Tíminn - 29.06.1994, Blaðsíða 3

Tíminn - 29.06.1994, Blaðsíða 3
Mi&vikudagur 29. júní 1994 fKwiÍww 3b Landsmót sett í blíbskaparvebri Haflibi Halldórsson á Nœlu frá Bakkakoti tölti örugglega í efsta sœtib, í A-úrslitum á Heimsbikarmóti Flugleiba ígcer. Úrslitin fara fram á laugardag. Tímamynd Pjetur Heimsbikarkeppni Flugleiba í tölti: Hafliöi og Næla meo yfirburði Landsmót hestamannafé- laga var formlega sett á Gaddssta&aflötum í gær. Setningin hófst meö hópreiö framkvæmdastjórnar og fé- laga úr hestamannafélaginu Geysi. Hóprei&inni fylgdi hestvagninn sem farib hefur hringferb um landiö undan- farnar vikur en þaö er Þjóö- verjinn Dieter Kolb sem þar hefúr haldiö um taumana. Við setninguna fluttu ávarp Fannar Jónsson, fram- kvæmdastjóri mótsins, og Kristinn Guðmarson, formað- ur framkvæmdastjórnar. Mótssvæðið var tilbúið og lítur glæsilega út. Hinir ýmsu þjónustuaðilar voru að leggja síðustu hönd á sína aðstöðu en margvísleg þjónusta verður til staðar eins og fram kemur hér í blaðinu í viðtali við fram- kvæmdastjórann. Eftir setninguna hófust byggingardómar á hryssum. Eigendur sem komið hafa hryssum sínum inn á mótið er boðið upp á að koma með þær í endurprófun fyrir sköpulag en þeim er það frjálst. Þær verða síðar dæmdar fyrir hæfi- leika. Samhliða landsmótinu er haldið svokallað heimsbikar- mót, sem er að þessu sinni er kallað Heimsbikarmót Flug- leiða. Heimsbikarkeppnin hófst á mánudaginn en úrslit í þessari keppni verða á laugar- dag. Heimsbikarkeppnin er opin öllum aðiidarfélögum í FEIF og allmargir útlendingar taka þátt í henni hér. í gær var fólk að tínast inn á mótssvæðið en búist er við að í dag muni fjölga mikið, enda er þá hafin keppni í fleiri greinum, m.a. í B-flokki gæð- inga og í barnaflokki. Þá koma hryssur til dóms fyrir hæfi- leika. Eins og fyrr segir er mótssvæðið allt hið glæsileg- asta og vel búið að gestum. ■ Hafliöi Halldórsson á Hryss- unni Nælu frá Bakkakoti var efstur í Icelandair World- Cup '94 töltkeppninni á fyrsta degi landsmóts hesta- mannafélaga í gær meö ein- kunnina 8,80. Hafliði og Næla höföu nokkra yfir- bur&i í keppninni. Næsti keppandi, Sveinn Jónsson á Tenór frá Torfunesi, var tæp- lega einum heilum lægri í einkunn. Þetta er í fyrsta skiptið sem keppt er í þessari íþróttagrein hérlendis, en undanfarin tvö ár hefur verið keppt í henni á FEIF-mótum erlendis. Fimm efstu menn frá því í gær keppa í A-úrslitum sem fram fara á laugardag, en keppendur í sætum 5-10 mæt- ast aftur á fimmtudag í loka- umferð B-úrslita og þá ræðst hverjir þeirra mæta til leiks á laugardag. Úrslit (Results - Ausscheidung) Das vorlauff- ige Program: Mittwoch 29. Juni1994 Hauptbahn: kl. 10-12 Gebaudebeurtellung der Hengste 4j/fj/6j. u.a. (nach Katalog) kl. 13-19 Stuten unter dem Sattel 4j/5j/6j u.a. Bahn II (Brekkuvöllur): kl. 09-19 gæöingar B-flokkur (Vierganger/Vorentscheldung) kl. 09-12 nr. 1-36 kl. 13-15.30 nr. 37-66 kl. 16-19 nr. 67-86. Bahn III (Kinder und Jugend): kl. 09-1900 Kinderturnier/Vor- entscheidung kl. 09-12 nr. 1-36 kl. 13-15.30 nr. 37-66 kl. 15.30-16.00 nr. 67-70 1. Hafliði Halldórsson /Næla frá Bakkakoti 8.80 2. Sveinn Jónsson / Tenór frá Torfunesi 7.93 3. Sigurbjörn Bárðarson /Kol- skeggur 7.47 4. Eiríkur Guðmundsson /Mósart frá Hessishólum 6.83 5. Svanhvít Kristjánsdóttir /Biskup frá Skálholti 6.67 6. Gísli Geir Gylfason /Kappi frá Álftagerði 6.63 7-8. Sveinn Ragnarsson /- Orion frá Litla Bergi 6.57 7-8. Alexander Hrafnkelsson /Kveikur frá Ártúnum 6.57 9. Erling Sigurðsson /Össur frá Keldunesi 6.50 10. Vignir Jónasson /Drómi frá Hrappsstöðum 6.40 Úrval af reiötygjum ^ Járningaáhöldum! • Hófjárn • Höfuðleður ■ Taumar ■ Reiðmúlar • Stanga- og hringamél • Hnakkar • Hnakkatöskur Kiórur RafgirðinS^"" Leðurfeiti Sjanipé s Kaupfélag Arnesinga Austurvegi 3-5 ■ 800 Selfoss Sími: 98-21000 ■ Naglbítar • Skeifur • Hóffjaðrir • Millilegg • Hófhlífar Hófolíu Kambar Tékkaábyrgd Bankakort Til viðskiptavina Búnaðarbanka, Landsbanka og sparisjóða: Eins og kom fram við upphafskynningu á Debetkortum, átti tékkaábyrgð Bankakorta að falla úr gildi 1. júlí 1994. Nú hefur verið ákveðið að tékkaábyrgð tengd Bankakortum verði í gildi til næstu áramóta. Tékkaábyrgð gildir þó ekki fyrir Bankakort með útrunninn gildistíma. Til viðskiptavina íslandsbanka: Reglur um tékkaábyrgð íslandsbanka verða óbreyttar fram til næstu áramóta. Ákvörðun þessi er tekin til að firra þá tékkareikningseigendur óþægindum, sem enn hafa ekki fengið Debetkort, sem er hið nýja tékkaábyrgðarkort. Nú þegar hefur stór hluti tékkareikningseigenda, eða um 70 þúsund einstaklingar, debet fengið Debetkort. Sölu- og þjónustuaðilar hér á landi, sem taka við Debetkortum, kOft eru rúmlega 1000. BUNAÐARBANKI ÍSLANDS FIÖCUK KOKT i FINU ISLANDSBANKI L Landsbanki íslands Banki ailra landsmanna n SPARISJOÐIRMR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.