Tíminn - 14.02.1995, Síða 5
Þri&judagur 14. febrúar 1995
5
La traviata
íslenska óperan frumsýndi La
traviata eftir Verdi föstudag 10.
febrúar viö miklar undirtektir leik-
húsgesta. La traviata er tveggja
vasaklúta stykki — söguþráöurinn
og tónlistin leggjast á eitt um aö
hræra jafnvel ómúsíkölskustu
steinhjörtu og vekja tár á hvörm-
um harðgeöja manna. Hlutverk
Víólettu er mikið stjörnuhlutverk
og Sigrún Hjálmtýsdóttir vann
ennþá einn listsigur í hlutverkinu;
þaö er raunar lyginni líkast aö
sama söngkona geti skilað meö
glæsibrag jafnólíkum hlutverkum
og Næturdrottningunni í Töfra-
flautu Mozarts og Víólettu í La
traviata. Meö hlutverk Alfredos fór
hinn stórefnilegi tenór Ólafur
Árni Bjarnason og Bergþór Pálsson
gerir hlutverki Germonts eftir-
minnileg skil. Efnilegur, segi ég
um Ólaf Áma, því enda þótt hann
fari létt meö hlutverk Alfredos og
TÓNLIST
SIGURÐUR STEINÞÓRSSON
syngi mjög vel, þá er vafalítiö að
honum á eftir aö fara mikið fram
ennþá.
Kannski olli því frumsýning-
arskrekkur, en fýrsti þátturinn var'
heldur dauflegur og veislugleðin í
sölum Víólettu ósönn, þótt fagur-
lega væri sungiö. Hinir þættirnir
tókust hins vegar stórvel, átök Ví-
ólettu og Germonts í fyrra atriði 1.
þáttar og veislusenan í hinu síðara
— þar sýndu Júlía Gold og David
Greenall ágæt tilþrif í ballettdansi
— og loks lokaatriöið sem Sigrún
skilaði ótrúlega vel. Leikstjóri er
Bríet Héðinsdóttir, leiktjöld hann-
aði Sigurjón Jóhannsson, en
Hulda Kristín Magnúsdóttir bún-
ingana. Allt er þetta prýðilega
lukkað og ennþá einu sinni ekkert
sérlega áberandi hve grunnt sviöið
er í húsi Óperunnar. Hljómsveitar-
stjóri er Robin Stapleton og kons-
ertmeistari Gerður Gunnarsdóttir.
Kór íslensku óperunnar, undir
stjórn Garðars Cortes, sýndi sín
venjulegu tilþrif, en sumir telja
þennan kór einn besta ópemkór á
Norðurlöndum. Auðvitað kemur
sægur manna að undirbúningi og
framkvæmd sýningarinnar, sem
þó veröur ekki getið hér að ööru
leyti en því, að til þess að svo ágæt-
lega taldst til og raun ber vitni,
þurfa allir að gera sitt besta. Og
það er raunar þaö sem Robin
Stapleton segir vera sérkenni ís-
lensku ópemnnar: starfsandinn,
vinnugleöin, áhuginn — allir
leggja sig fram til hins ýtrasta.
Leikskrá, undir ritstjóm Baldurs
Sigurðssonar, er 64 bls., með lær-
Ciuseppe Verdi.
dómsfullum ritgeröum um Verdi
sjálfan, um tónlistina í ópemnni
og hljóðritanir á henni, um Dum-
as og Kamelíufrúna, en efni óper-
unnar er byggt á þeirri sögu.
La traviata er önnur stóra óper-
an á eftir Töfraflautunni sem sett
hefur veriö upp tvisvar á 13 ára
ferli íslensku ópemnnar, og valda
því eilífar vinsældir þessara ópera.
Áriö 1983 fóm meö aðalhlutverk-
in í La traviata Ólöf Harðardóttir,
Garöar Cortes og Halldór Vil-
helmsson og nú, 12 árum síöar, er
komin ný kynslóð sem gerir þetta
með glæsibrag — og raunar er
söngvaraúrvalið slíkt, aö tvísett er
í sum hlutverkin. Þetta er semsagt
skemmtileg og áhrifamikil sýning,
sem vonandi hlýtur þá aösókn
sem hún á skilið. Sumir hljóm-
sveitarstjórar segjast „ekki geta lif-
að" nema þeir stjórni La traviata
a.m.k. einu sinni á ári, og mörgum
óperuvinum finnst þeir aldrei sjá
hana of oft. Því auk hinnar dásam-
legu tónlistar eru persónurnar sér-
lega mannlegar og „sympatískar"
— jafnvel Germont gamli kemur
vel út aö lokum, ekki síst í túlkun
Bergþórs, sem sýnir þarna á sér
nýja hliö sem söngvari.
s
Einar Olafsson:
Áð búa til
Vorið 1992 skrifaði ég svolitla
grein í DV og lagði út af umfjöll-
un Moskvufréttaritara sjónvarps-
ins um nýlega opnuð skjalasöfn
þar eystra. Fréttaritarinn hafði
komist að því, að þar væri að
finna ýmis skjöl, sem vörðuðu
íslendinga, og íét í veðri vaka, að
þau mundu varpa nýju ljósi á
ýmislegt og þá fyrst og fremst
tengsl íslenskra sósíalista og/eða
kommúnista viö Sovétstjórnina.
í grein minni komst ég svo að
orði, að hvað sem þessi skjöl
mundu leiða í ljós, hvort sem
það yrði eitthvað nýtt eöa ekki,
mætti búast við að þau yröu not-
uö til að ófrægja íslenska komm-
únista og vinstri sósíalista.
Það gekk eftir. Haustið 1992
kom út þykk bók eftir tvo unga
sagnfræðinga, Árna Snævarr og
Val Ingimundarson, sem byggð-
ist mikið til á skjölum frá
Moskvu og Austur- Berlín. Þessi
bók hét hvorki meira né minna
en Liðsmenn Moskvu. Þegar til
kom voru fáar ef nokkrar nýjar
upplýsingar sem máli skiptu í
bókinni. Það er auðvitað sjálfsagt
mál að kanna skjöl, þegar þau
verða aðgengileg, og greina frá
þeirri könnun, en það þarf ekki
miklar umbúðir um litla upp-
skeru. Hins vegar geta umbúðir
haft margvíslegan tilgang.
Þeir bættu svo um betur með
VETTVANGUR
„Þegar á allt er litið er
það ekki þessi uppdiktaði
glœpur sem skiptir máli.
Höfuðglœpurinn er auð-
vitað sá að vera sósíal-
isti. Uppdiktaði glæpur-
inn er til að undirstrika
hann."
klukkutíma löngum sjónvarps-
þætti, sem sýndur var í sjónvarp-
inu 5. feb. sl., og fjölluðu þar,
eins og flestum er kunnugt, um
samskipti íslendinga viö austur-
þýsk stjómvöld og leyniþjón-
ustu þeirra, Stasi. En þátturinn
var sama marki brenndur og
bókin, miklar umbúöir um litla
uppskeru. Það sem máli skipti
hefði mátt afgreiöa meö frétt
upp á eina málsgrein: „Könnun á
skjalasöfnum Stasi bendir til, að
engir íslendingar hafi haft tengsl
viö Stasi sem orð sé á gerandi."
Þetta var nú það eina sem var
fréttnæmt í þættinum, og það
var bara fréttnæmt af því að
sumir höfðu aliö með sér þá ósk
að íslenskir námsmenn í Austur-
Þýskalandi hefðu verið á mála
hjá Stasi. Annað, sem fram kom í
glæp
þættinum, var vel þekkt þeim
sem eitthvaö hafa fylgst með
sósíalistahreyfingunni á íslandi.
Enda er þetta það sem rætt hefur
verið um eftir sýningu þáttarins.
Með umbúðunum um þessa
litlu frétt var verið að búa til
glæp. Það má svo sem segja að
allt hafi verib vel skjalfest í
myndinni. Allt er satt og rétt frá
greint. En svo er haldib áfram
(allt satt og rétt!): Þarna er Hjör-
leifur nefndur (í skjölum Stasi),
þarna er Svavar nefndur, þarna
er Árni nefndur, og svo er bent:
sjáið Hjörleif, sjáib Svavar, sjáið
Arna. Og þegar líka er búiö að
benda á, ab Stasi hafi veriö vond
stofnun og stjórnarfarib þarna
hafi veriö vont og Einar Olgeirs-
son (umbobsmaður hins vonda!)
hafi haft milligöngu um að þeir
fóru þangab til náms, þá skiptir
litlu máli þótt frá því sé skýrt ab
hvergi sé að finna stafkrók um að
þeir hafi tengst Stasi, myndin
snýst samt um tengsl þeirra viö
Stasi. Þetta er það sem athyglis-
verbast er vib þennan sjónvarps-
þátt.
En umræban að þættinum
loknum er ekki síður athyglis-
verð. Morgunblaðið tók upp
þráðinn 7. febrúar og spann
áfram á enn glæfralegri hátt en
höfundar sjónvarpsþáttarins
leyfðu sér: „íslenskur námsmað-
ur njósnabi fyrir Stasi," hljóðaði
fyrirsögnin. Þab hafði nefnilega
fundist smáglæpur þrátt fyrir
allt: einn íslensku námsmann-
anna hafði unnið smá viðvik fyr-
ir Stasi. Raunar reis sá smáglæpur
ekki einu sinni undir nafni þegar
á allt er jitið.
Leibari Morgunblaösins þenn-
an sama dag er svo dæmigeröur
fyrir þetta glæpamál allt saman,
en þar er sagt: „Árni [Björnsson]
viburkenndi í fyrsta sinn í þætt-
inum, að hafa fengib slíka beiðni
[um samstarf við Stasi] en kveðst
ekki hafa orðib við henni." Var
þá nokkuð ab viöurkenna? Og:
„Allir hafa þeir ... margsinnis
hafnab öllum staðhæfingum
bæði Morgunblaðsins og ann-
arra um náin tengsl þeirra við
stjórnvöld í Austur-Evrópu. Það
er fyrst nú, þegar þeir eiga engan
annan kost, að þeir ýmist játa
störf fyrir Stasi eða viðurkenna,
að eftir hafi verib leitað." Samt
hafa engin skjöl fundist sem
benda til náinna tengsla við
Stasi. Þvert á móti! Þetta minnir
á manninn sem stolib var frá og
var alltaf kallabur Jón þjófur eftir
það.
Morgunblaöið gefur sig út fyrir
aö verá áreiöanlegt og vandaö
blab. En það er bara ekkert vand-
abra en pólitískt ofstæki rit-
stjórnarinnar leyfir. Öllu ömur-
legra er hlutskipti sagnfræðipró-
fessorsins Þórs Whitehead, sem
lét Alþýðublaðið hafa eftir sér
þessa spurningu 9. febrúar:
„Hvers vegna sögöu þeir ekki frá
þessum tengslum sínum við
austurþýsku leyniþjónustuna
Stasi?" Þab mætti tína fleira til úr
málflutningi hans varöandi
þetta mál, en þetta er nóg til að
efast um hæfni hans til að draga
ályktanir af sögulegum skjölum.
Þegar á allt er litið er það ekki
þessi uppdiktaði glæpur sem
skiptir máli. Höfuðglæpurinn er
auðvitab sá að vera sósíalisti.
Uppdiktaði glæpurinn er til að
undirstrika hann. Það er auövit-
að synd að eini maðurinn, sem
eitthvab hefur sannast á (þótt
það hafi svo sem ekki verið
neitt), er löngu hættur að vera
eitthvert nafn í pólitík og var
aldrei stærra nafn en svo ab fæst-
ir muna það. En mér er reyndar
til efs að það hafi tekist að búa til
glæp sem endist. Almenningur
hefur einfaldlega lítinn áhuga á
hvaö kom fyrir menn á stúdents-
árum þeirra erlendis fyrir 30 ár-
um. Ef Svavari og Hjörleifi geng-
ur illa í pólitík á Islandi nú, þá er
það út af einhverju allt öðru.
Höfundur er skáld.
Um „monnípeningastreymi" til „monnípeninga"
Því mibur er það oft svo, að maður
fer ekki að átta sig almennilega á
mönnum fyrr en þeir eru dauðir.
Þannig var það t.d. ekki fyrr en nú
um daginn, sem ég gerði mér grein
fyrir því að Dagur skáld Sigurðarson
var ekki allur þar sem hann var séð-
ur. Hann var nefnilega ekki aðeins
orðhagur, eins og vera ber meö
skáld, heldur var hann einnig snjall
hagfræðingur.
Því var á þann veg varib með
Dag, að oftar en ekki skorti hann
skotsilfur, eða „monnípening", eins
og hann kallaði þaö.
Aubvitað gat þetta verið bagalegt,
sérstaklega þegar ekki var til ann-
arra ráða ab grípa en ab fara á „bís-
ann".
Þab er nú þannig á blessuðum
„bísanum", að flestir eru þar heldur
illa fjáðir, jafnt þeir sem slá og hin-
ir sem slegnir skulu. Því er oft lítib
að hafa hjá hverjum og einum. En
Dagur var ekki að kippa sér upp við
það. Þess var heldur ekki að vænta,
því hann studdist við algjörlega
óbrigðula hagfræðikenningu. Hún
er svona: „Monnípeningar" leita
þangað þar sem nóg er af þeim fyr-
ir.
Segjum t.d. aö Dagur stormaði
inn á Mokka án þess að eiga eina
einustu krónu, hvað þá heldur fyrir
kaffibolla. Væri enginn þar staddur,
sem gerði sig líklegan til að bjóða
honum upp á kaffi, þá gekk hann
aö fyrsta manni og bað hann ab
lána sér tíkall. Því næst sýndi hann
þeim næsta tíkallinn og sagbi eitt-
hvað í þessa veru: Sjáðu, ég á tíkall,
nú vantar mig bara hundrabog-
nítíukall upp í kaffibolla. Þú „redd-
ar" því.
Þessi aðferö brást skáldinu ekki. Á
þeim árum, sem ég umgekkst Dag,
dugði þetta ráð honum einnig þótt
um væri að ræða umfangsmeiri fjár-
SPJALL
PJETUR
HAFSTEIN
LÁRUSSON
festingar en í kaffibolla. Þannig
gekk bara nokkuð vel að slá fyrir
flösku með því að beita þessari hag-
fræðikenningu.
Nei, hann Dagur Sigurðarson
þurfti ekki að fara í Háskólann til að
læra hagfræði, hún var honum í
blóö borin.
Nú veit ég að lesendur furða sig á
þeirri skammsýni minni, ab hafa
ekki áttað mig á þessari snilli Dags
fyrr en nú. En hagfræöikenningar
eru að því leyti frábrugðnar skáld-
skap, að kostir þeirra og gallar verða
ekki metnar út frá hughrifum, held-
ur samanburði við aðrar kenningar
í sömu grein. Og svo vitaníega því,
hvernig til tekst með framkvæmd-
ina, en það er önnur saga. Það er
meira ab segja þannig með hag-
fræöina, að tveir menn geta komist
að nákvæmlega sömu niöurstöðu,
en með svo ólíkum hætti, ab annar
stendur uppi sem snillingur í grein-
inni, meðan hinn afhjúpar sig sem
aula.
Og þá kem ég loks ab kjarna
málsins. Maður nokkur, sem hefur
verib að vasast í stjórnmálum í
u.þ.b. aldarf jórðung, lét nýlega taka
saman skýrslu, sem sýnir að á ís-
landi safnast auður á fárra manna
hendur. Sem sé, „monnípeningar"
leita þangað þar sem nóg er af þeim
fyrir. Svo sem títt er mebal stjóm-
málamanna, fékk hann spreng-
lærða sérfræðinga til að finna þetta
út fyrir sig. Minna dugði honum
ekki. Og þegar háskólastóbið haföi
loks áttab sig á eðli fjárstreymis í
borgaralegu hagkerfi og samið
skýrslu um þessa snilldaruppgötv-
un sína, þá varð stjórnmálamaður-
inn svo öldungis hlessa, að hann
hljóp með tíðindin í fjölmiöla. Ég
hef þab meira ab segja fyrir satt, að
hann bíði þess nú í ofvæni ab fá
hagfræbiverðlaun Nóbels.
Eg veit, aö Dagur Siguröarson
heföi aldrei nennt að drekka kaffi
með þessum ónefnda stjórnmála-
manni, hvað þá heldur brennivín.
En miída fyrirhöfn heföi blessabur
rábherrann getaö sparað sér og
fræðingunum, ef hann hefði ein-
hvern tíma gefib sér tóm til aö sitja
smástund á Mokka og fylgjast meö
honum „praktísera" kapítalisma.