Tíminn - 10.03.1994, Síða 6

Tíminn - 10.03.1994, Síða 6
6 TTitWfrfti'W Fimmtudagur 10. mars 1994 UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM Ey8tra-| hoirnl Ný kennsluabferb Guömundur Ingi, skólastjóri í Heppuskóla, hefur fengib styrk frá menntamálaráðuneytinu fyrir námsefni sem hann hefur hannaö á udanförnum árum. um er að ræba kennsluaöferö fremur en kennslubók. Aöferð- in hefur skilaö svo góöum ár- angri við dönskukennslu aö meðaltal dönskueinkunna á samræmdu prófunum í Heppu- skóla er 8.20 á meöan lands- meöaltaliö skríður rétt yfir 6.0. Ný sólbabsstofa Þau hjónin Ingibjörg Steins- dóttir og Þrúömar Þrúðmarsson opnuöu nýlega sólbaðsstofu uppi á lofti Hárgreiöslustofunn- Ingibjörg og Dúddi. ar og Saumahornsins. Á stof- unni eru tveir ljósabekkir af allra nýjustu gerö, í „stráka- og stelpuklefum". Bab- og snyrti- aöstaöa er við báöa klefana. Sólbaðsstofan verður opin frá kl. 9.00 til 22.00 og á laugar- dögum. Velheppnab björgunarnám- skeíb 22.-23. febrúar sl. fór fram björgunarnámskeiö í höfninni á vegum SVÍ fyrir krakka sem Ceimverur? Nei, nemendur í flotbúningum. tóku sjóvinnu sem valgrein. Var þeim mebal annars kennt aö velta björgunarbáti viö ef hann lenti á hvolfi og aö taka á móti björgunarþyrlu úti á sjó. Nokkuð margir voru á nám- skeiöinu, enda voru þarna krakkar sem voru í 10. bekk fyr- ir einu og tveimur árum en þá voru ekki svona námskeiö. Um 400 manns skrábir í ÁTVR Átthagafélag Vestmannaeyinga á Reykjavíkursvæöinu, skamm- stafað ÁTVR, var stofnaö fyrir skömmu. Vel á þriðja hundrað manns mætti á stofnfundinn sem heppnaöist með afbrigöum vel. Að sögn Kristínar Ástgeirsdótt- ur þingkonu sem átti sæti í ud- irbúningsnefnd og er í stjórn ÁTVR, er tilgangur félagsins að ná öllum Vestmannaeyingum á höfuöborgarsvæöinu saman. „Það hafa um fjögur hundruð manns skráö sig í félagiö og við höfum ekki náö öllum. Það viröist vera ógrynni af Vest- mannaeyingum á höfubborgar- svæöinu og furðulegt aö svona félag hafi ekki verib stofnað fyrr." Félagið er fyrst og fremst skemmtifélag og í stjórn eru auk Kristínar, Birna Ólafsdóttir, Sara Hafsteinsdóttir, Guðrún Kristinsdóttir, Sigurjón Guö- mundsson, Gísli Vigfússon og Hafþór Guöjónsson. Tveir menn hætt komnir: Öndubu ab sér eiturefnum Tveir ungir menn úr Vest- mannaeyjum veiktust mjög illa fyrir rúmri viku eftir aö hafa fengiö ofan í sig eiturefni úr úðabrúða sem þeir voru að vinna meö. Brúsinn var keypt- ur úr búö en var ekki merktur samkvæmt reglugerbum því á hann vantaði mikilvægar var- úðarsetningar. Piltarnir voru aö spreyja áklæöisvörn yfir stóla fyrir Skútann, úr brúsa meb efninu Textile Protection. í brúsanum eru mörg eiturefni sem piltamir vissu ekki um og á honum voru ítarlegar leiöbeingar á skand- ínavísku og emsku. Þar kom m.a. fram aö nota ætti grímu viö úöun brúsans og loftræsa vinnuumhverfiö. Hins vegar haföi innflytjandinn límt miöa yfir skandínavísku leiöbeining- arnar og þær ensku voru meö örsmáu letri. Piltarnir gættu ekki aö sér og lásu einungis ís- lensku leiöbeiningarnar og not- uöu brúsann grímulausir og án loftræstingar. Um kvöldiö veiktist annar heiftarlega og var fluttur á sjúkrahúsiö en hinn veiktist skömmu síðar. Hann leit mjög illa út, skalf allur og var hvítur í framan og foreldrar hans vöktu yfir honum alla nóttina. Aö sögn Hjalta Kristjánssonar, yfirlæknis Heilsugæslustöövar- innar, fengu piltamir eiturefna- einkenni sem lýsa sér í öndunarerfibleikum og mið- taugakerfiö fer úr skorðum. Ekkert móteitur dugir gegn eitr- uninni en piltamir hafa nú náö sér. Máliö kom til kasta Vinnueft- irlits ríkisins en brúsinn var ekki merktur samkvæmt reglu- gerð um merkingar á eiturefn- um. Síðan kemur til kasta heil- brigöisfulltrúa. Mývatnssveit: Mikill áhugi lyir stofnun náttúru- skóla „Þaö er mikill áhugi og menn telja aö þetta sé raunhæfur og skynsamlegur möguleiki í at- vinnumálum hér," sagði Sig- uröur Rúnar Ragnarsson, sveit- arstjóri í Mývatnssveit, um undirbúningsfund fyrir stofnun náttúruskóla í Mývatnssveit sem haldinn var fyrir skömmu. Horft er til þess að starfsmenn náttúruskóla veröi í Hótel Reynihlíð. Ætlunin er aö leggja máliö fyrir fund hluthafa í hót- elinu og sveitarstjórn Skútu- staöahrepps mun einnig ræða þaö. Á undirbúningsfundinum voru samþykkt eftirfarandi markmiö að stofnun hlutafé- lags um náttúruskóla: 1. Bjóba dvöl í Mývatnssveit þar sem kostur gefst á fræðslu um lífríki og jarðfræði svæðis- ins svo og fræöslu um land- græöslu og almenna náttúru- vemd. 2. Aö bjóöa aðstööu til rann- sókna í tengslum við nám sem getur hentaö öllum grunn- skólastigum. 3. Aö reka starfsemina í hagn- aöarskyni. Markmiðum þessum væri hægt aö ná með ýmsum hætti. Ný einangrunar- stöb fyrir svín í Hrísey vígb „Markmiðiö með rekstri ein- angmnarstöövarinnar fyrir svín er aðallega tvíþætt. Fyrst og fremst til aö koma í veg fyrir aö hingað berist með erlendum Haukur Halldórsson, formabur Stéttarsambands bænda, í samrœb- um vib einn gestanna vib vígslu stöbvarinnar. svínakynjum skæðir búfjársjúk- dómar inn í þab ágæta ástand sem viö búum viö hér. Og svo ekki síöur til aö bera vitni um þær miklu heilbrigöisskröfur og sjúkdómavarnir sem haldið er uppi hér á landi og geta oröið okkur til varnar gagnvart inn- flutningi á ferskum kjötvörum í framtíöinni," sagöi Gylfi Jóns- son, formaöur Svínaræktarfé- lags íslands, þegar formleg vígsla fór fram í Hrísey nýlega á nýju svínaeinangrunarstööinni. Meö tilkomu stöövarinnar er svínabændum ekkert ab van- búnaöi að hefjast handa viö kynbætur á svínastofninum. Bygging stöbvarinnar var að helmingi fjármögnuö úr ríkis- sjóöi og aö helmingi úr Fram- leiönisjóöi landbúnaöarins. Stjórn ATVR. F.v. Bjarni Ingvarsson (löqqa), Cunnar Helgason (Mókollur), Pétur Eggerz (Maggi litli). Möguleikhúsiö sýnir: Umferðarálfur- inn Mókollur Um þessar mundir er leikhópurinn Möguleikhúsið aö sýna nýtt ís- lenskt barnaleikrit sem heitir Um- ferðarálfurinn Mókollur. Sýningin er unnin í samvinnu við Umferöarráð og með stuðningi frá Menntamála- ráðuneytinu, Landsbanka íslands, Vátryggingafélagi íslands og Eim- skip. Með sýningunni á Mókolli hefur Möguleikhúsið fimmta starfsár sitt. Frá upphafi hefur hópurinn ein- beitt sér að því að sýna fyrir yngstu áhorfenduma og er í dag eini starf- andi atvinnuleikhópurinn (ab brúðuleikhúsi undanskildu) sem helgar starf sitt eingöngu þeim ald- urshópi. Umferðarálfurinn Mókollur er ferða- sýning ætluð leikskólum og yngstu bekkjum grunnskóla. Þar er leitast vib ab kenna bömunum ab varast þær hættur, sem helst kunna að verða á vegi þeirra í umferðinni, um leið og þau upplifa ævintýra- heim leikhússins. í leikritinu segir frá álfinum Mó- kolli, sem býr í litlum álfhól. Dag einn vaknar hann við vondan draum þegar umferbargata er lögð þvert í gegnum hólinn. Þá þarf Mó- kollur að læra að komast leiðar sinnar í umferöinni án þess að fara sér að voða. Höfundur leikritsins er Pétur Eggerz, söngvar eru eftir Bjarna Ingvarsson, Hlín Gunnarsdóttir hannaöi leikmynd og búninga og leikstjóri er Stefán Sturla Sigurjóns- son. Leikarar eru Gunnar Helga- son, Bjarni Ingvarsson og Pétur Eggerz. ■ Félag eldri borgara áréttar samþykki um afnám tvísköttunar á lífeyri: Varar vib hugmyndum um forgang eftir aldri Aðalfundur Félags eldri borgara í Reykjavik og nágrenni varar sterk- lega við þeim skoöunum, sem víða hafa komið fram upp á síökastið, um ab taka beri upp forgangsröðun á sjúkrahúsum og að hætta að gera vissar aðgerðir á eldra fólki. Fund- armenn töldu heldur ekki koma til greina að þeir, sem efnaðir em, geti keypt sér forgang á sjúkrahúsum með þvi að greiða sjúluahúskostn- aðinn að fullu sjálfir og losna þannig við hvimíeiðar biðraðir. Minnt er á, að íslenska heilbrigbis- kerfið hafi til þessa verið fyrir alla jafnt, án tillits til aldurs sjúklinga eba efnahags. Fundarmenn vilja að svo verði áfram. Fundurinn árétt- aði fyrri samþykktir um afnám tví- sköttunar á lífeyrisgreiðslum. Skor- að er á alþingismenn ab samþykkja þá tillögu, sem fyrir þinginu liggur um þetta efni. Um 6.000 manns em nú í Félagi eldri borgara í Reykjavík og ná- grenni. Á aðalfundi, sem haldinn var nýlega, var Kristján Benedikts- son kosinn formaöur. Aðrir í stjóm em: Ágúst ísfeld Sigurðsson, Berg- steinn Sigurðsson, Einar H. Hjartar- son, Elínborg Gísladóttir, Guðríöur Elíasdóttir, Gyða Jóhannesdóttir, Hannes Pálsson, Jón Tómasson, Jónína M. Pétursdóttir, Kristinn Gíslason, Páll Gíslason, Pétur Hannesson, Pétur H. Ólafsson og Þorsteinn Ólafsson. -HEI Ataksverkefni eru aöeins skammtímaúrrceöi gegn atvinnuleysi. Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar: Þjóðfélagib þarfnast raunverulegra lausna „Þau svokölluðu átaksverkefni, sem borgaryfirvöld gangast fyrir, eru því miður aðeins skammtímaúr- ræbi og stendur Reykjavíkurborg nú í sömu spomm og aðrar höfuð- borgir Norðurlanda þar sem at- vinnuleysi hefur fest rætur. Raun- verulegar lausnir, sem skapa fólki varanlega atvinnu, er þab sem þjóðfélagið þarfnast og þab strax," segir í ályktun abalfundar Starfs- mannafélags Reykjavíkurborgar um atvinnumál. í ályktun abalfundarins er lýst yfir miklum áhyggjum af stórauknu at- vinnuleysi í landinu og úrræðaleysi stjómvalda frammi fyrir gjaldþrota fyrirtækjum, vaxtaokri og sundmb- um fjölskyldum. Þar kemur m.a. einnig fram ab stéttarfélagib, sem og önnur verka- lýðsfélög, er reiðubúið að veita borgaryfirvöldum liðsinni við að finna raunveruleg únæði. En hjá stéttarfélögum og samtökum þeirra býr mikil þekking og reynsla, sem borgin og aðrir atvinnurekendur eiga að notfæra sér. I ályktun fundarins er þvi skorað á borgarstjóm ab hefja þegar í stað viðræður vib þingmenn Reykjavík- ur, verkalýðsfélög og atvinnurek- endur um raunhæfar og varanlegar lausnir á atvinnumálum borgar- búa. Þá fagnar fundurinn ánægjuleg- um lyktum SVR-málsins og þeim bættu og auknu samskiptum sem felast í nýgeröu samkomulagi. „Ef litið er til umræðu og atburða síðustu mánaba, má öllum vera ljóst að ekki verður liðib að félagið sé sett til hliðar og snibgengið þeg- ar upp koma mál er snerta hags- muni félagsmanna," segir í ályktun aðalfundar Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar um SVR-málið. -grh

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.