Tíminn - 31.08.1994, Blaðsíða 10

Tíminn - 31.08.1994, Blaðsíða 10
wmnRRH Miðvikudagur 31. ágúst'1994 Staba Tyrklands í Evrópu / g leyfi mér aö fullyrða að ekkert annað land en Tyrk- land hafi eins ólíka og and- stæða þætti í veru sinni, hvort sem er sögulegri eða á líðandi stund. Þetta gerir Tyrkland ein- stakt. !>að á hlutdeild í margs- konar menningu og ólíkum landsvæðum. Þannig myndar það eina heild úr ólíkum þátt- um. Þetta á jafnvel viö um líf- fræðilega hlið samfélagsins. Lít- ið á Tyrki. Þetta er vægast sagt blandaður hópur erfðafræbilega. Háir, lágir, ljósir og dökkir. Sótt ab Tyrkjum En þetta eru ekki lok sögunnar. Þessi einstaka tilvera á stöbugt undir högg að sækja og atlög- urnar koma jafnt að innan sem að utan. En það eru ekki bara Tyrkir nútímans sem verða fyrir abkasti, heldur einnig forfeöur þeirra. Sögulega eru Tyrkir sak- aðir um það sem er ab gerast í Bosníu, fyrir að hafa framið þjóbarmorð á Armenum, fyrir að vera eilífir og vægðarlausir óvin- ir kristninnar. íhaldssöm íslömsk ríki og fyrrverandi lönd ósmanska stórveldisins saka Tyrkland, þó í hljóði sé, um að hafa svikið íslam (trúna) með því að fylkja libi meb Vestur- löndum, mebal annars meö ab- ild að NATO og vera fyrsta og eina múslímska ríkið sem viður- kenndi tilveru ísraelsrxkis frá stofnun þess. Öll ríkin, sem urbu til við fall ósmanska ríkisins, hafa tilhneigingu til ab telja Tyrkland bera ab hluta til ábyrgð á eigin ógöngum og axarsköft- um. ímynd okkar er hræbileg á Vesturlöndum, þar sem við er- um tengdir við grimmd og sið- lausa hegðun, svo ekki sé meira sagt. Það er sama hvert litiö er, við finnum alltaf einhvern sem hefur andstyggð á Tyrkjum. í ljósi þess ab ósmanska ríkib var öðrum stórveldum fremra í góð- semi, umburbarlyndi og sann- girni, þá er þessi arfleifð hin furðulegasta og í hæsta máta ósanngjörn. Stabreyndin er að ósmanskir soldánar veittu þegnum sínum svo til algjört frelsi í trúar- og menningarmálum, svo framar- lega sem þeir borguöu skattana skilvíslega. Fólk var ekki ofsótt né því mismunab vegna trúar, kynþáttar eba þjóðernis. Þab var þetta umburbarlyndi og sú stefna ab stuðla ab friðsamlegri sambúb fólks af ólíku þjóðerni sem skóp marglita mósaíkmynd landsins, sem aftur tryggði var- anleika stórveldisins. Hvað sem öðru líður, þá þurf- um við að horfast í augu við þennan arf og sætta okkur við hann, þó ab ég telji aö þaö standi ekki einvörðungu upp á okkur aö bæta úr þessu. Lær- dómsfólki Vesturlanda, blaða- mönnum og fjölmiðlafólki ber skylda til að upplýsa þjóbir sínar almennilega um Tyrkland, rétt eins og önnur sambærileg vib- fangsefni. Kynt undir upplausn og abskilnabi Sjálfsmynd Tyrkja samtímans á líka undir högg að sækja. Evr- ópumenn neita enn að gefa upp hvort þeir séu raunverulega fúsir til að telja Tyrkland með Evr- ópuríkjunum. í stab þess blása þeir í glæöur þjóðernishyggju og kynda undir abskilnaðarstefnu Kúrda. Kúrdar sjálfir eru að burð- ast við ab þróa og halda á lofti eigin sérkennum til aðskilnaðar. Bókstafstrúarmenn, sem sækja að kjarna sjálfsmyndar Tyrkja, aðhyllast þá skoðun að það sé engin þjób — og þá ekki heldur Tyrkir — aðeins samfélag íslams. Deilan um það hvort Tyrkir séu vestrænir eöur ei heldur áfram. Endurreisn tyrknesku lýðveld- anna í Mið-asíu hefur velt upp nýjum hlibum í því sambandi og spurningin um þab hvert Tyrkj- um beri að stefna verður æ há- værari. Traust sjálfsmynd Þrátt fyrir þessa ömurlegu flækju, þá er vandamál Tyrkja ekki sjálfsmynd þeirra. Sjálfs- mynd Tyrkja hefur verið í nokk- uð stöðugri þróun um langan tíma og heldur áfram að hreyfast í kringum tiltölulega stöbugan kjarna. Þab, sem ég á viö þegar ég tala um þennan stöðuga kjarna, er að meirihluti Tyrkja er ánægður með að vera ríkisborg- arar Tyrklands og að búa í Tyrk- landi sem múslímar í lýðræbis- og veraldlegu þjóðfélagi. Grund- vallarstefna Tyrklands er enn sem fyrr í vestur. Flestir Tyrkir myndu ekki hika vib að telja sig í flokki með vestrænum þjóðum. Það, sem skiptir meginmáli, er ab í huga hins venjulega Tyrkja er ekki vottur af minnimáttar- kennd hvað varðar samskiptin við Vesturlönd. Hann er afslapp- aður og það er ekkert sem íþyng- ir honum við eigin nálgun, og honum finnst að samskiptin byggist á því ab jafningjar séu að gefa og þiggja. Skýringin á þessu liggur í þeirri staðreynd að Tyrk- land hefur aldrei verið nýlenda og aldrei tapað sjálfstæbi sínu. Tyrkneska lýðveldið er 16. ríkib sem þeir stofna frá því að þjóðin kom til sögunnar. Þab veitir hverjum Tyrkja eðlilegt sjálfs- traust og sannfæringu um gildi sjálfs sín. Vesturlandaablögun- inni hefur því ekki verib neytt upp á Tyrki, heldur hafa þeir kosib sér hana. Þetta hefur ekki verið ferli einfaldrar eftiröpunar, heldur viðleitni til að læra að gera ákveðna hluti betur. Þetta leiöir það af sér að þegar Tyrkir hafa tileinkað sér vestræn gildi, grundvallaratribi, lífsreglur og hætti, þá er ekki eins og þessu hafi veriö komib fyrir á vitlaus- um grunni, heldur miklu frekar verið eins og þaö hafi veriö grób- Dr. Oman Faruk Logoglu er sendiherra Tyrklands í Danmörku og á íslandi. ursett í jarbvegi við hæfi. Tvö megineinkenni hins tyrkneska samfélags samtímans eru lýð- ræði og veraldlegur grundvöllur samfélagsgerðarinnar. Þessir eig- inleikar staðsetja Tyrkland með Vesturlöndum og bera vott um Evrópuköllun þjóbarinnar. Það er af þessari ástæðu sem hryðju- SEINNI HLUTI verkamenn PKK (Verkamanna- flokkur Kúrda) eru aö reyna að grafa undan tyrknesku lýðræði og bókstafstrúarmennirnir ab reyna að sigrast á veraldarhyggj- unni. Þess vegna verba öfl lýb- ræðis og veraldarhyggju að vera stöbugt á veröi gagnvart hætt- unni af aöskilnaðarstefnu og bókstafstrúarstefnu. Örlög Evrópu ga^tu ráöist í Tyrklandi Afstaða Evrópumanna í þessu efni skiptir æ meira máli eftir því sem erfiöara verður að spá um hvernig staðan innanlands verö- ur milli þeirra sem vilja sækja fram og afturhaldsaflanna. Eg mun ekki fjalla um þab hvers vegna Evrópa þarfnast Tyrklands jafn mikib og Tyrkland þarfnast Evrópu — það er mál út af fyrir sig. Eg vil abeins benda á hverjar geti orbib afleiðingarnar af tregbu Evrópubúa við að telja Tyrkland í sínum hópi og þá sér- staklega tregbuna vib að fallast á það sem fullgildan aðila að Evr- ópusambandinu. Með því að Evrópuríkin fresta því að viður- kenna evrópska eiginleika Tyrk- lands er verib ab færa það upp í hendurnar á bókstafstrúar- mönnum. Því þeir halda því líka fram að Tyrkland sé ekki Evrópa og aö landib eigi þar ekki heima. Þeir hafna vestrænum áhrifum og stefna að því að eyða þeim með íslömskum lífsvibhorfum og háttum. Fálæti Evrópuríkj- anna er líka hvatning fyrir alla aðra hópa í Tyrklandi sem vildu að tengslin við Evrópu yrðu stirðari og um leiö myndi mót- staban minnka við ab landið yrði dregiö í aöra átt. Þetta merkir ekki að þó ab Tyrk- land verði ekki bráðlega aðili að Evrópusambandinu, muni það leysast upp eða falla í hendurnar á bókstafstrúarmönnum. Þrátt fyrir alla þá erfiðleika, sem vib eigum við að stríða, höfum vib kraftinn, reynsluna og viljann til að lifa af sem lýðræðislegt og veraldlegt samfélag. Tyrkneska þjóðin hefur síðustu sjö aldirnar verið ab tileinka sér grundvöll eigin lífshátta og hún er ekki til- búin til að fórna því frelsi sem hún býr við og þeim réttindum sem þingræðið veitir henni. Þjóðin gæti þó neyðst til að at- hafna sig frekar á öðrum vett- vangi, sem ekki er víst að stuðl- aði ávallt að öryggi Evrópu og stöðugleika eða styddi hagsmuni álfunnar. Tyrkland er staðsett við skjálf- tamiðju helstu átakasvæða heims: þar eru Mibausturlönd með deilu Araba og ísraela; Kák- asus meb stríðið milli Armena og Azerbædsjana og Georgía, Krím og suðurhluti Rússlands með ástandið þar eins og það er. Síð- ast en ekki síst Balkanskagi meb stríbib í Bosníu og ótryggt ástand allt í kringum þetta fyrr- verandi lýðveldi Júgóslavíu. Að auki er þaö stabreynd að ná- grannar Tyrkja eru vægast sagt baldnir. íran, írak, Sýrland, Ar- menía, Azerbædsjan og Búlgaría, aö ógleymdu Grikklandi. Tyrk- land hefur frá fornu fari stublað ab stöðugleika á þessu svæði, sem telja má í meira lagi hvikult. Sem aðili að vestrænum banda- lögum á borð vib NATO hefur Tyrkland lagt sitt af mörkum til að stuðla að friöi, réttlæti, stöð- ugleika og öryggi í þeim átökum sem átt hafa sér stað. Ab ræna Tyrkland þessu hlutverki yrði ekki til annars en að auka á spennu og óstöbugleika á þessu misgengissvæbi, svo notað sé mál jarðfræðinga. Ef Tyrkland lendir í vandræðum, fylgir Evr- ópa á eftir. Ef Tyrklandi verður aftur á móti gefinn kostur á að tengjast Evr- ópu nánari böndum, munu lýð- ræðisöflin styrkjast og staða and- stæðinga þeirra veikjast. Mögu- leikar Tyrklands til að vera fyrir- mynd nýju ríkjanna í Miðasíu, þar sem íbúarnir eru líka flestir múslímar, ykjust verulega. Þess- ar þjóðir hafa aðeins nýverið lagt upp í hina skrykkjóttu leib sem Tyrkir hafa þrætt í átt til nútím- ans. Kringumstæðurnar eru þó aðrar, sumt er þeim hagstæðara, annab ekki. Tyrkland reynir stöbugt að sannfæra þær um að rétt sé ab stefna að nánum tengslum við Evrópu og önnur Vesturlönd og að framfarir í Tyrklandi megi rekja til slíkra samskipta. Hvernig gæti Tyrk- land haldið þessum fortölum áfram, ef Evrópa sjálf tæki ekki á móti landinu? Þessi spurning skiptir líka máli þegar fjallað er um vandann sem stafar af bókstafstrúarmönnum. Evrópuríkin hafa áhyggjur af bókstafstrú, sem er venjulega en ranglega lögb að jöfnu við íslam. Vib skulum sleppa því ab ræða um þab, en spyrja okkur þess hvað Evrópa sé ab gera í málinu. Svarið er: ekki mikib og það, sem er gert, er oftast bæði vitlaust og yfirborðslegt. Að kalla sendirábs- starfsmenn sína heim og skora á þá Evrópumenn, sem búa eba eru á ferðalagi í þeim löndum þar sem bókstafstrúarmenn eru vandamál, að yfirgefa þau er ekki rétta leiðin. Meðferðin á ýmsum samfélögum múslíma í Evrópu er það heldur ekki. Og þá er það framkoma Evrópubúa við Bo- sníumenn, sem eru svo óheppnir að vera bæði múslímar og fórnar- lömb styrjaldarinnar. Hún mun ávallt vera Evrópubúum til skammar, þar sem þeir hafa tekið þá afstöðu ab skipta sér ekki af þessum harmleik í hjarta álfunn- ar. Þetta og fleira sýnir ab Evr- ópuríkin eiga enn eftir ab velta því fyrir sér hvernig eigi að bregðast við bókstafstrú, sem nú ógnar sumum íslamstrúarríkjum. En besta gjöfin, sem Evrópa gæti fært íslömskum bókstafs- trúarmönnum hvar sem þá er aö finna, væri að halda Tyrklandi fyrir utan, landi sem hefur átt náin samskipti við Evrópu um aldir og er vestrænt land á mörg- um sviðum. Þær grunsemdir eru uppi að Evrópubandalagið sé lokaður klúbbur kristinna þjóða. í augum margra, bæði Tyrkja og Evrópubúa, er Tyrkland próf- steinninn á það. ✓ Islam og nútímaríki Menn verða ævinlega ab hafa hugfast ab Tyrkland er eina meiriháttar ríkið þar sem íbúarn- ir eru múslímar en stjórnkerfið er lýðræðislegt, sem býr vib ver- aldlegan hugsunarhátt og frjálst markabskerfi. Því hefur tekist að sýna að nútímaþjóðfélag og ís- lam geta búið hlið við hliö. Þetta er einsdæmi. Það ætti því að vera keppikefli Vesturlanda að efla og treysta Evrópuköllun Tyrklands. Önnur íslömsk ríki koma líka til með ab fylgjast meb þessu. Það þarf ekki að taka það fram að efl- ing lýöræðis og nútímaþjóðfé- lags í Tyrklandi er besta og ör- uggasta leibin til aö tryggja virb- ingu fyrir mannréttindum jafnt einstaklingsins sem þjóbfélags- hópa mebal allra borgara og þjóbarbrota Tyrklands. Tyrkir hafa sœtt gagnrýni vegna mebferbarinnar á Kúrdum: Á myndinni sjást stubningsmenn Verkamannaflokks Kúrda (PKK) eftir ab hafa rubst inn í sendiráb Þjóbverja í Crikklandi 4. júlí í ár.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.