Tíminn - 09.12.1994, Síða 4
4
Föstudagur 9. desember 1994
STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7
Útgáfufélag: Tímamót hf.
Ritstjóri: ]ón Kristjánsson
Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík
Sími: 631600
Símbréf: 16270
Pósthólf 5210, 125 Reykjavík
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans
Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmiðja hf.
Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb ílausasölu 150 kr. m/vsk.
Tekjumunur
á íslandi
í þjóðmálaumræðunni undanfarna daga hefur
nokkuð borið á fullyrðingum um að launamunur
á íslandi sé minni en í nágrannalöndunum. Hafa
menn í þessu sambandi vitnað til mælinga á mun-
inum á tekjum 20% tekjulægstu fjölskyldnanna
og þeirra sem tilheyra hópi 20% tekjuhæstu. Ein-
staka talsmenn ríkisstjórnarinnar hefa hent þetta
á lofti gagngert til að slá á þá umræðu að misskipt-
ingin lífsgæðanna hafi aukist í tíð núverandi ríkis-
stjórnar og jafnvel gert því skóna að þrátt fyrir bar-
lóminn séu íslendingar í góðum málum hvað
tekjuskiptinguna varðar. Flestir telja sig þó hafa
fundið annað og jafnvel haft upplýsingar um að
þróunin hafi verið allt önnur en þessar tölur gefa
til kynna, en átt í erfiðleikum með að vefengja þá
alþjóðlegu tölfræði sem vitnað hefur verið til.
I Tímanum í dag er hins vegar frétt þar sem
dregnar eru fram upplýsingar sem varpa ljósi á
þetta mál og byggðar eru á nýrri skýrslu frá Afl-
vaka. í henni er m.a. að finna þennan tekjudreif-
ingarsamanburð, sem ójafnaðarmenn hafa verið
að flíka á öðrum vettvangi að undanförnu, og
vissulega er það rétt að í töflum þessarar skýrslu
virðist Island hafa minni tekjumismun en annars
staðar í heiminum. Hins vegar kemur fram í skýr-
ingum að tölurnar fyrir ísland í þessari skýrslu eru
hreinlega á mörkum þess að vera samanburðar-
hæfar, því þær taka ekkert tillit til þeirra hópa sem
verst eru settir í landinu. Tekjumismunurinn á ís-
landi er m.ö.o. minni á íslandi en annars staðar þá
og því aðeins að tekjulægstu hóparnir séu teknir
út úr samanburðinum. Af tæknilegum ástæðum er
ekki tekið tillit til einstæðra foreldra eða ellilífeyr-
isþega í þessum samanburði. Auk þess eru tölurnar
frá 1989, en á því Herrans ári var ríkisstjórn Davíðs
Oddssonar ekki búin að leiða yfir þjóðina þá eymd
sem nú er staðreynd.
Þessar tölur um tekjudreifinguna og samanburð-
ur á milli landa er gott dæmi um hversu varasöm
tölfræði og talnaleikir geta verið. Jafnframt er hér
á ferðinni gott dæmi um það hvernig hin pólitíska
lífsskoðun stjórnarsinna lýsir sér. Þeir eru fljótir og
viljugir að hunsa þá háværu kröfu, sem risin er í
þjóðfélaginu um tekjujöfnun og mannsæmandi
lífskjör fyrir hinar vinnandi stéttir og allan al-
menning. Um leið og tækifæri gefst eru talnaæf-
ingar gripnar og notaðar til að slá á kröfuna um
jöfnuð. Raunsæ stjórnmálaöfl gera sér hins vegar
grein fyrir að það er hvorki skynsamlegt né æski-
legt að streitast á móti óskinni um lífskjarajöfnun.
Stjórnarandstaðan hefur einmitt gert afkomu
heimilanna að sínu aðalmáli og beint sjónum sín-
um að þessum hlutum af krafti. Ójafnaðarstefna
ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar hefur haft djúp
áhrif á íslenskt þjóðfélag og skilið eftir sig mörg
sár. Líf stjórnarinnar er nú brátt á enda og þá tek-
ur við það mikilvæga verkefni að sameina þjóðina
á ný til átaka, græða sárin sem veitt hafa verið vor-
um minnstu bræðrum. Stjórnarandstöðuflokkarn-
ir hafa misjafnar áherslur í því lækningastarfi, en
Framsóknarflokkurinn kom á flokksþingi sínu á
dögunum fram með mjög ítarlega og vel útfærða
aðgerðaáætlun í velferðarmálum. Slíkar áætlanir
munu verða gríðarlega þýðingarmiklar í stjórn-
málaumræðunni þegar nær dregur kosningum.
Ingibjörg Sólrún, rektu þá!
50/rúnti. Ga'namálastjor,:
Giörsamlega óþolandi svör,
® ...____Hann benti biónuMu. I*ab hefuf VCflö kl
.SnjómokJturspentngarnar hjá
iKtrginni eru búnir |>etta árib,"
var svarib scm fyrirtívki vib
Ougguvog fékk, |>cgar sniónum
dcngdi nibur í byrjun vikunnar
og óskah var cftir mokstri á gdt-
unni. Hverfisslióri bcnti á ah
Ingibjórg Sólrún íiisladóttir
Imrgarstjóri scghi ckki mcirt
|K-ninga til Jicssara vcrka á |>cssu
ári.
.Mcr finnst frilcitt a6 svona sc
svarah. l-ah hcfur ckkcrt Ik>6 vcriö
litib út ganga um aö h*tta snjó-
mokstri, þaö vctkcfni i gatnamila-
stjóri aö sji um,' sacöí *•—'
Árnadó'”
stjóra, í
.Súöi
scint og
fyrr cn .
un, cn J.
ícngum.'
smiöju Sl
vog. Har
samtakanna lönvoga. Hann bcnti
á aö i Itvcrfinn
hiónustu.
ndi liotgaryíirvakla of
i undan voru aö þcss
•. Nú cr staöan sú aö
íir vcruloga (ram úi
hcfur vcriö crfiöur
ryfirvold hafa cngar
ikkur i |k-ssu cfni. Fj
Tíminn birti í gær frétt um ein-
kennileg viðbrögö starfsmanna
í borgarkerfinu viö hversdags-
legum fyrirspurnum almennra
borgara. í því tilfelli, sem gert er
aö umtalsefni í blaöinu, eru þaö
starfsmenn Gatnamálastjóra
sem svara fyrirspurnum frá
borgurum um snjómokstur í
Dugguvogi þannig, aö borgar-
stjórinn í Reykjavík, Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir, hafi bannað
allan mokstur vegna þess að
peningarnir séu búnir.
Viðkomandi starfsmaður, sem
augljóslega hefur vald innan
embættisins til aö heimila eða
hafna óskum um snjómokstur,
spann hins vegar sjálfur upp
þessi fyrirmæli um bann Ingi-
bjargar viö snjómokstri og Garri
er ekki í minnsta vafa um hvaöa
hvatir liggja að baki því að
koma slíkum uppspuna á kreik.
Smákóngar í embættiskerfinu
eru einfaldlega aö reyna að strá
sandi í legur stjórnsýslunnar,
Reykjavíkurlistanum og Ingi-
björgu Sólrúnu til bölvunar.
Þessi pólitíska skemmdarverka-
starfsemi hafði næstum borið
tilætlaðan árangur í þessu
tilfelli, því fréttin um að Ingi-
björg Sólrún og hennar félagar
gætu ekki einu sinni tryggt eðli-
legan snjómokstur í borginni
barst með eldingarhraða um
bæinn.
Pólitískir greibar
endurgoldnir
Garri hefur áður gert að um-
talsefni hvernig stjórn Sjálf-
stæðisflokksins á Reykjavíkur-
borg er skólabókardæmi um það
hvernig vald spillir. í áratugi réð
þaö feiknamiklu um stöðuveit-
ingar — háar sem lágar — í
hvaða flokki menn voru, og þeir
sem ekki voru sannir sjálfstæð-
ismenn hlutu einfaldlega ekki
brautargengi. í dag vilja þessir
embættismenn einfaldlega
launa velgjöröarmönnum sín-
um með því að vera nýjum
valdhöfum erfiðir, en fara þó
misjafnlega vel með pólitískar
GARRI
skemmdarverkatilhneigingar
sínar. Dæmið um snjómokstur-
inn er vissulega með þeim aula-
legri, en sambærileg tilfelli eru
vissulega fleiri til. Þannig frétti
Garri af skólastjóra í austurbæ
borgarinnar, sem var með
skipulag skólastarfs hjá sér í
ógöngum í haust. Sá hikaði ekki
við að messa yfir hópi foreldra
að R- listinn ætti sök á öllum
erfiðleikum í skólanum og þetta
hafi nú verið eitthvað annað
hjá Árna Sigfússyni.
Pólitískt brennimark er á
sálum og trúnaði ótrúlega
margra embættismanna og því
er það stórvarasamt fyrir Reykj-
avíkurlistann að treysta á þá. Á
hinn bóginn er stjórnendum
borgarinnar nauðsynlegt að
hafa embættismenn sem þeir
geta treyst.
Illt skal með illu út
reka
Hin augljósa lausn er því að
skipta um embættismenn í
miklu ríkari mæli en núverandi
meirihluti virðist ætla að gera.
Það er farið allt of mjúkum
höndum um moldvörpuliðið,
sem notar hvert tækifæri sem
gefst til að grafa undan borgar-
yfirvöldum. Lágmarkskrafa er
að þeir, sem staðnir eru að aug-
ljósri skemmdarverkastarfsemi,
verði látnir víkja og í raun væri
eðlilegt að menn yrðu gerðir
óvirkir strax og þeir verða upp-
vísir að jafnvel minniháttar
trúnaðarbresti. Sé ekki tekið
hart á þessum málum, munu
nýir valdhafar hvorki komast
lönd né strönd með mál sín, því
fagmennskan, sem í orði
kveðnu á að liggja hjá embætt-
ismönnunum, er í fjölmörgum
tilfellum skert og afbökuð af
pólitískum tilfinningahöftum
viökomandi. Illt verður aö reka
út með illu, svo einfalt er það.
Garri vill þess vegna gefa
borgarstjóra eina ábendingu
varðandi þessi mál og sérstak-
lega ef menn verða beinlínis
staðnir að því að vera að grafa
undan nýjum meirihluta: Ingi-
björg, rektu þá! Garri
Veggirnir þykku
Desembermánuður er yfirleitt
annasamur hjá greinarhöfundi
og nú er engin undantekning á
því. Störf Alþingis eru þannig
vaxin að þau hafa tilhneigingu
til þess að hlaðast á jólamánuð-
inn. Þess vegna fer aöventan og
tilstand hennar meira og minna
fyrir ofan garð og neðan, og þaö
andrúmsloft sem fylgir henni.
Aðventan leikur sífellt stærra
hlutverk í félagslífi lands-
manna. Þetta er sá þáttur þess
sem er með trúarlegu ívafi. Að-
ventusamkomur í kirkjum em
orðnar sjálfsagður hlutur og
njóta mikillar aðsóknar. Þetta er
ein af þeim aðferðum sem kirkj-
an hefur til þess að nálgast fólk-
ið í landinu utan hinnar hefð-
bundnu sunnudagsmessu.
Fjárlögin og
efnahagsstefnan
Viö fjárlaganefndarmenn sitj-
um hins vegar á efstu hæð á
hinu virðulega horni Austur-
strætis og Pósthússtrætis og
ræðum hvort á að veita fjár-
magni og hve miklu til hinna
ýmsu málefna. Hins vegar er
þaö nú svo aö valdi nefndarinn-
ar em takmörk sett og fjárlögin
spegla efnahagsstefnu ríkis-
stjórna hverju sinni. Ramminn
er ákveðinn af sitjandi ríkis-
stjórn og stjómarliðar hverju
sinni leitast við að standa við
hann.
Gjöldin fyrst, tekjur
síban
Allt þetta starf er hins vegar
með þeim ósköpum að tekju-
áætlun ríkissjóðs liggur ekki fyr-
ir fyrr en síöustu dagana fyrir
jólin. Því situr fjárlaganefnd í
tvo og hálfan mánuð við að
ákveða útgjöld, án þess að
tekjuáætlun liggi fyrir.
Á víbavangi
Á þessum tíma þurfa að liggja
fyrir frumvörp til laga um breyt-
ingar í skattamálum sem hafa
áhrif á tekjur ríkissjóðs. Nú
liggja engin slík frumvörp fyrir,
en nokkur eru boðuð.
Þetta þýðir það aö málin
verða til umræðu undir mikilli
pressu síðustu dagana fyrir jól-
in.
Þykkir veggir
Það er ávallt svo, þegar grein-
arhöfundur er lokaður innan
veggja Alþingis frá morgni til
kvölds, að hann fær tilfinningu
fyrir því að vera að missa jarð-
samband. Þó er mikil umferð í
Alþingishúsinu. Þjóðlífiö er
hins vegar fyrir utan og það er
hverjum þingmanni lífsnauð-
syn að komast á vettvang og
ræða við fólk þar. Veggirnir í Al-
þingishúsinu geta verið þykkir í
orðsins fyllstu merkingu.
Ab leggjast í
ferbalög
Þaö hefur færst í vöxt að
nefndir Alþingis fari á vettvang
í kynnisferðir og til viðræðu við
ýmsa aðila á verksviði þeirra.
Þetta er afar gagnlegt og ólíkt
áhrifameira en aö bréfaskriftir
séu ætíð milliliður um veruleik-
ann í landinu. Bréfin eru það
vissulega í ríkum mæli. Þau,
ásamt fylgiskjölum, hlaðast eins
og veggur kringum þingmenn-
ina á þessum tíma, ekki síst fjár-
laganefndarmennina. Ef ég ætti
eitt ráð' til þeirra sem vilja ná
eyrum þingmanna, þá er það að
takmarka notkun á pappír og
þjappa erindum sínum saman í
stuttan og gagnoröan texta.
Heilar bækur með ótal fylgi-
skjölum eru ekki árennilegar
innan um þúsundir erinda.
Pappírinn er óárennilegur vegg-
ur, sem erfitt er að komast yfir
stundum. Jón Kr.