Tíminn - 11.02.1995, Blaðsíða 14
14
Hagyrðinaaþáttur
Samviskan og eigandi hennar
Engitm skyldi um grcesku gruna
Guðmund Áma, þann heiðursmann.
Hann er sáttur við samviskuna,
síðan hún yfirgaf eigandann.
Samverji
Stóriðjuloforö
Klœkjum búitm krataher
kmnkar margt í laumi.
Ætlar nú að eigna sér
álverið í Straumi.
Ópal
Vegna tilmæla til hagyröinga um aö þeir yrki dýrt til aö
hafa meö annaö slagiö, sendir Aöalsteinn Sigurösson eft-
irfarandi sléttubönd í tilefni þess aö dag er tekiö aö
lengja.
Vorstemmning
Fjalla andar blíður blcer,
blómin landið prýða,
alla grandi fcerir fjœr
fyrða landsins blíða.
Aftur á bak er vísan svona:
Blíða landsins fyrða fjcer
færir grandi alla,
prýða landið biómin, blær
blíður andar fjalla.
Strandamaður telur sig vera oröinn full fyrirferðarmik-
inn í þættinum og sendir afsökun.
Þeir hafa oftgaman að glíma við
gátur, og botna vísur,
sem aldurinn takmarkar önnur svið
og eltast ei lengur við „skvísur".
Um leið og Strandamanni er þökkuö vísan og annar
kveðskapur, sem styttir stundirnar og birst hefur í þætt-
inum, er hann beðinn aö gleyma hógværðinni og senda
okkur kveðskap eftir því sem andinn blæs honum í
brjóst.
Sömu skilaboö eru öðrum hagyrðingum send. Öllum
góöum vísum og haglega gerðum kveöskap er tekið meö
þökkum og er aldrei ofaukið.
Fyrripartar og botnar
Allir bankar bjóða lán,
basl og þanka svæfa.
Botn:
Varla svífast vaxta rán,
virðing alla slæva.
Stefán Bjarnason
Síðan botnar frá Helga og Búa:
Ráðherranna verk og vit
verða skráð á bækur.
Botnar:
Dýrka þeirra verk og vit
lattdsins heimskar blækur.
eöa
Sveinafjöldinn sýndi lit,
snilldin var þeim kækur.
eöa
Þykkust verða þessi rit,
þrotlaus viskulækur.
Nýr fyrripartur:
Efég smíða ætti brag
um ungar, fríðar snótir.
Þessi ætti aö ýta undir andagiftina.
Botnar og vísur sendist til Tímans
Brautarholti 1
105 Reykjavík P.s. SKRIFIÐ GREINILEGA
Laugardagur 11. febrúar 1995
Fáir þora að vera gler-
andskotitískusmart
Spurning: Um daginn var viö-
tal í blaði viö stúlku, sem kom
frá útlöndum. Hún sagöi aö ís-
lendingar væru tveim árum á
eftir tímanum í tísku og þess
vegna gamaldags. Hún sagði að
í útlöndum gengju allir í plast-
fötum núna og létu ekki sjá sig í
ööru. Er þetta rétt? Hér er alltaf
verið aö segja aö viö séum svo
smart og nýtískuleg, en svo
koma svona fréttir.
Svar: Ég varð voða fúll þegar ég
las þetta. Ég verð aö lýsa mig af-
skaplega mikið ósammála gagn-
vart svona ummælum í blöö-
um. Viö íslendingar erum þekkt
þjóö aö því leyti aö þegar út-
lendingar koma hingaö, þá bera
þeir aö við séum mjög smart
fólk.
Aftur á móti þegar kemur að
mjög afgerandi tískunýjungum,
sem eru mjög áberandi, þá er
þessi þjóö alltof smá til þess aö
almenningur tileinki sér á svip-
stundu tísku eins og þá úr plasti
og öörum óheföbundnum efn-
um.
Þetta er gífurlega smart, en er
fyrir fólk sem gefur sig út fyrir
að vera tískuklætt og skiptir þá
mjög oft um í fataskápum sín-
um. Þessir vel klæddu íslend-
ingar eru náttúrlega klassískari
þó við förum mikiö eftir tísku.
Þannig hlýtur náttúrlega allur
almenningur aö vera. í útlönd-
um eru ekki heldur allir hátísku-
klæddir og þaö er bara ósönn al-
hæfing að segja að allir þar séu í
plastfötum. Þegar ég fer til út-
landa, verö ég að segja aö mér
finnst meirihluti fólks, sem ég
sé, ótískulega klæddur og
ósmart.
Síöan sér maöur vissa pró-
sentu af fólki sem er gífurlega
tískuklætt, en það sér maöur
heldur ekki hér. Þetta er rétt hjá
stúlkunni aö því leyti.
Geirvörtur
óhugsandi á
kosningafundum
Nú, til dæmis, er verið að út-
búa framboðslista hjá öllum
stjórnmálaflokkum og á öllum
listunum eru margar konur. Ég
veit ekki hvort þaö væri konum
eða flokkum þeirra til fram-
dráttar, ef framboðskonur
kæmu í vinylplasttoppum, sem
geirvörtumar sæjust í gegnum,
á kosningafundi. Jafnvel þó þær
séu ungar og vel vaxnar og þar
fram eftir götunum.
Ég er hræddur um aö þaö færi
ekki vel í fólk atkvæöalega séð.
Ef aftur á móti er um að ræöa
stúlku, sem syngur meö popp-
hljómsveit og er þekkt nafn og
stendur fyrir frekar frjálsan lífs-
stíl, getur hún komiö fram hvar
sem er og verið mjög smart í
gegnsæju plasti.
Þarna er um aö ræöa gífurlega
mismunandi áherslur og lífs-
máta. Og svo náttúrlega aldur.
Þaö er til dæmis ýmislegt í karl-
mannafatatísku núna sem ég
mun ekki tileinka mér. En ég
klæöi mig samkvæmt tísku eigi
aö síöur, því þaö er mitt starf.
En ég mundi aldrei, sem maður
á fertugasta og sjöunda aldurs-
ári, fara aö eltast viö einhverja
absúrdtísku, þó aö tvítugur
strákur í poppinu gæti sem best
klætt sig og puntaö og verið
flottur í skrýtnum flíkum.
Fyrir nokkrum árum komst
þaö í tísku aö karlmenn gengu í
ógegnsæjum sokkabuxum og
nokkurs konar skotapilsum, síö-
Hvernig
áég aö
vera?
Heiöar jónsson, snyrtir,
svarar spurningum lesenda
um meö klauf. Þetta gat verið
mjög smart til dæmis meö mitt-
isjökkum, á gæja með mikið sítt
hár sem berst á, er kornungur í
útlitsgeiranum og er afgreiðslu-
maöur í tískubúð, farðari eöa í
popphljómsveit. En fjörutíu og
sjö ára skallapoppari getur þaö
ekki og ekki ég heldur.
Ég dáist til dæmis aö Mick
Jagger fyrir hans kraft og þraut-
seigju í því að vera stjarna.
Hann er oft mjög smart meður-
inn, en hann er stundum alveg
út í hött af fimmtugum manni
aö vera. Jafnvel þó hann sé
Mick Jagger.
í vinnunni eba á
tískuballi
í greininni, sem spurningin
varðar, fannst mér að veriö væri
að höfða til tískuelítu. Þaö getur
vel veriö aö íslensk tískuelíta sé
kannski ekki alveg eins vel með
á nótunum og Lundúna- og Par-
ísartískuelíta. Ég hef grun um
aö viökomandi kona hafi rétt
fyrir sér þar.
En svona hátíska á kannski
ekki við nema á popptónleik-
um, á diskóteki eða þar sem
tískufólk kemur saman. Þaö
mætir enginn í gegnsæjum föt-
um eöa meö alls kyns krúsidúll-
ur í vinnu á skrifstofu hjá virtu
fyrirtæki. Ef starfskraftur mætti
einhvern veginn svona í vinn-
unni hjá erlendu fyrirtæki, sem
ekki er í útlitsgeiranum, yröi
hann rekinn heim alveg eins og
úr Búnaðarbankanum hér.
Misskilningurinn liggur í því
aö í umræddri grein var verið að
tala um ballföt þeirra, sem vilja
vera í hátísku. Og þaö eru ekki
margir íslendingar sem gera
þetta fullkomlega vel. En ef ég
má nefna nafn, þá er það ein
fegursta unga kona íslands, sem
mér finnst alltaf dálítið spenn-
andi aö sjá hvernig er klædd
þegar ég hitti hana, af því aö
hún tilheyrir því sem viö getum
kallaö tískuelítu.
Hún heitir Andrea Róberts-
dóttir, er fyrirsæta og er inter-
essant og fögur stúlka, og mér
finnst hún líka spennandi af því
aö þegar ég hitti hana finnst
mér skemmtilegt aö sjá í hverju
hún er. En hún er ein af örfáum
hátískustúlkum og gerir þetta
afskaplega skemmtilega.
En þá sjaldan ég kem á ung-
lingastaöi, finnst mér eitthvað
vanta á aö einhverjir hafi frum-
kvæði aö ríöa á vaðið og vera
glerandskotitískusmart. ■