Tíminn - 12.10.1994, Blaðsíða 6

Tíminn - 12.10.1994, Blaðsíða 6
6 aapfMImMjtti Mi&vikudagur 12. október 1994 Hverfisteinarnir úr hvalstöövunum íHellisfiröi og Mjóafiröi á safni jósafats. Steinninn, sem um rœö- ir, er t.h. Báöir steinarnir lágu í jörö í um 80 ár áöur en þeim var bjargaö. at Hinriksson haföi þá þegar fengib afsal fyrir steininum. Tvisvar faldi Sigfús steininn fyr- ir mönnum Jósafats, þegar þeir komu austur að sækja hann, en nú er hverfisteinninn kominn í Sjóminjasafn Jósafats Hinriks- sonar við Súöarvog í Reykjavík. Hann sómir sér vel þar við hlið hverfisteinsins úr hvalstöðinni í Hellisfirbi. DAGBLAÐ AKUREYRI Fyrstu sundtökin á Dalvík Ný og glæsileg sundlaug var formlega tekin í notkun vib há- tíðlega athöfn fyrir skömmu. Þessi nýja sundlaug kemur í stað laugar við vesturenda íþróttahússins og er á allan hátt vandað mannvirki. Aðallaugin er 25 metra löng og 12,5 metra breið, með út- skoti fyrir 40 metra langa vatnsrennibraut. Dýpt laugar- innar er 95-170 cm og í henni eru alls um 450 rúmmetrar af vatni. Þrír heitir pottar eru við laugina auk vaðlaugar fyrir börn, sem er um 35 cm djúp, en í henni er sveppur. Upphit- aðar stéttir umhverfis laugina eru alls um 600 metrar ab flat- armáli og eru gúmmíhellur næst lauginni. Myndin sýnir grunnskólaböm á Dalvík stinga sér til sunds í fyrsta skipti þegar laugin var vígb. Húsavík: Þríburarnir skírbir Húsavíkurþríburarnir Arnar Már, Gunnar Jón og Sævar Guðmundur voru skírðir af sr. Birgi H. Jónssyni í Húsavíkur- kirkju fyrir skömmu. Þríburarnir fæddust á Land- spítalanum 16. maí sl. og eru synir hjónanna Kristjönu Sæv- arsdóttur og Ólafs Jónssonar. Þau, sem héldu piltunum undir skírn, vom Lilja Jónsdóttir föb- ursystir, Jónas Sævarsson móð- urbróbir og Arnfríður Jónas- dóttir móðuramma þeirra. For- eldramir héldu þeim síðan veg- lega skírnarveislu í félagsmið- stöðinni Keldunni. Húsavíkurþríburarnir: Sœvar Cuömundur, Arnar Már og Gunnar jón. UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM Kjartan Höröur Ásmundsson og Margrét Hafsteinsdóttir. flestum er kunnugt. Endurbótum er ekki lokib og íbúar misvel á veg komnir með ab klára íbúðir sínar. Kjartan Hörður Ásmundsson og Margr- ét Hafsteinsdóttir fluttu fyrst inn. „Við misstum leiguíbúðina sem við vorum í og verðum því að flytja inn núna, þó að ekki sé allt tilbúið," sagöi Kjartan. En var ekki hræðilegt að standa álengdar, þegar eldurinn kvikn- aði, og horfa á eigur sínar brenna? „Við vorum nú svo heppin að vera úti á landi, þeg- ar kviknaði í, og sáum ekki at- burðinn með eigin augum, en vissulega var erfitt ab horfa á þetta í sjónvarpinu," sagði Margrét. Þótt ýmislegt sé ófrágengið í íbúð Kjartans og Margrétar og stigagangurinn sé ekki fulllag- færður, eru þau mjög fegin að vera aftur komin heim. „Þetta er búiö að vera mjög erfitt og þessu fylgdi mikil vinna. Það er yndislegt að vera komin aftur heim, því heima er best," sögðu Kjartan og Margrét að lokum. Gríndavík: Vilja annan heilsu- gæslulækni Bæjarstjórn Grindavíkur leggur til ab ráðinn verði annar heilsugæslulæknir í Grindavík. Bæjarstjórnin samþykkti ein- róma ályktun þessa efnis á fundi sínum fyrir skömmu. í greinargerð með tillögunni segir að þrátt fyrir að heilsu- gæslustöðin í Grindavík hafi verið skilgreind sem H2 stöð, hafi einungis einn læknir verið starfandi við hana sl. átta ár. íbúar í Grindavík séu um 2200 og því sé héraöið fullstórt fyrir einn lækni. Bent er á að heilsu- gæslulæknum í Grindavík yrbi síban falinn faglegur rekstur hjúkrunarheimilisins í Víðihlíð. Ákveðin vandamál fylgi því aö s UÐURNESJA F= f=t ^ T-T- I R> Fjölbýlishúsiö viö Sólvalla- götu 40: Fyrstu íbúarnir fluttir inn aftur Fyrstu íbúarnir fluttu inn í stigaganginn ab Sólvallagötu 40 fyrir skömmu, en miklar skemmdir urðu á blokkinni vegna elds og reyks, eins og Grindvíkingar vilja aö heilsugœslulœknar ÍGrindavík annist faglegan rekstur hjúkrunarheimilisins í Víöihlíö. læknar Sjúkrahúss Suðurnesja sinni hjúkrunarheimilinu sök- um fjarlægðar á milli staða. Spurningin sé því hvort ekki sé hentugra fyrir alla aðilá að tveir læknar séu í Grindavík, segir í ályktun bæjarstjórnar Grinda- víkur. Austurland Neskaupstaöur: Tæplega 2000 manns hafa stund- ab nám vib Far- skóla Austurlands Farskólinn á Austurlandi er nú að hefja sitt sjöunda starfsár. Skólinn er miðstöð fullorðins- fræðslu í fjórðungnum og frá stofnun hans hafa um 1700 manns stundað nám þar, þar af um 500 manns á síðustu tveim- ur árum. Stór hluti námsins felst í end- urmenntun í ýmsum starfs- greinum og að undanförnu hef- ur í vaxandi mæli verið leitað á önnur svið, t.d. félagslega þjón- ustu, heilsugæslu, verslun, sjáv- arútveg og fleira. Á haustönn býður skólinn upp á 20 námskeib og þar af eru 12 sem flokka má undir starfsgreinanám á fjórum ólík- um sviðum. Farskólinn byggir á þeirri einföldu hugmynd að hægt sé að spara fólki ferðir milli landshorna meb því að auka framboð endurmenntunar í heimabyggð og stuðla þannig að meiri og almennari endur- menntun. Forstöbumaður Far- skóla Austurlands er Ólafur Sig- urösson, en hann gegnir starf- inu í veikindaforföllum Jó- hanns G. Stephensen, sem hef- ur verið forstöðumaður skólans frá upphafi. Hverfisteinninn frá Asknesi kominn í safnib hjá jósafat Sem kunnugt er stób í sumar nokkur styr um hverfistein, sem legið hefur í jörð á Asknesi í Mjóafirðinum í um 80 ár. Sig- fús Vilhjálmsson á Brekku taldi Mjófirðinga eiga steininn og þar ætti hann ab vera, en Jósaf- Bong, fyrsta platan fullsmíbub Þau Eyþór Arnalds og Móeiður Júníusdóttir, sameiginlega Bong, hafa lokið upptökum á fyrstu geislaplötu sinni. Undirbúningur og vinna við gerð plötunnar hef- ur staðið meira og minna allt ár- ið. Síðan um miðjan júní hefur flestum stundum verið eytt inn- an veggja hljóðveranna Gnýs og Sýrlands þar sem lokavinnsla upptaknanna, hljóbblöndunin eða „mixið" fór fram í samvinnu við Óskar Pál Sveinsson. í byrjun október verður platan „master- ub" í London og síöan send í framleibslu til Austurríkis. Áætl- aöur útgáfudagur er svo 7. nóv- ember n.k. Eyþór og Móeiöur sáu sjálf um upptökustjórn og að mestu leyti um hljóbfæraleik. Á undanförn- um mánuðum hefur þróast sam- starf þeirra og nokkurra hljóð- færaleikara, sem munu vera hluti af Bong þegar lagt verður til at- lögu vib hljómleika og danssali landsins nú á næstunni. Þeir hljóðfæraleikarar, sem um er ab ræða, eru: Guðmundur Jónsson (Sálin hans Jóns míns), Jakob Magnússon (Síðan Skein Sól) og Arnar Ómarsson (Ham). Yfirreið Bong um landiö hefst í byrjun nóvember eða skömmu áður en platan, sem hlotið hefur nafnið „Release", kemur út. Einnig verða sérstakir útgáfutónleikar haldnir í tengslum við útgáfu „Rdease". Á fyrri hluta ársins komu út fjögur lög meö Bong, „Do You Remember", „Furious", „Live in a Life" og „Loose Your Mind" (með Bubbleflies). Öll þessi lög náðu umtalsveröum vinsældum og hafa á skömmum tíma skipað Bong í hóp vinsælustu sveita landsins. Jafnframt sem útgáfa hefur átt sér stað hér á landi hef- ur verið unnið að því að koma Bong á framfæri erlendis. „Do You Remember" var gefið út í sumarbyrjun í mörgum löndum Evrópu og hefur vakið talsverða athygli og umtal. Myndbandið vib lagib hefur að undanförnu t.d. veriö til sýningar á Viva, sem er þýsk útgáfa af MTV. Einnig var lagib að koma út á danssafnplöt- unni „Top Dance Vol. 2" í Skandinavíu, sem gefin er út af Arcade, en þab er öflugasta safn- útgáfu-fyrirtæki í Evrópu. Saga þessarar safnplötu mun verða eitthvað á annað hundrað þús- und eintök. Ákvebið var að bíða með frekari lagaútgáfu eftir að plötugerðinni var lokib og ná heildarskipulagi á þeim málum meb hinum evrópsku samstarfs- aðilum. Því munu á næstunni verða teknar frekari ákvarðanir um útgáfumál og markaðssetn- ingu á efni frá Bong í Evrópu og víðar. Myndbönd hafa veriö gerö vib þrjú þeirra laga sem Bong hafa gert á árinu, enda stendur mynd- bandagerð þeim Eyþóri og Mó- eibi mjög nærri. Þau líta á slíka kvikmyndagerð sem hluta af tón- listarsköpun sinni. Eyþór vann til verðlauna fyrir leikstjórn á myndbandi við lög sín „Eldlag- ib" og „í tígullaga dal" með Todmobile, sem voru valin myndbönd ársins árin 1991 og 1992. í undirbúningi er gerð frekari myndbanda og sérstaks sjónvarpsþáttar sem ætlaður er til sýninga hérlendis og erlendis. Samstarfsaðilar Bong í kvik- myndageröinni eru Kjól & And- erson, en þeir hafa vakið athygli ab undanförnu fyrir frumlegar og framsæknar hugmyndir á þessu sviði. Þeir sjá jafnframt um hönnun og uppsetningu plötu- bæklings geislaplötunnar „Rele- ase". ■ FORVAL F. h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskab eftir verk- tökum til að taka þátt í forvali vegna lokaðs útboðs á stækkun Laugardalshallar vegna HM '95. Um er að ræða byggingu um 520 fermetra áhorfendasalar og um 90 fermetra þjónusturými. Búið verður ab grafa upp grunninn og fylla upp að neðri brún sökkla. Forvalsgögn liggja frammi á skrifstofu vorri. Lysthafendur skili forvalsgögnum til Innkaupastofnunar Reykjavík- urborgar, Fríkirkjuvegi 3, í síbasta lagi miðvikudaginn 19. október 1994 fyrir kl. 16.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR (REYKJAVÍK PURCHASING CENTER) Frikirkjuvegi 3 - Sími 25800 Sjúkrahús Suöurnesja auglýsir eftir hjúkrunarfræöingum Hjúkrunarfræðingar óskast til framtíbarstarfa á hjúkrunardeild aldr- ábra, Víðihlíð, Grindavík. Nú þegar vantar í stöður hjúkrunarfræð- inga en frá áramótum vantar hjúkrunarfræðing í afleysingarstarf hjúkrunarframkvæmdastjóra. Hjúkrunardeildin er 28 rúma deild með blandaðan sjúklingahóp. Vinnuabstaba er gób, umhverfi hlýlegt og starfsandi góður. Frekari upplýsingar um aðstæður og launakjór gefa hjúkrunarfram- kvæmdastjóri í síma 91 - 67600 eba hjúkrunarforstjóri í síma 92- 20500. Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa á sjúkradeild sjúkrahússins í Keflavík. Á sjúkradeild eru 22 rúm, vibfangsefnin fjölbreytt, starfib gefandi og starfsandi góbur. Gjörið svo vei að afla frekari upplýsinga um aðstæður og launakjör hjá deildarstjóra eba hjúkrunarforstjóra í síma 92-20500.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.