Tíminn - 13.04.1994, Side 5
Miðvikudagur 1>Bu aprfl 1994
5
Jóhanna Long:
Örugg störf sjúkraliða
aö liggur fyrir ab lagt veröi
fram á Alþingi frumvarp
heilbrigðisrábherra í níu
greinum um sjúkraliða. Seinni
liður í fimmtu grein þessa frum-
varps hefur valdið nokkrum titr-
ingi meðal hjúkrunarfræðinga.
Meirihluti nefndarinnar sem
samdi frumvarpið, tveir frá heil-
brigðisráðuneytinu og tveir frá
Sjúkraliðafélaginu, mælir með
þessari grein allri. Minnihlutinn,
sem samanstendur af tveimur
hjúkrunarfræðingum, er á móti
seinni lið fimmtu greinarinnar,
sem hljóðar þannig í heild sinni
samkvæmt tillögu meirihlutans:
Sjúkraliði starfar á hjúkrunar-
sviði og vitinur undir stjóm þess
hjúkmnarfrceðings sem fer með
stjóm viðkomandi stofhunar,
deildar eða hjúkmnareiningar og
ber ábyrgð á störfum sínum gagn-
vart honum.
Sjúkraliði starfar á lœkninga-
sviði samkvœmt fyrirmœlum,
undir handleiðslu og á ábyrgð
lœknis eða sérfrceðings, að svo
miklu leyti sem sltk störfem ekki
falin öðmm með lögum eða reglu-
gerðum.
„Margir sjúkraliðar
vinna þessi störfí dag og
hafa hjúkrunarfrœðingar
ekki amast við því, svo
framarlega sem þeir kalli
sig ekki sjúkraliða við
þessi störf, heldur aðstoð-
arfólk, þ.e. hjúkrunar-
frœðingamir em andvígir
því að sjúkraliðar starfi
sem stétt íþessum stöif-
um."
VETTVANGUR
Ekki ógnvekjandi fyrir
hjúkrunarfræðinga
Mér finnst þessi grein alls ekkert
ógnvekjandi fyrir hjúknmarfræð-
inga. Þau störf, sem um er að
ræöa, eru t.d. á heilsugæslustöðv-
um og má nefna í því sambandi
aðstoð við gifsvinnu, sótthreins-
im og pökkun áhalda, móttöku á
sýnum og sendingu á þeim til
rannsóknar, töku hjartalínurita,
vinnu á röntgenstofu og aðstoð
við forvarnarstörf. Enn fremur er
um að ræða þátttöku í heima-
hjúkrrm, sem er orðin stór þáttur
í heilsugæslu. Af nógu er aö taka.
Margir sjúkraliðar vinna þessi
störf I dag og hafa hjúkmnarfræö-
ingar ekki amast við því, svo
framarlega sem þeir kalli sig ekki
sjúkraliða við þessi störf, heldur
aðstoðarfólk, þ.e. hjúkrunarfræð-
ingamir em andvígir því aö
sjúkraliðar starfi sem stétt í þess-
um störfum.
Gjörbreytingar á 28 árum
Þegar sjúkraliðar komu fyrst til
starfa 1966, fyrir 28 ámm, vom
þeir hugsaðir sem aðstoðarstétt
hjúkmnarfræðinga og em þannig
enn þann dag í dag og vissulega
munu sjúkraliöar koma til með að
vinna mest undir stjóm hjúkmn-
arfræðinga áfram. En er ekki eðli-
leg þróun í nútíma þjóöfélagi að
starfsvettvangur stétta breytist á
28 ámm? Að minnsta kosti hefur
starfssviö og menntun hjúkmnar-
fræðinga vissulega breyst mikið á
þessu sama tímabili frá 1966.
Breytingamar hafa skapað þeim
ný verkefni, jafnvel utan sjúkra-
húsa og heilsugæslustöðva, s.s.
ýmis forvamarstörf sem em þýð-
ingarmikil í dag. Þess vegna hefur
skapast viss ekla í þjónustustörf-
um á heilsugæslustöðvum sem
falla vel að menntun sjúkraliöa,
sem einnig hefur lengst og breyst
síðastliðin 28 ár.
Samkvæmt lagafmmvarpinu
komum við til með að starfa und-
ir stjóm einhvers aðila: læknis,
hjúkrunarfræöings, ljósmóður
(við aðstoð við mæðravemd og
ungbamaeftirlit) eða jafnvel
tannlæknis. Sömuleiðis gætu
sjúkra- og iðjuþjálfar nýtt sér
sjúkraliða til aðstoðar. í framtíð-
inni mætti bæta inn í nám sjúkra-
liða fögum sem miðuðu ákveðið
að vinnu hjá sjúkra- og iöjuþjálf-
um.
Hér er einvörðungu verið aö tala
um breiðari starfsvettvang en ekki
aukið valdssvið, eins og kemur
líka vel fram í seinni lið fimmtu
greinar hér að ofan, „að svo miklu
leyti sem slík störf em ekki falin
öðmm með lögum og reglugerð-
um". Á engum yrði brotiö. Tölur
sýna glöggt að sjúkraliðastöðum
hefur fækkað smátt og smátt á
stóm sjúkrahúsunum í Reykjavík
og e.t.v. víðar, en stöðum hjúkr-
imarfræðinga hefur fjölgað á
sama tíma. Er ekki eðlilegt í ljósi
þessa að sjúkraliðar vilji sjá fram á
tryggan, ákveðinn starfsvettvang
að loknu námi sínu?
Höfundur er sjúkralibi.
Sigurgeir Jónsson:
Nytjastofnar á Islandsmiöum eru
sameign íslensku þjóöarinnar
Enginn efast um það, að væri
ekki fiskur í hafinu umhverf-
is ísland, þá væm lífskjör hér
á landi með öðrum og vetri hætti
en nú er. Þá uppbyggingu, sem
orðið hefur í landinu allt frá
miðri nítjándu öld, má að miklu
leyti rekja til aukinna fiskveiða og
-vinnslu. Um aldamótin síðustu,
þegar vemlegur kraftur komst í
fiskveiðar íslendinga, þá fylgdist
það að, aukin atvinna og krafan
um fullt sjálfstæði handa fólkinu
sem byggði landið.
Á þeim tíma var lítill auður í
landinu og lítib um stórefna-
menn eba fyrirtæki. Aröurinn
hafði fram aö þeim tíma verið
fluttur úr landi, mest til Dan-
merkur. Upp úr aldamótunum
síöustu vom breskir togarar uppi í
landsteinum, hirtu aðeins kola og
hentu hinu. Á þessari útgerð var
stórgróöi fyrir eigenduma. Hún
malaði þeim gull, á sama tíma og
fólkiö í landinu var atvinnulaust
og hafði vart í sig eða á.
Það var gæfa íslands að á þeim
tíma var ekki komið á þaö kerfi
sem nú gildir á miðunum vib
landið og á að reyna að rígbinda
enn frekar. Með því hefðu Bretar
öðlast eignarrétt — kallast afnota-
réttur á tungumáli sægreifanna —
og vart sleppt tangarhaldi sínu á
þeim til fólksins í landinu. ísland
hefði á þann hátt oröiö eins og
hvert annað lénsland útlendinga.
í dag er þessi hætta vissulega fyr-
ir hendi, en nú em sægreifamir
notaðir sem leppar fyrir erienda
lénsherra og þurfa að greiöa þeim
skatt, sem tekinn er úr sameigin-
legri auölind íslensku þjóðarinn-
ar, og ef ekki er greitt er fólkið í
landinu fyrsti veðréttur.
Kvótakerfiö
í þeirri umræðu, sem nú fer fram
um vanda Vestfirðinga, þá virðist
það gjörsamlega hafa farið fram-
hjá einstaka abilum, sem um mál-
ið hafa fjallað, ef til vill af ráðnum
hug, að vandi Vestfirðinga stafar
fyrst og fremst af því að þeirra út-
gerö hefur miðast viö það ab
koma með nýjan fisk í land og
vinna hann í vestfirskum fisk-
vinnsluhúsum. Stefna Vestfirð-
inga hefur ekki verið stefna verk-
smiðjuskipasægreifanna. Stefna
greifanna er í stuttu máli eftirfar-
andi:
a. enginn afli til vinnslu í landi;
b. gerum fiskvinnsluhús byggðar-
lagsins verðlaus;
c. gemm fólkið í landinu atvinnu-
laust.
Einhver rekur upp bofs og spyr, á
ekki að stöðva þetta? Svör verk-
smiðjuskipasægreifanna era skýr:
Okkar fyrirtæki em nánast þau
einu sem skila „hagnaði"! Ég spyr:
Er það réttlætanlegt að hagnaður,
sem fenginn er úr sameiginlegri
auölind allrar þjóðarinnar, skili
sér allur í vasa leppa erlendra
lénsherra? Nei og aftur nei. Áður
en þetta dæmi er gert upp, er þaö
krafa mín til Alþingis Islendinga
að verksmiðjuskipasægreifarnir
greiði tjónið sem verður þegar
þeir framfylgja stefnu sinni, sem
greint var frá hver er hér að ofan.
VETTVANGUR
„í dag er þessi hœtta
vissulega fyrir hendi, en
nú em sœgreifamir not-
aðir sem leppar fyrir er-
lenda lénsherra og þurfa
að greiða þeim skatt, sem
tekinn er úr sameigin-
legri auðlind íslensku
þjóðarinnar, og efekki er
greitt er fólkið í landinu
fyrsti veðréttur."
Hiö sama gildir raunar um allt
land, nema hjá þeim vinnslum
sem láta kvótalausa sjómenn
veiöa fyrir sig á þrælakjörum. Líka
stendur sú vinnsla vel, sem fær
nýjan fisk daglega og flytur hann
út með flugi eða í lofttæmdum
umbúðum.
Eins og fyrr segir, þá vom hér
breskir togarar upp úr aldamótum
sem aðeins hirtu kola og fleygðu
hinu. Síöan var siglt út og aflinn
seldur. Hvernig skyldi líf í þessu
landi vera núna, ef þessi stefna
hefði haldið áfram? Að öllum Iík-
indum væri ekki um neina byggð
í landinu að ræba, utan nokkra
embættismenn Bretadrottningar í
Reykjavík og á Akureyri.
Það kvótakerfi, sem nú er viö
lýði í botnfisktegundum, hefur
enga kosti, en marga galla. Þessir
em helstir:
- Það eyðir byggð í landinu.
- Það sópar þjóðarauðnum á fárra
hendur og síðan úr landi.
- Þab gerir þá fátæku fátækari.
- Það skapar atvinnuleysi.
- Það eyðir smábátaútgerð, sem
þó landar öllum sínum afla nýj-
um innanlands.
- Það hefur drepiö skipasmíðaibn-
aðinn.
- Þjóðin í heild verður fátækari,
þó einn græði.
Þetta em aðeins fáir gallar þessa
kvótakerfis sem hægt væri að telja
upp, en rétt er að benda á þann
gafia við þetta kerfi sem verstur
er.
Því hefur verið haldið fram að
kerfið byggöi upp þorskstofninn.
í því sambandi er rétt að benda á
að sxunrið 1993, eftir að HAFRÓ
lokaði svæði fyrir togveiðum til
langs tíma út af Vestfjörðum, þá
ætluðu tveir eigendur kerfisins,
annar á Skagaströnd, hinn á Ak-
ureyri, vitlausir að verða. Sögðu
þeir að þeir hefðu staöið í þeirri
trú aö kvótakerfið væri þannig að
þeir mættu veiða því sem næst
hvar sem væri, hvenær sem væri,
með hvaöa veiðarfæri sem væri
og bættu síðan við: eins og þeir
höfðu gert hingað til.
Reyndar þurftí HAFRÓ að fá leyfi
hjá LÍÚ til að loka togslóðinni og
fékkst það vegna þess að LÍÚ taldi
að ekki borgaöi sig að skarka þar
lengur, enda var það svo að
ágangur á togslóö jókst í öfugu
hlutfalli við aflann. Vemdun í
þeirra huga á einungis við þegar
smábátaveiðar em annars vegar.
Þaö mætti svo vera HAFRÓ um-
hugsunarefni hvort heppilegt sé
að tvístra fiski í æti, kannski tak-
mörkuöu, eða veiða þorsk á leiö á
hrygningarstöðvar, öfugt viö það
sem gert er við lax. Ef þorskstofn-
inn er í sókn, þá er það ekki vegna
kvótakerfis fiskihagfræöinnar,
þab er ekki kerfi fiskvemdar held-
ur kerfi lénsherranna.
Höfundur er sjómabur.