Tíminn - 04.01.1995, Blaðsíða 7

Tíminn - 04.01.1995, Blaðsíða 7
Mibvikudagur 4. janúar 1995 yfam 7 Ný vertíb ab byrja Þá er hafið nýtt ár í lífi hesta- manna sem annarra og ef að líkum lætur, þá má vænta þess að fram komi nýir hestar og knapar sem vekja munu at- hýgli. Arið, sem nú er nýliðið, var hestamönnum gjöfult í mörg- um skilningi. Þab færði okkur landsmót, sem var meira og betra en áður og kallabi til sín fjölda erlendra gesta. íslands- mót í hestaíþróttum var einnig glæsilegt og skipulagi þess hrósað. Á erlendri grund stóð landinn sig vel og bar þar hæst Norðurlandamótið í Finnlandi. í dómum á kynbótahrossum gerðist það nú að teygni stig- unarkvarðans var nýtt sem kostur var og það skilar sér í því að gera gleggri mun á því sem er gott og því sem er slakt. Þess þurfti með. Fleiri hross komu til kynbótadóms en áður, sem sýnir virkni í rækt- unarstarfinu, þó spyrja megi hvort saman fari ræktunar- markmið og kröfur markaðar- ins. Fleiri hross eru nú seld úr landi en áður, en eftirspurnin er mest eftir þægum og traust- um tölthestum. Verðið á þeim er hins vegar svo lágt ab fram- leiðandinn fær lítið í sinn hlut. Sex vetra fulltaminn hestur, þægur töltari sem ekki fæst meira verð fyrir en kr. 150,000, skilar framleiðand- anum litlu. Það er líka ljóst að margir framleiðendur gefa með hrossum sínum án þess að leiða hugann að því, vegna þess að þeir láta aðrar búgrein- ar bera uppi kostnaðinn. Þetta er alvörumál, sem væntanlega veröur rætt ítarlegar í HESTA- MÓTUM síðar. Dökkir skuggar En þetta ár bar líka með sér skugga. Upp kom inflúensa í hrossum og óttuðust menn að um væri að ræða faraldur. Þaö útleiddist þó betur en á horfð- ist. Annar skuggi var dökkur mjög og er þar átt vib slysib á landsmótinu. Sá skuggi hvílir yfir okkur enn, og furðulegt hvað það dregst að gera hreint fyrir dyrum í því máli. Það hef- ur mjög slæmar afleiðingar í för með sér fyrir orðspor hestamennskunnar heima og erlendis. Samþykkt reglugerð- ar um lyfjanotkun eyðir ekki þeim skugga. Málefni Stóðhestastöðvar- innar voru í uppnámi á þessu ári og eru þab að vissu leyti ennþá, þó náðst hafi bráða- birgðalausn. Fyrir vorið verða menn að vera klárir á því hvernig haga á þeirri starfsemi til lengri tíma litið. í Félagi hrossabænda eru ýf- ingar meb mönnum. Þar er deilt um ráðstöfun á fjármun- um félagsins til útgerðar bú- garðs í Litháen og hver sé raunverulegur tilgangur með því úthaldi. En gerjunin spegl- ar Iíka þá undiröldu, sem er í samtökum ræktenda, þ.e. hvert eigi í raun að vera starfs- svið Félags hrossabænda svo og ræktunarsambandanna. Þetta snertir líka umræðuna um Landssamband hesta- mannafélaga og Hestaíþrótta- samband Islands. Snertifletir þessara mála eru svo margir að þau verður að ræba í sam- hengi. Ný skipan er að komast á yfirstjórn búnabarmála. Þar er búgreinafélögum ætlað stórt hlutverk. Hrossaræktend- ur þurfa að átta sig á með hvaba hætti þeir styrkja sín Frá landsmótinu síbastliöiö sumar. Glæsilegt ár hestamennsk- unnar, sem tók þó sinn toll samtök til að halda utan um hagsmuni sína. Miðað við þá stefnu, sem nú er í markaðsmálum, þá er hrossarækt sem sjálfstæð bú- grein ekki arðvænleg. Sem hliðargrein með annarri fram- leiðslu eba annarri atvinnu getur hún þrifist. Það er kannski heldur ekki að vænta annarrar niðurstöðu, ef út- koman er þannig eins og Sig- urbjörn Bárðarson lýsir því í síðasta tölublaði Hestsins okk- ar að úrkastið sé 60 til 70% þegar verið sé að velja hross á erlendan markab. Og ef verðið er svo ekki nema 150 þúsund krónur fyrir hrossið, af þeim 30 til 40% sem seljast, þá sjá menn sína sæng út breidda. Þó einstaklingsframtakið sé mikils virði og margir einstak- lingar eigi hrós skilið fyrir sína markaðssetningu, þá verða hrossaframleiðendur að bind- ast samtökum um að verja sína hagsmuni. Ég held mönn- um sé það Ijóst að vib hefðum ekki náð þeirri markaðshlut- deild fyrir okkar sjávarafurðir né það verb sem vib fáum, nema fyrir sterk sölusamtök. Þó útflutningur hrossa sé ekki ab öllu leyti sambærilegur og útflutningur matvæla, þá er þar í hollan skóla ab ganga. Margt spennandi framundan Framundan er ný vertíð. Hún á eftir að veita okkur hestamönnum mikla ánægju, þó svo við siglum aldrei fram hjá öllum vonbrigðum. Á þessu ári verður fjórðungs- mót á Austurlandi og verður það haldið á keppnissvæðinu á Fornustekkum í Hornafirði. íslandsmót í hestaíþróttum verbur haldið í Borgarnesi og svo síðast en ekki síst verður Heimsmeistaramótið í keppni íslenskra hesta haldið í Sviss í ágúst á þessu ári. Mikill áhugi HEJTA- MOT lýARI ARNORS- SON virðist vera fyrir þessu móti og margir hugsa gott til úrtöku- keppninnar hér heima. En það er eins og gjarnan, margir kall- aðir en fáir útvaldir. Fyrir utan það sem hér hefur verið tíundab, eru svo öll fé- lagsmótin, sem mörg hver eru að þróast upp í sameiginleg stórmót sem er góðs viti, svo og öll ferðalögin og frjálsu út- reiðarnar sem framundan eru. Þátttaka almennings í hesta- mennskunni fer vaxandi og er það vel. Hollari skemmtan fyr- irfinnst varla og þrátt fyrir á- hyggjur ræktendanna, þá get- ur neytandinn horft bjartsýnn fram á veginn. HESTAMÓT þakka góðar viðtökur á árinu sem liðið er, um leiö og hestamönnum sem og öðrum landsmönnum er óskað glebilegs árs. Við minn- um á að þátturinn er opinn fyrir skoðanaskipti. Greinar skulu merktar nafni höfundar og utanáskriftin er: TÍMINN - HESTAMÓT Brautarholti 1 105 Reykjavík ✓ Skyldleikaræktun hefur verib stunduð á ís- landi um langan aldur, bæði mebvitað og ómeövitað. Meira var um þetta áður en hrossa- ræktarsambönd komu til og fóru að hafa áhrif á val kynbótahesta. Menn notuðu gjarnan graðhesta úr eigin stóði og álitlegir folar voru síðan f stóðinu fram á fullorðins aldur. Skyldleikaræktun af þessum toga leiddi fyrr eða síðar til úrkynjunar á einhverjum sviðum, verulegum göllum f byggingu eða einhæfni í kostum. Hins vegar gerðu hestar úr slíkri rækt- un oft góða hluti í óskyldum hrossum eða fjar- skyldum. Margir stofnar eru þekktir fyrir mikinn skyldleika fyrr á árum og má þar nefna Svaba- stabahross og Hornafjarðarhross sem dæmi. í Svaðastaðahrossum var þessi skyldleiki magnaður á vissu tímabili. Það var í þeim hrossum sem komin voru út-af alsystkinunum Sörla 71 og Tinnu 147. Þeim var æxlað saman oftar en einu sinni og síðan afkomendum þeirra. Undan þeim var Léttir 137, sem síðan var leiddur á móður sína og þá fæddist Sörli 168. Hann var síðan leiddur á Friðriks- Blesu, sem var alsystir Léttis. Þeirra dóttir var Nös f Kirkjubæ, sem var langamma Rauðhettu í móðurætt, en Glenna Nasardóttir, amma Rauðhettu, var undan Glanna í Kirkjubæ (Glanni var albróðir Skeifu frá Kirkjubæ, sem oft var kennd við Hvanneyri), sem var sonur Ljúfs 353 frá Blönduósi. Þar er aftur komið í óskylt blóð. Ekki er vafi á því að Rauðhetta ber með sér sterk einkenni gamla Svaðastaöa- stofnsins, enda er hann einnig í föðurættinni, því Þáttur faðir hennar og móðir hennar Brana voru fjarskyld. En í Brönu kemur líka nýr þáttur, óskyldur, sem er Glóblesi frá Hindisvík og er því að einum fjórða í Rauðhettu. Því verður skyld- leikaræktarstuðull hennar lágur eða 0,78%. Gallar erfast ekki síbur en kostir. Þeir geta því magnast upp í skyldleikanum og eru mörg dæmi þess. Léttir 137, sem minnst er á hér að framan, var stuttur hestur og þessi kútvaxna bygging erfðist talsvert frá honum. Hún kom m.a. í gegnum son hans, Blakk 169 frá Hof- stöðum. Glabur 404 frá Flatatungu var dóttursonur Léttis og afi hans var Blakkur 169. Þegar Glað- ur var notaður í skyldum hrossum, kom þetta vaxtarlag greinilega fram, eins og í Ijós kom þegar Glaður kom aftur í Skagafjörð. Enda voru á bak viö hann langræktuð skyldleikahross. Glaður framræktaðist ekki vel. í næstu þáttum verða teknir fyrir fleiri skyld- leikaræktaðir stofnar. Leibrétting Þau mistök urðu í síðasta Kynbótahorni að dæmd afkvæmi Hrafns frá Holtsmúla voru talin 59, en áttu að vera 359. Þá var Dagur frá Kjarnholtum sagður undan sonardóttursyni Hrafns, en hann er sonarsonur Hrafns. Þetta er hér með leiðrétt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.