Tíminn - 28.10.1994, Blaðsíða 1

Tíminn - 28.10.1994, Blaðsíða 1
SIMI 631600 Stakkholti 4 Inngangur frá Brautarholti STOFNAÐUR 1917 78. árgangur Föstudagur 28. október 1994 203. tölublað 1994 Sjávarútvegsráöherra ósammála utanríksirábherra um inngöngu aö nýju í Alþjóöa hvalveiöiráöiö: „Óttast ab þetta veiki samningsstöðu íslendinga" Þorsteinn Pálsson sjávarút- vegsráöherra óttast aö yfirlýs- ing utanríkisráöherra á þingi í gær, um ab æskilegt sé ab ís- land gerist aftur meölimur Al- þjóöa hvalveiöiráösins, veiki málstab íslendinga á sviöi hvalveiöa. jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráöherra lét ummælin falla í umræðum um skýrslu ut- anríkisráðherra á Alþingi í gær. Sjávarútvegsráðherra segir þetta persónulega skoðun utanríkis- ráðherra. Engin breyting hafi orðið á stefnu ríkisstjórnarinnar í hvalveiðimálum. „Ég sagði um leið og við sögð- um okkur úr ráðinu, að það gæti komiö til álita aö við gengjum þar inn aftur ef forsendur breyttust. Segja má að örlað hafi á nýjum viöhorfum á síðasta ársfundi ráðsins. Enn sem kom- ið er hafa engar grundvallar- breytingar átt sér stað og litlar líkur á að hvalveiðibanninu verði aflétt." Þorsteinn segir hins vegar for- sendu til að endurskoða afstöðu íslendinga, takist að tryggja okkar hagsmuni meb samning- um vib þær þjóbir innan Al- þjóða hvalveiðiráðsins sem mestu ráða. Þer er fyrst og fremst átt við samkomulag við Bandaríkjamenn um að íslend- ingar geti tekið upp að nýju hvalveiðar innan hóflegra marka. Sjávarútvegsráðherra telur grundvöll fyrir slíkum samningum í kjölfar breyttra viðhorfa sem Bandarikjamenn hafi látið í ljósi. Aftur á móti sé yfirlýsing utanríkisráðherra ekki heppileg við þessar aðstæður. „Eg óttast ab yfirlýsing af þessu tagi núna veiki samningsstöðu okkar að þessu leyti," sagði Þor- steinn. „Við höfum fengið ákveðin skilaboð frá bandarísk- um stjórnvöldum og ég tel að það sé rétti tíminn núna til þess að leita eftir samtölum. Ekki síst á grundvelli upplýsinga sem að við höfum fengið frá Washing- ton," sagði Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsrábherra. Ögmundur Jónasson endurkjörinn formaöur BSRB v7ð þingslit í gœr: Krefjast umtals- verðra kjarabóta .. \\ • 'ÍÉI /' „Skilaboöin frá þessu þingi til ríkisstjórnarinnar, sveitar- stjórna og atvinnurekenda eru skýr og afdráttarlaus: í stab þess ab stefna til þeirrar fortíbar þeg- ar misskipting var mikil í þjób- félaginu eins og hér hefur verib á undanförnum árum viljum vib breyttar áherslur. Vib vilj- um þjóbfélag sem útrýmir fá- tækt, þjóbfélag sem líbur ekki atvinnuleysi. Við viljum þjóðfélag jafnaðar og réttlætis. Þetta er krafa BSRB og henni verður fylgt eftir." Þannig mæltist Ögmundi Jónassyni, ný- endurkjörnum formanni BSRB, vib slit þings samtakanna í Reykjavík í gær. Þingfulltrúar brugbust við þessum orðum for- mannsins með dúndrandi lófa- taki enda greinilegt að Ögmund- ur skynjaði rétt stemmningu fé- lagsmanna sinna þegar hann sagði að nú „kraumaði undir í kjaramálunum". Kjaramálin voru mál málanna á þinginu sem samþykkti mjög haröa kjaramálaályktun. Það kemur m.a. fram að „BSRB krefst þess ab í komandi kjarasamning- um náist fram umtalsverðar kjarabætut og beinir því til aðild- arfélaga að gera hnitmiðabar kröfur og fylgja þeim eftir." Kjaramálaályktun BSRB ein- kennist mjög af kröfum um auk- inn jöfnuð og mótmælum gegn vaxandi ójöfnuði og launamun í þjóbfélaginu. Í henni segir m.a. ab „BSRB lýsi fullri ábyrgö á hendur stjórnvöldum og at- vinnurekendum vegna vaxandi misréttis í íslensku þjóöfélagi og skorar á allt launafólk að fylkja sér bak kröfum um kjarajöfnun og réttlátara þjóðfélag. ■ Heilsubót í hádeginu. Birna Petersen íþróttakennari kann tökin á tilverunni og hleypur oft um grasagarbinn í Laugardal í hádeginu sér til heilsubótar. Birna er landslibsspilari í Badminton og mikil áhugamanneskja um heilsu- rcekt og gœti sannarlega orbib mörgum fyrirmynd íþeim efnum. Tímamynd CS MVr /WV^. y*' I V«r W'J % ¥»• i-áafiiv? Wvi, f m■■ I Qfi i V.A - s w?y. • ‘'HW- '• t '.v\tjji\iT í í? Aí \ 1 ^ 7 1^^i|im t Ráöherra ekki varinn vantraustí? Líkur eru taldar á ab Alþingi samþykki vantraust á Gub- mund Árna Stefánsson félags- málarábherra taki hann ekki þá ákvörbun sjálfur ab bibjast lausnar. Forsætisrábherra lýsti því yfir í gær ab komi til þess ab málefni Listahátíöar Hafnafjaröar verbi kærb til fé- lagsmálarábuneytis muni hann beita sér fyrir ab Gub- mundur Árni víki sem ráb- herra á meban málib er í rannsókn. Þetta kom fram í umræðum utan dagskrár um málefni fé- lagsmálaráðherra á Alþingi í gær, en þung stemmning var ríkjandi í þingsölum eftir síð- ustu ávirðingar á rábherrann. Tilefni umræðnanna var um- ræðuþáttur í Ríkissjónvarpinu í vikunni þar sem Guðmundur Árni og Magnús Jón Árnason, bæjarstjóri í Hafnarfirði, raeddu um uppgjör Listahátíðar Hafn- arfjarbar. í þættinum sagðist Gubmudur Arni, sem félags- málarábherra, vilja vara Magn- ús Jón við því fari sem rába- menn væru að festast í þar og sagði þá þurfa að ræða um ýmis mál, s.s. reynslusveitarfélög, til- flutning grunnskóla, húsaleigu- bætur o.fl. Þetta túlkaði málshefjandi, Ól- afur Ragnar Grímsson, formab- ur Alþýðubandalagsins, og fleiri þingmenn sem lítt dulbúna hótun. Gubmundur Árni sagði sjálfur í umræðunum í gær að orð sín bæri ekki að skilja þann- ig, en Davíð Oddsson forsætis- ráðherra upplýsti að hann teldi ummælin óheppileg og að hann hefði þegar rætt þau sér- staklega við félagsmálaráð- herra. Davíð sagði jafnframt að verbi málefni Listahátíðar Hafnarfjarðar kærð til félags- málaráðuneytisins telji hann eðilegt ab Guðmundur Árni víki sem félagsmálaráðherra á meðan. Ólafur Ragnar Gríms- son segist gefa forsætis- og fé- lagsmálaráðherra tíma til ákvörðunar fram eftir næstu viku. „Mér finnst eðlilegt og mann- eskjulegt að gefa Guðmundi Árna nokkra daga til þess að meta þetta í rólegheitunum sjálfur og taka þá skynsamlegu ákvörbun að biðjast lausnar, eða gefa forsætisrábherra tíma til ab vinna úr málinu," segir Ólafur Ragnar. „Gerist hvorugt er ég ákveðinn í að beita mér fyrir vibræðum milli þingmanna um flutningu vantrausts á Guðmund Árna. Ég mun ekki binda þær sam- ræður við stjórnarandstööu- flokkana eingöngu. Mér finnst málið vera komið úpp úr far- vegi stjórnar, stjórnarandstöðu, eða einstakra flokka. Þetta er málefni þingsins alls og þeirra leikreglna sem vib viljum hafa í íslensku stjórnkerfi." ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.