Tíminn - 13.04.1994, Qupperneq 10

Tíminn - 13.04.1994, Qupperneq 10
10 — -—t.— Miðvikudagur mPaþitflfo94 Hjónaminning: Helga Sigurbjömsdóttir °g Torfi Ossurarson frá Felli Mig langar aö minnast afa míns og ömmu með fáeinum fátækleg- um orðum. Það er erfitt að sætta sig við að skyndilega séu þau bæði, afi og amma, horfin úr þessu lífi. Þótt þau hafi bæöi veriö oröin há- öldruð, afi nær níræður og amma nýlega 97 ára, var sárt að horfa á eftir þeim. Sérstaklega var erfitt, fannst mér, að fylgja afa í hans síöustu ferð til Dýrafjaröar. Það hittist svo sérkennilega á að jarð- arför hans bar upp á sama dag og hann í fyrsta sinni leit Dýrafjörð augum, þann 25. september. Amma fæddist að Felli, Jiann 10. janúar 1897. Hún ólst þar upp, en fluttist með foreldrum sínum að Meira-Garði í Dýrafirði. Áfi fæddist í Kollsvík í Rauöa- ■ sandshreppi, þann 28. , febrúar 1904. Hann fluttist til Dýrafjarð- ar, að Mýrum, árið 1927 að loknu námi á Hvanneyri. Þau afi og amma byrjuðu bú- skap í Meira-Garði 1929, á hluta af jörðinni. Þar fæddist þeim son- ur, Hákon Guömundur. Ári síöar fluttust þau að Holti í Önundar- firði, þar fæddist Anna Guörún sem þau misstu árið 1942. Ekki undu þau hag sínum vel í Holti, hugurinn leitaði sífellt yfir heið- ina og fluttu þau að Rana í Dýra- firði vorið eftir. Bjuggu þar til vors 1933. Jón Sigmundur fædd- ist á Rana 1933. Loksins losnar Fell, en þá hafði afi áður falast eft- ir ábúö þar, en ekki fengiö. Á Felli fæðast fjögur yngstu börnin, þau: Guöbjartur Bergur 1937, faöir minn sem seinna tók við bú- skapnum af þeim afa og ömmu, Dagbjört Kristín 1938, Össur 1939 og Anna Guðrún 1942. Ég ólst upp hjá þeim afa og öirimu. Þegar foreldrar mínir fóru til náms veturinn 1958-’59, pabbi að Hvanneyri og mamma aö Varmalandi, tóku þau afi og amma að sér að sjá um mig. Síö- an svaf ég ætíð inni hjá þeim, allt t MINNING þar til þau fluttu til Reykjavíkur haustiö 1971. Það harmaði ég lengi. Ég var alltaf á hælunum á afa þegar hann sinnti verkum sínum. Eg vildi miklu heldur vera í fjá- rhúsunum en inni í bæ við upp- vaskiö, stakk gjaman af frá því. Þegar amma byrjaði aö skola disk- ana, fékk ég ósjaldan magaverk. Ég átti margar skemmtilegar stundir í fjárhúsunum með afa, eða viö önnur útiverk. Afa féll aldrei verk úr hendi, hann var sí- fellt að dunda eitthvað á milli verka. Mér er sérstaklega minnis- stætt eitt vetrarkvöld, ég hugsa ab ég hafi verib um 8 ára. Afi settist riiður í smíðahúsinu og fór að teikna á fjöl. Ég var óskaplega for- vitin, sýndist þetta vera hestur, en fékk ekkert meira að sjá fyrr en um jól. Þá fékk Torfi bróðir hann Grána gamla í jólagjöf. Afi hafði smíðab hest úr spýtunum, sem varð geysilega vinsæll og mikiö notaöur. Mér fannst hann afi vera algjör töfrakarl, smíðaði bara hest úr einhverjum spýtum. Mér fannst hann geta næstum allt, líka prjónað. En samt ekki eins hratt og hún amma, hún prjónaði peysur, sokka og vettlinga á okkur systkinin sem og hin bamaböm- in, en viö vorum 12 í allt. Hún prjónaði einnig sjöl og dúka, að ógleymdum vettlingunum meb geislaprjóninu. Afi prjónabi mik- ið af lopasokkum, sem hann seldi, og eftir að þau fluttu suður fór hann að smíöa kindur, sem hann seldi. Kveikjan ab þeirri hugmynd var sú, að stuttu áður en þau fluttu hafði hann séð „kind" úti í glugga í Rammageröinni í Reykjavík, sem honum fannst frámunalega ljót. Þá hugsaði hann með sér að þetta gæti hann nú gert betur. Kindumar eftir hann afa finnast nú út um allan heim; nokkra tugi seldi ég í Kanada árið 1980 og fengu færri en vildu. Við systkinin sátum oft hjá þeim á gólfinu og lékum okkur. Sérstaklega man ég ab við lékum okkur að tölunum hennar ömmu, svo mismunandi aö stærö og lit. Af og til héldum viö í viðu, þá fóm afi og amma stundum í kapp við að vinda og vatt þá afi gjaman lopann af halasnældunni. Amma kenndi mér að lesa, en afi sá heldur um reikninginn. Ekki var það nú alltaf jafngaman að setjast við hliðina á henni ömmu, þegar systkini mín vom að leika sér. Ég man það eins og það hefði verið í gær, þegar Kardimommubærinn seig rólega niður á gólfið og ég sat með ólund og meitaði að lesa. En amma haggaðist ekki. Aldrei reifst hún eða skammaðist, prjónaði bara í rólegheitum uns ég tók upp bókina og fór að stauta. Það var ýmislegt sem afi tók sér fyrir hendur. Á fyrstu búskaparár- unum smíöaði hann mikið af ak- tygjum, bæði fyrir sjálfan sig og abra. Þab kemur svo berlega fram í dagbók, sem hann hélt á ámnum 1927-1933, hvað vinnan var hon- um mikils virði. Þar skrifar hann, er lítið hafði verið hægt aö hafast að vegna slæmrar veðráttu á vetr- armánuðunum, „að þetta aðgerð- aleysi ætli hann lifandi að kæfa". Hann óf vaðmál fyrir heimilið og einnig fleiri. Einhverstaðar skrifar hann að hann hafi nú lok- ið við að prjóna sér illeppa. Afi var mjög dulur og lét ekki tilfinningar sínar oft í ljós, en ræddi þjóbmálin og annað slíkt af miklum áhuga. í dagbókum sín- um kallaði hann ömmu alltaf „- elsku konima sína" og þegar þau heitbundust lýsir hann tilfinn- ingum sínum svo: „Þetta er sæl- asti dagur lífs míns síðan ég vissi af mér í tilverunni." Maöur vissi sjaldnast hvaö honum afa leiö. Amma var miklu léttari og lét tilfinningar sínar auðveldar í ljós. Afi las mikið og setti saman vís- ur sér og öömm til yndisauka. Það leið varla sá afmælisdagur að af- mælisbamið fengi ekki vísu frá honum. Oft spiluðum við krakk- amir við afa og ömmu. Ég get vart minnst á ömmu öömvísi en minnast á pönnukök- ur og hveitikökur, því þar var hún ókrýndur meistari. Það vom fáir þeir gestir sem ekki fengu að smakka á pönnukökunum eða hveitikökunum meðan ömmu entist heilsa til ab standa vib elda- vélina. Hún stóð þar reyndar miklu lengur en heilsan leyföi, en eftir þab tók afi við matseldinni. Ætíb var borið á borð fyrir gestina sem komið hefðu þeir matarlausir langan veg. Þau afi og amma trúðu og treystu bæði á handleiðslu Guðs og sóttu óspart á hans fund. Þau höfðu þann sið, er ég var bam, er þau heilsuðu nýjum degi, að fara út og signa sig og þakka Drottni þennan dag. Síðan var gengið inn og bobib góðan daginn og þá hvort ööm ætíb meö kossi. Eg man meira að segja eftir ömmu í útidymnum í stórhríð, hún varð bara að draga að sér hreint loft. Ein var sú tíb er ömmu hlakkaði mest til, það var ab fara til berja. Tína aðalbláber, draga ab sér ilm- inn úr lynginu og setjast á þúfu með fuÚa fötuna og horfa yfir sveitina. Nú að loknum löngum og vinnusömum dögum hafa þau afi og amma gengið til hinstu hvílu í þeirri moldu er þau unnu svo mjög. Þau helguðu fósturjörbinni alla sína krafta og lifðu I takt við náttúmna. Sú er trú mín að þau gangi nú um abrar gmndir, hönd í hönd og Guð þeirra hefur valið þeim önn- ur ætlunarverk. Elsku afi og amma, þakka ykkur fyrir alit. Mig langar að enda þetta á orð- um afa sjálfs, með niðurlagi úr lörigu kvæöi eftir hann, Ættjarb- arljóö um Dýrafjörö og þá sem þar hafa byggt sér bú. Dýrfirska jörðin um öll þessi ár fékk erfiði þeirra, svita og tár. En sveitin á fleira en erfiði eitt, unað og fegurð sem gróður fœr veitt. Náttúrukyrrðin með lokkandi lag, ijóðrænar myndir hvem einasta dag. Kvöldsólin litar oft Ijómandi vel, laufgrœnar hlíðar og bárunnar hvel. Náttúruhljómkviðan ómar þó öll, um algróin túnin, hlíðar og fjöll. Alfaðir blessi hvem bœ og þá jörð, er búendur nytja við Dýrafjörð. Einnig þoer hetjur sem draga úr dröfh, dýrmœtan afla og fœra í höfh. Þá er nú þulan búin, úr þráðum ýmsum snúin. Við angan frá ilmi jarðar og ást til Dýrafjarðar. Helga Sigurrðs Bergsdóttir og fjölskylda, Tromso, Noregi S víþ j óöarsaga Bókmenntir í kiljubroti Herman Lindquist: Historien om Sver- ige. Frán islossning till kungarike. Norstedts 1992. 412 bls. Herman Undquist: Historien om Sver- ige. Historien om Custav Vasa och hans söner och döttrar. Norstedts 1993. 502 bls. Þessi rit em tvö fyrstu bindin í ritröð um sögu Svíþjóðar frá upphafi til vorra daga. Þau ná yfir tímabilið frá elstu tíð og fram til 16. aldar, en alls er ætl- unin að ellefu bindi verði í rit- röbinni og mun hið síðasta fjalla um Finnland á yfirráða- BÆKUR JÓN Þ. ÞÓR skeiði Svía þar. Herman Lindquist er þekktur blaðamaður og rithöfundur og hefur gefið út margar bækur um ýmisleg efni. Þessu ritverki er ætlaö að bæta úr brýnni þörf á aðgengilegu verki um sögu Svíþjóðar, en þab hefur ekkert verið til, nema þá helst kennslubækur, síöan hætt var að gefa út hina stóm Svíþjóöar- sögu Carls Grimberg. Þessar bækur Lindquists hafa fengib heldur óblíða dóma hjá fræðimönnum, sem telja hann fara alltof frjálslega með ýmis veigamikil og umdeild atriði, auk þess sem ritin séu harla óskipuleg og því lítt nothæf þeim, sem fást við alvarlegar rannsóknir. Engum blöðum er um þaö að fletta, ab þessi gagnrýni á full- an rétt á sér, en á hitt ber að líta, ab höfundur ætlaði sér aldrei að skrifa fræðilegt verk. Markmið hans er að semja skemmtilegt og læsilegt yfirlits- rit, sem öll alþýða manna geti haft bæöi gagn og gaman af. Þab hefur honum tekist bæri- lega. Bækumar em vel skrifaðar og læsilegar og hafa að sögn fengið ágætar viðtökur. Virðist og svo sem óhætt sé að mæla með þeim vib þá, sem vílja lesa fróðleg og skemmtileg rit um sögu Svíþjóðar, en gera ekki of miklar fræðilegar kröfur. íslenski kiljuklúbburinn hefur sent frá sér fjórar nýjar bækur: Raddir í garðinum er endur- minningabók eftir Thor Vil- hjálmsson. Þar bregður hann upp sínum myndum af því fólki, sem að honum stendur og stóð honum næst. Annars vegar af bændum frá Brett- ingsstöbum á Flateyjardal, þar sem háð var hetjuleg lífsbar- átta íslensks hversdags; hins vegar af afkomendum Thors Jensens, sem stóðu í ljóma valda og ríkidæmis í vaxandi höfuðstað. Bókin er 193 blað- síður. Hús andanncr eftir chilesku skáldkonuna Isabel Allende fór sigurför um heiminn þegar hún kom fyrst út fyrir rúmum áratug. Bille August hefur gert kvikmynd eftir sögimni, sem vakið hefur mikla athygli og er nú sýnd hér á landi. Isabel Al- lende segir hér sögu fjölskyldu frá þessari öld og varpar um leið ljósi á viðburbaríka sögu heimalands síns. Thor Vil- hjálmsson þýddi bókina, sem er 427 blaðsíður. Pólstjaman er spennusaga eft- ir Martin Cruz Smith. Arkadí Fréttir af bókum Renko, fyrrum rannsóknarlög- reglumaður frá Moskvu, hefur misst flokksskírteinið sitt og gerir að fiski í sovésku verk- smiðjuskipi á Beringshafi. Eina nóttina kemur upp með trollinu lík af ungri stúlku úr áhöfninni. Arkadí er fenginn til að rannsaka málið. Matthí- as Magnússon þýddi bókina, sem er 354 blaðsíður. Pan er ein frægasta skáldsaga norska rithöfundarins Knuts Hamsuns, en á þessu ári eru liðin hundrab ár frá frumút- gáfu hennar. Bókin er að forminu til minnisblöð Glahns liðsforingja. Hann býr einn úti í skógi með hundin- um sínum, fjarri heimsins glaumi, þar til hin unga Ed- varda kaupmannsdóttir gerir harkalega innrás í tryggilega varið líf hans og umtumar öllu. Jón Sigiuðsson frá Kald- aöamesi þýddi bókina, sem er 230 blaðsíður. Bækumar kosta 799 kr. hver bók. Absendar greinar, afmælis- og minningargreinar sem birtast eiga í blaðinu þufa að hafa borist ritstjórn blaðsins, Stakkholti 4, gengið inn frá Brautaholti, tveimur dögum fyrir birtingardag, á disklingum vistað í hinum ýmsu ritvinnsluforritum sem texti, eba vélritaðar. sími (91) 631600

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.