Tíminn - 11.02.1995, Blaðsíða 19

Tíminn - 11.02.1995, Blaðsíða 19
Laugardagur 11. febrúar 1995 ‘SBlVÉfjfcfwa- Í4-iTk.TrjfHr (CflntOtnwCwl. 19 Steen Johann Steingrímsson Steen Johann Steingrímsson var fœddur í Reykjavík 8. ágúst 1954. Hann andaðist í Landspítalanum 13. janúar síðastliðinn. Steen Jo- hann var sonur Grethe Bendtsen og Steingríms Þorleifssonar, fyrr- verandi stórkaupmanns. Steen bjó hjá móður sinni í Austurbrún 6 í Reykjavík. Hann var einkabam móður sinnar, en átti fimm hálf- systkini samfeðra. Steen vann í Bjarkarási í tœplega 25 ár. Bálfor hans fór fram frá Fossvogskirkju 20. janúar. Og du skal ikke lukke dine 0jne og stá afmœgtig nár det onde sker. Men trofast mod hver kalden i dit hjerte skal du forkynde hvad du gemmer der. Du h0rer fugle flyve gennem natten. Du horer regnen falde, og du ved, at nmdt omkring i verden spirer blomster afváde graves mprke ensomhed. (Halfdan Rasmussen) í fáum orðum vil ég minnast Steen Johanns Steingrímssonar og þeirra góöu kynna, sem ég og mín fjölskylda höfðum af hon- um og fjölskyldu hans. Þau byrjubu fyrir rúmum tuttugu ár- um er móðir mín flutti í sama hús og þau bjuggu í. Þá þegar upphófst mikill vinskapur milli okkar. Grethe og móðir mín át'tu gott skap saman og Steen Johann og móðir mín eyddu mörgum glaöværum stundum saman. Ekki síst kom nærgætni og hlýja þeirra mæðgina fram, þá er heilsu móður minnar tók að hraka og fötlun hennar gerbi henni erfiðara fyrir. Steen Johann var alla ævi heilsulítill og var með Downs syndrome. Þrátt fyrir þessar tak- t MINNING markanir auðnabist honum að ná verulegum þroska, og nýtti þar með til fullnustu þab sem honum var gefið. Naut hann þar einstakrar umhyggju móbur sinnar, sem gerði allt sem í; mannlegu valdi er til þess aö þroska hann og skapa honum sem eðlilegast líf. Þó hann hefði ekki þroska fulloröins manns, var hann samt vel gefinn. Hann talabi og skrifaði bæði íslensku og dönsku, hann fylgdist vel meb fréttum í útvarpi og sjónvarpi, og hann hugleiddi og dró álykt- anir oft af undraverðum skiln- ingi. Hann var sem stórt þrosk- ab barn, og eins og börnum er títt, með ríka og óflekkaða rétt- lætistilfinningu, sem þeim er til fulloröinsþroska teljast, veitist oft erfitt. Hann velti fyrir sér rökum tilverunnar og komst að kærleiksríkri niðurstööu. Þau mæbgin voru hluti af okkar fjölskyldu, þau tóku þátt í gleöi okkar og sorgum, voru með okkur á ánægjustundum fjölskyldunnar. T.d. er okkur minnisstætt ab í brúðkaupi dóttur okkar flutti hann ræðu og frumsamið ljóð, sem við geymum enn sem dýrgrip frá þeim atburði. Þegar þau mæðgin voru hjá okkur síðasta gamlárskvöld, var greinilegt að heilsu hans var far- ið að hraka mjög. Samt sem áð- ur flutti hanh eitt af frum- sömdu ljóöum sínum um ára- mótin, og skrifaði það upp, og munum við geyma þab til minningar um hann. Steen Johann sýndi hve langt er hægt að ná í lífsþroska þrátt fyrir takmarkanir, því hann not- abi allt það sem honum var gef- ið og uppskar því ríkulega. Ragnheiður Haraldsdóttir, Hörður Arinbjamar og fjölskylda Við Steen Johann erum búnir ab þekkjast í mörg ár. Kynnt- umst fyrst þegar við vorum saman á Sólheimum í Gríms- nesi. Síðan flutti ég til Reykja- víkur og byrjuðum viö ab vinna saman í Bjarkarási. Mig langar til ab þakka þér fyrir samveruna í vinnunni og þegar við vorum félagar í Perlu- festinni. Einnig þakka ég þér fyrir ab hafa verið mér til stuðn- ings þegar við vorum í ritnefnd- inni í Bjarkaráspóstinum. Ég sakna þín mjög mikið. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grœnum gmndum lœtur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má nœðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. (Úr 23. Davíðssálmi) Ég votta þér, Greta mín, mína dýpstu samúð. Allir á sambýl- inu samhryggjast þér innilega. Láms Hjálmarsson, Sigluvogi 5 DAGBÓK 42. dagur ársins - 323 dagar eftir. 6. vlka Sólris kl. 9.37 sólarlag kl. 17.48 Dagurinn lengist um 8 mínútur Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Sveitarkeppni í brids kl. 13 á morgun sunnudag og félagsvist kl. 14 í Risinu. Dansað kl. 20 sunnudagskvöld í Goðheimum. Sýningar á leikritinu „Reimleikar í Risinu" eftir Ibunni og Kristínu Steinsdætur eru á þriðjudögum, fimmtudögum, laugardögum og sunnudögum. Upplýsingar á skrifstofu, s. 5528812. Margrét Thoroddsen er til viðtals á þribju- dag. Panta þarf viðtal. Félag eldri borgara Kópavogi Félagsfundur veröur haldinn að Fannborg 8 (Gjábakka) í dag, laugardag, kl. 14. Fundarefni: Fé- lagsmál. Laufey Steingrímsdóttir matvælafræðingur mætir. Húsið öllum opib. Félag eldri borgara Suburnesjum Þorrablót félagsins er í Stapa á morgun, sunnudag, kl. 12. Jó- hannes Kristjánsson skemmtir. Kórsöngur, dans og fleira. Abalfundur Menningar- og fribarsamtaka íslenskra kvenna verður haldinn í dag, laugardag- inn 11. febrúar, kl. 14 að Vatns- stíg 10. Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Kaffi og kökur á bob- stólum. Mætum allar. Stjórnin. Málverkasýning Sigurbjörns jónssonar í Galleríi Regnbogans framlengd Undanfarna tvo mánubi hefur Sigurbjörn Jónsson sýnt stór mál- verk í Galleríi Regnbogans við Hverfisgötu. Vegna mikils áhuga gesta Regnbogans hefur verib ákveðið að framlengja sýninguna til 22. mars nk. í lok mars verbur opnuð í galleríinu sýning á verk- um Tryggva Ólafssonar. Endurfluttir einleikir í Leikhúskjallaranum Mánudagskvöldið 30. janúar s.l. voru frumfluttir einleikirnir Saga dóttur minnar, Bóndinn og Slag- hörpuleikarinn eftir Ingibjörgu Hjartardóttur í Listaklúbbi Leik- húskjallarans. Vegna frábærra viötakna og fjölda áskorana hefur leikhópurinn ákveðiö aö endur- flytja þættina í Leikhúskjallaran- um á morgun, sunnudag, kl. 16. Leikkonurnar, sem flytja leikþætt- ina, eru Guðrún María Bjarna- dóttir, Guðbjörg Thoroddsen og Ingrid Jónsdóttir (slaghörpuleik- arinn). Leikstjóri er Sigríður Margrét Gubmundsdóttir. „Kósý" og „Café Kolbert" í Listaklúbbn- um Danski gamanleikhópurinn „Café Kolbert", sem samanstendur af 7 stimamjúkum þjónum, treður upp í Listaklúbbi Leikhúskjallar- ans á mánudagskvöld. Þetta er í annaö sinn sem þeir félagar koma hingað til lands, en í ár eru þeir hér á vegum Sólstafa, norrænnar listahátíðar. Auk þess kemur fram hljómsveitin „Kósý", en hana skipa þeir Magnús Ragnarsson, Markús Þór Andrésson, Ulfur Eld- járn og Ragnar Kjartansson. Allir eru þeir nemendur við M.R. Dag- skráin hefst að venju kl. 20.30, en húsið er opnað kl. 20. Fyrirlestur í Norræna húsinu Á mánudag, 13. febrúar, kl. 20 heldur danski arkitektinn Kim Herforth Nielsen fyrirlestur í Nor- ræna húsinu sem hann nefnir: „Modernisme eller postmodern- isme". Kim er annar eigandi teiknistofunnar 3xNielsen. Teiknistofan hefur haft mikil áhrif á þróun byggingarlistar í Danmörku þann áratug sem stof- an hefur starfað. í anddyri Nor- ræna hússins stendur nú yfir sýn- ing á verkefnum teiknistofunnar. Sýningu Kristjáns Jóns- sonar í Hafnarhúsinu ab Ijúka Nú er aö ljúka sýningu á málverk- um eftir Kristján Jónsson í sýn- ingarsalnum í Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu. Á sýningunni eru 26 málverk i ýmsum stærðum, sem öll eru unnin með blandaðri tækni á striga. Sýningin er opin frá kl. 14 til 18 um helgina. Fréttir í vikulok Hreyfing á rekstri Frjálsrar fjölmiblunar Sveinn R. Eyjólfsson, stjórnarformaður og útgáfustjóri DV, hefur keypt helmingshlut Haröar Einarssonar, framkvæmda- stjóra DV, í Frjálsri fjölmiðlun. íslenska útvarpsfélagið hefur svo keypt þriðjung í fyrirtækinu en Sveinn hyggst halda meiri- hlutaeigninni sjálfur. Deilt um tengsl Stasi viö Islendinga í sjónvarpsþætti í vikunni kom fram að Guðmundur Ágústs- son, bankastjóri íslandsbanka, hefði haft bein samskipti við austurþýsku leyniþjónustuna Stasi á námsárum. í kjölfar þátt- arins var hart deilt á Alþingi en Björn Bjarnason, formaður ut- anríkismálanefndar, ásakaöi alþýðubandalagsmenn fyrir að hafa ekki gert hreint fyrir sínum dyrum hvað varðar fyrri tengsl sín við fyrrum Kommúnistaflokk Austur- Þýskalands. Alþýðubandalagsmenn mótmæltu harðlega og sagbi Ólafur Ragnar Grímsson, formaður flokksins, ab ásakanir Björns bæru vott um „sjúklegt hugarfar". Halldór Ásgrímsson vill hefja hval- veiöar aö nýju Formaöur Framsóknarflokksins og fyrrverandi sjávarútvegs- ráðherra vill hefja hvalveiðar að nýju í vísindaskyni. Hann seg- ir óhæft að ekkert sé fylgst með vexti og viðgangi hvalastofn- anna hér við land og útilokar ekki inngöngu í Alþjóða hval- veibiráðið að nýju. Kennarar höfnuöu tilboöinu Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkfall kennara eftir að kennarar höfnuðu tilboði samninganefndar ríkisins. Boðað verkfall kemur til framkvæmda 17. feb. nk. Umdeilt tilvísanakerfi Tilvísanakerfi veröur komib á í Iæknaþjónustunni eftir 9 daga. Kerfib á að spara ríkinu 100 milljónir og sjúklingum 50 milljónir skv. spálíkani sem gert hefur verið. Sérfræðingar hafa deilt hart um gildi kerfisins. Loönuveiöi aö glæöast Loks hyllir undir að loönufrysting geti hafist en fyrsta loön- an kom að landi í vikunni. Bæði hefur gengið erfiðlega að finna loðnuna, auk þess sem hún heldur sig mjög djúpt en hrognafylling er nú að aukast og má búast við. frystingu upp úr helginni. Sumarbústaöir fluttir til Súöavíkur 10-15 sumarbústaðir verða fluttir að Súðavík á næstunni en þeir munu gegna hlutverki bráðabirgðahúsnæðis áður en upp- bygging hefst á staðnum í sumar. Bústaðirnir koma frá Suður- og Vesturlandi. Fjöldi danskra feröamanna stór- eykst Tæplega fimmtungur erlendra ferðamanna í janúar var Dan- ir, eða 1100 manns. Danir og Svíar voru þriðjungur allra ferða- manna í janúar. Nýr kjúklingastofn Nýr sænskur kjúklingastofn er að komast á markað innan- lands en kjúklingarnir eru fljótir ab vaxa í sláturstærð og þann- ig hagkvæmari kjúklingabúunum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.