Tíminn - 11.02.1995, Síða 21
Laugardagur 11. febrúar 1995
fílWÍMli
Pamela Anderson
fær kauphækkun
Stjarnan úr þáttunum Strandverðir (Baywatch), sem íslenskir sjón-
varpsáhorfendur þekkja mætavel, fékk nýlega ríflega kauphækkun.
Álykta má sem svo að hún byggist aðalléga á glæsilegu útliti hennar,
sem laðar milljónir karlmanna að sjónvarpsskjánum um allan heim,
fremur en leikhæfileikum.
Ekki er vitað hve mikið Pamela fær greitt á ári fyrir leik sinn í þáttun-
um, en umsamin kauphækkun ku hafa verið um 8 milljónir ísl. króna á
hvern þátt, sem þykir dágott. Annars segja illar tungur að sílíkonkostn-
aður Pam sé það mikill að henni veiti ekki af góðu rekstrarumhverfi, en
það er nú allt önnur saga. ■ Kynbomban Pamela Anderson.
Atribi úr Dances with Wolves. Indíánar saka nú Costner um ab tala tveim tungum.
Costner hættur að
dansa með úlfunum
Hann fékk þá til að læra tungu-
mál sitt upp á nýtt, hann fékk
þá til að bera virðingu fyrir sjálf-
um sér á ný, hann fékk heiminn
til að virða þá og hann hlaut sjö
óskarsverðlaun fyrir kvikmynd-
ina Dansar viö úlfa (Dances
with Wolves).
Kevin Costner er maðurinn
sem Sioux-indíánar hafa virt og
dáð eftir að hann lagöi í stór-
virkið Dances with Wolves, fyrir
fimm árum. Sú mynd sýndi
þeirra hlið á málunum og hafa
þeir litið á hann sem hetju síð-
an. En nú hefur kastast í kekki á
milli Costners og þessara fyrrum
vina hans. Ástæðan er bygging
spilavítis, sem Costner hyggst
standa fyrir í útjaðri Svörtufjalla
í Suður-Dakóta. Hverfa 584 ekr-
ur af landsvæði indíánanna, ef
af byggingunni verður.
Svörtufjöll eru indíánunum
jafn heilög og Vatíkanið kaþ-
ólskum. Sögulegur grunnur er
þeim mikilvægur og eins og al-
kunna er verður æ minna um
óbyggð svæði þeim til handa.
Talsmenn Siouxindíánanna
hafa eðlilega snúist öndverðir
gegn Costner og segja að þessi
áform hans sanni að hann hafi
engar hugsjónir, eina ástæöan
fyrir því að hann gerði Dances
with Wolves hafi verið gróða-
von.
Ef tillögur Costners með spila-
vítið ná fram að ganga, er verið
að tala um spilavíti sem opið
væri allan sólarhringinn, 320
herbergja hótel, 18 holu golf-
völl og svo framvegis. Indíán-
arnir myndu ekki aðeins missa
stóran hluta lands síns, heldur
í SPEGLI
TÍMIANS
Kevin Costner.
yrði afskekkt samfélag þeirra
hægt og rólega túrismanum að
bráð.
Lífið hefur ekki leikið við
Costner síðari misseri. Hann
stendur nú í skilnaði, sem kosta
mun hann um 80 milljónir
bandaríkjadala. Þá hafa síðustu
myndir hans ekki /íáð aö slá í
gegn. Nýjasta myndin, Waterw-
orld, verður sú dýrasta sem sög-
ur fara af og eru menn ekki á eitt
sáttir um hvort myndin muni
seljast. Tökur hafa staðið yfir í
sjö mánuði og enn er langt í
land. Umfangsmikil mannvirki
hafa sokkið, þ.á m. ein stærsta
sviðsmyndin á Hawaii fyrir
skömmu. ■
t ANDLAT
Ólafur S. Sigurgeirsson
lést 2. febrúar.
Inga Runólfsdótttir
Chudacoff,
frá Hólum í Norðfirði, lést
21. janúar. Jarðarförin hefur
farið fram í kyrrþey.
Sigurður Grétar
Ingimundarson,
Hrafnakletti 2, Borgarnesi,
lést í Sjúkrahúsi Akraness 27.
janúar. Jarðarförin hefur far-
ið fram í kyrrþey.
Gunnar Guölaugsson,
Hjallavegi 33, Reykjavík, lést
á heimili sínu 25. janúar. Út-
förin hefur fariö fram í kyrr-
þey.
Sigurður Magnússon
verkstjóri, Hjallavegi 31,
andaöist á heimili sínu 30.
febrúar.
Skarphéðinn Njálsson
lést á Hlíf, ísafirði, 3. febrúar.
Margrét Brynjólfsdóttir,
Álfheimum 17, Reykjavík,
lést á heimili sínu 3. febrúar.
Guðrún Eyjólfsdóttir,
Birkihæð 6, Garöabæ, lést 6.
febrúar.
Sigríður Zoega,
Bankastræti 14, andaöist í
Landspítalanum 5. febrúar.
Henrý Kr. Matthíasson
símsmiður, Efstasundi 71,
lést á heimili sínu 6. febrúar.
Hólmfríður Jónsdóttir
lést á heimili sínu sunnu-
daginn 5. febrúar.
Guðrún Kristjana
Guðmundsdóttir,
kennari, Ásvallagötu 17,
Reykjavík, lést á heimili sínu
6. febrúar.
Anna Katrín Sigfúsdóttir,
Hrafnistu, lést í Landspítal-
anum að kvöldi 7. febrúar.
Marinó Magnússon
frá Þverá, Ólafsfirði, Bylgju-
byggð 39a, Ólafsfirði, lést í
Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak-
ureyri 6. febrúar.
Kristín Einarsdóttir
frá Vestm.eyjum, Hraunbæ
128, Reykjavík, andaðist í
Landspítalanum 7. febrúar.
Kári Gunnarsson
bílstjóri, lést í Landspítalan-
um 8. febrúar.
Gunnar Þorsteinsson,
Litla-Hofi, Öræfum, andað-
ist að morgni 8. febrúar á
elli- og hjúkrunarheimilinu
Skjólgarði, Höfn.
Anna Hjartardóttir,
Aðalstræti 19, ísafirði, and-
aðist á Fjóröungssjúkrahús-
inu á ísafirði, miövikudag-
inn 8. febrúar.
Eiríkur Björn Ragnarsson,
Skógum, andaðist að morgni
6. febrúar.
Sáli og sex-
bomban
Litbrigbi næturinnar (Color of Night) ★
Handrit: David Matalon og Buzz Feits-
hans.
Framleibendur: Michael Chapman og
Billy Ray.
Leikstjóri: Richard Rush.
Abalhlutverk: Bruce Willis, Jane March,
Lesley Ann Warren, Lance Henriksen,
Brad Dourif, Scoft Bakula, Ruben Blades
og Kevin J. O'Connor.
Regnboginn.
Bönnub innan 16 ára.
Það er ekki mikið spunnið í
þessa „erótísku" mynd þrátt fyr-
ir að aðstandendur hennar og
leikarar hafi flestir náð ágætum
frama á stundum.
Sagan er á þá leið að sálfræð-
ingurinn Bill Capa (Willis) leitar
ásjár vinar síns og kollega eftir
að sjúklingur hans fremur sjálfs-
morö. Sá kynnir hann fyrir sín-
um sjúklingum sem eru í hóp-
meðferð, hver öbrum skrýtnari
og dularfyllri. Þegar svo vinur-
inn er myrtur fellur grunur á
sjúklingana og Capa þarf að
taka við þeim og reyna að kom-
ast að því hver þeirra er morö-
inginn. Á sama tíma kynnist
hann Rose (March), sem er enn
ein dularfulla persónan, og meb
þeim takast eldheitar ástir.
Vandræði Capa aukast síðan
enn meir þegar svo virðist sem
hin nýja ástkona hans tengist
málinu.
Það er skemmst frá því að
segja ab Litbrigði næturinnar er
fremur ómerkileg mynd. Hún
verður aldrei spennandi þrátt
fyrir að persónusköpun sé nokk-
KVIKMYNDIR
ÖRN MARKÚSSON
ub lífleg í formi sjúklinganna.
Þeir eru það skásta við myndina
og vel leiknir af sjóuðum auka-
leikurum eins og Brad Dourif,
Lance Henriksen og Lesley Ann
Warren. Aðalleikararnir Bruce
Willis og Jane March eru síöan
sérkapítuli útaf fyrir sig. Willis
er hreint og beint hlægilegur
þegar hann er að rembast við að
leika sálfræðinginn, maður sem
getur varla komist klakklaust í
gegnum hlutverk skotglaðrar
löggu. March er jafnvel verri,
þótt það sé sjálfsagt ekkert leiö-
inlegt fyrir karlkyns áhorfendur
að horfa á hana misvel klædda í
nokkrum „eldheitum" ástarat-
riðum. Kvenkyns áhorfendur
verba að gera þab upp við sig
sjálfar hvort sama gildi um
Bruce Willis. Það ætti ekki að
koma neinum á óvart aö þessar
senur hafa næstum ekkert ab
gera með söguþráðinn.
Litbrigði næturinnar er mis-
heppnuð mynd á nær allan
hátt, verður aldrei spennandi
eða áhugaverð þótt það hafi ver-
iö ætlunin. Hennar veröur lík-
lega minnst fyrir þab í framtíð-
inni að bubbanum á Bruce Will-
is bregði fyrir í henni.
Absendar greinar, afmælis-
og minningargreinar
sem birtast eiga í blabinu þufa ab hafa borist ritstjórn blabsins,
Brautaholti 1, tveimur dögum fyrir birtingardag, á disklingum
vistab í hinum ýmsu ritvinnsluforritum sem
texti, eba vélritaðar. WWW
SÍMI (91)631600
FAXNUMERIÐ
ER 16270