Tíminn - 26.10.1994, Síða 11

Tíminn - 26.10.1994, Síða 11
Mi&vikudagur 26. október 1994 11 Félag ísl. leikskólakennara: Krefst jafn- ari tekju- skiptingar í kjaramálaályktun 6. haust- þings Félags íslenskra leik- skólakennara, sem haldiö var í sl. viku, er krafist jafn- ari tekjuskiptingar og a& kjör launafólks ver&i lei&rétt vi& ger& næstu kjarasamn- inga. Þá mótmælir þingib harölega abför ríkisvaldsins aö velferð- arkerfinu. Að mati þingsins hafa síðustu ár einkennst af þjóöarsátt og málamiðlunar- tillögum, sem áttu að leiða til stöðugleika í þjóðfélaginu. Þingið telur að sá stöðugleiki hafi falið í sér hækkun skatta, lækkun barnabóta, auknum álögum á aldraða og sjúka, minnkandi kaupmætti og auknu atvinnuleysi. Þingið skorar á stjórnvöld að snúa af þessari óheillabraut og efla velferðarkerfið, hækka skatt- leysismörk og taka á skattsvik- um og því siðleysi sem við- gengst víða í þjóðfélaginu. Skífan gefur út: Þó líði ár og öld — tvöfalda geislaplötu meö mörgum vinsœlustu lög- um Björgvins Halldórssonar í ár eru li&in 25 ár frá því Björgvin Halldórsson söng sitt fyrsta lag inn á hljóm- plötu. Þa& var lagiö Þó líöi ár og öld. Á þessum aldarfjórö- ungi hefur Björgvin sungiö á 4. hundraö lög inn á íslensk- ar hljómplötur, og hann hef- ur veriö vi&ri&inn upptökur á tæplega 600 lögum. Þaö er því sannarlega kominn tími til a& líta yfir farinn veg. Á þessari tvöföldu geislaplötu er að finna 40 af. vinsælustu lögum Björgvins. Flest eru þau sígild orðin og nægir að nefna lög á borð við Þó líði ár og öld, Tœtum og tryllum, Eg las það í Samúel, Gullvagninn, Ævintýri, Eina ósk, Ástin, Ég lifi í draumi, Riddari götunnar og Ég er ennþá þessi asni. Plötunni fylgir skemmtilegur inngangur eftir Jónatan Garðarsson um feril Björgvins, ítarlegar upplýsing- ar um öll lögin og fjölmargar ljósmyndir frá síðustu 25 ár- um. Þess má loks geta að sett hef- ur verið upp sérstök skemmt- un á Hótel Islandi, sem byggir á ferli Björgvins og ber sama nafn og platan. Úr Snædrottningunni. Sögumaðurinn, sem leikinn er af Hilmi Snœ Gubnasyni, sést hér segja Rœningjadótturinni, sem leikin er af Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur, sögu. Nýtt barnaleikrit: Ný hljóöfœraverslun Tónabúðin Akureyri hefur opnab útibú oð Laugavegi 163, Reykja- vík (á horni Laugavegar og Höfðatúns/Skúlagötu). Þar fæst mikið úrval af hljóðfœrum, mögnurum og hljóðkerfum. Starfsmenn eru þeir Ágúst Atlason og jón Ingólfsson og síminn er 24515. Snædrottningin frum- sýnd í Þjóðleikhúsinu ríkin út? Deyja Market Forces and World Develop- ment, ritstýrt af René Prendergast og Frances Stewart. St. Martin's Press (og Macmillan), 217 bls., £45. VIÐSKIPTI „Kaldhæðni er, að hin fleyga forsögn Leníns — að ríkið muni deyja út — virðist vera að rætast, þótt ekki alveg að þeim hætti, sem hann sá fyrir. I ritgerðasafni þessu er athygli beint að því, að vegur ríkisins hefur verið fallandi um árabil. í flestum ritgerðanna ellefu í safni þessu er reynt að sýna fram á snögga bletti á þeirri röksemd, aö frjálst markaös- kerfi sé þróunarlöndum líkleg- ast til árangurs." Svo segir í rit- dómi FT Review of Business Books 15. mars 1994. „Frá 1970 til 1989 hafa lönd meb tekjuhæstu 20% jarðar- búa aukið hlut sinn í heildar- tekjum heimsins úr 74% í 89%, en hlutur hinna meb tekjulægstu 20% jarðarbúa hefur fallið niður í 1,5%. Jafn- framt hefur tekjumunur og fá- tækt vaxið víðast í Subur-Am- eríku og Afríku ... Bókin geym- ir ábendingar þess, að heimur- inn hrópi síður á minni stjórn en betri stjórn." Skattavinjar Tax Flavens and Thelr Uses, eftir Caro- line Doggart. Economist Intelligence Unit, 183 bls., £75. „Handbók þessi — rituö á ljósu máli, sem minnir á Economist — er ágætur inngangur a& þessum hlutum ... m.a. ab sögu skatta- vinja, skráningu fyrirtækja í þeim og tekjuskatti fyrirtækja og ein- staklinga og stö&u gagnvart öðr- um skattayfirvöldum." Svo segir í ritdómi FT Review of Business Books 15. mars 1994. „Sviss var& fyrsta skattavinin, að vir&ist. Campione á landamærum þess og Ítalíu varö að skattavin, þar eö bæöi löndin báöust undan fjárhagslegri forsjá þess. Minerva á milli Tonga og Fiji varö fyrir skömmu aö fyrstu neðansjávar skattavininni. Enginn skattur er á Ascension-eyju og aöeins 4% skattur á Svalbarba, sem tilheyrir Noregi." „Doggart hefur á lista sínum nokkra óvænta aðila: Frakkland og Ítalíu í Evrópu í sumu tilliti og jafnvel Bandaríkin fyrir marga Evrópubúa sakir tiltölulega lágs skatts sambandsríkisins. ... Þar e& praktískar rábleggingar hafa for- gang í handbókinni, er henni þröngur stakkur skorinn. Gagn hefði veriö ab meira lesefni um aðhald a& skattavinjum, en það er breytingum undirorpiö, og hver framtíö þeim er búin, þar eð breytingar em að verða á álagn- ingu og innheimtu skatta víða um heim." ■ í dag, mi&vikudaginn 26. október, frumsýnir Þjó&leik- húsi& barnaleikriti& Snæ- drottninguna eftir Evgení Schwartz, sem byggt er á samnefndu ævintýri eftir H.C. Andersen. Snædrottn- ingin var fyrsta barnaleikrit- i& sem sýnt var í Þjó&leik- húsinu, áriö 1951, og er nú sýnt í nýrri mynd. Gerða og Kári búa í sátt og samlyndi hjá ömmu sinni þar til Snædrottningin birtist óvænt, hneppir Kára í álög og lokkar hann til sín. Gerða litla heldur af stað út í hina víðu veröld í leit að Kára, með hjartahlýjuna eina að vopni. Leit Gerðu berst víba og endar norður á heimsenda, þar sem Snædrottningin býr í klaka- höli sinni. A leið sinni hittir Gerða bæbi kynjaverur og tig- inboriö fólk, lendir í klóm ræningja og eignast ræningja- stelpu að vinkonu. Við leitina nýtur hún dyggrar aöstoðar sögumanns þessa litríka ævin- týris og allra þeirra nýju vina sem hún eignast á leið sinni. Oft er Gerða í miklum háska stödd og útlitiö svart, en allt fer þó vel að lokum og kærleik- urinn sigrar ískalda klakaver- öld Snædrottningarinnar. Ný blóma- og gjafavöru- verslun: Ís-Blóm Ný blóma- og gjafavöruverslun hefur opnab ab Háaleitisbraut 58-60, Ís-Blóm. Boðið er upp á skreytingar við öll tækifæri og bestu gæði í blómum, sem völ er á. Afskorin blóm, pottaplönt- ur og gjafavörur. Eigandi er Ragnar Stefánsson, til þjónustu reiðubúinn. „Okkar blóm fyrir ykkur" er mottó verslunarinnar. Síminn er 883344.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.