Tíminn - 29.12.1994, Blaðsíða 7

Tíminn - 29.12.1994, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 29. desember 1994 7 Viö breyttar abstœbur hafa valdhafar minni tök á efnahagslífinu en ábur. Þeir óttast þar ab auki ab ráb- stafanir gegn verb- bólgunni rýri lífskjör almennings og valdi þar meb ókyrrb Mikiö hefur síðustu árin verið látið af gróskunni í efnahagslífi Kína og því jafnvel spáð að Kínverjar — inn- an Kína og utan — verði efna- hagsveldi 21. aldar. En margt get- ur brugðiö til beggja vona um það. Kína á við gríðarleg vanda- mál að etja, t.d. mikið álag og tjón á umhverfinu af völdum fólksmergðar og mengunar, sem stóraukist hefur með iðnvæðing- unni. En það vandamál, sem í bráðina er helsti höfuðverkur ráðamanna þarlendis, er verð- bólga. Verö á neysluvörum í stærri borgum Kína var í október s.l. 27% hærra en í sama mánuði s.l. ár. Verðbólgan hefur aldrei risið hraðar þarlendis frá því að farið var að snúa efnahagslífinu frá strangri miðstýringu til kapítal- isma fyrir um 15 árum. Verð- bólguaukning þessi síöan í fyrra- haust varð þar að auki þrefalt meiri en spáð hafði verið. Tap á ríkisfyrirtækjum Ráöamenn eru á nálum um að veröbólgan rýri kjör verkamanna meö þeim afleiöingum að þeir ger- ist andsnúnir stjómvöldum og hefji jafnvel mótmælaaðgerðir, en eftir ókyrröina í lok níunda ára- tugar, sem endaði með mann- drápunum á Himinsfriðartorgi 1989, eru valdhafar i Kína einkar smeykir við allt af því tagi. En ráð- stafanir þeirra gegn verðbólgunni þykja ekki markvissar, rétt eins og þeir séu að vona að verðbólgan geri sér lítiö fyrir og hverfi af sjálfu sér, eins og hver önnur martröð, eða þannig orðar einn greinarhöf- undurinn þab. Hik kínverskra stjórnvalda vib að ráðast gegn verðbólgunni stafar að ýmissa mati af því að þau óttast aö ráöstafanir, sem aö haldi kæmu, væru líklegar til að hafa aukaverkanir sem yrðu enn háska- legri en veröbólgan; hún sé eftir allt saman skásti kosturinn af nokkrum slæmum. Einn mesti veröbólguvaldurinn eru ríkisfyrirtækin, sem eru arfur frá Maóstímanum og mörg tröll- aukin. í Anshan-járn- og stáliðju- verunum vinna þannig um 400.000 manns. Um helmingur ríkisfyrirtækjanna er rekinn með tapi og er langt síðan ýmsir for- ystumenn um efnahagsmál þar- lendis voru farnir að spá hruni í efnahagslífinu, ef svo yrði látið ganga mikið lengur. Útlán banka þar eru í örum vexti og um 70% þeirra ganga til aö halda illa stæð- um ríkisfyrirtækjum á floti. Vest- rænum hagfræðingum líst ekki á þetta og kínverskum ráðamönn- um ekki heldur, en þeir segja að í þessu efni sé þeim einn kostur nauðugur. Ekki sé hægt aö leggja niður fyrirtæki sem veiti kannski fleiri hundruöum þúsunda manna vinnu. Viö þetta er að bæta ab stóru ríkisfyrirtækin kínversku sjá starfsfólki sínu fyrir húsnæði, fæöi, menntun og læknishjálp. Aö halda verkamönnum sæmi- lega ánægðum eða a.m.k. ekki mjög óánægöum er í augum kín- verskra ráðamanna mikilvægara en aö stöðva verðbólguna. Má raunar halda því fram að undir núverandi kringumstæðum sé sú stefna óhjákvæmileg. Ríkisfyrir- tækin, sem vegna tapsins á þeim 9íwbwu Reiddur hnefi í Peking 1989: aföllu helst vilja kínverskir valdhafar fyrirbyggja ab til slíkrar ókyrrbar komi á ný. Verðbólga ógnar kínverska efna- hagsundrinu BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON eru til stórvandræða fyrir efna- hagslífið í heild sinni, veröa því varla lögö niöur á næstunni. Það verður fyrst fært er komið verður til sögunnar þarlendis félagslegt öryggisnet til aö taka viö atvinnu- lausum og einkageirinn hefur vax- ið að því marki að hann geti tekið vib verkafólki sem ekki er þörf fyr- ir í ríkisgeiranum. Kínverskir ráðamenn telja ekki síöur mikilvægt að halda sveita- fólki, sem enn er meirihluti íbúa Kínaveldis, ánægðu en verka- mönnum í þéttbýli. Verðlag á matvörum fór hækkandi fram- undir haust og það eru góðar frétt- ir fyrir bændur, en tekjur þeirra hafa undanfarið lækkað í saman- buröi við tekjur verkamanna í þéttbýli. En verðhækkununum á matvörum er kennt um næstum helming veröbólgunnar á þessu ári. Chen Yue, hagfræðingur á vegum kínverskra stjórnvalda, segir að ef framleiösluvörur bænda hækkuöu ekki í veröi eins og aðrar vörur, yröu afleiðingarn- ar „víbtæk ókyrrð á landsbyggð- inni. Það vandamál yrbi miklu erf- iðara viðfangs en verbbólga." Féð, sem notað er til að halda ríkisfyrirtækjunum á floti og hækka laun verkamanna meira en sem nemur veröhækkunum, er að sögn erlendra fréttaritara fengið einfaldlega með því að prenta peninga. Vestrænir stjórnarerind- rekar í Peking segja ab ef þannig verði haldið áfram, hljóti afleið- ingarnar að verða miklu meiri verðbólga. Li Peng, forsœtisrábherra Kína: gróskan í efnahagslífi réttlœtir völd kommúnistaflokksins í augum almennings. Erfi&ur jafnvægis- gangur Erlendir fjárfestar hafa af engu meiri áhyggjur en veröbólgunni og það er stóralvarlegt mál fyrir Kína, því að gróskan í efnahagslífi þess er að verulegu leyti að þakka fjárfest- ingum utan frá. Það sem af er árinu hafa beinar fjárfestingar erlendis frá numib um 30 milljörðum dollara. En kínverskir rábamenn telja sig sennilega vita að meira eba minni ókyrrb, sem hlotist gæti af afleið- ingum strangra ráðstafana gegn verðbólgunni, myndi ekki síður fæla frá erlenda fjárfesta. Komist er svo að orði í fjölmiðl- um að kínverskir ráðamenn séu ab stritast vib að halda jafnvægi milli hagvaxtar, atvinnu fyrir sem flesta og verðbólgu. Þeir vilji fyrir hvern mun að gróskan í efnahagslífi haldi áfram, því að hún sé það sem rétt- læti í augum almennings að komm- únistaflokkurinn sé áfram við völd. En erfiður getur sá jafnvægisgangur orðið. Spádómar um minnkandi verðbólgu á þessu ári, sem brugðust gersamlega, eru ábending um þab. Og haldi verðbólgan áfram að magnast með núverandi hraba, er hætt við að ekki reynist lengur fært að bæta launafólki upp kjararýrnun af völdum hennar. Og þá kemst framsóknin í efnahagsmálum í bráða hættu. Ein af ástæbunum til að stjórn- völd eiga erfitt um vik í viðureign- inni við verðbólguna er að þau hafa afsalað sér talsverðu af valdi sínu í efnahagsmálum til einkageirans og gildir það m.a. um ákvarðanir um verðlag. Hinsvegar vantar mikið á að næg festa sé komin í heildar- skipulagið til stjórnunar á efnahags- lífinu við hinar nýju aðstæður. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.