa sendibílstjórar og leigubílstjórar ' unað við í mesta bróðemi. Svo dæmi sé nefnt: Sendibíll er sendur aö húsi. Út kemur maður sem segir: Akm mér niður að höfn. Maöurinn er farangurslaus og með engar vömr eöa flutning, sér bfistjórinn. Hann ekur aö sjálfsögðu með manninn niöur aö.höfn, þar sem hugsanlegt er að vömr eða flutningur bíði. Þegar þangað kemur vill farþeginn bara greiöa bílinn. Auðvitað lætur sendibílstjórinn manninn greiða fyrir ferðina. Með svipuðum hætti ekur sendibílstjórinn starfs- manni fyrirtækis, sem hann er í fastri vinnu fyrir, heim eða annað sem maðurinn þarf ab fara og er þá að sjálfsögbu ekki spurt um vömr eða vaming. Svipuö dæmi koma upp hjá leigubílstjóranum. Hann er pantaöur að húsi. Þegar þangað kemur, kemur einhver út og biður um að farið sé meb pakka á einhvem stað. Auðvitað ekur leigubílstjórinn pakkanum. Viö þetta hafa leigubílstjórar og sendibílstjórar búið í áraraðir og oftast komist frá þessu í mesta bróöemi. Nú hefur þaö hinsvegar gerst ab hluti sendibílstjóra (lítill hluti) stendur í skipulegum fólksflutn- „Frammámenn bílstjór- anna geta ekkertgert til þess að leysa þessa „deilu", enda er þetta ekki deila milli félaga. Þetta snýst einfaldlega um það að stjómlaus hluti sendibílstjóra, sem engum reglum vill hlíta, sem ekki vill lúta neinni stjóm, ekur um á sendi- bílum sem em útbúnir til fólksflutninga og leggur áherslu á slíka vinnu." ingum. Það hefur ekki gerst áður. Þaö veldur illindum og skapar jafnvel hættu í umferðinni. Það er líka í óþökk allra sóma- kærra sendibílstjóra — það ættu þeir, sem starfa á fjölmiölum og skemmta skrattanum, ab athuga. Lögreglan mætti gjaman gera sér grein fyrir þessari staðreynd líka. Vlöbrögb Stjómendur samgöngumála og löggæsla hafa bragöist viö gegn þessum ólöglegu farþegaflutning- um. Stjómvöld með lagasetningu, sem skerpti skil verksviða sendi- og leigubíla, og löggæsla með veikburða aögeröum til ab stöðva hina ólöglegu farþegaflutninga. Þessi ólöglega starfsemi sendibfi- anna hefur nú staðið yfir í áratug og þrátt fyrir skýr fyrirmæli og túlkun samgönguráðuneytis era viðbrögö lögreglu lin, léleg og fálmkennd. Þab liggur fyrir og hefur allan þennan tíma legið fyr- ir að sendibílar almennt standa ekki í skipulegiím fólksflutning- um. Sömuleibis hefur það veriö svo aö bæði félag sendibílstjóra, Trausti, og félag leigubílstjóra, Frami, hafa verið sammála um að fordæma þessa ólöglegu farþega- flutninga í sendibílum. Þessvegna er það himinhrópandi vanþekk- ing þegar það kemur fram frá lög- reglunni að frammámenn bíl- stjóranna verði að leysa þetta mál. Frammámenn bílstjóranna geta ekkert gert til þess að leysa þessa „deilu", enda er þetta ekki deila milli félaga. Þetta snýst einfald- lega um það að stjómlaus hluti sendibílstjóra, sem engum regl- um vfil hlíta, sem ekki vill lúta neinni stjóm, ekur um á sendibíl- um sem era útbúnir til fólksflum- inga og leggur áherslu á slíka vinnu. Þessi hluti sendibflstjóra, 50 til 100 manns, gera þetta í óþökk fé- laga sinna og stéttarfélags. Til þess að leigubílstjórar jöfn- uðu dæmið þyrftu um 50 til 100 leigubílar ab vera útbúnir til vöra- flutninga, t.d. meb því ab draga á eftir sér rúmgóða flutningakerra. Allir sjá hve slíkt væri fáránlegt. Það er líka fáránlegt ab sendibíll, sem nýlokið hefur ferð með vörar eða sorp, fari í næstu ferð fullskip- aður fólki.. Sá fáránleiki liggur aftur ekki eins í augum uppi. Það er ekki fyrr en farþeginn finnur úldið slor, olíu, matarleifar eða önnur óhreinindi í fötum sínum úr sendibílnum, aö þetta ragl aö vera að flytja fólk eða sorp í sama bílnum liggur í augum uppi. Lögreglan Þetta ragl, þennan vinnuþjófn- að, þessa ólöglegu starfsemi, getur enginn stöbvaö nema lögreglan. Ef lögreglan framfýlgir ekki lög- um, geta borgararnir bragðist við meö tvennum hætti. Annars veg- ar með því að láta ofbeldismenn komast upp með að vaða uppi og traðka á lögum og rétti og svo hinsvegar með því að koma sjálfir lögum yfir ofbeldismennina. Þab gæti víst heitiö „nauðvöm". Mér hefur hingab til skilist að lögreglan telji hib versta mál ef borgaramir grípa inn í störf hennar. Vonandi kemur ekki til þess — ef lögreglan veldur hlut- verki sínu, er óþarfi aö óttast slíkt. Nokkur atriöi ítrekuö 1. Vinna sendibíla og leigubíla skarast ávallt nokkuð. Þab hefur ekki valdiö deilum og er í mesta bróðemi. 2. Nokkur hópur sendibíla út- búnir til fólksflutninga stendur skipulega í ólöglegum farþega- flutningum. VETTVANGUR SÍÐARI HLUTI 3. Lög um leigubifreiðar hafa ver- iö skerpt til að koma í veg fyrir þetta. 4. Þrátt fyrir það aðhafðist lög- regla nánast ekkert til aö stöðva þessa ólöglegu farþegaflutninga. 5. Eftir bréf frá samgöngurábu- neytinu, sem tekur af öll tvímæli um að farþegaflutningar í sendi- bílum séu ólöglegir og lögreglu beri að stöðva þessa ólöglegu starfsemi, þá stöðvar lögreglan nokkra sendibíla í farþegaflutn- ingum. 6. Nú viröist lögreglan hætt ab- gerbum, enda sagöur kominn stór bunki af skýrslum um þetta efni á borðin (Hvaö ætli lögreglan þurfi stóran bunka af skýrslum um ölv- unarakstur eða t.d. of hraban akstur til þess að hætta afskiptum af þeim brotum?). 7. Leigubílstjórar, ættingjar þeirra, vinir og kunningjar horfa nú furðu lostnir á vanmátt lög- reglu gegn 10 ára lögbrotum til- tölulega lítils hóps stjórnlausra sendibílstjóra. Brennandi spurning Er það svo, að ef aðeins nógu margir, nógu oft og nógu ákveðið og yfirvegaö brjóta einhver lög, lyppast þá lögreglan niður og snýr sér til veggjar? Ef svo er, þá er stutt í almennt of- beldi og yfirgang í þjóðfélaginu. Þessi umræddi hópur sendibíl- stjóra sýnir í raun ekki síst lög- reglunni lítilsvirbingu. Eða er það ekki lítilsviröing þegar sendibfll er stöðvaður við ólöglega farþega- flutninga inni á Miklubraut, ab kortéri síðar tekur hann farþega í Lækjargötu framan vib bfl lög- reglunnar? Sá, sem gerir slíkt, ber enga virð- ingu fyrir lögreglrmni eða lögum og rétti. Hann sýnir lögreglunni lítilsvirðingu, svo mikla ab jafn- vel leigubílstjóra svíður undan, fyrir hönd lögreglunnar. Þessu verður að linna. Lögreglu- menn, stöðvið ósómann. Höfundur er leigubílstjórí.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.