Tíminn - 28.10.1994, Blaðsíða 11

Tíminn - 28.10.1994, Blaðsíða 11
Föstudagur 28. október 1994 fr ftfrfr'rThOr WwPwBII n Skáldið hjá Hlemmi Fyrir nokkru fékk ég birta grein um ljóbskáldiö Rúdólf Pálsson í dagblaðinu Tímanum. Þarna tók ég til meðferðar frumsamin ljóð hans á dönsku og ensku. Mér fannst birting þessarar greinar minnar vottur þess að blaðið færi ekki í manngreinar- álit. Hjá flestum blööum starfa svonefndir bókmenntagagn- rýnendur eða bókmenntafræb- ingar og komast vart abrir að til að dæma ritverk manna áður en lesendur hafa kveðið upp sinn dóm, en þeir dæma að lokum hvort viðkomandi rithöfundar hafa eitthvab það fram ab færa sem bitastætt megi teljast. Ég kynntist Rúdólf Pálssyni fyrir eitthvað hálfum öðrum áratug, er við unnum saman um sumartíma hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur. Þá hafði hann fyrir nokláum árum sent frá sér Ijóðakverið Á svörtum reiðskjóta. Rit þetta gaf höfundur út á eigin ábyrgð og kostaöi útgáfu þess. Það er enginn leikur fyrir venju- legan mann að fá útgefanda að ljóðmáli sínu. Rúdólf er aðeins einn af mörgum sem þetta gild- ir um. En nú kostar talsvert að gefa út bækur, geta menn spurt. Jú, það er alveg rétt. Þetta þekki ég sjálfur, sem sent hef frá mér þrjú kver með ljóðum, þar af eitt frumsamið, en hin þýdd. Kver kalla ég ritað mál sem er innan við hundrað blaðsíður. Ég hef gluggab í kverið Á svört- um reiðskjóta. Hvab skyldi ég Hannes Hólmsteinn Cissurarson. Hannes Hólmsteinn velur fleyg orb Sagnabrunnur íslendinga er úrval snjöllustu lýsinga, ummæla og tilsvara í Islendingasögunum. Þessi bók er sannkallaður lykill aö þessum ómetanlegu sögum — menningararfinum sem aðr- ar þjóbir öfunda okkur af. Bók- in er bæði einstaklega fögur og gagnleg, ekki síst ræðumönn- um, bréfritumm og áhuga- mönnum um íslenska tungu sem vilja skreyta mál sitt perl- um úr fornbókmenntunum. Um val á textum sá Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Bókin er úr ritrööinni Sólstöfum, en áður hafa komið út í sömu ri- tröb Hver er sinnar gœfu smiður eftir Epiktet í umsjá Brodda Jó- hannessonar og Ferskeytlan í samantekt Kára Tryggvasonar. Bókin er innbundin.og er 112 blaðsíður. Verb bókarinnar er 1.490 kr. hafa fundið, sem snert hefur mig eitthvað? Í ljóðinu „Játn- ing", sem telur 48 erindi, kenn- ir ýmissa grasa. Höfundinum er mikið niðri fyrir og kemur víba við, oft býsna gagnrýninn. Sem dæmi tek ég hér fyrsta erindib: Ég hefvakað um nœtur og núið úr augum níðþungar stírur og heiminn grillt sem glampandi leiftur í Ijósfœlnum skuggum og litið í augun á friðlausum draug- um, sem glottandi hálfmáni hafði tryllt í hófausan leik fyrir dyrum og gluggum. Rúdólf er engan veginn sáttur við framþróunina, og er býsna svartsýnn í eftirfarandi erindi: Áfram er stefht eftir alfaravegi, órœð og myrk er hver framtíðarspá, sem vegur salt milli vöku og dauða, verður hún ósk, sem rœtist þó eigi, en fellur svo loksins með lífnu í dá, er leiktjöldin falla á hinsta degi. Nú libu allmörg ár þar til Rúd- ólf sendi frá sér næsta ljóðasafn. En 1989 kom mikið safn, er ber heitið / víngarði Drottins. Hvergi sá ég þessa ljóðasafns getið í blöðum á sínum tíma, enda kostaði höfundur útgáfuna. Stundum þungbær þögnin er, stendur einhvers staðar. Harður ritdómur er skárri en algjör þögn, ekki satt? Þetta hefur Rú- dólf mátt þola, en kært sig koll- óttan. Ég er á þeirri skoðun, ab flestir hefbu látið hugfallast í hans sporum, og steinhætt ab senda frá sér bækur, en það hef- ur hann ekki gert, heldur færst í aukana. En víkjum að ofannefndri bók, sem ber undirtitilinn gamanljóð, sem eru tölusett, en án yfir- skriftar. Ekki fer milli mála að höfundur tekur öllu helgitali meb fyrirvara og gerir oft góð- látlegt gaman að. Eg tek hér sem dæmi nr. 86: Þú manst, að eplið sem Eva gafþér, var afbragðsgott og saðningsríkt. Það gafþér kraftinn ogguðaljóm- ann og gárungsskapinn og þvíumlíkt. En dýru verði var krafturinn keyptur og köld þau dómsorð, er skópu þitt ráð úti á mörkinni, óláns greyið, án allrar vonar um guðlega náð. Nýkomnar eru út tvær listaverka- bækur hjá forlaginu Gröndahl- Dreyer, með verkum Rolfs Nesch eftir Evu Wiik og verkum Jo- hannes Rian, en sú bók er skrifuö af Gunnar Groven, Magne Mal- manger ogjahn Otto Johanssen. Rolf Nesch er þýskur listamaður, sem flúði frá Þýskalandi nasism- ans til lands Édvards Munch í norðri, þar sem hann reiknaði meö friði og ró. Þetta fór á aðra leiö. Klær Þjóðverja náðu líka þangað, auk þess sem sjúkdómar, fátækt og einmanaleiki hrjábi hann. En hann eignaðist kaup- mannshjónin Wiik að ævivinum, Evu og Gunnar, og nú minnist hún hans í þessari bók, sem á norsku heitir Min venn RolfNesch. Bókin er í stóru broti, 110 blaö- síbur, með yfir 60 myndum. Þar af eru 40 myndir af listaverkum hans úr safni Wiik-hjónanna. Listform Nesch voru margskonar. Og varla verður sagt, að lífssýn höfundar sé björt í framhaldinu: Og syndugt mannkyn sárt og kvalið fœr sekt þína í fóðurarf, þótt Kristur haf komið sjálfur og kunngert náð og afturhvarf. Svo leggur þú á dauðadjúpið í Drottins nafni hinsta sinn, með uppdiktuð frœði og fararpésa um forsjá Guðs og himininn. Og mér er sem ég sjái skuggann, sakbitinn en uppstrokinn, fara höndum um fararsjóðinn og fela stœrsta skildinginn. Þannig lýkur þessu ljóði. Ég til- færi ekki fleiri slík úr þessari bók, en ég verð að segja eitt, að hvað sem skáldskapargildinu líður er lesturinn allt annað en leiðinlegur. Höfundurinn kem- ur lesandanum iðulega á óvart. Efasemdir hans um tilgang þessa jarðlífs leyna sér ekki, og honum er eiginlega ekkert heil- agt. Hann tekur ekki hlutina al- varlega og slær mörgu því upp í glens og gaman sem flestir taka alvarlega. Þetta er mín skobun eftir að hafa flett í gegnum þessa miklu bók, er telur alls 218 gam- anljóð. Gaman væri, ab einhver bókmenntafræðingurinn liti á þessa bók og fleira sem Rúdólf hefur sent frá sér, og greindi hana með lærdómi sínum. Ljóðabókin / vitund minni kom út 1992. Hún er minnst að um- fangi af ljóöasöfnum Rúdólfs Pálssonar, en telur þó 89 ljóð. Ég læt nægja að taka eitt til meðferðar hér, er ber heitið „Snjór": Svifétt fs úr frð hins bláa falla yfr bera, nakta jörð, kristalsfógur kom á bleikan svörð og klœða allt í hvítan gljáa. Dauðahrein úr himinsölum hníga þau á feldinn mjúka, sveipa honum um svarta hnjúka og svefnsins böm í myrkum dölum. Svefnsins orð þau mœla afmunni meðan kuldavofan gistir, höfog lönd og Ijóð sitt ristir í liðnar rósir í náttúmnni. Hvísla orðum bœnarblíðum, bera þau á engilsvömm, en við sem fómm um veginn á skíð- um verðum til muna fjótari í fomm. Síðasta ljóðasafn Rúdólfs kom NORSKAR BÆKUR SIGURÐUR H. ÞORSTEINSSON Höggmyndir, efnismyndir úr margskonar efnum, teikningar, grafík og nytjahlutir. Öll vinna bókarinnar og band er hið vand- aðasta. Nesch andaðist 1975. Hann hét fullu nafni Emil Rudolf Nesch, en eftir að hann gerðist norskur ríkisborgari 1946 tók hann upp nafnib Rolf. Johannes Rian var málari, fædd- ur á Skistad 17. maí 1891, en lést í Ósló 10. desember 1981. Bókin um hann er 128 blaðsíbur í stóru broti og skreytir mynd hans, „Mánaskin" frá 1974, kápu bók- arinnar. Auk þess em um 107 myndir í bókinni, flestar lit- myndir í afar vandaðri prentun. Þar eru mebal annars nokkrar af tréristum hans, sem eru einstak- Rúdólf Pálsson. út á þessu ári og nefnist Veðra- brigði. Er þetta mikil bók að um- fangi, 270 bls., og telur 218 ljóð og allmargar lausavísur í lokin. Hér er slegið á flesta strengi hjá skáldinu. Eg segi og skrifa skáld, en legg ekki dóm á það hvers konar skáld hann er, gott eba slæmt eða þar á milli. Skáld er mannvera, sem setur saman ljóð. Það er ekki mitt hlutverk eða einhverra menningarvita að dæma um hver er skáld og hver ekki. Tíminn mun dæma mig sem skáld eða ekki skáld og einnig hann Rúdólf Pálsson í fyllingu tímans. Ég er í nokkrum vanda þegar velja skal eins og eitt ljóð úr fyrrnefndu ljóðasafni. Mér finnst þetta safn alveg bráð- skemmtilegt. Ég skellihló, bæði hátt og í hljóði, meðan ég blað- aði í þessari firnamiklu bók. Ljóðib „Stelpa" er lifandi lýsing á ungri stúlku, sem horfir að- eins á „lífsins eilífa grín", líkt og Tómas segir í ljóði sínu „Þér ungu konur". Ég get ekki að því gert að tilfæra hér tvö erindi úr þessu Ijóði (af fjórum): Stríðið stelputripþi, stásslegt himpingimpi, stikar leggjalöng, lipur á tá og svöng, býr yfr bamsins vœrð, blómleg, í stílinn fœrð, eins og klippt út úr kyncesingarblaði, og karlmenn vill hún fá með hraði, annars verður hún alveg œrð. Stríðið stelputrippi, stásslegt himpingimpi, hristir lítinn lokk, lífð er vals og rokk, ekkert armœðubull, er einsdœmi, þótt hún sé full eftir að hún hefir dmkkið og daðrað við kappann drykklanga stund og reynt að napp'ann og allt hans einskisverða gull. lega skemmtilegar. Að mestu leyti eru það þó málverk hans sem skreyta bókina, en þar er einnig að sjá myndir af verkum á ýmsum vinnslustigum. Hinir þrír höfundar bókarinnar skrifa allir um þennan einstaka listamann, hver frá sínum sjónar- hóli og mjög svo líflega. Er sönn ánægja að lesa frásögn þeirra. Ein af þekktari myndum hans er „Stúlka með selló", sem hann gerði um 30 litastúdíur af fyrir 1950, og er hún síðasta myndin í bókinni, á blaösíðu 128. Þab er vatnslitagerð myndarinnar sem þarna er að finna. Öll vinnsla bókar þessarar er sér- staklega vöndub, enda hafa margir ab henni komið. Grön- dahl og Dreyer Forlag A.S. hefir enn einu sinni stabfest ab þar em gefnar út einhverjar vönduðustu listaverkabækur á Norðurlönd- um. ■ Já, þetta er ólíkt þeim samseln- ingi sem víða sést í tímaritum, þar sem ungt fólk er næstum eitt um hituna, og allir vilja telj- ast skáld. Vitanlega ekki snefill af rími eba hrynjandi — það er of gamaldags. Rúdólf yrkir með hefðbundnum hætti, og þó mjög fjölbreyttum. Hugmyndir á hann ótal, ekki vantar það. Aftast í þessu ljóðasafni Rúd- ólfs eru ferhendur meb ýmsum hætti. Ekki finnst mér Rúdólf láta eins vel að setja saman fer- hendur og kvæði. Hann er mót- aður af fjölmenni og mennta- stofnunum, þó að hann sé raun- ar hálfgerður einfari. Rúdólf fæddist í Vestmannaeyjum 7. október 1931. Faðir hans var Páll Oddgeirsson, útgerbarmað- ur þar, sóknarprests Gubmunds- sonar, og móðir Ragnhildur Skaftadóttir, bónda á Suður- Fossi í Mýrdal, þar sem hann ólst upp að miklu leyti, án sam- vista við föbur. Rúdólf stundaði nám á Laugarvatni og við Menntaskólann í Reykjavík, og þaðan lauk hann stúdentsprófi árið 1954. Viðskiptafræðiprófi lauk hann fjórum árum síðar, þó hann hafi ekki sinnt vib- skiptum, en stundað ýmis störf, meðal annars kennslu barna og unglinga í sjö ár. Nú er Rúdólf öryrki, eftir að hafa stundaö störf um langt árabil hjá B.Ú.R. Hann er búsettur skammt frá Hlemmi í Reykjavík — og sést þar oft. Ég hef kynnt ljóðskáldið Rúd- ólf Pálsson. Auðunn Bragi Sveinsson Sigurður Nordal. Fornar menntir Nordals komnar út Fomar menntir I-HI er þriðji þriggja binda flokkurinn í heildarútgáfu ritverka Sigurðar Nordals. I öllum þremur bind- unum er fjallað um fornar bókmenntir og menningu ís- lendinga. Fyrirferðarmesta rit- ib í þessum flokki er íslensk menning, sem er eitt höfuðverk Nordals. Eins og flest rit hans er það ekki síður skrifað fyrir almenning en fræðimenn. í öbru bindi flokksins er allmik- ið óprentaö efni. Er þar sér- staklega ab nefna drög ab framhaldi íslenskrar menning- ar, er höfundur nefndi Frag- menta ultima. Þriðja bindiö nefnist Sögur og kvæði og eru þar ritgerðir um einstaka ís- lendingasögur, svo sem Hrafn- kels sögu, Grettis sögu o.fl., og um ýmis fornkvæði, svo sem hin fræga ritgerð hans um Völuspá. Bækurnar eru innbundnar og eru samtals 1404 blaösíður. Verð bókanna er 9.800 kr. ■ Tvær listaverkabækur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.