Tíminn - 26.10.1994, Page 6

Tíminn - 26.10.1994, Page 6
6 ffiii mtfm Miftvikudagur 26. október 1994 Atak til efíingar islenskri framleibslu ab fara afstab. Ahersla lögb á vöru frá Selfossi: Selfoss, já takk Átakib Islenskt, já takk, sem stabiö var aö í fyrra, verbur end- urtekib og sett viö hátíðlega at- höfn á Selfossi næstkomandi mánudag, 31. október. Forseti íslands, frú Vigdís Finnboga- dóttir, setur átaksvikuna meb formlegum hætti. Árekstrar á íslandi: Kosta 36 mill j. á viku Fyrstu níu mánubi ársins var tilkynnt um tólf þúsund skemmda bíla á landinu. Tjónskostnabur því samfara er metinn á rúmar 1500 millj- ónir króna. Hér er eingöngu átt vib tjón á ökutækjunum sjálfum, ekki tjón sem rekja má til slysa á fólki eba á öbru en bílunum sjálfum. Samband íslenskra trygginga- félaga hefur tekið saman fjölda skemmdra bíla og áætlaðan tjónskostnað fyrstu níu mánubi ársins. Að meðaltali hefur verið tilkynnt um 300 skemmda bíla í viku hverri og er meðaltjón á viku því metið á um 36 milljón- ir króna. Flest tjónin, eða 53%, má rekja til þess að bakkað er á aðra bifreið eba ekiö aftan á aðra bifreið. Þribjungur tjóna verður þegar ökumenn eru að bakka eða um 4000 tjón á síð- ustu níu mánuðum og um 20% tjóna í aftanákeyrslum. Tjónskostnaður er misjafn eft- ir tegundum tjóna. Meðaltjón vegna aftanákeyrslu er um kr. 350 þúsund, en um 80 þúsund vegna tjóna sem veröa þegar bakkað er á aðra bifreið. ■ Átaksvikan, sem stendur til 6. nóvember, er samstarfsverkefni aðila vinnumarkaðarins og fleiri aðila. Að þessu sinni munu aöil- ar á Selfossi sérstaklega koma inn í þetta, en á Selfossi eru m.a. mörg öflug fyrirtæki í matvæla- ibnaði. Að sögn Hansínu Á. Stefáns- dóttur, formanns Versiunarfé- lags Árnessýslu, verður áhersla lögð á vörur frá Selfossi þessa daga og þær seldar í verslunum á staönum á afsláttarverði. „Þaö er reyndar meiningin hjá okkur aö veröið verði það hagstætt hér fyrir austan, að fólk úr Reykja- vík sjái sér hag í að koma hing- að gagngert til að versla," sagði Hansína. SBS, Selfossi Fulltrúar a.m.k. 25 jafnréttisnefnda sveitarfélaga sátu tveggja daga landsfund í Ráöhúsi Reykjavíkur. Markmiö fundaríns var aö efla samstarf jafnréttisnefndanna og þeirra aöila er máliö varöar, svo og aö miöla reynslu og veita nýskipuöum fulltrúum frœöslu. Til vinstrí á myndinni eru Geröur Steinþórsdóttir, sem er varaformaöur jafnréttisnefndar Reykjavíkur, og Þórunn Pálsdóttir verkfræöingur. V erslunarráðið býður Friðriki aðstoð sína Starfshópur á vegum Verslun- arrábs íslands hefur verið ab vinna upp hugmyndir um leiðir til sparnaðar í ríkis- rekstrinum. Ríkissjóbshallinn er verulegt áhyggjuefni, segir í bréfi sem Verslunarrábið hef- ur sent ráðherra og er þar á það bent ab þetta sé næstum eina hagstærbin sem ekki hafi sýnt jákvæba þróun sl. ár. Verslunarráðsmenn vilja stilla halladæminu upp með öbmm hætti en oftast er gert, t.d. hætta ab tala um 6,5 miljarða halla. Heldur vilja þeir segja að „næstu 20 árin verði að vera 19 milljaröa afgangur á ári til að bæta fyrir skuldasöfnun undan- genginna ára. Það er rúmlega fimmtungur rekstrarútgjöldum ríkissjóðs (rekstrarkostnaður og rekstrartilfærslur)." Starfshópur ráösins sendir ráð- herranum í bréfinu ráöleggingar um sparnaðarleiðir sem ríkið gæti gripið til. Annars vegar eru ráðleggingar um nokkur stjórn- unarleg atriði, sem þykja sjálf- sögð í einkarekstri og ættu einn- ig að nýtast í ríkisrekstri. Hins vegar em bent á nokkur rekstr- arleg atriði, sem starfshópurinn telur sjálfsagt að taka á. Hér á eftir fara þessar ráðleggingar Verslunarráðsins: Tíu atriði úr einkarekstri 1. Gerðar veröi markvissar rekstraráætlanir til lengri tíma — langtímafjárlög. 2. Samið verði um föst Iaun á mánuði, öll yfirvinna þar inni- falin. Tekið veröi fyrir „óunna yfirvinnu". 3. Starfsmenn vinni einungis á einum vinnustað. Undantekn- ingar þarfnist sérstaks leyfis. í dag em dæmi um að sami aðili vinni á allt að 11 stöðum. Frá Mozart til Mahlers 4. Eftirlit verði með viðvem starfsmanna og engar auka- greiðslur greiddar fyrir vinnu í vinnutíma í nefndum hins op- inbera. 5. Markmið utanlandsferða sé ávallt ljóst og skýrsla gerð um ferðina. 6. Dagpeningar miðist við næt- ur en ekki daga, og makar fái ekki dagpeninga. 7. Æviráðningar verði afnumdar og ráðning starfsmanna innan fjárlagaheimilda. 8. Sveigjanleiki í tilfærslum manna á milli ríkisfyrirtækja verið aukinn. 9. Framlög til lífeyrissjóða opin- berra starfsmanna verði innt af hendi, en skuldum ekki safnað til framtíöar. 10. Beitt veröi altækri gæða- stjórnun við umbætur og kostn- aðarlækkun. Sinfóníuhljómsveit íslands verð- ur með tónleika í Háskólabíói annað kvöld, 27. október, kl. 20.00. Hljómsveitarstjóri verbur Richard Bernas og einieikari á fiblu verbur Gubný Guðmunds- dóttir. Flutt verður Sinfónía nr. 3S Haffn- er eftir Wolfgang Amadeus Moz- art, Fonngerð II eftir Herbert H. Ág- ústsson og Sinfónía nr. 1 eftir Gust- av Mahler. Hljómsveitarstjórinn kemur frá Bretlandi, einleikarinn er íslensk- ur, en tónlistin er öll frá Austur- ríki. Hljómsveitarstjórinn Richard Bernas, sem fæddur er í Bandaríkj- unum en býr nú í Bretlandi, var í upphafi ferils síns aðstoðarhljóm- sveitarstjóri Sir Charles Mackerras. Þó þetta sé í fyrsta sinn sem Bern- as sækir okkur heim, er hann ekki ókunnugur íslenskri tónlist, því hann stjórnaði tónleikum á ís- lenskum dögum í Glasgow árið 1992 þar sem eingöngu var leikin íslensk tónlist. Einleikari á þeim tónleikum var Sigrún Eðvaldsdótt- ir. Guöný Guðmundsdóttir, 1. kons- ertmeistari S.Í., hefur veriö í leyfi frá störfum um nokkum tíma, en henni voru veitt listamannalaun í sex mánubi. Á þessum tíma hefur hún ekki setiö auðum höndum, því hún er nýkomin heim úr Guöný Guömundsdóttir. löngu tónleikaferðalagi. Fyrst hélt hún til Mexíkó þar sem hún lék einleik í fiðlukonsert eftir Mendelssohn meb Orquesta Sinf- onica del Estada de Mexico undir stjórn Enriques Batiz. Síöan tók viö tónleikaferð til Japans og aö lokum fór hún til Kína, þar sem hún dvaldi viku í Beijing viö tón- leikahald og sem gestakennari við Tónlistarháskólann þar í borg. í næsta mánuði mun hún halda tónleika í London ásamt píanó- leikaranum Peter Máté, en geisla- plata þeirra með fiblusónötum Griegs kemur út í næsta mánubi. Það var árið 1782 aö Mozart fékk Richard Bernas. beiðni um að semja verk í tilefni af því, að til stóð að slá aðalsmann- inn Sigmund Haffner til riddara. Mozart var um þetta leyti mjög önnum kafinn: hann var að stjóma óperu sinni Brottnáminu úr kvennabúrinu, hann vann við tón- smíðar og hann var um það bil aö ganga í heilagt hjónaband. Hann lét þó til leiðast og samdi kvöld- lokku í sex þáttum. Þegar Mozart var beöinn nokkru síbar ab stjórna tónleikum meö eigin verkum, vantaöi hann sinfóníu. Hann greip þá til þess ráös að fækka um tvo þætti í kvöldlokkunni, sem til- einkuö var Haffner, og stækka hljómsveitina. Þar var þá komin sinfónía nr. 35. Eftir sem áður er tónverkið kennt viö áðurnefndan Haffner. Höfundur verks númer tvö á efn- isskrá tónleikanna er Herbert H. Ágústsson, fæddur í Austurríki en löngu oröinn íslendingur. Herbert kom til þess aö gegna stöðu horn- leikara í Sinfóníuhljómsveitinni árið 1952, en 1. september sl. lét hann af störfum sem slíkur fyrir aldurs sakir. Formgerö II er fiðlu- konsert sem Herbert samdi 1979, en þaö var frumflutt hér árið 1981 og þá af Guðnýju Guðmundsdótt- ur sem flytur verkið einnig nú. Er hann var ungur mabur, var Mahler, sem þá var hljómsveitar- stjóri við Fílharmóníuhljómsveit- ina í Búdapest, boöiö ab stjórna sinfónísku verki eftir sjálfan sig. Mahler dró þá fram úr pússi sínu risastórt verk sem hann hafði sam- iö nokkru áður, en það varð síöar hans fyrsta sinfónía. Viðbrögð hljóöfæraleikara í hljómsveitinni voru mjög uppörvandi fyrir Ma- hler, en viðtökur áheyrenda og gagnrýnenda vib frumflutning verksins, sem Mahler stjórnaði sjálfur áriö 1889, voru j daufara lagi. Síöar endurskoöaði Mahler tónverkið og er óhætt að segja aö gagnrýnendur síðari tíma hafa far- ið blíbari höndum um sinfóníuna. Rekstrarleg atriði — sparnabarleiðir 1. Ríkissjóður á ab fækka verk- efnum sínum og koma þeim í hendur einkaaðila. 2. Markmið og hlutverk ríkisfyr- irtækja verði endurskilgreint og óheimilt veröi að víkja frá sam- þykktu hlutverki. 3. Endurskipuleggja þarf stjórn- sýslu hins opinbera, fækka millistjórnendum og skera um- fang hennar niður. Beita má t.a.m. 15% flötum niðurskurði. 5. Fjárveitingar verði lagaðar að eftirspurn eftir opinberri þjón- ustu — val notenda aukið, t.d. í skólakerfinu. 6. Fækkun ráðherra, þing- manna og sendirába. 7. Sameining sýslumannsemb- ætta, héraðsdómstóla og skatt- stofa. 8. Afnám útgáfustyrkja. 9. Gerðar verði auknar kröfur um sértekjur fyrir veitta þjón- ustu, einkum þar sem hún er í samkeppni við einkaaðila. 10. Ýmsir styrkir til frjálsra fé- lagasamtaka á vegum ráöuneyta og til ýmissa menningarmála verði felldir niður eða lækkabir. 11. Aö fenginni reynslu verbi felldur brott liburinn „rábstöf- unarfé samkv. ákvörðun ráð- herra". ■

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.