Tíminn - 11.02.1995, Qupperneq 5
Laugardagur 11. febrúar 1995
5
/
Tímamynd CS
Ovissutímar
Jón Kristjánsson skrifar
Utanríkismál skipa æ stærri sess í stjórn-
málaumræöu hérlendis. Ástæðan er þær
miklu breytingar, sem hafa orðið í þessum
málum á undanförnum árum, bæöi al-
þjóðaviðskiptum og öryggismálum.
Heimsmynd eftirstríðsáranna hrundi með
Berlínarmúrnum 1989 og gífurlega um-
fangsmiklir samningar hafa verið gerðir á
viðskiptasviðinu.
Þessar breytingar hafa ekki farið framhjá
okkur íslendingum. Afstaðan til viðskipta-
og efnahagsbandalaga hefur verið rúmfrek
í stjórnmálaumræðu síðustu árin.
Kaldastríbsumræöa á
Alþingi
Síðastliðinn fimmtudag fór fram almenn
umræða um utanríkismál á Alþingi. Þær
umræður snerust að miklu leyti um fortíð-
ina og þá einkum fortíö forustumarina Al-
þýðubandalagsins. l>að var auðheyrt af
þeim umræðum að sjálfstæðismenn og al-
þýðubandalagsmenn hafa engu gleymt.
l>aö verður að nægja sem innlegg í þessa
umræðu frá minni hálfu, að mér finnst ein-
kennilegt að þegar foringjar Alþýðubanda-
lagsins ungir að árum höföu upplifað ógn-
arstjórnina sem þeir lýsa í Austur-Þýska-
landi, þar sem saklausir námsmenn voru
hræddir um konur sínar og börn, þá skyldu
þeir halda áfram ótrauðir að berjast fyrir
framgangi sósíalismans eftir að heim kom.
Og ekki var afstaðan til vestrænnar sam-
vinnu að neinu leyti endurmetin, og lamið
óspart á þeim mönnum sem voru þar í for-
svari.
Viðburöarík ár
Ég byrjaði fyrir alvöru að fylgjast með
stjórnmálaþróuninni fyrir tveimur áratug-
um, og svo sannarlega hafa miklar breyt-
ingar átt sér stað á þeim tíma. Þá skiptust
framsóknarmenn í fylkingar með og á móti
hersetu í landinu, og andstæöinga Nato
mátti finna innan Framsóknarflokksins.
Alþýðubandalagsmenn lágu ekki á liði sínu
að skerpa þessar andstæður, ef þeir áttu
nokkurn möguleika á því.
Framsóknarmenn höfðu ávallt þá stefnu
að halda uppi viðskiptasamböndum við
ríki Austur- Évrópu, óháð því stjórnarfari
sem þar var. Sannleikurinn er sá, að leiðir
viöskiptanna hafa áhrif á þróunina, og
harblínustefna í viðskipt-
um vib Sovétríkin heföi
áreiðanlega ekki flýtt fyrir
falli kommúnismans. Ég
man hins vegar eftir
hörbum deilum um vib-
skiptasamninga við þá,
sem gerðir voru að frum-
kvæði framsóknarmanna.
Á þessum grunni byggjast
samskipti okkar við Kína
nú, þótt langt sé frá að þar sé allt sem skyldi
hvað varðar stjórnarfar og réttindi fólksins.
Leiöir vibskipta
Stefna Framsóknarflokksins hefur ávallt
verið sú að gera samninga um viöskipti
sem víðast. Viðskipti við Evrópuþjóöir
voru tryggð á sínum tíma meb svokallaðri
„bókun 6", sem reyndist okkur vel um ára-
bil. Á sama hátt teljum við að tryggja beri
viðskipti okkar við Evrópusambandið á
þeim grunni sem felst í EES- samningnum.
Við teljum að aðild að því komi ekki til
greina, því engin þjóð hefur samið sig frá
Rómarsáttmálanum, sem samrýmist ekki
fullveldi íslendinga. Sjávarútvegshagsmun-
ir okkar falla engan veginn ab stefnu þess.
Við studdum aöild að Alþjóbaviðskipta-
stofnuninni og Gatt-samninginn meb því
pólitíska samkomulagi sem nábist um það
aö rústa ekki landbúnaðinn.
Við leggjum á það mikla áherslu að við-
I halda og efla markaðina í Bandaríkjunum
og í Asíu, sem eru okkur afar mikilvægir.
Samskipti okkar við Evrópuþjóðir mega
ekki leggja stein í götu okkar á^þessum
mörkuðum. Það veröur að vera leibarljós í
stefnumótun næstu ára.
Varnar- og
öryggismál
Umræður um utanríkismál hafa upp á
síbkastið fremur snúist
um viðskipti en öryggis-
mál. Síðan kalda stríð-
inu lauk, virðist sú um-
ræða liggja nokkuð í
láginni hér. Ég get ekki
ab því gert, ab mér
finnst stundum ríkja
nokkuð fölsk öryggis-
kennd hérlendis og fólk
vera sannfært um það
að óvinurinn sé horfinn og friöur genginn
í garð. Aðstæður hafa vissulega breyst, og
ekkert er sem áður. Mér finnst átök milli
austurs og vesturs ekki líkleg, ef má ein-
falda hlutina svo mikið.
Hins vegar vekur það ugg, svo ekki sé
meira sagt, þegar hlustað er á sendiherra
Rússlands hérlendis lýsa hættunni á því aö
kjarnorkuvopn lendi í höndunum á stríðs-
herrum og jafnvel hryðjuverkamönnum í
Sovétríkjunum fyrrverandi. Sú hætta vofir
einnig yfir að átök fari vaxandi milli ólíkra
menningarheima, milli norðurs og suðurs.
Ég var fyrir ári staddur á fundi þingmanna-
sambands Nato, þar sem vikið var að þess-
ari hættu í fyrirlestrum, og nú nýverið gaf
framkvæmdastjóri Nato yfirlýsingar um
þessa hættu og mat hana til jafns við hætt-
una af kommúnismanum fyrr á tíö.
„Samstarf í þágu friöar"
Þab er því mín sannfæring, ab við íslend-
ingar verðum ab finna okkur stað í þessu
umróti og verðum ab taka þátt í öryggis-
samstarfi vestrænna þjóba innan Nato.
Starfsemi bandalagsins mun breytast meb
breyttum aðstæþum, og hún hefur gjör-
breyst á fáum árum. Áætlun er í gangi um
nánara samstarf við ríkin í Mið- og Austur-
Evrópu. Þessi áætlun ber heitið „Samstarf í
þágu friöar". Hún felur í sér samráð og
samstarf við vibkomandi lönd á sviði vam-
armála. Hér þarf þó að fara að öllu með gát,
til þess ab skapa ekki nýjar girbingar í Evr-
ópu og endurvekja andrúmsloft kalda
stríbsins.
Þau hörbu átök, sem nú eru innan gömlu
Evrópu, eru áminning um að enn er langt
frá því að fribur sé genginn í garb. Afvopn-
un og slökun milli risaveldanna er mikið
fagnaðarefni, en ástandið er um margt
flóknara nú og meiri hætta á staöbundnum
átökum.
Hrærlngar í fjölmiölaheim-
inum
Þau tíðindi, sem gerst hafa í fjölmiðla-
heiminum nú í vikunni; hafa vakib at-
hygli. Þau eru ljóst dæini um þá samruna-
þróun, serri víöa er að verða og ég ætla ekki
að hafa mörg orð um að sinni. Þær breyt-
ingar á eignarhaldi Frjálsrar fjölmiðlunar,
sem skýrt hefur verið frá, þýða að Hörður
Einarsson hverfur frá félaginu. Þeir Hörður
og Sveinn R. Eyjólfsson voru harðir keppi-
nautar í blaðaútgáfu á sínum tíma, en tóku
síðan höndum saman. Um næstsíðustu
áramót komu þeir á óvart með því að taka
að sér útgáfu Tímans. Ég hef því átt sam-
skipti við þá félaga síðasta árib, sem hafa
verið mjög gób. Ég vil ekki láta hjá líða, nú
þegar Hörður hættir afskiptum af Frjálsri
fjölmiðlun, ab þakka honum mjög góö
kynni á þeim tíma, sem vib áttum samstarf
að útgáfumálum, og óska honum góbs í því
sem hánn tekur sér fyrir hendur.