Tíminn - 09.12.1994, Page 7
Föstudagur 9. desember 1994
ftfwiiro
7
Fimm til sex frambjóbendur keppa um efstu sœtin á
Norburlandi eystra:
Frambobslisti
valinn á morgun
Frá Þórbi Ingimarssyni, fréttaritara Tím-
ans á Akureyri:
Framboöslisti framsóknar-
manna í Norðurlandskjördæmi
eystra veröur valinn á aukakjör-
dæmisþingi sem haldiö veröur
á Húsavík næstkomandi laugar-
dag. Þingmenn flokksins, þau
Guömundur Bjarnason, Val-
geröur Sverrisdóttir og Jóhann-
es Geir Sigurgeirsson, gefa öll
kost á sér til áframhaldandi setu
á þingi. Einnig keppir Ingunn
Svavarsdóttir, sveitarstjóri á
Kópaskeri, aö ööru til þriöja
sæti og Guðmundur Stefáns-
son, bæjarfulltrúi á Akureyri,
leitar eftir stuðningi í þriöja
sæti, en hann er nú varaþing-
maöur flokksins í kjördæminu.
Aðrir, er gefa kost á sér á
framboðslista, eru: Elsa Friö-
finnsdóttir, Akureyri, Ásdís Ey-
dal, Akureyri, Halldóra Jóns-
dóttir, Aðaldal, Helga Jónsdótt-
ir, Ólafsfirði, Hulda Finnlaugs-
dóttir, Mývatnssveit, Sigurbjörg
Jónsdóttir, Raufarhöfn, Sara
Hólm, Reykjadal, Helga Eiríks-
dóttir, Dalvík, Kristín Thorberg,
Eyjafiröi, Jóhanna Valdimars-
dóttir, Eyjafirði, Jón Illugason,
Mývatnssveit, Haraldur Jóns-
son, Raufarhöfn, Bjarni Aðal-
geirsson, Húsavík, Gunnlaugur
Aöalbjarnarson, Reykjavík,
Kristján Ólafsson, Dalvík, Stef-
án Eggertsson, Langanesi, Gísli
Sigurðsson, Ljósavatnshreppi
og Þröstur Aöalbjarnarson, Ox-
arfirði. Einhverjir þessara aðila
hyggjast stefna aö sætum ofar-
lega á lista, þótt þeir hafi ekki
gefið opinberar yfirlýsingar um
aö þeir stefni á ákveöin sæti.
Vegna breyttra kosningalaga
færist eitt þingsæti frá Noröur-
landskjördæmi eystra tii
Reykjaness, og vegna fækkunar
þingmanna í kjördæminu má
búast viö harðri keppni um
efstu sætin. ■
Stjórnendur Neybarlínunnar 911 lýsa yfir miklum
áhuga á gerb þátta eftir bók Óttars Sveinssonar
blabamanns:
Þyrluflugmenn á
Neybarlínu 911?
Bók Óttars Sveinssonar, Út-
kall Alfa TF-SIF, viötöl viö
þyrluflugmenn og lækna sem
fara rrteö þyrlunum um land
allt og út á miðin, kann aö
veröa efni í þátt eöa þætti
hins vinsæla sjónvarpsþáttar
911, eöa Neyöarlínunnar, sem
sýndur er á Stöö 2 og er þáttur
sem hvaö mest áhorf hefur
vestra sem og víðar um lönd.
Bókin er afar spennandi og
leiðir í ljós aö bak viö sárasak-
lausa fréttaklausu í blaði kann
aö leynast mun meiri frétt en sú
aö þyrlan hafi sótt slasaöan
mann og hann sé nú á batavegi
á Borgarspítalanum.
Ein lýsing bókarinnar er um
mann sem dettur í gil í Kerling-
arfjöllum. Þyrlan fer niöur í gil-
ið, en þá kemur í ljós að hún
hefur ekki kraft til aö lyfta sér.
Þá þarf hún að fara út úr gilinu,
sem er tveggja kílómetra langt.
En þá kemur upp vandamál,
þyrlan snýr öfugt og ekki hægt
að snúa henni, þar sem aöeins
tveir metrar eru að gilbörmum
sitt hvorum megin. Þá kemur
snilldin: Flugmaöurinn bakkar
þyrlunni þessa leið út úr gilinu,
og haföi mann í dyrunum sem
sagöi honum til í speglinum.
Nú er Bókaklúbbur Arnar og
Örlygs að láta þýöa tvo kafla úr
bók Óttars til að senda stjórn-
anda Neyðarlínunnar, William
Chattner, ráögjafa hans og full-
trúa.
„Viö erum aö senda þýöing-
una á þessum tveim köflum
vestur. Bókina höfum við áður
sent og mun íslendingur þar
fara gegnum bókina með þeim
Neyöarlínumönnum," sagöi Ör-
lygur Hálfdánarson í gær.
„Stjórnendur þáttarins hafa nú
þegar lýst þeim áhuga sínum að
taka þetta efni fyrir, og þaö yröi
vissulega mikil og góð land-
kynning," sagði Örlygur. ■
Verblaunatillagan
Uiivmarsvr/Si. náHúnilejrt
M UtivnlarsvrAi. mannitcri
p 1-nAiiA tvrAi
Náttúra svæöisins
er forsendan
„Safnasvæöiö veröur þunga-
miöja verkefnisins og útfærsla
þess er einkar áhugaverö, þó
hún sé frekar látlaus. Sérstaöa
Nesstofu er dregin fram og
tengsl lækningaminjasafns og
lyfjafræöisafns meö lyfjagrasa-
garöi ... eru útfærö á sannfær-
andi hátt... Ágæt tilþrif eru í
nýrri íbúöabyggö og mynda
þrjár þyrpingar lausleg tengsl
viö safnasvæöiö meö stefnum
húsa."
Þetta er meðal þess sem fram
kemur í umsögn dómnefndar um
verölaunatillöguna í samkeppni
um deiliskipulag vestursvæöis
Seltjarnarness. Svæöiö, sem sam-
keppnin tók til, nær yfir allt
Framnesiö, ásamt Suðurnesi og
Gróttu auk suðurstrandar nessins
inn fyrir hafnarsvæðið í Bakka-
vör.
Höfundar tillögunnar sem
hlaut fyrstu verðlaun í sam-
keppninni eru arkitektamir Ág-
ústa Sveinbjörnsdóttir, Helga
Bragadóttir og Ingibjörg Krist-
jánsdóttir landslagsarkitekt.
Helga Bragadóttir arkitekt segir
aö í tillögunni sé reynt aö nýta
sem mest af því sem svæöiö hafi
upp á aö bjóöa í dag. „Náttúra
svæðisins er forsenda tillögu okk-
ar, þ.e. fuglalífið, veðurfarið,
landslagið og gróðurfariö auk
þeirra sögulegu minja og mann-
virkja sem þar eru. Viö notum
göngustígana sem fyrir eru og
bætum við leiðbeinandi stígum
til viðbótar. Nyrst á útivistar-
svæöinu verður umhverfið meira
manngert. Þar gerum viö ráö fyr-
ir matjurtagörðum og skólagörö-
um og erum með ráðagerð um
eins konar fræöslumiöstöö fyrir
náttúrufræöikennslu og sögu-
kennslu. Viö leggjum líka til að
tengingin yfir til Gróttu veröi
styrkt, þannig að unnt verði að
komast þangaö lengri tíma dags-
ins en nú er."
Samkvæmt tillögunni er gert
ráö fyrir ákveönum áningarstöö-
um á útivistarsvæðinu þar sem
hægt verði að skoða yfirlits-
myndir yfir náttúru og sögu
svæöisins. Við Bakkatjörn er sett-
ur fuglaskoöunarturn, en lítið átt
viö tjörnina aö ööm leyti.
Viö Nesstofu er gert ráö fyrir
aökomu gangandi vegfarenda aö
sunnanverðu, en aö ekiö sé aö
stofunni aö norðanveröu. Sér-
stakur rammastígur tengir Iyfja-
fræðisafn, lækningaminjasafn og
Nesstofu saman um lyfjagrasa-
garð.
Á íbúðarsvæðinu er gert ráö
fyrir 28 sérbýlum, u.þ.b. 160 fm
hverju, sem mynda þrjár þyrp-
ingar. Lögð er áhersla á sameigin-
leg svæöi og aðkomu, en auk þess
hefur hvert hús þakgarð og litla
einkalóð. Helga segir aö áherslan
á sameiginlega aðstööu sé nýjung
í íbúðarbyggð á Seltjarnarnesi, en
meö henni sé reynt aö sameina
kosti sérbýlis og fjölbýlis.
Auk tillögunnar sem hér hefur
veriö lýst hlutu tvær aðrar tillög-
ur verölaun. Önnur verölaun
hlutu arkitektarnir Halldóra
Bragadóttir, Helgi B. Thoroddsen
og Þóröur Steingrímsson og
þriöju verðlaun arkitektarnir Að-
alsteinn Snorrason og Dagný
Bjarnadóttir. ■
Starfsmenn íslenska
Fólk bebib ab sýna aukna abgœslu meb eld og rafmagn vib jólabaksturinn og hreingerningarnar:
Mörg börn fá jafnan slæm
brunasár í desembermánuöi
í desembermánuöi á hverju
ári veröa mörg íslensk börn
fyrir því óláni aö fá slæm
brunasár. Mörg þessara slysa
væri hægt að koma í veg fyrir
meö aukinni aögæslu. Þetta
kemur fram í tilkynningu frá
stjóm samstarfsátaksins um
öryggi barna, sem af þessu til-
efni minnir foreldra og aöra
sem umgangast böm á aö fara
varlega í umgengni viö verstu
slysavaldana: logandi kerti,
heitar bökunarplötur/ofna og
laufabrauösfeiti, sjóöheitt
vatn viö hreingemingar og lé-
legar jólaseríur. Og veröi slys
er mjög mikilvægt aö koma í
veg fyrir frekari bmnaáverka
og kæla brennda svæöiö hiö
allra fyrsta meö vatni, 15-20
gráöu heitu, í um hálfa
klukkustund.
Nánar tiltekið minnir sam-
starfsátakiö „Öryggi barna —
okkar ábyrgö" þá sem annast og
umgangast börn á eftirfarandi
atriöi:
Gætiö ávallt fyllstu varúöar
nálægt kertum og kertaskreyt-
ingum. Hafiö þau ekki á lágum
boröum þar sem börn em og
skiljiö börn aldrei ein eftir í her-
bergi þar sem kerti logar. Jafn-
framt er minnt á að flest jóla-
skraut er mjög eldfimt.
í annan staö er bent á aö gæta
vel að börnunum við jólabakst-
urinn. Heitir ofnar og bökunar-
plötur em mjög varhugaverðar.
Og ekki er síöur aðgæslu þörf
við steikingu á laufabrauöi í
sjóöheitri feiti. Kvikni eldur í
pottinum, á ekki aö reyna að
færa pottinn, heldur setja lokið
á hann og slökkva á hellunni.
í þriöja lagi er barnafólk beðiö
aö varast að hafa heitt vatn í
fötum, sem böm geta velt um
koll án þess aö aörir taki eftir
fyrr en of seint.
í fjóröa lagi er varað viö jólas-
eríum. Börn eigi þaö til að bíta í
skrautlegar perurnar. Gömlum
seríum meö opnum vírum og
ónýtum perustæðum eigi aö
henda.
Síðast en ekki síst em allir
beönir aö gæta mikillar varúðar
í tengslum viö flugeldana kring-
um áramótin.
Fatnaöur barna getur líka
skipt miklu máli. Börn ættu
aldrei aö vera í eldfimum fatn-
aöi, aöallega úr gerviefni, sem
geti fuöraö upp. Bómullarföt og
ullarföt brenni ekki eins auð-
veldlega. ■
útvarpsfélagsins:
Fjármagna skóla
í Eþíópiu
Starfsmenn íslenska útvarps-
félagsins hf. leggja fram 100
krónur á mánuöi hver næstu
tvö árin til þess aö fjármagna
byggingu skólahúss, sem á aö
þjóna 7-8000 manna ættflokki
í Voitodal í Eþíópíu. íslenska
útvarpsfélagiö hf. hefur
ákveöiö aö leggja fram fé til
kaupa á innanstokksmunum í
væntanlegt skólahús.
Að sögn Barkar Braga Bald-
vinssonar, forseta starfsmanna-
félagsins, kviknaöi þessi hug-
mynd meðal starfsmanna Stöðv-
ar 2 eftir fréttaferö, sem farin var
til Eþíópíu. í starfsmannafélagi
íslenska útvarpsfélagsins em um
160 manns í félaginu, en heild-
arkostnaður viö skólabygging-
una er áætlaöur um 420 þúsund
krónur. Gert er ráö fyrir að inn-
anstokksmunimir kosti rúmlega
200 þúsund krónur. ■