Tíminn - 14.02.1995, Side 8
8
'Sr'MWrff IV W
Þri&judagur 14. febrúar 1995
Hrun siörœnna gilda í
fyrrverandi sovétblokk,
vonbrigöi meö hug-
sjónir og gróöahyggja
greiöa fyrir vexti þess
um nœstum allan
heim
Ein er sú atvinnugrein sem fjöl-
miðlar segja standa í blóma og
vera í vexti víöast hvar um heim,
burtséð frá ástandi í efnahags- og
atvinnumálum að öðrti íeyti, en
það er vændi. Mest gengur á í
þessum efnum í fyrrverandi sov-
étblokk og Suðaustur-Asíu.
Sovétblokkin var frekar íhalds-
söm og ströng viðvíkjandi frjáls-
um ástum og opinber kenning
þar var að vændi væri kapítalísk-
ur löstur, sem hyrfi af sjálfu sér í
sósíalisma. En með hruni sovét-
kommúnismans hrundi einnig
virðingin fyrir opinberu siðferði
hans viðvíkjandi kynlífi. Allt,
sem gamla kerfinu tilheyröi,
missti gildi sitt í augum fjölda
fólks og það hrun náði einnig til
kynlífssiðferðis.
Stjórnleysiskapítal-
ismi
Þetta hrun í siðferði náði raun-
ar að einhverju marki til heimsins
alls, eða því sem næst. Álitið á
hugmyndafræði og hugsjónum er
víðast hvar í lágmarki og í sam-
hengi við þab er að þeir viröast
nú meb flesta móti, sem sjá enga
aðra meiningu með lífinu en að
græða peninga, og sem mest af
þeim á sem skemmstum tíma.
Þýska tímaritið Der Spiegel kallar
ástandið, sem af því hugarfari
hlaust, „stjórnleysiskapítalisma"
(Anarcho-Kapitalismus) og kveð-
ur hann aðsópsmestan í Austur-
Evrópu og Austur- og Suður-Asíu.
Vændið, drjúgur liður í þessum
nýja (?) kapítalisma er, ásamt
með skipulagöri glæpamennsku
kringum þab, eina sviðið í efna-
hags- og atvinnumálum þar sem
sovétblokkin fyrrverandi hefur
farið fram úr Vestrinu.
Götuvændiskonur í Moskvu
eru nú allt aö 50.000, eða helm-
ingi fleiri en í Berlín að tiltölu við
fólksfjölda. Flestar vændiskon-
urnar í Moskvu og I’étursborg
hafa talsverða menntun, þar á
meðal margar úr háskólum, eba
eru í listageiranum. í verkalýðs-
stéttinni þar er minna um vændi.
Aö sögn Der Spiegel er vændið í
Rússlandi nær algerlega undir
stjórn kákasískra mafíumanna,
Armena, Asera, Georgíumanna
og einkum Tjetjena. Þeir úthluta
stúlkunum „starfssvæðum" sem
þær þora ekki að yfirgefa nema
meb leyfi mafíumannanna, er
nota hnífa til ab aga þær sem
óhlýönast. Kennslukona, sem
stundar vændi á Púsjkin-torgi í
Moskvu, sagöi fréttamanni að
mafíurnar slepptu stúlkunum yf-
irleitt ekki úr klóm sínum fyrr en
þær væru útslitnar.
Vændiskonur fyrrverandi sov-
étblokkar streyma þar að auki til
annarra heimshluta, í von um
skjótfenginn gróða í hörðum
gjaldeyri og eiginmenn með ör-
uggan efnahag. Þær eru óvinsælar
af starfssystrum sínum á Vestur-
löndum, því að þær bjóða sig á
niðursettu verbi og vibskiptavin-
irnir láta betur af þeim en inn-
fæddum vændiskonum. Vændis-
konurnar aö austan hafa orð á sér
fyrir að vera alúðlegri og nær-
gætnari en þær vestrænu.
Fimmtungi meira en
hjá Daimler-Benz
Hjá vændiskonum í Vín er
skollin á kreppa. Þaban er
skammt til Bratislava, höfuöborg-
ar Slóvakíu, þar sem enginn hörg-
Rússneskar „glebikonur": í klóm kákasískra mafíuhópa.
Þensla í
vændi
ull er á vændiskonum, sem ab
mati Vínarkarla er reynt hafa eru
þægilegri en starfssystur þeirra í
Vín og þar að auki ódýrari.
í Þýskalandi nemur ársumsetn-
ingin í vændinu um 50 milljörð-
um marka, að talið er, eba fimmt-
BAKSVIÐ
DAGUR ÞORLEIFSSON
ekki nema í meðallagi, miðað við
Evrópu í heild sinni.
Boð/ð upp á „quicksex" vib abalveg í Tékklandi.
Börn á vœndishúsi í Malasíu: alnœmib eykur eftirspurnina á þeim.
Vibskiptavinur kannar frambobib á skemmtistab í Taílandi: tíundi hluti
vinnandi fólks.
ungi meira en hjá Daimler-Benz,
sem seldi hálfa milljón bíla árib
1993 og er stærsta iðnaðarfyrir-
tæki landsins. Þar í landi vitja 1,2
milljónir karlmanna vændis-
kvenna daglega, að mebaltali. Þó
er Þýskaland hvað vændib snertir
„Á öllu Svartahafssvæöinu
gengur núorðib ekki á öðm en
uppáferbum," hefur þýskt blað
eftir embættismanni borgar-
stjórnar í Trabzon, norðaustan til
í Tyrklandi. í Trabzon eru nú 32
hótel fyrir „quicksex", en fyrir
þremur árum var enginn slíkur
stabur þar í borg. Suöur til Tyrk-
lands streyma rússneskar, úkra-
ínskar og kákasískar stúlkur til að
stunda vændi eða ná sér í eigin-
mann, nema hvort tveggja sé.
Tyrkneskir karlmenn taka þessu
ljósa kvenfólki fegins hendi og
mikið er um hjónabönd þeirra og
þess, en einnig hjónaskilnaði.
í fyrrverandi sovétblokk þrífst
vændið þótt annað atvinnulíf sé í
kreppu, í Austur- og Suðaustur-'
Asíu er þenslan í því í samræmi
við annað í atvinnulífi þar. Þar
skapar aukin kaupgeta aukna eft-
irspurn eftir vændiskonum og
örvar framboðið á þeim. Þar er
hefðartákn að fara á vændishús
til að sýna að maður sé orðinn
nógu stöndugur til þess. í þeim
heimshluta er vændið sagt mest í
Taílandi og er því haldið fram að
þaö sé ein af burðarsúlum efna-
hagslífsins þar. Þrír af hverjum
fjórum einhleypum taílenskum
karlmönnum kváðu heimsækja
vændishús aö staðaldri. Að sögn
Der Spiegel eru vændiskonur
næstum þrjár milljónir þarlendis
og um 10% vinnandi fólks.
Saigon aftur „sjálfri
sér lík"
í Ho Chi Minh-borg (gömlu Sa-
igon) gengur það nú næstum eins
„glatt" til og þegar Bandaríkjaher
var þar sem fjölmennastur í Víet-
namstríðinu. Þar í borg eru nú að
sögn um 50.000 vændiskonur og
um 600.000 í Víetnam öllu. Þar
ríkir nú, líkt og í Kína, „kapítal-
ískur kommúnismi". í Kína, þar
sem stjórnvöld þegar í upphafi
sjötta áratugar sögðust hafa út-
rýmt „sjö borgaralegum mein-
um", þar á meðal vændi, eru
„singsong"-stúlkur aftur komnar
á kreik. „Stúlkurnar vilja verða
ríkar sem allra fyrst til aö geta lif-
að í vellystingum, um annað
hugsa þær ekki," segir kínverskur
kynfræðingur.
Þenslan á þessum vettvangi er
ekki síst í „hliöargreinum" ýms-
um. Það stafar af miklum og að
því er virðist vaxandi áhuga á
börnum til kynmaka, kynlífi sam-
fara píningum á sjálfum sér og
öbrum, mökum við klæðskipt-
inga o.s.frv. Ótti við alnæmi er
sagöur ýta undir þesskonar eftir-
spurn eftir börnum, þar eð flestir
telji ólíklegt að þau séu smituð af
sjúkdómi þessum. í Bogotá, höf-
ubborg Kólombíu, fimmfaldaðist
á árunum 1986-1993 tala vændis-
stúlkna á aldrinum 8-13 ára.
í Evrópu viröast menn þessa
dagana ekki óttast að vöxturinn í
vændinu hrabi útbreiðslu alnæm-
isins, því að út frá rannsóknum er
talið aö það sé ekki stórum út-
breiddara meöal vændiskvenna
en annarra þar í álfu. í Austur- og
Suðaustur-Asíu óttast margir
hinsvegar að þenslan á þessum
vettvangi hafi í för með sér ab
alnæmiö verði að „óstöðvandi
flóði", sem lami jafnvel efnahags-
lífib með kostnaði er af því muni
hljótast. ■