Tíminn - 11.02.1995, Qupperneq 15

Tíminn - 11.02.1995, Qupperneq 15
15 Laugardagur 11. febrúar 1995 Davíb Oddsson er ánœgbur meb Alþýbuflokkinn sem samstarfsflokk. Svartsýnn á kennaraverkfall sem gœti stabib til septemberloka: Áframhald á Viðeyjarstjórn kostur sem hann mun skoða Davíð Oddsson, forsætisráð- herra, segist bæði persónulega og máiefnalega ánægöur meö samstarfið við Alþýðuflokk- inn, í samtali sem birtist í Við- skiptablaðinu. Hann er spurð- ur hvort ekki sé eölilegt að flokkarnir taki saman hönd- um á nýjan Ieik komi þeir vel út úr kosningunum: „Ef það gerist þá yrði það örugglega sá kostur sem fyrst yrði skoðaö- ur." Ráöherrann segir þó að báðir flokkar gangi óbundnir til kosninga og að hann úti- loki ekkert í stjórnarmyndun- arviðræðum. í þessu þriggja síöna viðtali Viðskiptablaðsins er farið yfir feril þessarar ríkisstjórnar síð- ustu fjögur ár. Davíð er ánægö- ur. Stjórnin hafi tekið við slæmu búi en vel hafi ræst úr. Hann kennir Ólafi Ragnari ekki um dulinn ríkissjóðshalla sem við blasti vorið 1991. Stjórnin hafi verið veik. „Það fór allt á bögglauppboð í þinginu," segir Davíð. Deilur ríkisstjórnarflokkanna afgreiðir Davíð og segir að það hafi veriö „smávægilegur hanas- lagur og tog" sem hafi staðið um „einstaka ómerkari atburöi." Varðandi kjaramálin segir Davíð að „menn vilja ekki fara í dellurólið. Hinir ábyrgari for- ystumenn á vinnumarkaði skynja þetta. Þeir telja sig rétti- lega eiga nokkuð hrós skilið fyr- ir þessa stöðu og vilja ekki vera að eyðileggja hana," segir Dav- íð. Varðandi yfirvofandi vinnu- deilur segir Davíð að kaupkröfur verkalýðshreyfingarinnar séu mun meira í snertingu við til- vemna en kröfur kennara, sem segi opinberlega að þeim komi ekki við hvað atvinnulífið geti borið, sem honum þyki dálítið merkilegt. Hann segir kröfur kennara úr tengslum við allan veruleika, en hann útiloki að sett verði lög á verkfallið. Davíð er ekki bjartsýnn á að lausn finnist á verkfalli kennara og spáir að það verði bæði erfitt og langt, standi jafnvel til loka september. ■ Þjónarnir sjö frá Café Kölbert.munu án efa vekja athygli á menningarhá- tíbinni Sólstöfum, enda óvenjulegir þjónar um margt. Kvennalistinn á Vestfjörbum: Jóna Valgerður í efsta sæti Sólstafir — 6 vikna norrœn menningarhátíb héfst í dag: Finnskur tangó og danskt kaffileikhus Norræn menning mun breiða úr sér víða um landið um þessa helgi og næstu 6 vikur á menn- ingarhátíðinni Sólstafir sem hefst í dag kl. 14.15 í Norræna húsinu. Hátíðin stendur fram yfir þing Noröurlandaráðs sem fer fram í Reykjavík 27. febrú- ar til 2. mars. Meðal þess efnis sem í boði er um helgina má nefna finnskan tangó, danska kaffileikhúsiö. Café Kölbert, myndlistarsýningu í Norræna húsinu, dagskrá helguð dönsk- um bókmenntun, auk þess sem norskir tónlistarmenn koma til landsins og hefja tón- leikaferðalag á Akureyri á sunnudag. Danska kaffileikhúsið'Kölbert hefur á sínum snærum 7 sér- þjálfaða þjóna og framreiða hvað sem hugurinn girnist, en ekki síst foríðarþrá, söngva, grín og gleðilæti. Þjónar þessir eru sagðir sýna yfirmáta kurteisi, sem jaðrar við ósvífni og dóna- skap. Café Kölbert verður á sveimi í Kringlunni frá 11 til 13 í dag. Finnskt tangókvöld verður á Hótel Borg í kvöld, með þátt- töku þjóna kaffileikhússins. Þetta eru sex tangóleikarar með Reijo Taipale í fararbroddi. Tangóinn er sagöur orðinn tján- ingarform hinnar finnsku sálar í dag. Svend Wiig Hansen opnar sýningu í dag í Norræna hús- inu. Sama dag verður dagskrá í húsinu helguð dönskum bók- menntum. Norsku tónlistarmennirnir sem leika á Akureyri annað kvöld eiga ættir að rekja.til Afr- íku og tónlistin upprunnin af þeim slóðum. Þeir munu efna til tónleika í skólum á ísafirði og í Reykjavík. Loks er að nefna norræna kvikmyndahátíð sem hefst í Há- skólabíói í dag, laugardag, og stendur hún í rúma viku. ■ Undarlegir sjúklingar íleikritinu Morfín, sem Kvennaskólinn setur á svib og frumsýnir í kvöld. Fúría, leikfélag Kvennaskólans: Undarlegir samsjúklingar Ungur maður er lagður inn á sjúkrahús vegna smávægilegra óþæginda í maga. Hann kynnist fljótt samsjúklingum sínum, sem reynast í meira lagi furðu- legir, auk þess sem starfsaðferðir hjúkrunarfólks eru ekki þær sem menn eiga að venjast. Þegar ungi maðurinn kemst að því að æskuást hans er sjúklingur á sama sjúkrahúsi taka hlutirnir ab gerast. Þetta er í örstuttu máli þráður í leikriti Svend Engelbrechtsen, gamanleiknum Morfín. Le félag Kvennaskólans fru sýnir verkið í kvöld í Héði: húsinu, Seljavegi 2, vestur í l Leikstjóri er Þröstur Guðbjai son. Morfín verbur sýnt sinnum. Bœjarfulltrúi AB í Carbabœ telur frambobslista flokksins í Reykjaneskjördœmi vera lista Suburnesjamanna og Hafnfirbinga: Telur listann ekki sigurstranglegan „Ég tel þab ekki vera," segir Hilmar Ingólfsson bæjarfulltrúi Alþýbubandalagsins í Garbabæ abspurbur hvort hann telji frambobslista Alþýbubanda- lagsins og óhábra í Reykjanes- kjördæmi vera sigurstrangleg- an. Hann segir ab listinn sé listi Suburnesjamanna og Hafnfirð- inga og síban komi Seltjarnar- nes og Mosfellsbær. Hilmar tel- ur ab það sé tap fyrir flokkinn ef hann fær ekki tvo þingmenn í kjördæminu. Þótt framboðslisti AB og óháðra hafi verið samþykktur samhljóða á 200 manna fundi kjördæmis- ráðsins í fyrradag virðast forystu- menn flokksins í Garðabæ og Kópavogi ekki vera neitt sérstak- lega ánægðir og m.a. er Valþór Hlöðversson bæjarfulltrúi flokks- ins í Kópavogi ekki á listanum. Hilmar segir þaö mjög miður að ekki skuli hafa verið viðhaft for- val við val manna á listann. Hann telur að það sé að öllu jöfnu meiri baráttuhugur í þeim frambjóð- endum sem gefa kost á sér að Guðmundsdóttir formaður Sjúkraliðafélags íslands hefði eitt- hvert fylgi, þá hefði hún átt að skipa annað sæti listans en ekki það þriðja. Eins og kunnugt er þá er óbreytt skipan í tvö efstu sæti lista AB í Reykjaneskjördæmi frá síðustu alþingiskosningum. Ólaf- ur Ragnar Grímsson formaður flokksins leiðir listann og í öðru sæti er Sigríður Jóhannesdóttir kennari í Kefluvík. Helgi Hjörvar Reykjavík er í fjórða sæti og körfuboltahetja þeirra Grindvík- inga, Guðmundur Bragason, er í sjöunda sæti. Sigurvegari flokks- ins við sveitarstjórnarkosningarn- ar sl. vor í Mosfellsbæ, Guðný Halldórsdóttir, er í næst neðsta sæti listans og heiðurssætið skip- ar Benedikt Davíðsson forseti ASÍ. ■ Ólafur Ragnar Grímsson. fyrra bragði og þurfa að ganga í gegnum kosningabaráttu og kosningar, en þeim sem beðnir eru að gefa kost á sér. Hann er jafnframt þeirrar skoðunar að ef menn tryðu því að Kristín Á. í dag verbur væntanlega gengib formlega frá skipan frambobs- lista Kvennalista á Vestfjörbum fyrir næstu alþingiskosningar. Efsta sæti listans skipar Jóna Valgeröur Kristjánsdóttir þing- kona Hnífsdal, Björk Jóhanns- dóttir; Hólmavík verður í öðru sæti, Ágústa Gísladóttir ísafirði í þriðja sæti, Þórunn Játvarðardótt- ir Reykhólum skipar fjórða sætið og Árnheiður Guönadóttir Breiöuvík í Vesturbyggð verður í fimmta sæti. „Þaö ganga allskonar sögur á Vestfjöröum, enda menn sagna- glaðir þar vestra," segir Jóna Val- gerður en um tíma var talið aö hún mundi ekki gefa kost á sér í framboð fyrir Kvennalistann. „Ég var búin að heyra aö ég væri aö fara í framboð fyrir Fram- sóknarflokkinn og fyrir Jóhönnu og ég veit ekki hvað og hvað," segir Jóna Valgerður Kristjáns- dóttir sem hefur verið sjötti þing- jóna Valgerbur Kristjánsdóttir. maður Vestfiröinga á yfirstand- andi kjörtímabili. ■

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.