Tíminn - 15.04.1994, Qupperneq 11
Föstudagur 15. apríl 1994
Þórarinn St. Sigurösson
Fæddur 31. janúar 1922
Dáinn 8. apríl 1994
Andlát Þórarins St. Sigurösson-
ar kom aö vísu ekki á óvart.
Hann hafði um nokkurt skeið
ekki gengið heill til skógar.
Engu minna skarb er þó fyrir
skildi eöa söknuður þeirra sem
Þórarin þekktu vel.
Þórarin hafði ég þekkt alllengi.
Kynni okkar uröu þó stórum
nánari eftir að ég bauð mig fram
í Reykjaneskjördæmi. Þórarinn
St. Sigurðsson var einn sannasti
samvinnu- og félagshyggjumað-
ur sem ég hef kynnst. Hann var
í allmörg ár sveitarstjóri í Höfn-
um, fámennasta sveitarfélagi
Reykjaneskjördæmis. Þórami
þótti hans fámenna byggð oft
bera skarðan hlut frá boröi við
fjárveitingar og framkvæmdir.
Hann gekk þó ötullega fram í
því að fá hlut Hafnanna leið-
réttan og varð oft allvel ágengt.
í þessu sambandi gekk Þórarinn
oft á minn fund og þegar ég
heimsótti Hafnimar naut ég
iðulega fylgdar og leiðsagnar
Þórarins um þá fögm byggð,
sem hann bar svo mjög fyrir
brjósti.
Þórarinn var mikill og góður
framsóknarmaður. Kynntist ég
honum að sjálfsögðu vel í
flokksstarfinu og mat ég hann
og hans störf þar mikils. Þórar-
t MINNING
inn mætti vel á fundi og lagði
þá margt gott til mála. Hann var
gagnrýninn, ef honum þótti
sem eitthvað mætti betur fara,
en ætíð sanngjam. Enn meira
virði þóttu mér þó okkar per-
sónulegu samskipti. Ráb Þórar-
ins reyndust mér ætíö af heilum
huga gefin.
Þórarinn taldi ekki eftir sér
skrefin, ef honum þótti málið
mikilvægt. Daginn fyrir kjördag
1987 þurfti ég að ná til Þórarins.
Mér var þá tjáð að hann hefði
farið til Noregs daginn ábur.
Þetta kom mér mjög á óvart á
slíkri stundu. Ég fékk þá að vita
ab Þórarinn hefbi komist að því
að allmargir námsmenn í Nor-
egi mundu varla ná því án ab-
stoðar að kjósa og koma at-
kvæði sínu heim. Þórarinn gerði
sér þá lítið fyrir, fór til Noregs á
eigin kostnað, og heim kom
hann á kjördag með atkvæðin.
Þórarinn St. Sigurðsson hefur
fengib hvíld, en málefnin, sem
vom honum svo hugleikin, lifa
og gera það vonandi lengi. Þar
skilur Þórarinn eftir sín spor. Ég
þakka Þórami okkar góöu
kynni.
Vib hjónin vottum eftirlifandi
eiginkonu Þórarins, Þorbjörgu
Daníelsdóttur, þeirra mörgu
bömum og afkomendum öðr-
um okkar dýpstu samúö. Við
biðjum þeim Guðs blessunar.
Steingrímur Hermannsson
Það er morgunn hér í Logan,
Utah. Síminn hringir. Selma
systir mín er í símanum og vill
tala við mig. Þórarinn Sigurðs-
son, frændi okkar, er látinn, að-
eins 72 ára að aldri,
Mér flýgur í hug Kvisthaginn,
þar sem ég og fleiri áttum at-
hvarf þegar viö komum í bæinn.
í fyrsta skipti sem ég kom til
Reykjavíkur, 17 ára sveitapiltur,
var að sjálfsögðu farib á Kvist-
hagann til Þórarins og Þorbjarg-
ar. Annab kom ekki til greina.
Hvers vegna vissi ég að sjálf-
sögbu ekki þá, hugsaði ekki út í
það fremur en aðrir á þessum
aldri. Síðan var Kvisthaginn
mitt annað heimili. Ég kom vib
haust og vor á leið úr eða í
skóla, eða ef ég af einhverjum
ástæbum þurfti að dvelja í bæn-
um í lengri eða skemmri tíma.
Ekki man ég til að nokkurn
tíma hafi komið til að ekki væri
hægt að hýsa mig, enda datt
mér slíkt ekki í hug, og varð ekki
var viö aö þeim hjónum dytti
það í hug heldur. Sjálfsagt hefði
þaö á stundum hentab betur aö
ég færi eitthvað annað, einkum
eftir ab bömunum fjölgaði, en
mér datt það bara ekki í hug.
Fannst ég alltaf vera velkominn
á Kvisthagann.
Ég man reyndar fyrst eftir Þór-
ami og Þorbjörgu er þau komu í
heimsókn til Halldórs, bróbur
Þórarins, vestur í Dali, þá nýlega
trúlofuð. Þab mun hafa verið
um jólin 1946. Það var siður að
spila lander á annan í jólum og
meira að segja upp á peninga.
Ekki þannig að peningamir
skiptu um eigendur, eins og ger-
ist í alvöm peningaspilum, en
pottinum var skipt eftir hvert
Sigurrós Jónsdóttir
frá Norburfiröi
Fædd 1. nóvember 1910
Dáin 8. apríl 1994
Tengdamóöir mín, blessuö, lést
síðdegis föstudaginn 8. apríl s.l.
og er útför hennar gerð frá Akra-
neskirkju í dag, föstudaginn 15.
apríl 1994.
Engum er til þekkir kom lát
hennar á óvart, „því að sumarið
var liðið og hið langa gráa haust
og löngu-löpgu sýnt ab hverju
fór", svo ab ég víki lítillega við
ljóblínum úr fögm kvæöi Guö-
mundar Böövarssonar á Kirkju-
bóli. Líkams- og sálarkraftar fyr-
ir alllöngu þrotnir að mestu og
líf hennar slokknaði eins og
hinn veiki kertalogi sem brenn-
ur ofan í skarið, stillt og hóg-
lega.
Hartnær aldarþribjungur er nú
liðinn frá þvi að fundum okkar
bar fyrst saman og ég þá í fylgd
dóttur hennar, væntanlegrar
eiginkonu minnar. Höfðum sett
upp trúlofunarhringa fyrir há-
degi og síðan var haldið norður í
Árneshrepp; flogið lágflug norb-
ur Húnaflóann með Stranda-
fjöllin við vinstri vængbrodd og
lent á flugvellinum á Gjögri.
Þaðan síöan haldið á vömbíls-
palli að Norðurfirði þar sem til-
vonandi tengdaforeldrar mínir
bjuggu. Þetta var síðsumars
1962 og ekki komið vegasam-
band við Árneshrepp. Það hafði
rignt nóttina áður og fram eftir
degi og þoka var niður fyrir
miöjar hlíöar. Vöxtur í lækjum.
Rökkur aövífandi hausts var aö
síga á þegar viö náöum heim í
Norðurfjörð, þar sem mættu
okkur hlýjar kveðjur og heilla-
óskir fjölskyldu unnustu minn-
ar. „Ég man það sem gerst hefði
í gær."
Morguninn eftir hafbi létt til
og sólin skein glatt á Krossnes-
fjall og Kálfatind og speglaðist í
Trékyllisvíkinni meö formfagra
Reykjaneshymu í bakgmnni.
Mér finnst það hafa verið í ljósi
þessa morguns sem ég sá Rósu,
tengdamóður mína, fyrst. Og I
því ljósi hef ég haft hana og
mun hafa hana um mín
ókomnu ár, létta og kvika á fæti;
talandi við mig, næstum ókunn-
an manninn, um hvaðeina og
gefandi mér góð ráb, bæði beint
og óbeint. Og gott var morgun-
kaffið sem dmkkið var vib eld-
húsborðib lúna. Svo fóm í hönd
nokkrir sólbjartir dagar, með
heyskaparlokum, töðugjöldum
og trúlofunar„gilli", þar sem
nokkrir næstu nágrannar mættu
og kynni mín tókust vib þá og
nánasta umhverfi.
Ekki meira um það. En eftir að
vegasamband komst á við Ár-
neshrepp, um 1966, varð það að
nokkurri reglu okkar hjóna aö
ferðast norður þangab svo sem
annað hvert ár með börn okkar,
og var það allnokkurt fyrirtæki,
á ekki beysnari farartækjum en
viö höfðum þá yfir ab ráða. Á ég
margs ab minnast frá þeim ferð-
um.
Rósa, en svo var hún ávallt
nefnd, fæddist á Svanshóli í
Kaldrananeshreppi, fimmta í
röð tólf alsystldna sem á legg
komust, dóttir hjónanna Jóns
Kjartanssonar og Guörúnar
Guðmundsdóttur. Var Jón faðir
hennar frá Skarbi í Bjarnarfiröi,
en Guðrún frá Kjós í Reykjar-
firði. Áöur hafði Jón verið
kvæntur konu meb nákvæmlega
sama nafni frá Eyjum í Kaldr-
ananeshreppi og átt með henni
tvö böm, en Guörún sú lést vib
fæðingu síbara bams síns. Þab er
alger ofætlan að fara út í nánari
ættrakningu í knappri minning-
argrein og verður um það að vísa
í mikið ættfræðirit, sem út er
komið fyrir skemmstu og nefn-
ist Pálsætt.
Er frá því að segja aö árið 1915
fluttu þau hjón Jón og Guðrún
að Asparvík og þar ólst Rósa upp
frá fimm ára aldri og við þann
stað kenndu þau sig gjama,
systkini hennar mörg. í Aspar-
vík, sem nú er fyrir löngu í eyði,
er haröbýlla og hrjóstrugra til
landsins en gengur og gerist og
búskapur í nútíma skilningi
vonlaus; en auðvitað var það
þar, eins og víðar á Ströndum,
sjórinn sem stóð undir allri lífs-
afkomu fólksins. Þegar talinu
var vikið að þessu, var Rósa vön
að taka málstað Asparvíkur meb
því ab segja að það hefði nú ver-
ið kjarngott grasiö þar á milli
steinanna í Asparvík. Sem og
var. Og grösugur var Asparvíkur-
dalurinn og er enn.
Segja má að Bjami bróðir henn-
ar hafi síðast búið í Asparvík, því
að eftir aö hann flutti þaöan og
Laufey kona hans meö sinn
bamahóp, aö stórbýlinu Bjarn-
arhöfn á Snæfellsnesi, varð bú-
skapur þar lítill og stopull og féll
t MINNING
síðan meb öllu niður.
Um Rósu og systkini hennar
vildi ég í stuttu máli fella þann
dóm, að þau auökennast af góð-
vild og mannkærleika og þá eöl-
iskosti átti Rósa í ríkum mæli.
„Ég held ég hefði bara oröiö
kommúnisti, hefði það hugtak
verið til á mínum yngri ámm,"
sagbi hún eitt sinn, og átti þá
við meiri jöfnuð á milli ríkra og
fátækra, en þann jöfnuö vildi
hún sjá.
Atvikin höguðu því svo að
sumarið 1936 — og nú tek ég
það fram aö hér er ekki um vís-
indalega grein ab ræða — fór
Rósa sem kaupakona að Norður-
firöi í Árneshreppi, en þar var þá
liðsvant. Er ekki aö orðlengja
þaö að þar tókust kynni hennar
við bóndasoninn, Sveinbjöm
Valgeirsson, sem varb síðan
hennar lífsförunautur. Þar, í
Norðurfirði, átti hún síöan sitt
lífsstarf við húsmóðurhlutskipti
og bamauppeldi, við þau kjör
sem þá tíðkuðust og væri aö bera
í bakkafullan læk að lýsa, og em
sem óðast að veröa illskiljanleg
nútímafólki. Heilsubrestur ým-
iskonar var og ekki til að létta
kjörin, og ekki heldur þröngbýli
né umönnun viö nákomna.
Samt komst allt af. Sveinbjöm
var skapríkur maður, en ég held
að hann hljóti að fyrirgefa mér
þótt ég segi þann gmn minn að
oft hafi hvesst, en aldrei hrikt í
sambúð þeirra hjóna. Og víst er
það ab mikil var umhyggja hans
fyrir Rósu sinni undir lokin. Sjö
áttu þau bömin sem á legg kom-
ust, og em:
Guðrún, gift Júlíusi Veturliða-
syni frá ísafirði og eiga þau
fimm börn.
Þorgerður, gift Erlendi Hall-
dórssyni í Dal og eiga þau fjögur
böm.
Gestur Ármann, kvæntur Krist-
ínu Jónsdóttur frá Reykjavík og
þau eiga fjögur böm.
Sesselja, gift Hlöbver Sigurðs-
syni frá Djúpavogi og eiga þau
fjögur börn.
Heiörún, gift Jóni Valgarðssyni
á Miðfelli, þau eiga þrjú böm.
Guðjón, ókvæntur, og
Valgerbur, gift Lárasi Ólafssyni
og eiga þau fimm böm.
Síöan komu barnaböm og
bamabarnabörn og það var
helsta gleði gömlu hjónanna,
eftir ab líkamskrafta þraut, að
fylgjast meb vexti og viðgangi
afkomenda sinna og fagna vel-
gengni þeirra og þroska.
Eflaust hefur blundað með
þeim sá draumur, og þá einkum
meb Sveinbimi, að eitthvert
bamanna tæki við jörö og búi í
Norðurfirði. En hafi svo verið,
þá rættist sá draumur ekki, enda
tæplega þess ab vænta á tímum
óðfluga breytinga sem þá gengu
yfir og ekki er enn séb fyrir end-
ann á. Jörb og bú seldu þau sum-
arið 1976 og fluttu á Akranes,
þar sem þau festu kaup á húsinu
Vesturgötu 77, sem þau bjuggu í
næstu tíu árin. Húsib er tvílyft
og fljótlega gekk Valgeröur,
yngsta dóttirin, inn í kaupin og
flutti með f jölskyldu sína á neðri
hæðina. Önnur böm þeirra
11
spfl. Það skapabi spennu, og ég,
rollingurinn, fékk ab vera með.
Ég sat við hliðina á Þórami, og
hann hældi mér fyrir góba spila-
mennsku. Við spilubum langt
fram eftir nóttu. Ég var afar
hreykinn af þessum heimsborg-
aralega frænda mínum og hans
glæsilegu heitmey.
Ég minnist Þórarins með
ánægju og virðingu fyrir hæfi-
leika hans til ab miðla og veita
forystu, oftast án margra orða.
Hæfileikann til að auka sjálfs-
virðingu. Ég vfl einnig þakka
fyrir rausnarlegar móttökur og
húsaskjól, bæöi á Kvisthagan-
um og annars staðar. Mér fannst
alltaf vera jól þar sem Þórarinn
og Þorbjörg vom. Það er aðdá-
unarvert hversu myndarlegt og
rausnarlegt heimili Þórarins og
Þorbjargar hefur alltaf verið,
þrátt fyrir stóran bamahóp og
mikinn gestagang. Þeirra heim-
ili var mitt í fjölda ára. Fyrir þab
þakka ég af heilum hug.
Við Gerbur sendum þér, Þor-
björg, bömum, tengdabömum
og bamabömum hugheilar
samúðarkveðjur og biöjum ykk-
ur allrar blessunar í sorg ykkar.
Því það er annað að óska
að eiga sér lífog vor
en hitt að geta gengið
glaður og heill sín spor.
Oóh. G. Sigurösson)
Sveinn Hallgrímsson
hjóna vom þá flest orðin búsett
á Akranesi eða í nærsveitum og
nú orðið öll nema kona þess er
þetta ritar og á þá ekki nema
rúmlega klukkustundar leib að
sækja á Akranes. Hús þetta stór-
bætti Sveinbjöm með einangr-
un og klæöningu og fleiri vib-
gerðum, meðan þau bjuggu þar,
og var meb réttu „síríkur af
þeirri framkvæmd sinni".
Þab var svo á sumardaginn
fyrsta 1987 aö þau fluttu á dval-
arheimili aldraðra á Höfða og
hafa búib þar síðan í góbu yfir-
læti og við bestu aðstæður sem
hugsast geta fyrir gamalt fólk,
enda nefndu þau oft guðs hand-
leiðslu gegnum æviárin og ekki
síst þau efstu. Starfsfólki á
Höfba, sem annast hefur þau í
nokkuð þungri elli, færi ég fyrir
þeirra hönd meiri þakkir en orð
fái rúmað.
Framanritað hripa ég í minn-
ingu tengdamóður minnar,
konu sem ævinlega tókst á við
hvem dag, virkan sem helgan,
af æðmleysi og rósemd og ól
upp sinn bamahóp í guðsótta og
góðum siðum, blöndu af mildi
og aga.
Mér er sem ég heyri bömin
taka undir með Emi Amarsyni,
þegar þeirra efri ár fara í hönd:
Er syrtir afnótt, til sængur er mál
að ganga,
sæt mun hvíldin eftir vegferð
stranga.
Þá vildi ég, móðir mín,
að mildin þín
svœfði mig svefninum langa.
Sveinbirni, tengdafööur mín-
um, sem nú situr eftir, sjóninni
sviptur um nokkurra ára skeið,
votta ég dýpstu samúð. Veit þó
að með innri augum sér hann
allt sem fyrr; finnur ilm liöinna
daga, vorkomuna norður á
Ströndum hverju sinni, ilm af
haust- og vetrarbrimi „á skreip-
um skerjum" og af búfé í hús-
um. Öðmm aðstandendum
votta ég samúb, um leið og ég
fagna því hvab dauðinn fór að
með mildum og hógvæmm
hætti í þetta sinn.
Erlendur Halldórsson,
Dal