Tíminn - 13.04.1994, Page 9
Mibvikudagur 13. apríl 1994
9
Bosníumúslímar sagöir ganga á lagib eftir loftárásir Nató:
Viðvöran frá Clinton
Reuter
Michael Rose, yfirforingi
gæsluliðs Sameinuöu þjóö-
anna í Bosníu, sagöi í gær aö
herlið Bosníumúslíma í Gor-
adze hefði hafið skothríð með
sprengjuvörpum á stöðvar Bo-
sníu- Serba við borgina, án
nokkurrar undangenginnar
ögmnar af hálfu Serba. Hefðu
eftirlitsmenn S.þ. í Goradze
fengið fyrirmæli um aö fá Bo-
sníumúslíma til að hætta skot-
hríöinni.
Clinton Bandaríkjaforseti
beindi skömmu síöar máli sínu
til Bosníumúslíma og varaði þá
við því að reyna að nota loft-
árásir Nató til að bæta stöðu
sína hemaðarlega.
Bosníu-Serbar, sem sitja um
Goradze sem er á valdi ís-
lamskra landa þeirra, hættu
skothríð á borgina að mestu
skömmu eftir hádegi í fyrra-
dag. Telja ýmsir að loftárásir
Nató á stöövar Serba við Gor-
adze hafi valdið mestu um það.
Sjálfir segja þeir að árásimar
hafi ekki valdið þeim miklu
tjóni, sumar af sprengjunum
sem kastað var reyndust eitt-
hvaö gallaöar og sprungu ekki
og Radovan Karadzic, leiðtogi
Bosníu-Serba, sagði að aðrar
sprengjur hefðu geigað og fall-
ið á miðborgina í Goradze, sem
er á valdi múslíma.
Ratko Mladic, yfirhershöfð-
ingi Bosníu-Serba, sagði í gær
að her hans hefði fyrirmæli um
að skjóta niður herflugvélar
Nató ef framhald yrði á árásum
bandalagsins.
Yfirvöld Bosníu-Serba gáfu í
skyn í gær að 11 franskir hjálp-
arstarfsmenn, sem yfirvöldin
segja hafa reynt að smygla
skotfærum til múslíma í Saraje-
vo, yrðu leiddir fyrir rétt. Em
hjálparstarfsmenn þessir nú í
haldi hjá Bosníu-Serbum. Tals-
maður Premiere Urgence,
hjálparstofnunar þeirrar er
mennimir 11 tilheyra, fullyrðir
að ásakanimar um smyglið séu
ekki á rökum reistar.
Jeltsín Rússlandsforseti varaöi
Vesturlönd í gær við því að
reyna að leysa Bosníudeiluna
með vopnavaldi, sagði að það
gæti leitt til þess aö Bosníu-
stríðið stæði „endalaust."
Sergej Shakhraí, aðstoðarfor-
sætisráðherra Rússlands, segir
loftárásir Nató á Bosníu-Serba
hafa orðið vatn á myllu harð-
línusinnaðra andstæðinga Jelt-
síns og þar með áfall fyrir lýð-
ræði Rússa.
Ratko Mladic t.v. og Radovan Karadzic, leiötogar Bosníu-Serba, virba fyrir
sér vígstöövarnar viö Coradze ígœr.
íraska Kúrdistan:
Albanir saka Grikki
um árás á landa-
mæraverði
Þýsk blaða-
kona myrt
Aþenuborg, Reuter
Sali Berisha, forseti Albaníu,
hélt því fram í gær að gríska
stjómin bæri fulla ábyrgð á árás
sem gerð var á albanska varð-
stöö á landamærum Grikklands
og Albaníu á sunnudag. Vom
tveir albanskir landamæraverðir
drepnir í árásinni og þrír særðir.
Gríska stjómin segir þaö af og
frá aö hennar menn hafi átt
nokkum hlut að árásinni. Hún
kvaðst í dag ætla að vísa úr landi
fyrsta ritara albanska sendiráðs-
ins í Aþenuborg, vegna þess að
Albanir hefðu vísað úr landi
ræðismanni Grikkja í Gjirokast-
er í suðurhluta Albaníu.
Samkomulag þessara tveggja
Balkanríkja hefur versnað und-
anfarið út af gríska þjóðemism-
innihlutanum í Suöur-Albaníu,
sem Grikkir segja Albani
þrengja að, og straumi Albana
til Grikklands. Hafa Albanir sótt
þangaö mjög í atvinnuleit frá
því aö stalínskt stjómarfar var
aflagt hjá þeim 1990. ■
Salahuddin í íraska Kúrdistan, Reuter
Kúrdnesk yfirvöld í Norður-ír-
ak hafa handtekið tvo menn,
sem að sögn yfirvaldanna
myrtu þýska blaðakonu, Lissy
Schmidt, og lífvörð hennar 3.
þ.m. Segir Kadir Hamajane,
abstoðarforstjóri Assayésh, ör-
yggisþjónustu Íraks-Kúrda, að
morðin hafi verið framin að
skipun yfirmanns öryggis-
þjónustu íraks í Kirkúk. Hafi
mennimir tveir þegar játað á
sig morðin.
Lissy Schmidt var eini erlendi
blaðamaðurinn, sem dvaldi ab
staðaldri í íraska Kúrdistan.
Hamajane heldur því enn-
fremur fram að banamenn
hennar hafi tekið þátt í árás á
starfsmenn Sameinuðu þjóð-
anna þarlendis fyrr í mánuðin-
um. I árásinni særðust tveir
starfsmannanna.
Bandaríkin hafa sakaö Sadd-
am Hussein íraksforseta um að
hafa lagt fé til höfuðs hjálpar-
starfsmönnum S.þ. og öbmm
útlendingum í íraska Kúrdist-
an. íraksstjóm segir það til-
hæfulaust níð. ■
Finnland
stefnir á PFP
Helsinki, Reuter
Esko Aho, forsætísráðherra
Finnlands, sagöi i gær að
Finnar hefðu í hyggju að taka
þátt í hermálasamstarfi innan
Samstarfs um frið (Partners-
hip for Peace, PFP). Aðspurður
kvaðst Aho ekki líta svo á aö
þetta væri skref í áttina til að-
ildar Finnlands að Nató.
Nató kom fram með PFP fyr-
ir tveimur mánuðum og bauð
aðild að því öllum þeim Evr-
ópuríkjum sem ekki em þegar
í bandalaginu.
Bandarískt sendiráð grýtt
Ankara, Reuter
Sendiráð Bandaríkjanna í Ank-
ara, höfuðborg Tyrklands,
mæltist í gær tíl þess við tyrk-
nesku stjórnina að hún sæi
sendiráöinu fyrir aukinni vemd
og greiddi skaðabætur fyrir
skemmdir sem íslamskir öfga-
menn ollu á sendiráðsbygging-
unni á sunnudag.
Þúsundir manna undir fomstu
áminnstra öfgamanna söfnuð-
ust saman á sunnudag í Ankara,
Istanbúl og fleiri borgum, grýttu
sendiráð Bandaríkjanna í fyrr-
nefndu borginni og ræðis-
mannsskrifstofu þeirra í þeirri
síöamefndu og festu upp tyrk-
neskan fána við dyr sendiráðs-
ins. Fólk þetta sagðist vera að
mótmæla árásum Bosníu-Serba
á borgina Goradze, sem er á
valdi Bosníumúslíma. Tyrk-
neskar einkasjónvarpsstöövar
höföu fjallað um árásirnar á
borgina og farið í sambandi
með ósmáar ýkjur .■
Þjóöastríöib í Rúanda:
Uppreisnarmönnum spáb sigri
Einingar í skæmher Föðurlands-
fylkingar Rúanda (RPF), upp-
reisnarhreyfingar er hefur mikib
fylgi meðal Tútsa, vom síðdegis í
gær komnar inn í úthverfi Kigali,
höfuöborgar landsins, og áttu
þar í höggi við stjómarherinn, en
í honum em ab mestu Hútúar.
í raun og vem er hér um aö ræða
stríö á milli þessara tveggja
þjóða, en af þeim em flestir
landsmanna í Mið-Afríkuríki
þessu. Hútúar em miklu fjöl-
mennari, en Tútsar réöu yfir
þeim um langan aldur. Er fjand-
skapur þjóöa þessara ekki nýr af
nálinni.
Enn er veriö að flytja frá Rúanda
vesturlandamenn, sem þar
bjuggu, en þó viröast manndráp-
in þar og önnur hryðjuverk, sem
stabiö hafa yfir í viku, ekki hafa
komið vemlega niður á þeim,
miðaö við þaö sem frést hefur. Þó
vom myrtir tíu belgískir friðar-
gæsluliöar í þjónustu Sameinuöu
þjóðanna, ab líkindum helst
vegna þess að þeir reyndu að
verja Agathe Unilingyimana, for-
sætisráðherra landsins, sem var
myrt þegar í upphafi óaldarinn-
ar. Hún var Hútúi, en hafði gagn-
rýnt mjög Juvenal forseta Haby-
arimana, sem einnig var af þeirri
þjóð. Fylgismenn hans, flestir
Hútúar, trylltust er flugvél sem
hann var með var skotin niður
fyrir viku og hófust handa vib ab
brytja nibur (í mörgum tilfellum
í orðanna bókstaflega skilningi)
fólk sem þeir töldu að væri and-
stætt hinum látna forseta. Urbu
einkum fyrir því Tútsar en einnig
margir Hútúar.
Lífvörbur Habyarimana, sem í
em um 2000 manns, er af sum-
um sagöur hafa haft forgöngu
um hrannmorðin, en aðrir
stjómarhermenn, margir
dmkknir, drógu ekki heldur af sér
við þau og einnig tók þátt í þeim
fjöldi óbreyttra Hútúa. Sagt er
böm hafi drepið hvert annaö
niður á götunum í Kigali og sjón-
arvottar segja frá konum meb
ungaböm á baki sem gengu um
meö sveðjur og drápu manneskj-
ur er vom ósjálfbjarga af áverk-
um. Giskab hefur veriö á ab um
10.000 manns hafi verib drepnir
í hrannmorðunum.
Bráðabirgöaríkisstjóm, sem
einkum Hútúar munu standa að,
flýði frá Kigali í gær. Franskir her-
foringjar þar spá RPF skjótum
sigri. ■
_ Aðalfundur
íslandsbanka
Aðalfundur Islandsbanka hf. 1994
verður haldinn í Borgarleikhúsinu
mánudaginn 25. apríl 1994 og hefst kl. 1630.
1.
Dagskrá
Aðalfundarstörf í samræmi við
19. grein samþykkta bankans.
2. Tillögur til breytinga á sam-
þykktum bankans.
3. Önnur mál, löglega upp borin.
Hluthafar sem vilja fá ákveðin mál tekin til meðferðar á
fundinum, skulu í samræmi við 16. grein samþykkta
bankans, gera skriflega kröfu um það til bankastjórnar,
Kringlunni 7, 3. hæð, Reykjavík, í síðasta lagi föstudaginn
15. apríl næstkomandi.
Framboðsfrestur til bankaráðs rennur út
þriöjudaginn 19. apríl n.k. kl. 1000 fyrir hádegi.
Framboðum skal skila til bankastjórnar.
Atkvæðaseðlar og aðgöngumiðar að fundinum verða
afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra í
íslandsbanka hf. Ármúla 7, Reykjavík 3. hæð
19. apríl frá kl. 1015 - 1600 og 20. og 22. apríl n.k. frá
kl. 915 - 1600 og á fundardegi frá kl. 915 - 1200.
Ársreikningur félagsins fyrir árið 1993 sem og tillögur
þær sem fyrir fundinum liggja verða hluthöfum til sýnis
á sama stað frá og með mánudeginum 18. apríl
næstkomandi.
Hluthafar eru vinsamlegast beðnir um að vitja
aögöngumiða og atkvæðaseðla sinna fyrir kl. 1200
á hádegi á fundardegi.
Reykjavík, 5. apríl 1994
Bankaráð íslandsbanka hf.
ISLANDSBANKI