Tíminn - 11.02.1995, Page 1

Tíminn - 11.02.1995, Page 1
STOFNAÐUR 1917 79. árgangur Laugardagur 11. febrúar 1995 .30. tölublaö 1995 Samningar um Hval- fjaröargöng vel á veg komnir: Göngin fyrir þingflokkana eftir helgi Tillaga til þingsályktunar um samning á milli samgönguráö- herra og Spalar hf. um gerö jaröganga undir Hvalfjörö verö- ur lögö fyrir þingflokka á Al- þingi eftir helgi. I>etta er gert til þess aö unnt sé aö ganga frá samningum um framkvæmdir, en þeir eru vel á veg komnir. Máliö var kynnt af sam- gönguráöherra á ríkisstjórnar- fundi. Samningstextinn hefur tekiö lítillegum breytingum frá upprunalegu uppkasti, m.a. vegna Evrópska efnahagssvæö- ísins. Veröbólgufiörings fariö aö gaeta meöal inn- lendra framleiöenda? Matur hækkar Verö á matar og drykkjarvörum var 1,5% hærra í byrjun febrúar en í janúarbyrjun, til viöbótar 1,8% hækkun sem þá haföi orö- iö frá byrjun desember, sam- kvæmt vísitölureikningum Hagstofunnar. Veröhækkunin í janúar var skýrö meö ámóta verölækkunum fyrir jólin. En ástæöa áframhaldandi hækk- unar núna í febrúar sýnist ekki liggja í augum uppi. Veröhækk- anir þessar eru aöallega á unn- um matvælum, bæöi innlend- um og erlendum. En verö á bú- vörum háöum verölagsgrund- velli (rösklega fjóröungi matvælakaupa) hefur ekki hækkaö undanfarna mánuöi, og er raunar 1,5% lægra en fyr- ir ári síöan. Aörar innlendar mat- og drykkjarvörur (en búvörur) eru nú jafnaöarlega 2% dýrari en í október, en 3,5% dýrari í nóv- ember. Þessar vörur eru rúm- lega helmingur allra mat- og drykkjarvara í grundvelli fram- færsluvísitölunnar. Innflutt matvæli eru einnig 2% dýrari en í október. ■ • % tým m- • __| ✓ f ■ • Tímamynd CS tinrœoisnerrann OQ jornkarlinn „Þá erSibasti toffarinn á Alþingi kominn á hjólib," sagbi Þröstur Víöisson, einrœbisherra Vélhjólafélags gamlingja, þegar einn þriggja heiöursfélaga félagsins kom í heimsókn í húsakynni félagsins ígœr. Á sínum yngri árum ók Matthías um götur ísafjarbar á mótorhjóli og samkvœmt heimildum Tímans þakkar hann hjólinu m.a. kynni sín af eiginkonu sinni. í blaöinu í dag erítarlegt viötal viö Þröst um starfssemi félagsins og einnig viö Matthías Bjarnason um ár sín á hjólinu. Sjá bls. 8 og 9 Langlundargeö rafiönaöarmanna á þrotum náist ekki kjarasamningar á nœstu dögum. Rafiönaöarsambandiö: Launakröfur hækka um 10% semjist ekki á næstunni Guðmundur Gunnarsson, formað- ur Rafiönaöarsambands íslands, segir að ef það tekst ekki að ljúka kjarasamningum á næstu dögum og samstaöa náist ekki með stjóm- völdum um þær aðgerðir sem ASÍ hefur kynnt, þá muni það óhjá- kvæmlega leiða til þess að launa- kröfur stéttarfélaganna hækki verulega. Hann telur viðbúið að launakröfur sambandsins muni þá hækka um allt að 10%. Formaður Rafiönaðarsam- bandsins segir að sambandiö sé sammála þeirri kjarajöfnunar- stefnu sem miðar að hækkun læstu launa og aö laun milli- tekjufólks, eins og t.d. rafiðnaö- Eiríkur Cuönason Seölabankastjóri segir krónuna sterka og gengishcekkun fyllilega réttlœtanlega: Gengi krónunnar hefur hækkað um tæplega eitt prósent „Jú, gengi krónunnar hækkaði um tæplega 1% frá miðvikudegi í síöustu viku og fram á mánudag, með markvissum inngripum Seðlabankans, sem færði gengis- vísitöluna (sem sýnir meðalverð erlendra gjaldmiðla) niöur sem þessu nemur", svaraöi Eiríkur Guönason Seðlabankastjóri, spurður hvort Tíminn hafi tekið rétt eftir að verð erlendra gjald- miöla hafi verið að lækka upp á síökastiö og gengi íslensku krón- unnar hafi þar meb hækkað. Astæöuna segir Eiríkur: „Viö emm með svokallað miðgengi, og stefnan er sú, að halda geng- inu þar eöa láta þaö ekki víkja meira en 2,25% frá þessu mið- gengi. Á millibankamarkaði rokkar gengiö svolítiö til og frá og gengi krónunnar haföi sigið og færst nálægt vikmörkunum. Með því aö taka í taumana er Seðlabankinn að snúa þeirri þró- un viö, og færa gengisvísitöluna aftur nær miögengi. Þaö þýddi í þessu tilviki, að viö þurftum aö styrkja krónuna, hækka gengi hennar, sem lækkar þá auðvitað verö á erlendum gjaldmiðlum. Viö teljum þetta fyllilega rétt- lætanlegt. Það er ýmisslegt já- kvætt í efnahagslífinu sem leyfir slíka aögerö. Krónan er sterk. Það hefur verib hagstæöur viöskipta- jöfnuöur, stöðugleiki í verðlags- málum og batnandi hagur hjá ríkinu, þótt viö vildum gjarnan sjá hann batna meira, atriöi sem öll stuðla aö sterkum gjald- miöli." Spuröur hvort hækkun á gengi krónunnar sé ekki sjaldgæft fyr- irbæri, svaraöi Eiríkur: „Það hef- ur örsjaldan gerst aö meö aðgerö hafi gengi krónunnar hækkaö. En núna erum við tiltölulega ný- lega byrjabir aö starfa á milli- bankamarkaöi (maí 1993) og síö- an hefur það gerst aö gengið hef- ur hækkaö einstaka daga, eða að vdö höfum gripið markvisst inn einstaka daga. En gengishækk- unin nú er meiri en ábur hefur gerst á jafn löngum tíma". ■ armanna hækki þá eitthvab minna. Hann segir rafiðnabar- menn leggja höfuöáherslu á sér- kjarasamninga og þá einkum á félags- og réttindaákvæðin. „Þegar kreppir aö verða öll at- riöi í kjarasamningum aö vera mjög ljós og þetta eru grund- vallaratriöi sem menn berjast núna fyrir á öllum vígstöbv- um." segir Guömundur. Á fundi miðstjórnar Rafiön- aöarsambandsins, stjórnum og trúnabarráðum aöildarfélaga í gær var samþykkt aö hvetja stjórnir og trúnaðarmannaráð abildarfélaga til aö halda fundi og og afla heimilda til frekari aðgerða, náist ekki fljótlega ár- angur í yfirstandandi kjaravið- ræöum. Á fundinum var einnig harölega gagnrýndur sá seina- gangur sem hefur veriö í við- ræðum vegna endurnýjunar kjarasamninga. Sem dæmi þá hafa rafiðnaðar- menn ekki enn fengiö vibræöur um sínar kröfur hvorki við fjár- málaráðuneyti né Reykjavíkur- borg, þrátt fyrir aö tveir mánuð- ir séu libnir frá því aö kröfur þeirra voru tilbúnar. ■

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.