Tíminn - 26.10.1994, Page 3
Mi&vikudagur 26. október 1994
3
Friörik Sophusson fjármálaráöherra:
Gagnrýni knúði
rábherra í
ræðupúltið
„Þaö er ekki markmib né
stefna ríkisstjórnarinnar ab
auka atvinnuleysi eöa launa-
mun í landinu," sagbi Friörik
Sophusson fjármálaráöherra
á þingi BSRB í fyrradag.
Fjármálaráöherra sá sitt
óvænna og bað um að fá aö
ávarpa þingfulltrúa við setn-
ingu þingsins eftir aö hafa setiö
undir harðri gagnrýni á efna-
hagsstefnu ríkisstjórnar frá for-
ystumönnum launafólks, sem
voru gestir BSRB viö þingsetn-
inguna. En samkvæmt dagskrá
var ekki gert ráö fyrir því aö
fjármálaráðherra tæki til máls
viö setningu þingsins.
Ráöherra sagöi aö þegar rætt
væri um nýskipan í ríkisrekstri,
einkavæðingu, aukin útboö,
þjónustusamninga og breyt-
ingar á starfsmanna- og launa-
málum hjá ríkinu, þá væri þaö
ekki til þess aö auka á atvinnu-
leysið eða launamun, heldur til
þess að ná árangri og sem
mestri hagkvæmni í ríkisrekstr-
inum.
Opna írska meistara-
mótiö í júdó:
Sterkir ís-
lendingar
urðu fyrstir
Á opna írska meistaramótinu í
júdó, sem fór fram um helg-
ina, slógu íslensku keppend-
urnir rækilega í gegn. í sveita-
keppninni varð Island í fyrsta
sæti, en á eftir komu Þjóðverj-
ar, Englendingar og írar. Hall-
dór Hafsteinsson vann allar
viöureignir sínar í opna
flokknum á ippon, en slasað-
ist undir lokin og þurfti að
sætta sig við silfriö. Bjarni
Friðriksson hljóp þá í skarðið
og vann allar sínar viðureign-
ir, en hann var upphaflega
fararstjóri í feröinni! Atli
Gylfason, sem er aöeins 16
ára, náði bronsinu í -86kg
flokki, og Vignir Stefánsson
hreppti gullið í -65kg flokki.
Hann er aðeins 18 ára, en
hann vann 9 af 10 viðureign-
um sínum á ippon, fullnaöar-
sigri. Ekki er hægt að segja
annað en framtíðin sé björt
hjá íslenskum júdómönnum
eftir þennan glæsilega árang-
ur. ■
Friðrik sagði að í þessum efn-
um færu saman hagsmunir
þeirra, seip stjórna ríkinu tíma-
bundið, og starfsmanna þess.
En síðast en ekki síst ættu þess-
ir aðilar einnig sameiginlegra
hagsmuna að gæta aö hjá rík-
inu vinni hæft starfsfólk og þar
sé góður starfsandi. ■
Frá setningu kirkjuþings i gœr.
Tímamynd CS
Róttœkar breytingar á kirkjuskipaninni til umrœbu á tuttugasta og fimmta kirkjuþingi:
S j álfstæbi og ábyrgb
kirkjunnar verði efld
Herra Ólafur Skúlason, biskup
íslands, og Þorsteinn Pálsson
kirkjumálaráðherra lögðu báöir
áherslu á sjálfstæði og ábyrgö
kirkjunnar, í ávörpum sínum
við setningu kirkjuþings í gær.
Herra Ólafur Skúlason fjallaði
um vald fjölmiðla í setningar-
ræöu sinni og sagði þá einkum
sýna áhuga á kirkjunni þegar
friöur hennar væri einhverra
hluta vegna rofinn, eins og síð-
ustu mánuðir sýndu.
Tuttugasta og fimmta kirkjuþing
þjóðkirkjunnar hófst í gær með
messu í Bústaðakirkju þar sem sr.
Siguröur Sigurðarson vígslubiskup
predikaði og þjónaði fyrir altari
ásamt Þorbirni Hlyni Árnasyni
biskupsritara.
Helsta mál kirkjuþings að þessu
sinni er frumvarp til laga um
stöðu, stjórn og starfshætti ís-
lensku þjóökirkjunnar. í frum-
varpinu er gert ráð fyrir ab ákvörð-
unarvald um skipulag og nokkru
leyti fjármál kirkjunnar færist frá
Alþingi og ráðuneyti til kirkjulegra
stofnana. Frumvarpið felur í sér
mestu breytingar á kirkjuskipan-
inni sem oröiö hafa um langt ára-
bil. Búist er viö að frumvarpið
verði rætt á kirkjuþingi síðdegis í
dag.
í setningarræöu sinni sagöi bisk-
up íslands aö þótt hann vildi efla
sjálfstæöi kirkjunnar til aö bera
fulla og endanlega ábyrgö á eigin
málum, væri hann ákveöinn í
stuöningi sínum við þjóökirkjufyr-
irkomulagið eins og viö þekkjum
það. „En vitanlega ber kirkjunni
t.d. að ráða sóknaskipan sinni,
prestakallaskipan og prófasts-
dæma... Og sjálfsagt er það líka aö
kirkjunnar menn beri fullnaðar
ábyrgö á tilhögun um veitingu
prestakalla og um kosningu bisk-
upa og kirkjuþingsfulltrúa," sagöi
biskup meðal annars.
Þorsteinn Pálsson, dóms- og
kirkjumálarábherra, lýsti einnig
þeirri skoöun sinni að rétt sé að
viðhalda þjóðkirkjuskipulagi.
Hann sagðist í öllum aðalatriöum
vera sammála þeirri meginstefnu,
sem fram kemur í frumvarpinu um
breytt skipulag kirkjunnar, og
sagöist telja að skilningur ríkti á
Alþingi um þær hugmyndir sem
þar koma fram. Ráðherrann ítrek-
abi jafnframt þá hugmynd sína að
launamál presta verði þáttur í
þeirri grundvallarbreytingu sem
hér er veriö aö ræöa um.
Herra Ólafur Skúlason biskup
ræddi um fjölmiðla í setningar-
ræðu sinni. Hann sagði m.a.:
„Fjölmiðlar þykja oft ekki mjög
samstíga kirkjunni, nema þegar
þannig ber viö, að friður kirkjunn-
ar er einhverra hluta vegna rofinn,
svo að þeir, sem mest fjalla um æs-
ing, sundrungu, jafnvel óvild og
illsku, og nærast af slíku, fá gullið
tækifæri. Og sýna síðustu mánuðir
að slíkir sjá sér hag í því aö auka
frekar við ókyrrö og fara eftir því
einu, sem kitlar einkennilegar
taugar og skiptir þá þjónusta við
sannleikann minna máli." Biskup
sagbi ab fjölmiölar væru orönir að
fjóröa vaídinu í þjóöfélaginu og
velti því upp hvort tími væri til
kominn að biðja í almennri kirkju-
bæn fyrir fjölmiðlum og þeim sem
þar stjóma á sama hátt og beöiö er
fyrir forseta, ríkisstjórn, Alþingi,
dómendum og dómstólum. Hann
sagðist þó ekki gera tillögu um aö
það verði gert, þótt gaumgæfa
mætti þörf „fyrir opinbera bæn og
upphátt fyrir þessum áhrifavöld-
um í íslensku þjóðlífi... Og mætti
þá einnig bæta viö, þó ekki endi-
lega upphátt, aö biöja sérstaklega
fyrir þeim sem fóðra fjölmibla á
hæpnum eða alröngum upplýs-
ingum." ■
Irving Oil á íslandi
Kanadískt fjölskyldufyrirtæki,
Irving Oil Ltd., rábgerir að reisa
olíubirgðastöb r Reykjavík og
reka þar jafnframt öfluga dreif-
ingarstöð þar sem áleitin mark-
abssetning er talin koma sér vel
fyrir neytendur.
Þetta kemur fram í frétt sem full-
trúi Irving Oil, hæstaréttarlög-
maðurinn Othar Örn Petersen,
sendi frá málflutningsstofu sinni
í gær, en eigendur þess fyrirtækis
eru m.a. hæstaréttarlögmennirnir
Ragnar Aðalsteinsson, Viðar Már
Matthíasson og Tryggvi Gunnars-
son.
DV segir frá því í gær að líkur séu
á samstarfi milli Hagkaupa, Bón-
us og Irving Oil, og telur það
renna stoðum undir þá kenningu
ab nýlega hafi Hörður Helgason,
sem til skamms tíma var aðstoð-
arforstjóri Olís, verið ráðinn til
Hofs hf., sem er aðaleigandi Hag-
kaupa og á auk þess Bónus aö
hálfu á móti, Jóhannesi Jónssyni
og fjölskyldu hans.
Borgarráö samþykkir tillögu borgarstjóra:
Nefnd gegn svartri
atvinnustarfsemi
Örebro hafnaöi í 2. saeti í sœnsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu:
Markmibib nábist
Örebro, liö þeirra Hlyns Stefáns-
sonar og Árnórs Guöjohnsen,
hafnaði í 2. sæti í sænsku úrvals-
deiidinni í knattspyrnu, sem lauk á
sunnudag. Liöið sigrabi þá Land-
skrona 3-0, en á meban náöi
Gautaborg 1-2 útisigri á Malmö FF,
sem dugöi þeim til að hampa
meistaratitlinum. Jafntefli hjá
Gautaborg hefbi dugað örebro til
sigurs. Arnór lagöi upp fyrsta
markiö fyrir Örebro og í heildina
léku íslendingarnir vel meö liöinu
sem endranær. í upphafi keppnis-
tímabilsins var markmiöið hjá Öre-
bro að ná Evrópusæti og það tókst
og mun félagið keppa í Evrópu-
keppni félagsliða að ári libnu. Ab
auki er þetta besti árangur Örebro
til þessa í úrvalsdeildinni. Bæöi
Arnór og Hlynur verða liklega meö
Örebro áfram, enda frammistaða
þeirra með liðinu góð í sumar og
hefur reyndar Arnór verið talinn
koma til greina sem knattspyrnu-
maður ársins í Svíþjóð. Gautaborg
fékk 54 stig, Örebro 52, Malmö 49,
Norrköping 47, Öster 45, Solna 39,
Halmstad 38, Degerfors 32, Hels-
ingborg 32, Trelleborg 30, Frö-
lunda 27, Hammarby 22, Land-
skrona 17 og Hácken 14. Tvö síö-
ustu liðin féllu í 1. deild. ■
Á fundi borgarráðs í gær var
samþykkt tillaga borgarstjóra
um að skipuð verði samstarfs-
nefnd Reykjavíkurborgar, ríkis
og aðila vinnumarkaðarins til
að gera tillögur um fyrirbyggj-
andi abgerbir gegn svartri at-
vinnustarfsemi.
Nefndinni er m.a. ætlað að
kanna sérstaklega útboðsgögn og
þær kröfur sem gerðar eru til
verktaka, skil á lögbundnum
gjöldum í opinbera sjóði og í
sjóöi verkalýðsfélaga og sam-
ræmingu á reglum og abferðum
ríkis og borgar.
í greinargerð með tillögunni
segir að aukning á svartri at-
vinnustarfsemi sé ein afleiðing
versnandi atvinnuástands. Laun-
þegar séu í sífellt vaxandi mæli
ráðnir sem undirverktakar, en
ekki teknir á launaskrá fyrir-
tækja. Um leið beri þeir sjálfir
ábyrgð á því að lögbundin gjöld
skili sér í opinbera sjóöi, en á því
sé mikill misbrestur. Mikil um-
ræða hafi átt sér stað að undan-
förnu um svarta atvinnustarf-
semi og þvr verið haldiö fram ab
um milljaröa vanskil sé aö ræöa.
Borgarstjóri telur eðlilegt að
borgaryfirvöld hafi forgöngu um
að leita leiöa til úrbóta í þessum
efnum, enda sé Reykjavíkurborg
stærsti útboðsaðilinn á höfuð-
borgarsvæðinu auk þess sem af-
leiðingar erfiðs atvinnuástands
bitni harkalega á íbúum hennar.
Borgarstjóri tilnefnir einn full-
trúa í nefndina, Innkaupastofn-
un Reykjavíkurborgar einn full-
trúa og óskað verður tilnefningar
tveggja fulltrúa frá fjármálaráðu-
neyti þar sem annar komi frá
embætti skattrannsóknarstjóra.
Þá verður óskað tilnefningar eins
fulltrúa eftirtalinna aöila: ASÍ,
VSÍ og Verkamannafélagsins
Dagsbrúnar. ■