Tíminn - 26.10.1994, Side 5

Tíminn - 26.10.1994, Side 5
Miðvikudagur 26. október 1994 5 VETTVANGUR Hjálmar Árnason: Er fólk í fyrirrúmi? Davíð Oddsson og fylgishjörð hans innan ríkisstjórnarflokka guma um þessar mundir mjög af efnahagsbata þjóðarinnar. Máli sínu til stuðnings flytur hann lærðar tölur um batnandi horfur í þjóðarbúi — hremm- ingarnar séu senn að baki. Framsóknarflokkurinn hefur bent á að ekki sé allt sem sýnist í boðskap forsætisráðherra. Að baki þeirri gagnrýni býr sú ein- falda vitneskja, að almenningur — fólkið í landinu — hefur ekki fengið að njóta svokallaðs bata. En einhvers staðar hlýtur hann að leynast; ekki skrökva lands- feður. Staðreyndin er bláköld: Ríkis- stjórnin hefur búið svo um hnúta að stórbrotin tilfærsla eigna hefur átt sér stað. Hagræö- ing og niöurskurður eru töfra- orðin. Niðurskurður á pening- um til heilsugæslu, niðurskurö- ur í skólum, niðurskurður í list- „ Venjulegt launafólk stendur undir megninu af skattatekjum ríkisins. Þetta sama fólk horfir upp á granna sína berast mikið á í hvívetna, en skattagreiðslur þess eru í engu samrœmi við „standardinn". Rökrétt ályktun er sú, að efna- hagsbatinn nœr einungis til fáeinna útvalinna. Kolkrabbinn gildnar." um og menningu. Afleiðingin er sú, að venjulegt launafólk þarf að verja stöðugt hærra hlut- falli tekna sinna til að kaupa ýmsa þá þjónustu, sem velferö- arkerfið hefur annast. Nú geta ekki allir komið börnum sínum í skóla, af fjárhagsástæðum. Sjúklingaskattar draga úr lækn- ismeðferð og menning er óþarfa bruðl. Manngildið er látið víkja fyrir auðgildinu. Samtímis eru hátekjufólki tryggðar áfram- haldandi vellystingar með hnit- miðuðum aðgerðum, sem bein- línis auka bil milli ríkra og fá- tækra í landinu. Venjulegt launafólk stendur undir megninu af skattatekjum ríkisins. Þetta sama fólk horfir upp á granna sína berast mikið á í hvívetna, en skattagreiðslur þess eru í engu samræmi við „standardinn". Rökrétt ályktun er sú, að efnahagsbatinn nær einungis til fáeinna útvalinna. Kolkrabbinn gildnar. Þessi mis- gjörningur er festur í sessi fyrir tilstuðlan sjálfstæðismanna og krata. Vekur e.t.v. ekki furðu með hina fyrrnefndu, en svo er að sjá að leiðtogar krata hafi gleymt sér við þá iðju að hygla sínum í spilltu gæðingakerfi, meðan íhaldið fær að læða í gegn grundvallarbreytingum á samfélaginu. Um þetta verður kosið í apríl. Framsóknarflokkurinn mun kynna málefni sínu undir kjör- orðinu Fólk í fyrirrúmi og gefur þannig tóninn. Framsóknar- flokkurinn vill snúa samfélag- inu af braut auðgildis til þeirra átta, sem láta manngildið og heiðarleika ráða. Það merkir að flokkurinn vill auka bjartsýni til atvinnu, þannig að enginn þurfi að búa við atvinnuleysi. Þab merkir að flokkurinn vill vernda velferðar- kerfib, þannig að grundvallar- mannréttindi séu tryggð öllum. Það merkir að laun fólks eiga að duga fyrir mannsæmandi lífi. Það merkir að skattakerfið verb- ur að ná til allra og vera réttlátt. Það merkir að stjórnmál verba að vera byggð á siðgæðisgrunni og réttsýni. Það merkir ab fólk er í fyrirrúmi. Höfundur er skólameistari. Torfi Guöbrandsson: Hvers virði er fullveldið? Ýmsir hafa látið sér detta í hug, ab hagkvæmt væri fyrir íslend- inga ab ganga í Evrópusamband- ið og því sé best að sækja um að- ild sem fyrst. Aðrir tvístíga í þeim efnum og draga í efa, að með slíkri ákvörðun værum við að stíga gæfuspor. Enn aðrir leiða málið hjá sér með því ab benda á, að það sé ekki komið á dagskrá og því liggi ekki á að lýsa yfir hvort vib séum meðmæltir eba mótfallnir aðild ab Evrópu- sambandinu. Nægur tími sé til stefnu, sem skynsamlegt væri að nota til að kanna kosti og galla aðildar. Það er greinilegt ab áróðurs- menn fyrir aðild eru aðsópsmeiri en andstæbingar aðildar. Þeir hampa kostunum óspart og verja til þess löngu máli í ræbu og riti. Hins vegar eru þeir fáorð- ir um gallana, eins og þeir séu ekki til og verbi því aldrei til vandræða. Það er greinilegt ab hugmynda- fræöingar aðildar að Evrópusam- bandinu eru ákveðnir og ein- beittir í bobskap sínum, sem fluttur er undir fánum auðgildis og efnishyggju. Og nú hefur þeim bæst óvænt- ur liðsauki, þar sem ein af stofn- unum Háskóla íslands hefur „En vonandi sjá þó allir að það vœri glaprœði að fóma fullveldinu á altari Mammons. Það vœm stjómmálaleg afglöp sem aldrei yrðu fyrirgefin." reiknað fyrir þá upp á kommu, hvaö íslenskir neytendur myndu græða mikið ef þeir gengju í Evr- ópusambandið. Það hefði í för með sér lækkun á landbúnaðar- vörum um 35-40%, aukið vöru- úrval og gróða fyrir neytendur upp á 5,5 miljarða hib minnsta á ársgrundvelli. Já, hugsið ykkur bara. Fimmþúsund og fimm- hundruð miljónir beint í vas- ann. Það hlýtur að vera satt, fyrst þetta er runnið frá þeirri stofnun Háskólans sem ætti ab hafa mest vit á fjármálum. Hvað þarf þá frekar vitnanna við? Eftir hverju eigum við að bíða með umsókn- ina? Kemur þetta ekki til með að leysa allan efnahagsvandann fyrir okkur? Eba er dæmið ekki nema hálfreiknað? Það yrði nú saga til næsta bæjar, ef Háskóla- stofnun fengi kolvitlausa út- komu úr dæmi, sem varbaði framtíðarheill þjóbarinnar. Eig- um vib kannski von á afsökunar- beibni og tilmælum um ab taka ekkert mark á þeirri áfanga- skýrslu, sem Þórólfur Matthías- son, lektor í hagfræði, birti ný- lega á þingi Neytendasamtak- anna? Hvað var það sem gleymdist í dæminu stóra? Það var í fyrsta lagi kostnaðar- liðirnir, sem tiltölulega auðvelt er að réikná út með þeirri tækni sem viðskiptafræðingar búa nú yfir. Það þarf drjúgan gjaldeyri til ab flytja inn landbúnaðarvör- ur, þótt ódýrar séu. Það mun koma í ljós, eftir að búið er að rústa innlenda framleiðslu þeirra meb hömlulausum innflutningi. Annar þáttur, sem gleymdist, var afsal fullveldisins á mörgum sviðum. Hætt er við að erfitt reynist aö meta það til fjár vegna þess að þar er um verbmæti að ræða, sem ekki verða talin í krónum eða pundum. Frelsiö til orða og athafna er ómetanlegt. Og enga þjóð veit ég, sem ætti bágara með að sætta sig vib að þurfa að hlýða reglum og fyrir- mælum Evrópusambandsins í einu og öllu. Hvernig á jafn stolt og frjálsbor- in þjóð og íslendingar að kalla yfir sig þá kvöð að þeir geta naumast í hvorugan fótinn stig- ib nema biðja valdhafana í Bms- sel auðmjúklega um leyfi? Því er nefnilega þannig varið, að í þess- ari ríkjasamsteypu gilda bob og bönn og þab jafnvel í ríkari mæli en íslendingar hafa nokkru sinni orðið að þola, að einokunartím- anum einum undanskildum. íslendingar hafa áður verið hábir tveim þjóbum öldum sam- an. Þær vom okkur vinsamlegar, en samt leið okkur illa og við átt- um þá ósk heitasta aö öðlast full- komið frelsi, ekki á einu heldur á öllum sviðum. Og þab tókst að lokum með samstilltu átaki. Nú, hálfri öld síðar, halda ýmsir pól- itíkusar að menn hafi gleymt sjálfstæðisbaráttu forfeðranna og séu tilbúnir að fórna fullveld- ■' inu fyrir ímyndaðan gróöa og segja með því, að meta beri auö- gildið meira en manngildib. Það er vissulega rétt, ab vald peninganna er mikið. En von- andi sjá þó allir að það væri glap- ræði ab fóma fullveldinu á altari Mammons. Þab væru stjórn- málaleg afglöp sem aldrei yrðu fyrirgefin. Sú fullyrðing, að við væmm betur sett í EB en utan þess, því að þá gætum við haft áhrif á gang mála okkur í vil, er hrein bábilja. Þar eru þab fjöl- mennustu ríkin, sem ráða gangi mála, en smáríkin eru áhrifalaus. Annað álit er hrein óskhyggja. Ef við víkjum svo í lokin aftur ab stóra dæminu, þá fá neytend- ur 5,5 miljarða í vasann, en hag- ur ríkissjóbs versnar ab sama skapi og þarf að taka jafnháa upphæð til baka úr vasanum. Eftir standa þá neytendur full- veldinu fátækari. En umræðan ein sýnir að sjálfstæðisbaráttan er eilíf. Höfundur er fyrrum skólastjóri. Til hamingju, Illugi! Þab er full ástæða til að óska 111- uga Jökulssyni til hamingju með þann heiður sem hann varð að- njótandi í síðustu viku, að vera rekinn frá Ríkisútvarpinu. Vissu- lega er honum þar með skipab á bekk með öbmm stórstjörnum sem orbið hafa að sæta sömu ör- lögum, en það er þó ekki megin- ástæban fyrir því að hamingju- óskir em vib hæfi, heldur hitt hversu augljóslega Illugi er settur í fyrsta sæti við þennan brott- rekstur og helsti hugmyndafræð- ingur stærsta flokks þjóöarinnar verður að láta sér lynda ab vera rekinn meb honum eins og hvert annað fylgimngl. Það var auðvitab aldrei nema eðlilegt að dagskrárstjóri Rásar 2 gætti hlutleysisskyldu útvarpsins með því að sjá til þess að pistla- höfundar kæmu hvor af sínum væng stjórnmálanna og ræki báða í einu, þegar að því kom. Hitt á svo að geta verið okkur, al- mennum hlustendum, til ágætr- ar skemmtunar að Illugi Jökuls- son skyldi fara svo gjörsamlega með sigur af hólm(stein)i að flokksfélagar hins pistlahöfund- arins vildu allt til vinna að losna við rödd Illuga úr útvarpinu, jafnvel það að þeirra eigin mál- Frá mínum bæjar- dyrum JÓN DANÍELSSON pípa yrði látin fjúka meö hon- um. En þannig er þab nú einu sinni. Þetta er einmitt eitt af meginlög- málum hinnar frjálsu sam- keppni. Hún endar yfirleitt með yfirburbasigri annars aðilans. Þab hefur sannast sagna verið afskaplega skemmtilegt að fylgj- ast með fréttum af þessu máli síöustu dagana og vibbrögðum ýmissa abila. Af einhverjum ástæðum sýnist til dæmis aug- ljóst af ummælum framkvæmda- stjóra útvarpsins í sjónvarpsfrétt- um að þessi framkvæmdastjóri sé í ákveðnum, stómm stjómmála- flokki, nokkuð til hægri við miðju. Af sjónvarpsfréttum á föstudagskvöldið mátti skilja að framkvæmdastjóranum þætti ómaklegt að annar pistlahöfund- ur skyldi fá reisupassann ásamt Illuga Jökulssyni. Framkvæmda- stjórinn taldi nefnilega að Illugi hefbi farið yfir strikið, en hinn pistlahöfundurinn ekki. Ab því er sérstaklega varðar þetta síbasta atribi, ab hinn pistlahöfundurinn hafi ekki farið yfir strikib, er raunar auðvelt ab taka undir með framkvæmda- stjóra útvarpsins. í þau fáu skipti, sem ég hef orðið áheyrandi að pistlum þessa höfundar, hefur hann að minni hyggju aldrei nokkurn tíma farið yfir strikið. Hann hefur samviskusamlega haldið sig hinum megin við það.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.