Tíminn - 10.01.1995, Page 6

Tíminn - 10.01.1995, Page 6
6 Þriöjudagur 10. janúar 1995 Noröausturland: Verkalýðsforingjar hæfilega bjartsýnir á kjaraviðræður Frá Þórbi Ingimarssyni, fréttaritara Tím- ans á Akureyri: Forystumenn verkalýðsfélaga á Norðausturlandi eru aðeins hæfilega bjartsýnir á þær kjara- viðræður sem nú eru að hefjast. Hin hæfilega bjartsýni, sem nú gætir, skapast að nokkru af þeirri stefnubreytingu atvinnu- rekenda aö bjóða 3% launa- hækkun í byrjun samninga, því í undanfarandi kjarasamning- um hefur skýrt verið tekið fram í upphafi að ekkert væri til skipta. Þetta tilboð er þó lægra en leiðréttingar launa, sem ýmsir starfshópar hafa verið að fá að undanförnu. Þeir verkalýðsforingjar, sem blaðiö ræddi viö, telja að krefj- ast verði aukins kaupmáttar, leiðréttingar fyrir lægstu launa- hópana og einnig að koma til móts við launafólk í skattamál- um með hækkun skattleysis- marka. Sjómenn una hlut sín- um illa og vilja að sem mestur hluti afla fari á fiskmarkaöi. Með því móti verði unnt að halda fiskverði uppi, en tekjur þeirra ráðast að hluta af verð- mæti sjávaraflans. Gudmundur Ómar Guðmunds- son, forseti Alþýðusambands Norðurlands, kvaöst meta stöð- una á þann hátt að vilji væri til þess að ganga til kjarasamninga. Eftir yfirlýsingar vinuveitenda undanfarna daga er ekki annað á þeim að heyra en þeir telji að ljúka verði samningum hið fyrsta. Hann sagði að í boði þeirra um 3% launahækkun fæ- list ákveðin breyting á afstöðu frá fyrri samningaviðræðum, þar sem engin efni hefðu verið talin til aukningar kaupmáttar eöa hækkunar launa. Kröfur verkalýðshreyfingarinnar væru fyrst og fremst fólgnar í því ab auka kaupmáttinn og bæta kjör þeirra sem lægra væru launaðir. Þá verbi einnig að taka mið af því atvinnuleysi, sem enn herj- ar á landsmenn, og miða kjara- samninga við að unnt verði að vinna bug á því. Varðandi ný- gerðan kjarasamning sjúkraliba við ríkið, sagði Gubmundur Ómar að vissulega verði litið til hans í samningavibræðum verkalýðsfélaganna og vinnu- veitenda. Guðmundur Ómar kvaðst vona að ekki þurfi að koma til verkfallsaðgerða af hálfu verkalýðshreyfingarinnar í komandi kjaraviðræðum. Verkföll væru ætíð nauðvörn og slæmt til þess að vita ab ríkis- valdiö virðist ekki vilja ræba vib opinbera starfsmenn fyrr en þeir hafa farið í verkfall. Það sýni kjaradeilur meinatækna fyrr á þessu ári og nýafstaðnir samningar við sjúkraliða, og horfurnar í samningaviðræðum vib kennara bendi einnig til að þær verbi ekki Ieystar án verk- fallsabgerba. Á verkafólk inni 10% lei&réttingu launa? Bjöm Snœbjömsson, formaður Verkalýðsfélagsins Einingar á Eyjafjarbarsvæbinu, sagði að þegar væri búib að vinna ýmsa undirbúningsvinnu hjá verka- lýðsfélögum og samböndum og alvöru kjaraviðræbur við at- vinnurekendur að fara af stað. Hann kvabst hins vegar abeins vera hóflega bjartsýnn hvað samningana sjálfa varðar, og þótt tilboð um 3% Iaunahækk- un sé ákveðin breyting frá fyrri afstöbu vinnuveitenda, þar sem ekkert hafi verið talið til skipta áður, þá verði einnig horft til þess ab ýmsir starfshópar hafi ab undanförnu verib ab fá leib- réttingu launa, sumir allt að því 10%. Því vakni spurningar um hvort verkafólk eigi ekki inni 10% leiðréttingu launa frá síö- ustu árum, burtséð frá því hvað gerist í framtíðinni. Björn sagði nauðsynlegt að flýta samninga- viðræðum og samningsgerð, því verði ekki samið nú á næstu vik- um, megi gera ráð fyrir að samningar dragist fram eftir ári, jafnvel fram á haust, og við því megi verkafólk alls ekki. Sérmál hafa hla&ist upp Aðalsteinn Baldursson, formað- ur Verkalýðsfélags Húsavíkur, kvaðst einnig aðeins vera hæfi- lega bjartsýnn hvað gerð nýrra kjarasamninga varöar. Atvinnu- rekendur hefðu látið í ljós vilja í orði, en fátt hafi komib fram í þeim viðræðum er þegar hafa átt sér stað. Abalsteinn á sæti í sérstakri samninganefnd á veg- um Verkamannasambandsins sem vinnur að málefnum fisk- vinnslufólks. í viðræðum henn- ar við atvinnurekendur er eink- um fjallaö um starfsréttindi greinarinnar, sem er ábótavant og fiskvinnslufólk má búa vib ab vera sagt upp störfum án verulegs fyrirvara. Aðalsteinn sagði að lítið hafi miðað í þess- um viðræðum og veruleg gjá á milli samningsaðila. Það benti til að sérkjaramálin geti orðið erfið, því þau hafi tæpast fengist rædd í undanfarandi kjara- samningum. Nú verði ekki komist hjá að taka á ýmsum sér- málum, er safnast hafi upp hjá einstökum félögum og ;am- böndum. Aðalsteinn kvað tryggingu kaupmáttar verða að- albaráttumál samningavib- ræðnanna auk sérkjaramál- anna, en einnig verði óhjá- kvæmilegt að krefjast endur- skoðunar á skattakerfinu með verulega hækkun skattleysis- marka fyrir augum. Fiskur á marka&i — krafa sjómanna Konráð Alfreðsson, formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar, kvað nokkra bjartsýni ríkja varöandi samningaviðræðurnar. Hann sagði að samþykkt hafi veriö að Sjómannasamband íslands annist samningsgerð fyrir hönd Sjómannafélagsins. Formanna- fundur hafi verið ákveðinn 17. janúar næstkomandi og viðræð- ur muni tæpast hefjast fyrr en að honum loknum. Konráð sagði að ummæli Kristjáns Ragnarssonar, um að þeir samn- ingar sem felldir hafa verið fyrir sjómönnum hafi ekki fallið vegna efnisatriða, væru jákvæð með tilliti til komandi samn- ingaviðræðna. Þrátt fyrir það væri engin leið að segja til um hvort samningsgerð muni drag- ast á langinn. A nýafstöðnum fundi stjórnar og trúnaðar- mannarábs Sjómannafélags Eyjafjarðar var ályktað að til- raunir til þess að koma á frjálsu fiskverði hafi algjörlega mistek- ist. Aðeins fari um 15% af heild- arafla á fiskmarkað og í allt að 80% tilvika sé kaupandi og selj- andi afla sami aðilinn. Konráb sagbi að sjómenn geti ekki unað þessari þróun og ein krafa þeirra í komandi kjarasamningum verði því að sem stærstur hluti aflans fari á fiskmarkaði í fram- tíðinni. Samvinnuferbir-Landsýn og fulltrúar abildarfélaga ferbaskrifstofunnar sjást á myndinni undirrita samning um rábstöfun á 5.300 sœtum til nokkurra helstu áfangastaba Flugleiba, eba Óslóar, Glasgow, Stokkhólms, London, Lúxemborgar, Amsterdam, Parísar, Baltimore og Hamborgar. Þetta er í fimmta sinn sem launþegahreyfingin gerir svona samning vib Samvinnuferbir. Tímamynd: CS Mynda- víxl Myndavíxl urðu í laugardags- blaðinu, þannig að mynd frá undirritun samninga milli Samvinnuferða-Landsýnar og Flugleiða birtist með frétt og myndatexta af undirritun samninga um makaskipti ís- landsbanka og Samvinnulíf- eyrissjóðsins. Bebist er velvirb- ingar á þessum mistökum og birtum vib myndirnar aftur hér með réttum myndatext- um. ■ Frá undirritun makaskiptasamnings íslandsbanka vib Samvinnulífeyrís- sjóbinn. Islandsbanki mun flytja höfubstöbvar sínar í Kirkjusandshúsib á nœstu 6-7 mánubum, en lífeyrissjóburínn flytur í Hús verslunarínnar. Holiday Inn hótelib verbur hinsvegar selt hlutafélagi í eigu Kaupgarbs hf., Hótels Reykjavíkur, Mœnis hf. og Gubmundar jónassonar hf. Tímamynd: CS

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.