Tíminn - 13.04.1994, Side 4
4
i?
Miövikudagur 1B. apríl 1994'
STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7
Útgáfufélag: Tímamót hf.
Ritstjóri: Jón Kristjánsson
Ritstjórn og auglýsingar: Stakkholti 4, 105 Reykjavík
Inngangur frá Brautarholti.
Sími: 631600
Símbréf: 16270
Pósthólf 5210, 125 Reykjavík
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans
Prentun: Prentsmibja
Frjálsrar fjölmiölunar hf.
Mánabaráskrift 1400 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 125 kr. m/vsk.
Regnhlífarmaburinn
Kosningaáróður Sjálfstæbisflokksins í borginni
tekur á sig skringilegustu myndir. í sjónvarps-
fréttum á mánudagskvöldið mátti sjá borgar-
stjórann í Reykjavík hálfloppinn á bekk á Ægis-
síðunni með stóra regnhlíf til þess að hlífa sér
fyrir útsynningséljunum. Nokkrir úlpuklæddir
blaðamenn sátu andspænis honum, álíka
loppnir. Engu var líkara en hér væri um gjörn-
inga að ræða, eða það sem á ensku máli heitir
„happening", en nóbelsskáldið Halldór Kiljan
Laxness gaf það ágæta íslenska nafn „uppá-
koma".
Hins vegar var hér um að ræða blaðamanna-
fund þar sem hinn nýi borgarstjóri var að kynna
kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins í borgar-
stjómarkosningunum sem framundan eru. Hið
íslenska veðurfar gerði uppákomuna hjákátlega
í meira lagi.
Það, sem er sérkennilegt við kosningaloforðin
fyrir þessar kosningar, er að ríkisvaldinu er ætlað
að greiða þau að stómm hluta. Þar er um að
ræba vegaframkvæmdir og framkvæmdir við
barnaspítala við Landspítalann, sem lofað er að
leggja í 100 milljónir króna, og lengingu fæð-
ingarorlofs.
Það er auðvitað skiljanlegt í þessu tilfelli, þegar
mikið liggur við að gefa kosningaloforð, að rík-
isvaldinu sé ætlað að borga. Fjárhagur borgar-
sjóðs er ekki þannig að hann standi undir öllum
þeim loforðum sem gefin vom á Ægissíðunni og
fleimm sem væntanleg em. Ummæli Árna Sig-
fússonar um ab hann hefbi rætt þessi mál við
viðkomandi ráðherra og undirtektir verið góðar
vökm vissulega athygli. Það sýnir að ráðherrar
Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn em í viðræðum
um ab greiða kosningaloforð Sjálfstæðisflokks-
ins í höfuðborginni, án þess að hafa til þess
nokkurt umboö frá Alþingi sem fer með fjár-
hagsmálefni ríkisins.
Borgarstjórnarmeirihlutinn veit ekki sitt rjúk-
andi ráð. Ottinn við að missa völdin er slíkur að
það er gripið til hinna furðulegustu aðferða til
þess að reyna að snúa taflinu við. Blaðamanna-
fundur regnhlífarmannsins á Ægissíðunni er til
vitnis um þessa örvæntingu. í kosningabarátt-
unni núna leggja borgarstjórinn og borgar-
stjómarmeirihlutinn ofurkapp á að sýnast „fjöl-
skylduvænir". Skrifstofa borgarstjóra í ráðhús-
inu þykir ekki nógu „fjölskylduvæn" fyrir blaða-
mannafundi af þessu tagi. Bmblið er svo nálægt
þar.
Hins vegar em fjölmargar spurningar sem verð-
ur ab svara í kosningabaráttunni. Á að halda
hinu lokaða stjómskipulagi í borginni? Em
einkavæðingaráformin gleymd og grafin? Eiga
útboð framkvæmda að vera hálflokuð áfram?
Þessar og miklu fleiri spurningar krefjast svara.
Tilraun Áma Sigfússonar til þess að draga ríkis-
valdib inn í kosningabaráttuna í Reykjavík er
mjög athyglisverð og þab má áreiöanlega búast
við tíbindum af þeim samstarfsvettvangi, ef að
líkum lætur.
Hetjudabir og axarsköft
Það er einkennilega holur
hljómur í gleði Sighvats Björg-
vinssonar og Morgunblaðsins
vegna mikils spamaðar stjóm-
valda í heilbrigðismálum.
Morgublaðið skrifar um þennan
spamaðarárangur í leiðara í gær
og Sighvatur ræddi hann í Ríkis-
útvarpinu, og á báðum stöðum
er mikið úr því gert að spamað-
ur sjúkratrygginga nam rúmum
900 milljónum milli áranna
1992 og 1993.
Þaö er í rauninni grátlegt að
horfa upp á það hvemig ríkis-
stjómin og talsmenn hennar
treysta á ab minnisleysi lands-
manna, tímaskortur eða jafnvel
áhugaleysi verði til þess ab fólk
meðtaki gagnrýnislaust þann
áróður sem að því er réttur.
Þannig er þab sameiginlegt í
málflutningi Sighvats og Morg-
unblabsins að mikið er gert úr
því að „árangur hafi náðst í
spamaði" og látið í það skína,
einkum hjá Sighvati, að þessi ár-
angur sýni meö einhverjum
hætti ab gagnrýni stjómarand-
stæðinga hafi með einhverjum
hætti veriö óréttmæt eba ekki
átt við rök að styðjast.
ímynd búin til
Hér em vitaskuld á ferðinni
ósvífnar sögufalsanir, sem miða
að því að búa til nýja, en út-
hugsaða ímynd úr þriggja ára
flumbmgangi og axarsköftum
ríkisstjómarinnar. Þessi ímynd
felst í því að draga upp mynd af
ríkisstjóm sem þorði að gera
óvinsæla hluti, en skilar líka ár-
angri. Sannleikurinn er nefni-
lega sá aö „árangurinn", sem
náöst hefur í sparnaði í heil-
brigðiskerfinu, er ekkert svar við
þeirri gagnrýni og þeim óvin-
sældum sem ríkisstjómin er bú-
in að afla sér. Enginn efast um
að ríkissjóður hefur borgað
minna í heilbrigðisþjóustu en
ábur, en heilbrigöisþjónustan
hefur hins vegar ekki orðið að
sama skapi ódýrari. Meginskýr-
ingin á „spamaði" ríkisins er að
nú er búið að snúa upp á hend-
ina á sjúklingum og þeir em
látnir borga brúsann í miklu rík-
ari mæli en áður þekktist. Það
GARRI
var þetta sem gagnrýnt var á
sínum tíma og þau vinnubrögb,
sem viðhöfð vom vib að koma
þessum breytingum í kring.
Sjúklingaskattar
Garri minnist þess ekki ab hafa
heyrt stjómarandstæðinga eða
launþegasamtök efast um að
nýir sjúklingaskattar í formi
aukinnar kostnaðarþátttöku al-
mennings myndi spara ríkis-
sjóði útgjöld. Gagnrýni þessara
aðila beindist að því að verið
væri að færa kostnaðinn af heil-
brigöiskerfinu frá sameiginleg-
um sjóðum landsmanna yfir á
sjúklinga og að það væri meira
að segja gert án þess að bráð-
nauðsynlegur undirbúningur
slíkrar tilfærslu hefði farib fram.
Niðurstaða útgjaldareiknings
sjúkratrygginga í fyrra gefur alls
ekki raunhæfa mynd af því
hvort tekist hefur að spara í
heilbrigðiskerfinu eða ekki. Þar
er abeins fjallað um útgjöld rík-
issjóðs, sem veröur sífellt minni
hluti heildarútgjaldanna. Að-
gerðir ríkisvaldsins til raunvem-
legs spamaöar í heilbrigðiskerf-
inu, sambærilegar við þær að-
gerðir sem fyrrverandi ríkis-
stjóm beitti sér fyrir — þ.e. með
því ab láta sjúklinga njóta sömu
kjara og áður, en knýja fram
spamað í kerfinu — hafa verib
teljandi á fingrum annarrar
handar.
Guðmundur Bjamason, al-
þingismaöur og fyrrverandi
heilbrigbisráðherra, hefur bent
á það að ef rökum Morgun-
blaðsins og Sighvats er beitt til
hins ýtrasta, er leikur einn að
spara svo mikið í heilbrigbis-
kerfinu aö útgjöld sjúkratrygg-
inga yrðu nánast engin. Aðeins
þurfi að flytja allan kostnað yfir
á sjúklinga og þá kosti heil-
brigðiskerfið sama og ekki neitt!
Slíkt væri vitaskuld pólitísk
ákvörðun á sama hátt og það
var pólitísk ákvörðun aö „spara"
í heilbrigðiskerfinu með því að
láta sjúklinga borga meira.
Tilraunir Sighvats og Morgun-
blabsins til aö búa til hetjudáö
úr axarsköftum og tilfærslu á út-
gjöldum er því ósmekkleg. Og
þó minni almennings kunni að
vera stutt, er nánast ósvífni aö
búast við að þessu hafi menn
gleymt nú þegar. Garrí
Hausavíxl
Flestir fögnuðu þegar sovéski
kommúnisminn geispaði gol-
unni og töldu þar með að betri
og umfram allt friðvænlegri
framtíð væri fyrir höndum.
Vígbúnaðarkapphlaupið rén-
aöi og hemaðarbandalag
kommaríkjanna lognaðist útaf
og herforingjar áttu í mestu
vandræðum með að finna sér
óvini.
Svo vom haldnar fyrstu lýð-
ræðislegu kosningarnar í Rúss-
landi undir eftirliti Ólafs Ragn-
ars alþingismanns og Magnús-
ar Öskarssonar, þáverandi
borgarlögmanns, og fleiri
mætra manna sem kunna á
lýðræði. Er ekki aö orðlengja
það að flokkur Zhírinovskíjs
vann stærsta kosningasigurinn
og er stærsti flokkurinn á rúss-
neska þinginu.
En enginn veit hvað átt hefur
fyrr en misst hefur, því allt fór í
bál og brand í mörgum fyrrver-
andi sovétlýðvelda og horfir
nú ófriðlegar í Evrópu en um
langt skeið.
Sökudólgar fundnir
Leiötogi stærsta flokks Rúss-
lands hefur mjög sérstæðan stíl
í umgengni við aðra stjóm-
málamenn, ekki síst þá sem
búa utan móðurlands hans,
sem manni skilst að nái langt
inn í flest eða öll lönd um-
hverfis heilaga jörð Rússlands.
Þau landamæri ætlar leiðtog-
inn ab lagfæra við fyrsta tæki-
færi.
Þessi sérstæði stjórnmálamab-
ur er burtrækur úr mörgum
þjóðlöndum og þykir ekki í
húsum hæfur fyrir dólgshátt.
Zhirlnovikl kaiuöl gnil og gr|0(l I nömimonn il gyölngmultum iom olndu
Ul motmaU tyrtr uUn ruianaiku raölimannMk/Uiloiuru I Straiborg I gair.
Hmamyd lUuUr
Zhirínovskí 1 Strasborg:
Hrækti og kastaði
í ræöu, sem hann flutti á Evr-
ópuþinginu í Strassborg í fyrra-
dag, hótabi hann ab láta kasta
sprengjum á borgir í vestan-
verðri álfunni, ef menn héldu
sig ekki á mottunni gagnvart
Rússum og vildarvinum þeirra.
En aðalásökunin, sem hann
bar upp á vesturálfumenn, var
að hafa fundið upp kommún-
ismann og neytt honum upp á
Rússa, að manni skilst helst til
að útrýma þeim.
A víbavangi
Ljóst má vera að það er vand-
lifað í henni veröld. Fyrir að-
eins örfáum árum stóbu Vest-
urlandamenn gráir fyrir jám-
um til að forðast útbreiðslu
kommúnismans frá austri og
var hvergi til sparað að hafa
ógnarjafnvægi sem ógurlegast.
Hættan stafaði frá heims-
valdasinnuðum sovéskum
kommúnistum.
En nú kemur hótunin að aust-
an um að setja stórar bombur á
borgir Vestur-Evrópu fyrir að
hafa innleitt kommúnismann
yfir Ráðstjómarríkin fyrrver-
andi. En sósíalisminn á upptök
sín í vestasta hluta álfunnar.
Hvar er söguskoðunin?
Nú væri fróðlegt að heyra hvab
marxískir fræðimenn hafa um
þessa breyttu stöðu að segja. Ein-
hvers staöar hljóta þeir að vera,
því ekki er langt síðan þab úði og
grúði af þeim á málþingum og í
ritverkum. Voru þeir bæði gáf-
aðri og fróðari en aðrir menn og
svo þekktu þeir svo afskaplega
vel framvindu sögunnar, því
marxísk söguskoðun var einn
grundvallarþáttur vísindaiðkana
þeirra. Og svo höfðu þeir stjóm á
sögunni — sögöu þeir.
Þeir, sem aðhylltust marxisma,
deildu því með Zhirínovskíj að
vera í nöp við stjómarhætti fyrir
vestan gamla og gauðrifna járn-
tjaldiö, en endaskipti hafa að
öðm leyti orðiö á afstöðunni.
Herskáir Sovétmenn hótuðu áð-
ur fýrr ab beita hervaldi til ab
frelsa Vesturlönd undir komm-
únismann, en nú ætlar sigurveg-
ari fyrstu lýöræðislegu kosning-
anna í Rússlandi að beita valdi
um álfuna vestanveröa til aö
hefna fyrir að menn þar um slóð-
ir tróðu kommúnismanum upp
á Rússa og fleiri þjóðir austur þar.
Eins og nú standa sakir, er erfitt
ab sjá hvort er lakari skyssa að
koma kommúnisma á eða af-
nema hann. En austur í álfu virð-
ist vera sama hvaba stórvand-
ræði steöja aö, allt er Vestur-Evr-
ópumönnum að kenna og er
sökudólgaima að leita meðal
þeirra.
Það eiga Zhirínovskíj og gömlu
kommamir sameiginlegt, eins og
kannski svo margt annað.
OÓ