Tíminn - 31.08.1994, Blaðsíða 7

Tíminn - 31.08.1994, Blaðsíða 7
MibvikUdagur 3T. ágúst 1994 7 Atvinnuleysi og fátœkt veröa meginmál þings Liberal International: Þrír forsætisráðherr- ar koma til þingsins Dagana 8.-10. september n.k. verður haldib á vegum Fram- sóknarflokksins, ab Hótel Loftleiöum, þing Liberal Int- ernational. Aö sögn Halldórs Ásgrímssonar, formanns Framsóknarflokksins, er aö- dragandinn aö því aö þingib er haldiö hér á landi nokkuö langur. „Þaö hafa verið haldnir hér tvisvar sinnum framkvæmda- stjórnarfundir Liberal Interna- tional. Þaö tókst mjög vel í bæöi þessi skipti og forystumenn samtakanna sem komið hafa hingað eru mjög hrifnir af ís- landi og lýsa yfir áhuga aö koma hingað aftur. Síöan var þaö á þinginu í Liizern í Sviss að Steingrímur Hermannsson bauö aö þingið yröi haldiö á íslandi 1993 en niöurstaöan var síðan sú að það yröi haldið hér 1994," sagöi Halldór. Hann segir aö búast megi við um 300 gestum og þá sé ekki talið fylgdarlið og starfsmenn, auk þess sem aðrir koma meö maka og fjölskyldur sínar með sér, þannig aö þaö má búast við um 400 erlendum gestum í tengslum viö þetta þing. Halldór var spurður hvort bú- ast mætti við þekktum erlend- um stjórnmálamönnum á þing Liberal International. „Þarna veröa meðal annars for- sætisráðherra Kanada, Jean Chrétien, forsætisráðherra Finnlands, Esko Aho, forsætis- ráðherra Slóveníu, Janez Drnov- sek, og margir aðrir stjórnmála- menn sem em ekki lengur í for- ystuliði koma á þingið eins og sir David Steel frá Bretlandi, Co- unt Lambsdorff, formaður Frjálslynda flokksins í Þýska- landi til langs tíma og fleiri," segir Halldór ennfremur. Formaður Framsóknarflokks- ins segir að fjöldi mála liggi fyr- ir þinginu og fastanefndir vinni m.a. að mannréttindamálum. Hann segir að aðalmál þingsins að þessu sinni sé atvinnuleysi og fátækt en venjan sé sú að velja eitt meginefni fyrir þingið sem taki til heimsins alls. „Fátækt og atvinnuleysi eru mál sem flestar þjóöir eiga við að stríða og þó að við íslending- ar höfum aðeins kynnst því í seinni tíð, þá er þetta vandamál sem vegur að sjálfum rótum þjóðfélagsins og er mikið böl. Þess vegna er þaö mjög vel við hæfi ab þetta sé rætt hérna á ís- landi í fyrsta skipti sem við höldum þing Liberal Interna- tional." Halldór segir að samtökin Li- beral International hafi verið stofnuð í Oxford 1947 og þá hafi verið skrifað undir svokall- aða Oxford-yfirlýsingu. „Stofnfélagar samtakanna voru flokkar frá 39 löndum og þá voru abeins 10 lönd utan Evr- ópu sem voru með. Árib 1989 voru í samtökunum 48 flokkar Halldór Ásgrímsson frá 35 löndum. í dag eru 73 flokkar aðilar að Liberal Inter- national frá 46 löndum. Á síð- ustu tveim árum hafa sótt um inngöngu 50 flokkar og von er á mun fleiri umsóknum og má á því sjá hversu ört vaxandi þessi samtök eru. Það er mjög vand- lega farið yfir umsóknir og tekið mib af því hvernig hver flokkur hefur starfað og fyrir hvað hann stendur. Það er því tvímælalaust gengiö úr skugga um að þessi flokkur sé frjálslyndur og for- ingjar hans séu þekktir af því stjórnmálastarfi að styðja þær hugsjónir sem Liberal Interna- tional stendur fyrir," sagbi Hall- dór Ásgrímsson að lokum. Vestfirbir: Gönguferbir meb leibsögn vinsælar Eins dags gönguferðir meö leiösögumanni á Hornstrandir hafa verib vel sóttar í sumar. Þetta er annaö sumariö sem Vesturferbir bjóba upp á slíkar ferbir og hefur þeim verib fjölgab um helming frá því í fyrra. Farið er með bát ab morgni til Aðalvíkur og gengið yfir til Hest- eyrar. Gangan tekur um 5-6 klst. og segja forsvarsmenn Vestur- ferða að hún sé frekar létt þótt yfir fjallveg sé að fara. Á Hesteyri gefst góður tími til að skoða sig um og jafnvel er hægt að ganga að Stekkeyri ef fólk vill. Ab kvöldi er aftur siglt til ísafjarðar. í sumar hafa Vesturferðir einn- ig boðiö upp á gönguferðir meb Vel útbúinn göngugarpur íAöalvík á Hornströndum. leiðsögn á ísafirði og í nágrenni. um feröum. Verbi í ferðirnar er Ágæt þátttaka hefur verið í flest- stillt í hóf og frítt fyrir börn. ■ Framboö undirbúin á Hólmavík en framboös- frestur rennur út n.k. laugardag: Kosningar kosta hrepp- inn 100 þúsund krónur Þessa dagana eru íbúar á Hólma- vík á fullu vib aö koma saman frambobslistum fyrir sveitar- stjórnarkosningarnar sem fram fara 1. október n.k. Frambobs- frestur rennur út á hádegi n.k. laugardag, 3. september. Gert er ráð fyrir að kosningarnar muni kosta Hólmavíkurhrepp um 100 þúsund krónur. Því til viðbótar hefur hreppurinn fengið reikning upp á hálfa milljón króna vegna vinnu þeirrar nefnd- ar sem sýslumaður skipaði sl. vor til að fjalla um kosningakæruna. Búist er við ab einhverjar breyt- ingar verði á skipan manna á framboðslistum miðað við þaö sem var sl. vor. Hinsvegar er talið ólíklegt aö frambobslistum muni fjölga. Þá buðu fram H-listi al- mennra borgara, I-listi samein- aðra borgara og J- listi óháðra borgara. Urslit kosninganna urbu þau ab H-listi fékk tvo menn kjörna, sömuleiðis I- listinn en J- listinn fékk einn mann kjörinn. Litlu munaði þó að þriðji maöur á I-lista felldi annan mann á H- lista. Eins og kunnugt er þá voru kosn- ingarnar á Hólmavík sl. vor kærð- ar og síðan úrskurbaðar ólöglegar vegna þess aö auglýsingin um að kjósa ætti sameiginlega í Hólma- víkurhreppi og Nauteyrarhreppi kom of seint. Heimamönnum þykir hart að þurfa að greiða hálfa milljón króna vegna „klúðurs" annarra og enn sem komið er hefur ekki verið tekin afstaða til áðurnefnds reikn- ings. í lögum mun ekki vera bein- línis tiltekiö hverjir eigi að bera kostnað af starfi svona nefndar, en litið svo á ab það sé hluti af kostnaði við framkvæmd kosn- inganna. ■ Um 2.180 fyrirtceki gjaldþrota síöan 1985 þar af445 á síöasta ári: Um 50 milljarbar glatast í gjaldþrotafýrirtækjum í 9 ár Alls 445 félög voru tekin til gjaldþrotaskipta á síbasta ári, sem þar meb hefur sennilega oröiö algert metár í gjaldþrot- um. Samkvæmt Hagtíöindum hafa nær 2.180 félög verib tekin til gjaldþrotaskipta síban 1985. Þar af er um 1.740 skiptamálum lokib. Glataöar kröfur, þ.e. kröfur umfram eignir, í þeim málum sem lokib er nema um 41,5 milljaröi króna, reiknab til verblags á þessu ári. Ef álíka mikib tapast í þeim þrotamál- um sem ennþá eru óuppgerb gætu glatabir milljarbar orbib um 52 þegar skiptum verbur lokib í gjaldþrotafyrirtækjum þessara níu ára. Skiptum er enn ólokið í nærri helmingi þeirra 445 fyrirtækja sem komu til gjaldþrotaskipta á síðasta ári. Tapaðar kröfur (um- fram eignir) námu um 3,6 millj- örbum í þeim málum sem lokið er. Endanlega gætu því 6-7 millj- arbar tapast þegar öll mál ársins hafa verið upp gerð. í glötuðum upphæöum er 1991 hins vegar mesta gjaldþrotaárið. Glataðar kröfur nema nær 9,4 milljörðum króna í 270 uppgerb- um gjaldþrotamálum frá því ári. Skiptum er þó enn ólokið í 48 gjalþrotamálum frá árinu 1991, þannig að upphæðin kann að hækka verulega. Gjaldþrotum hefur farið mjög fjölgandi á þessu níu ára tímabili. Aðeins 76 félög fóru á hausinn ár- iö 1985. Næstu tvö árin voru þau um 130 talsins. Árið 1990 komst fjöldinn í 370, síöan fækkabi heldur næstu tvö ár á eftir, uns fjöldinn rauk aftur upp í 445 á síðasta ári. Gjaldþrot eftir atvinnugreinum Verslun/fjármálaþjónusta 823 Iönaður (þ.m.t. fiskiðnaður) 565 Þjónustustarfsemi 352 Byggingarstarfsemi 232 Fiskveiðar, fiskeldi 124 Samgöngur 62 Landbúnaður 12 Samtals: 2.177 Skiptum lokiö: 1.739 Kröfur í þau þrotabú sem sem skiptum er lokið í námu samtals um 35,3 milljöröum króna, á verðlagi hvers árs, sem samsvarar 48,1 milljaröi króna á núverandi verðlagi. Þar af fengust samtals um 6,6 milljarðar (14%) greiddir, en 41,5 milljaröa kröfur eru tap- aðar. Athygli vekur hve eigna- staða gjaldþrotafyrirtækja hefur versnab gríöarlega á þessu tíma- bili. Árið 1985 greiddist helming- ur af öllum kröfum, rúmlega fjórðungur árið eftir, um 20% árið 1988 og tæplega 10% árið 1990. Síðustu þrjú árin hefur hins vegar nær ekkert fengist greitt upp í kröfur. Þannig fundust aöeins 12 milljóna eignir, eba 0,3%, upp í þær 3.600 milljóna króna kröfur sem gerðar vom í þau 234 fyrir- tæki sem skiptum lauk í á síöasta ári.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.