Tíminn - 09.12.1994, Page 9

Tíminn - 09.12.1994, Page 9
Föstudagur 9. desember 1994 9 UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . Major fer flatt á tilraun til skatta- hækkunar Lundúnum - Reuter Haft er á oröi í Westminster þessa dagana aö John Major sé í embætti forsætisráöherra án þess aö vera viö völd. Major hefur átt erfitt uppdráttar aö undanförnu, ekki síst eftir aö honum mistókst herfilega aö koma frumvarpi um viröis- aukaskatt á eldsneyti til húsa- hitunar í gegnum þingiö á þriöjudaginn var. Nokkrir ráö- herrar slógu þó skjaldborg um Major í gær og fór Kenneth Clarke fjármálaráðherra þar fremstur. Hart er deilt um fjárlaga- frumvarpiö í breska þinginu þessa dagana, en skoðana- könnun sem birtist í fyrradag gaf til kynna að einungis 21% kjósenda væri fylgjandi frum- varpinu á meðan 48% væru á móti. Vinsældamæling sýndi að Verkamannaflokkurinn á miklu meira fylgi að fagna meðal kjósenda um þessar mundir og munaði þar um 18 af hundraði. Þeim fer nú ört fjölgandi sem efast um aö John Major verði enn leiðtogi íhalds- flokksins þegar kemur að næstu þingkosningum og að það veröi því ekki hann sem tekst á við Tony Blair, hinn nýja leiðtoga Verkamanna- flokksins sem þykir sigur- stranglegur. Alvarlegur klofningur er í flokki Majors þar sem menn skiptast að ýmsu leyti í megin- Húsbréf Utdráttur húsbréfa Nú hefur fariö fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: l.flokki 1989 -17. útdráttur 1. flokki 1990 -14. útdráttur 2. flokki 1990 -13. útdráttur 2. flokki 1991 -11. útdráttur 3. flokki 1992 - 6. útdráttur 2. flokki 1993-2. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. febrúar 1995. Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði. Auk þess verða númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum hér að ofan birt í DV föstudaginn 9. desember. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. cSd húsnæðisstofnun ríkisins Lj HÚSBRÉFADEILÐ • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVlK • SlMI 69 69 00 fylkingar eftir afstöðu sinni til Evrópumála. The Times fjallaði um síð- ustu hremmingar Majors í leiðara nú í vikunni og sagði að ósigur hans í hitaskattsmál- inu sannaöi svo ekki væri um villst að Major hefði misst tök- in á íhaldsflokknum og margir þingmenn hefðu glatað virð- ingu sinni fyrir honum. Even- ing Standard gengur svo langt að segja í leiðara að þingmenn hafi ekki verið að greiða at- kvæði gegn virðisaukaskatti á elsneyti, heldur orðstír og pól- itískri forystu persónunnar Johns Major. Svo kann að fara að viröis- aukaskattur á eldsneyti til húsahitunar reynist John Maj- or sá biti sem hann getur ekki kyngt, á nákvæmlega sama hátt og nefskatturinn frægi varð Margaret Thatcher að falli þegar Major komst til valda ár- ið 1990. Það yrði líka einstök kaldhæðni örlaganna — ef sagan endurtekur sig — að Norman Lamont, fjármálaráð- herrann sem Major rak úr rík- isstjórn ía fyrra, verður sá sem leikur hlutverkið sem Geoffrey Howe lét í Thatcher- harm- leiknum um árið. Lamont hefur að undan- förnu veist að Major við hvert tækifæri og hann er nú nefnd- ur sem líklegasti eftirmaður Johns Major forsætisráðherra og leiðtoga íhaldsflokksins. Ekki falla í yfirlið! fyrsti vinningur í LOTTÓ 5/38 - í fyrsta skipti í sögunni. Fimmfaldur Landsleikurinn okkar!

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.