Tíminn - 10.01.1995, Blaðsíða 8
8
WfWPPff w
Þri&judagur 10. janúar 1995
Margir vilja
halda í þjóöríkiö.
Frakkar horfa í
subur, Þjóöverjar
í austur
Um áramótin tók Frakk-
land við formennsku í
ráöherrarábi Evrópu-
sambands af Þýskalandi. Síðari
hluta nýbyrjaðs árs fer síðan
Spánn með formennskuna og
þar næst Ítalía. Formennskan í
ESB verður sem sé næsta hálft
annað árib í höndum róm-
anskra ríkja, sem í ESB-slangi
eru gjarnan kennd við Mið-
jarðarhafiö og köllub upp á
frönsku „Club Méditerrané".
Þegar Grikkland tók við ESB-
formennsku í byrjun s.l. árs
var Helmut Kohl, sambands-
kanslari Þýskalands, spurbur,
hvers hann helst vænti af
Grikkjum í þeirri stööu. „Ég
hlakka nú mest til þess er þeir
láta af formennskunni," á
kanslarinn að hafa svaraö.
Þetta svarar til þess álits, sem
Grikkir hafa á sér sem óráðsíu-
menn mestir í sambandinu,
sérstaklega í norblægari ríkj-
um þess. En spurning er hvort
Kohl hlakkar meira til for-
mennskutíðar Miðjarbarhafs-
klúbbsins.
Dýrkun á gróöa
Sumir þeirra, sem láta ljós
sitt skína um árið 1994, skrifa
á þá leið að það hafi einkennst
af því að stjórnmál og efna-
hagsmál hafi sýnt tilhneig-
ingu til að halda hvor í sína
áttina. Áhugi fyrir samruna
heimsins alls í efnahags- og
viðskiptamálum hafi aldrei
virst vera meiri, efnahags- og
viðskiptabandalög hafi stækk-
ab, fyrirætlanir séu um frekari
stækkun þeirra og stofnun
nýrra slíkra bandalaga. Mögu-
leikar ríkisstjórna tii að hafa
tök á efnahagsmálum séu
farnir að sýnast harla takmark-
aðir á þeim gríðarmikla al-
þjóðlega markaði, sem heim-
urinn sé orðinn. Gróðahyggja
og dýrkun á gróba hafi ein-
kennt árið sem var að líða og
hvergi fremur en í fyrrverandi
og núverandi heimi kommún-
ismans.
Á hinn bóginn, er skrifað,
gætti þess á árinu að stjórn-
völd ríkja beindu athyglinni
inn á vib. Sumir kalla þab end-
urreisn einangrunarhyggju,
aðrir mótmæla því og skrifa að
þetta stafi einfaldlega af vax-
andi áhyggjum stjórnvalda
margra ríkja út af þróuninni í
innanlandsmálum hjá sér. Þau
séu upptekin við innanlands-
málin vegna þess að þau telji
það óhjákvæmilegt, en ekki af
því að þau vilji draga sig inn í
neina skel.
Þessa gætir í Evrópu sem
víðar. Ljóst er að hvað sem líð-
ur samþykktum, sem ætlað er
að stubla ab Evrópusamruna
og inngöngu nýrra ríkja í ESB,
er um að ræða í mörgum og
líklega flestum abildarríkja þar
verulega andstöðu við frekari
samrunaþróun. Menn vilja
ekki sleppa meira af fullveld-
inu í hendur „yfirþjóðlegum"
stofnunum, vilja standa vörb
um þjóðríkið. Þetta kann að
koma á óvart, meb hliðsjón af
því að þjóbernishyggja hefur
lengi verið næsta illa liðin í
john Major, forsœtisrábherra Bretlands: flokkur hans er á leib meb ab klofna út af afstöbunni til ESB.
Tregða í Evrópusamruna
málum. Aðalatriði þeirrar
stefnu eigi að vera ab hags-
munir Þýskalands séu settir
efst. Eitthvað svipað er nú
hljóðið í fleiri þýskum stjórn-
málamönnum. Þeir hafa jafn-
vel við orb að gefa beri París-
Bonn-öxulinn upp á bátinn og
stefna í staöinn á nánara sam-
starf Mið-Evrópuríkja — sér-
staklega Austurríkis og Tékk-
lands — undir forystu Þýska-
lands.
Meb hliðsjón af því, sem áb-
ur sagði um Lúðvík 14. og Na-
póleon, fer varla hjá því að í
sambandi við nýnefndar
bollaleggingar Þjóbverja komi
mönnum í hug fyrra þýska
keisaradæmið.
Vitaskuld er hér ekki ein-
ungis um að ræða meting
milli Frakka og Þjóðverja,
heldur og að áhyggjuefni
þeirra fara ekki saman. Þjóð-
verjar hafa allrasíðustu árin
verið uppteknir af vandamál-
um þeim er urðu samfara end-
ursameiningu lands þeirra og
ástandinu í fyrrverandi aust-
antjaldslöndum. Frakkar hafa
öllu meiri og vaxandi áhyggj-
ur út af ástandinu í Noröur-
Afríku, sérstaklega þá Alsír og
borgarastríðinu þar. Þeir eru á
nálum um að Frakkland flæk-
ist í átökin þar, í gegnum náin
sambönd sín vib ríki þar og
fjölmennan íslamskan minni-
hluta í Frakklandi (sem sam-
kvæmt sumum heimildum
telur núorðib um 8% lands-
manna). Ekki síst óttast Frakk-
ar ab þeir eigi yfir höfbi sér
nýjan og óstöðvandi flótta-
mannastraum norður yfir
Miðjaröarhaf.
Gagnvart Norður-Afríku
hafa Frakkar Spán og Ítalíu sín
megin. Má því ætla að á næst-
unni muni þessi ríki leggja
áherslu á að ESB horfi minna í
austur en það hefur gert um
skeið og beini athygli sinni
meira í suöur. Þar aö auki er
„Miðjarðarhafsklúbburinn"
ekki yfir sig æstur í ab fá fyrr-
verandi austantjaldsríki í ESB,
m.a. vegna fýrirsjáanlegrar
samkeppni vib þau á mark-
aðnum í sambandinu fyrir
landbúnaðarvörur.
BAKSVIÐ
DAGUR ÞQRLEIFSSON
Vestur-Evröpu, sérstaklega
norðan til, og þjóðum þar sagt
að aðhyllast í staðinn „múlti-
kúltúralisma", hvers inntak í
stórum dráttum er að þjóðir
landanna hafi ekki meiri rétt
til gagna og gæða þeirra en
fólk hvaðanæva úr heimi.
Draumur um end-
urreisn stórveldis
Eitt þab helsta sem ógnar
Evrópusamrunanum eru
brestir þeir sem sést hafa í
Berlínarmúr ab opnast: Þjóbverjar hafa verib uppteknir vib vandamál sem
fylgdu endursameiningunni.
„öxlinum París- Bonn", er
lengstum hefur verið haft fyrir
satt ab Evrópusamruninn
snerist um. Frakkar gengust
manna mest fyrir stofnun
Efnahagsbandalags Evrópu
(sem nú heitir Evrópusam-
band), trúlega í von um að
Frakkland hefði þar forystuna
til frambúðar. Þar innan um
og saman við kunna að hafa
verið draumar um endurreisn
franska stórveldisins í nýrri
mynd. Oft hefur veriö minnst
á ríki Karlamagnúsar sem lík-
lega fyrirmynd í því sam-
bandi, en vera má að fyrir-
myndir Frakka um það hafi
ekki síöur verið þeir Lúðvík
14. og Napóleon.
Með endursameiningu
Þýskalands eru mestar líkur á
að úti sé um þann draum. í
samræmi við það hefur dregið
úr hrifningunni á Evrópusam-
runanum í Frakklandi. Frakkar
Balladur, forsœtisrábherra Frakk-
lands (t.v., vib gröfde Caulle):
hann œtlar sér forsetastólinn eftir
Mitterrand og er ólíklegur til ab
stefna þeirri framtíbarvon íhættu
meb þvíab koma fram sem mikill
„Evrópusinni".
samþykktu Maastricht- sátt-
málann í ágúst 1992 aðeins
með naumum meirihluta. Þar
í landi hefur Sósíalistaflokkur-
inn verið allra flokka mest
ESB-sinnaöur, og hrap hans í
vinsældum er talið stafa mikið
til af því.
Öxullinn Berlín-
Prag-Vín?
Þýskaland er með hlibsjón
af fortíöinni einkar varkárt í
utanríkismálum. Þab reynir ab
forðast ýfingar vib Frakkland,
en andúðin á Evrópusamrun-
anum í síðarnefnda landinu
hefur leitt til þess að kröfur
hafa komiö fram um ab Þjób-
verjar hafi í því sambandi hug-
ann við eigin hagsmuni fram-
yfir það sem verið hafi. Þannig
segir nú Edmund Stoiber, leið-
togi Kristilega sósíalsam-
bandsins í Bæjaralandi og
stjórnarformaður þar, að Þjób-
verjar skuli láta af skvaldri um
frekari Evrópusamruna og
taka upp nýja stefnu í Evrópu-