Tíminn - 10.03.1994, Side 10

Tíminn - 10.03.1994, Side 10
FÍtÍnirrítatíágur 10. mars 1994 l6' Bandaríkin reyna aö knýja stríösaöila í Bo- sníu til sam- komulags meö stuöningi Rúss- lands og Þýska- lands í íslömsku þorpi eftir árás Króata: eru þeir strax orbnir vinir á ný? Króatískt-íslamskt sambandsríki? Króatískir hermenn troba serbneskan fána undir fótum: fyrircetlanir um mótvægi vib Serba. ótt enn sé barist í Bosníu halda ftiðarhorfur þar áfram ab aukast, að flestra mati. Sú breyting varð meö því að andstæöingamir fyrrverandi úr kalda stríðinu, Bandaríkin og Rússland, tóku forustuna í við- leitninni til að stilla til friöar úr höndum ríkja Evrópusam- bandsins. Þau umskipti eru ósigur nokk- ur fyrir ES. Árangurslaus við- leitni þess tii ab binda enda á óöldina á Balkanskaga vestan- verðum hefur leitt í ljós að þó nokkuð vantar á að ríkjum þess hafi tekist að samræma stefnu sína í utanríkismálum. Þar með hefur sýnt sig, skrifa fréttaskýr- endur, að ES er ekki ennþá fært um að koma fram sem eitt „risaveldi" út á við. Aö mati Bandaríkjastjómar, sem litið hefur á Bosníumálið sem evr- ópskt vandamál er standi næst ES ab leysa, hefur framganga ES-ríkja í því máli einkennst af hiki og einurðarleysi. Enda viröist Hvíta húsið vera fegið því ab hafa fengið einaröari að- ila sér til hjálpar vib að leysa Bosníuvandann þar sem Rúss- land er. Svipa og sætabrauð Eftir aö stillt hafði verið til frið- ar við Sarajevo meb loftárása- hótun Nató og milligöngu Rússa varð næsta skref Banda- ríkjastjómar í málum þessum að fá Bosníumúslíma og Bo- sníu-Króata til að undirrita samning um myndun sameig- inlegs ríkis þessara aðila, sem síöan gangi í einskonar ríkja- bandalag við Króatíu. Er gert ráð fyrir að hið fyrirhugaba ís- lamsk-króatíska Bosníuríki skiþtist í nokkur sjálfstjórnar- héruð, og munu kantónur Svisslendinga vera helsta fyrir- myndin að því. 1 fjölmiðlum er gefið í skyn eða jafnvel sagt berum orðum að Króatar hafi fallist á samning þennan vegna vemlegs „þrýst- ings" frá Bandaríkjastjóm. Ri- chard Swartz skrifar í Svenska dagbladet að Hvíta húsið hafi sett Franjo Tudjman Króatíu- forseta tvo kosti: aö sættast viö Bosníumúslíma með þeim skil- málum sem Bandaríkin ákváöu, eða fá á sig viöskiptabann svip- að því sem Júgóslavía (Serbía og Svartfjallaland) er að sligast undir. Ástand Króatíu í efna- hagsmálum sé svo bágt aö ráða- menn hennar og Bosníu-Króata hafi ekki talið sig eiga annars úrkosta en aö skrifa undir það sem Bandaríkin réttu að þeim. Bandaríkjastjóm reiddi aö vísu ekki einungis svipuna ab Króöt- um, heldur rétti þeim jafnframt sætabrauð. Ef Króatía gerði frið við Bosníumúslíma með ofan- greindum kostum, mætti hún eiga von á aukinni efnahagsað- stob frá Vesturlöndum og aðild að samstarfi Nató við fyrrver- andi austantjalds- og sovétríki, Partnership for Peace (PFP). Bandaríkin fengu þar að auld Þýskaland, sem er vinveitt Króatíu, til ab tala um fyrir Tu- djman í þessum efnum, hlið- stætt því að Rússar þrýsta Serb- um til undanláts í samrábi við Bandaríkin. Páfinn og Tyrkinn Jafnframt þessu hefur Banda- ríkjastjóm aö nokkm vikið frá stuðningi sínum vib stjóm Bo- sníumúslíma og ab sumra áliti ekki einungis gert Króötum, heldur og Bosníumúslímum, tilbob sem þeir treystu sér ekki til ab hafna. í skilmálum þeim, sem Bandaríkin hafa fengiö stjórnina í Sarajevo til að sam- þykkja, felst m.a. að sögn ým- issa ftéttaskýrenda aö stjómin í Sarajevo gefi ab fullu upp á bát- inn draum sinn um Bosníu- Hersegóvínu alla undir sínum BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON yfirráðum. Sarajevostjómin mun eftir að Rússar komu inn í málið vera orðin úrkula vonar um að Vesturlönd hjálpi henni til sigurs í stríöinu og margra mat er aö ríki er næði yfir þau svæði ein, er Bosníumúslímar nú hafa á valdi sínu, hefði litla möguleika á að komast af efna- hagslega. Fleiri aðilar en Bandaríkin og Þýskaland kváðu hafa lagt fast ab Bosníumúslímum og Króöt- um ab gerast vinir á ný, ekki síst Páfagarður og Tyrkland. Allir þessir aðilar em sagðir vera því mótfallnir að Serbar verði mestu ráðandi á vestanverðum Balkanskaga og munu vonir þeirra standa til þess að fyrir- hugað sambandsríki/ríkja- bandalag Króata og Bosníu- múslíma verbi öflugt mótvægi viö Serba. Serbar taka þessum tíðindum ekki beinlínis með fögnuði. Ekki er óhugsandi ab þeim virð- ist sem að með þessu sé verið ab endurreisa það „stór-króatíska" ríki, sem stofnað var í heims- styrjöldinni síðari undir vemd- arvæng þáverandi valdhafa Þýskalands. Það ríki náði yfir Bosníu og þá stóðu Króatar og Bosníumúslímar saman að fjöldamorbum á Serbum. Ekki er sopib kálib ... Ekki er þó svo að sjá, enn sem komiö er, að Serbar ætli að beita sér að ráði gegn umræddu sam- komulagi. Bent er á í því sam- bandi aö þeir hafi rúmlega tvo þriðju hluta Bosníu á sínu valdi og geti gert sér sæmilegar vonir um aö halda þeim svæðum að mestu með stuðningi Rússa. Því er haldið fram, að allir þrír stríðsaðilar séu orðnir svo upp- gefnir á ófriönum og öllu því, sem hann hefur yfir þá Ieitt, að það eitt út af fyrir sig geri að verkum að þeir séu nú tilleiöan- legri en áður til að fallast á frið, þótt enginn fái allt það fram sem hann vill. Eitt er að undirrita samning, annað að framfylgja honum, og margir eru efins um að það muni ganga vel í þetta sinn. Bosníu- múslímar og Bosníu-Króatar stóðu að vísu saman aö því aö lýsa land sitt sjálfstætt ríki og vom í upphafi stríðsins þar, sem nú hefur staðið í næstum tvö ár, bandamenn, en þaö bandalag var aldrei trútt og síðan í apríl í fyTra hafa þeir veriö engu minni fjandmenn en Bosníumúslímar og Serbar. Þar að auki er stríöinu milli Bosníumúslíma og Serba ekki lokiö og deila Króata og Serba um svæði þau byggð Serb- um í Króatíu, sem eru á valdi Serba, er enn óleyst. Líklegast er talið að stórveldin muni leitast við að knýja málsaöila til að fall- ast á að þau héruð heyri Króatíu til áfram, en fái verulega sjálf- stjórn. Áðumefndur Swartz skrifar að allt þetta geti orðib upphafib ab skiptingu Balkanlanda í áhrifa- svæði milli Bandaríkjanna og Rússlands. Það muni koma Tito marskálki til aö snúa sér við í gröfinni. En hann ætti nú ab vera búinn að því fyrir löngu. ■

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.