Tíminn - 16.09.1994, Blaðsíða 5

Tíminn - 16.09.1994, Blaðsíða 5
Föstudagur 16. seþtember 1994 n ti 5 pappír? 5/jfurðwr Magnússon: Á aö kaffæra öryggismál í Opiö bréf til Sighvatar Björgvinssonar iönaöarráöherra Með bréfi þessu til yðar, hæst- virtur ráðherra, vil ég minna á ab Iðnaðarráðuneytið hefur staöið fyrir umdeildum breyt- ingum á rafmagnsöryggismál- um þjóðarinnar og að 7. júlí síðastliðinn birtust nokkrar spurningar frá mér í Tíman- um, spurningar sem beint var til Iðnabarrábuneytisins. Við þeim hef ég ekki enn fengið svar. Ef starfsmenn ráðuneytis yðar hafa ekki séð þessar línur, þá leyfi ég mér ab senda yður greinina sem hér birtist og leggja enn og aftur fram nokkrar athugasemdir og spurningar sem ég óska svara viö. Af hverju er mönnum mis- munað þá veittar eru gildingar frá Rafmagnseftirliti ríkisins? Er það ef til vill þrýstingur frá ráðuneyti yðar, sem því veld- ur? Er það ekki misnotkun valds og aðstöðu að sumir starfsmenn RER, sem fjalla nú um Iöggildingar og umsóknir, hafa fengið háspennulöggild- ingu sjálfir án þess að uppfylla skilyrði reglugerðarinnar þar um? Nú legg ég málið í yðar dóm. Það heyrist víða að ýmsir fag- menn í rafmagnsiðnaðinum bera ekki traust til Rafmagns- eftirlits ríkisins, stofnunar sem á að vera til fyrirmyndar í öllu er varðar öryggi, fagmennsku og lýtaleysi. Því miður má vel merkja æf- ingarleysi reglugerðarhöfunda á handahófskenndum kröfum og eyðublaðaframleiðslu, sem trúlega er til ab sýnast. Á að kaffæra íslensk rafmagnsör- yggismál í pappír? Það virðist vera ab í dag sé rafmagnseftirlit landsins fyrst og fremst bundið við nógu mikið af eyðublöðum, um- sýslu á skrifstofum, nefndar- fundum og við allskonar kröfugerð. Því þeir rafmagns- eftirlitsmenn, sem eftir eru hjá RER, fá ekki að starfa vib skob- un á raforkuvirkjum. Þegar búiö er að skerða raun- eftirlit með raforkuvirkjum um 90% mibað vib fyrri ár, „Er öllu fómandi fyrir „lífshœttulegar" tilraun- ir? Hver er svo árangur- inn? Mig langar að spyrja yð- ur, hœstvirtur ráðherra: Hafið þér t.d. heyrt um viðbrögð forstöðumanna eftirlitsstofhana ESB og hvemig þeir hafa tekið þessari þróunarhjálp ís- lensku ráðgjafanna og hvort þessar stórþjóðir kunna að meta hjálp- ina? Er það almenningur hér á landi sem borgar fyrir þessa þjónustu sem ráðgjafamir láta Raf- magnseftirlitið vinna fyrir EES og ESB?" VETTVANGUR verða starfsmenn að skapa sér ábúðarmikið starf, svo þeirra yfirmaður í ráðuneytinu trúi því ab minnsta kosti að þeir séu ómissandi og verðugir launa sinna (Sagt er að þeir fái 100 tíma óunna í yfirvinnu á hverjum mánuði umfram laun). Ég vil benda á að hvergi í Evr- ópu eru gerðar jafn fáráníegar, kröfur til.rafverktaka og gerðar eru hér á landi. Trúlega stafar þetta af þeim tilraunum sem Þróunardeild RER stendur fyrir og íslenskir rafmagnsiðnaðar- menn eru hafðir í, á kostnað íslenskra fyrirtækja og al- mennings. Svo að vitnað sé til orða ráð- gjafa ráðuneytanna snemma á árinu 1992 (frá Iðnaðar- og Fjármálaráðuneyti), sem töl- uðu á upphafs- og mörgum öðrum kynningarfundunum um nýskipan rafmagnsörygg- ismála á íslandi, þá kom fram í þeirra máli að álíka kröfur og þeir kynntu og töldu bestar, þekktust ekki annarstabar í ná- lægum löndum og jafnvel ekki í öllum heiminum. Þrátt fyrir það sögðu þeir það vera skynsamlegt ab Raf- magnseftirlit ríkisins og ráðu- neytin hefðu um það for- göngu að móta nýjar reglur, sem nota mætti í öðrum EES- og ESB- löndum. Það var svo gert á mjög eftir- minnilegan hátt, sem hófst með fundi fyrst í desember 1992 þar sem starfsmenn Raf- magnseftirlits ríkisins voru dregnir í dilka og stofnað var svonefnt Þróunarsvið. Þeir, sem lentu í því, voru settir til starfa, en hinir út á „guð og gaddinn". Sjá t.d. bréf frá Iðn- aðarráðuneytinu, dags. 30.11. 1992, og frá framkvæmda- stjóra Þróunarsviðs, dags. 10.12. 1992. Ráðuneytismenn brettu upp ermarnar og áætlanir rábu- neytisins fóru að skýrast. Nú átti nýskipanin að taka við og blómstra. Rafmagnseftirlitsstjóri ríkis- ins var settur í einangrun. Fjár- ráðin voru tekin af honum, hann virtist aðeins vera notað- ur til að undirrita skjöl og það ef til vill gegn betri vitund eba af þrælsótta. Var honum ógn- aö til hlýöni með uppsögn? Framkvæmdastjóri Þróunar- sviðs og kjarni þess voru hinn raunverulegi forstöðumaður Rafmagnseftirlits ríkisins. Frá seinni hluta árs 1992 voru framkvæmdastjórarnir frá Iðn- abarráðuneyti og frá Hagsýslu ríkisins; menn, sem urðu að reiða sig á upplýsingar frá öðr- um, þar sem þá skorti faglega þekkingu. Hvernig fer, þegar menn án þekkingar á sviði raf- magnsöryggismála þurfa ab byggja faglegar ákvarðanir á ráðleggingum og upplýsing- um annarra? Svar: Stórt sköpunarslys gæti skeð. Hvaða einkunn gefið þér, háttvirtur ráðherra, raf- magnsöryggismálum þjóðar- innar í dag? Er öllu fórnandi fyrir „lífs- hættulegar" tilraunir? Hver er svo árangurinn? Mig langar að spyrja ybur, hæstvirtur ráðherra: Hafið þér t.d. heyrt um viðbrögð for- stöðumanna eftirlitsstofnana ESB og hvernig þeir hafa tekið þessari þróunarhjálp íslensku ráögjafanna og hvort þessar stórþjóðir kunna að meta hjálpina? Er það almenningur hér á landi sem borgar fyrir þessa þjónustu sem ráðgjaf- arnir láta Rafmagnseftirlitið vinna fyrir EES og ESB? Er ekki kominn tími t:| að stoppa þennan hættulega skrípaleik með rafmagnsör- yggismál þjóðarinnar, hæst- virtur ráðherra? Ég geri það að tillögu minni ab þér, hæstvirtur ráðherra, stoppið nú þegar þessa mis- takastefnu lðnabarráðuneytis- ins og setjið Berg Jónsson raf- magnseftirlitsstjóra aftur til starfa án íhlutunar einhverra nefnda eða hulinna afla, ef til vill hagsmunaafla. Ég treysti á að þér bætið því við yðar mikla starf að taka um hríð virka yfirstjórn rafmagns- öryggismála íslands í yðar hendur og að forstöðumaður RER sé beint undir yðar stjórn. Felið honum að endurreisa og lyfta rafmagnseftirliti landsins úr „öskustónni" til að starfa á líkan hátt og verið hefur síð- astliðna áratugi. Höfundur er löggiltur rafverktaki. Um aðkomudrumb í Herdísarvík Fyrir skömmu átti ég leið um Her- dísarvík. Staðurinn sá lætur ekki mikið yfir sér og væri lítt kunnur, ef ekki væri vegna þess að þar var tónaöur út stórbrotinn lífsóbur Einars Benediktssonar. Mér er til efs að íslenska þjóðin geti státaö sig af stærri anda en hans, alltjent ekki á síöari tímum. Hús skáldsins stendur rétt ofan viö fjöruboröið og því ekki nema nokkur fet frá því niður í fjömna. Þegar mig bar niður aö sjónum, rak ég augun í rekaviðardmmb. Var hann u.þ.b. tveggja metra langur og gildur eftir því. Ekki er ég svo fróður um haf- strauma, aö ég geti gert mér í hug- arlund frá hvaða strönd þennan dmmb hefur rekib að húsi skáld- jöfursins, né heldur hitt hvar um höf hann hefur rekib. Þó þykist ég vita, ab hann muni vera nokkuð langt að kominna og úr umhverfi okkur íslendingum framandi. Samt gat ég ekki séb ab dmmburinn ylli nokkmm land- spjöllum, þarna sem hann lá í fjörusandinum. Tókst okkur því bærilega að deila með okkur sól og bljbvibri íslensks haustdags, mér, íslendingnum, og honum, alútlendum drumbi, hvaöan svo sem hann kann að vera. Því miður láðist mér ab spyrja hann um álit hans á mér og nær- veru minni. En mér þótti hann auka fjölbreytileika fjörunnar, auk þess sem sú langa leið, sem hann átti að baki, var í góðu sam- ræmi við lífshlaup skáldsins sem áöur er nefnt. Þab þarf stóra drauma til að berast yfir mikil höf. Nú er það svo, að okkur, þessari aðkomuþjób sem ísland byggir, hefur á undanförnum árum bæst fleiri gestir frá framandi strönd- um en títtnefndan rekavib. Á ég þá viö fólk frá fjarlægum heims- hornum. Er þab víba að komið, flest frá Asíu, en sumt frá Afríku. En þótt ferb þess yfir hafið hafi verið með nokkuð öbrum hætti en ferð dmmbsins til Herdísarvík- ur, þá á þaö þó eitt sammerkt meb honum. Það eykur fjölbreytileik- ann á landi hér. Því hlýtur koma þess að vera fagnabarefni hverj- um þeim sem hafa vill fjölskrúö- ugt litaval innan síns ramma. Því miður hefur koma þessa fólks leitt í ljós, aö þeir eru til meðal okkar sem svo skortir víb- SPJALL PJETUR HAFSTEIN LÁRUSSON sýni, að þeir fá glýju í augun ef fyrir þau ber annab en vant er. Þetta fólk vill ekki hafa í sínum römmum verk meb fleiri litum en einum. Má raunar velta því fyrir sér, hvert sé form slíkra mynda og innihald. Nokkuð hefur boriö á því ab þetta fólk einlitra skoðana hafi kvatt sér hljóös í fjölmiðlum. Tel- ur sumt af því aökomumenn óæöri okkur sem fyrir erum. Aðrir taka ekki svo djúpt í árinni, en lýsa áhyggjum sínum yfir því að komumenn hafi í farteski sínu siöi þeirra þjóba, sem komib hafa þeim til manns. Og ekki nóg meö þab, heldur séu þeir vísir til að vilja halda þeim sibum hér á landi. Til aö mynda virðist svo sem át okkar nýju landa á kryddi geti orbið íslenskri menningu nokkuð skeinuhætt. Einnig leikur grunur á að sumt af þessu fólki iðki hér trú sína. Má öllum ljóst vera, hvílík árás þab er á okkur íslendinga, sem í hálfa fimmtu öld höfum trúað á gyð- inglegan gub þýskan. Og þótt þjóðlegt. Hvaö sem líður tuldri öfga- manna gegn innflutningi fólks frá fjarlægum heimshornum, megum við ekki gleyma því að mjór er mikils vísir. Við vissar að- stæöur, s.s. langvarandi atvinnu- leysi, brenglaða þjóðernisvitund og útbreiddan menningarskort, getur þetta tub orðið að illslökkv- andi báli haturs og ofstækis. Því ber ab svara kynþáttafordómum af fullri einurb og jafnvel banna birtingu þeirra í fjölmiðlum. Fyrst bannað er ab svívirba einstak- linga opinberlega, fæ ég ekki séb nein rök fyrir því að heimila sví- virðingar á kynþáttum. En vonandi kviknar þetta hat- ursbál aldrei. Vonandi leitum vib frekar fyrirmyndar í víðfeðmum anda skáldsins í Herdísarvík held- ur en í smásálarhætti afdankaðra fasista. ■ FÖSTUDAGS PISTILL ÁSGEIR HANNES ATÓMBOMBUR í EINKAVÆÐINGU Skálmöldin í fyrrum Sovétríkjum hefur verið í fréttum að undanförnu og mönnum brugðið í brún við gá- lausa meðferð á sprengiefni og skotflaugum. Því er rétt að skoöa at- burðina í gamla Sovét í réttu sam- hengi og mibur gæfuleg áhrif Vest- urlanda á þá atburðarás: Markaðsbúskapur er eitt helsta töfraorb á þessari öld og leysti iðn- byltingu síðustu aldar af hólmi sem hinn alþjóðlegi sannleikur um bætt lífskjör. Fyrir nokkrum árum tók lausnarorðib gildi í Sovétríkjunum og fólkib bjó sig undir markaðsbú- skap í stað samyrkjubúskapar. Stjórnendur alþjóðastofnana og Evr- ópubanka settu landsmönnum stól- inn fyrir dyrnar nema þróunin í gamla gúlaginu gerðist í nafni markabsbúskapar. Það kom því flatt upp á marga, þegar lífskjör í fyrrum Sovét hríð- versnubu á frjálsum markabi. Vib- skipti drógust saman bæði innan- lands og milli landa. Framleibsla þjóðanna minnkaði strax um helm- ing og víða mun meira. Hvert lík- neskið af félaga Lenín á fætur öbru var jafnað vib jörðu og KGB-sveitirn- ar leystar af hólmi með markabs- fræbingum. Allt í nafni frjálsrar verslunar og til að þóknast vestræn- um bankastjórum á föstum mánað- arlaúnum. Með sérsveitum KGB hvarf eina aflið sem gat haldib skipulögbu glæpastarfi í skefjum og fyrir bragð- ib fara stigamenn um landib með eldi og brennisteini. Á sama tíma heimta bankastjórar Evrópu ab fyrir- tæki og fasteignir séu einkavæddar og seldar hæstbjóbanda. Alþýba manna í Sovét á ekki peninga til ab kaupa hlutabréf og því sölsa stiga- menn undir sig eignir ríkisins jafn- óbum og þær eru boðnar til sölu. Til ab tryggja sér peninga til kaup- anna hafa stigamenn skotið nibur fjörutíu innlenda bankastjóra, öbr- um til varnabar. Stigamenn gúlagsins raka því sam- an aubæfum á sama tíma og al- menningur stendur sveltandi álengdar og spyr hvort þetta sé hinn vestræni markaðsbúskapur í reynd. Ef svo er, vill fólkið fá aftur gamla Sovétkerfið fyrir sína parta og kveðja frjálsan markab. Sovétib var þó einhvers konar kerfi þrátt fyrir allt og sá fólkinu fyrir naubþurftum. Allir höfðu vinnu og þak yfir höfuð- ið ásamt nógu ab bíta og brenna. í dag elur fólkib ekki von í brjósti og tekur því fegins hendi við mann- kynsfrelsurum á borð við félaga Sír- ínovskí. Engum kemur því í opna skjöldu, þó að soltnir vörslumenn sprengi- efnis og skotflauga hugsi sig um tvisvar, þegar boðin eru margföld laun í þúsund ár fyrir að senda lítinn kjarnaodd með næturlestinni til Baghdad eða í flugpósti til Stutt- gart. Lái þeim hver sem vill og syndlausir kasti fyrsta steininum. Bankastjórum og markaðsfræðing- um á Vesturlöndum er hollt að hugsa markaðsbúskap sinn til enda áður en þeir þröngva honum upp á aðrar þjóöir. Á sama hátt og mark- aði verbur illa stýrt meb handafli, verður markaðsbúskap ekki heldur komib á meb handafli. Róm var ekki byggb á einum degi og markabur í Sovétríkjunum verbur að þróast eins og í öbrum löndum heims. Handafl- ib ræktar abeins vaxandi andúb á Vesturlöndum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.