Tíminn - 02.03.1995, Qupperneq 1

Tíminn - 02.03.1995, Qupperneq 1
STOFNAÐUR 1917 79. árgangur Fimmtudagur 2. mars 1995 42. tölublað 1995 Sigurliö Röskvu! í Ijós kom oð Röskva hafbi unnib frœkinn kosningasigur í stúdenta- rábskosningunum eftir ab taln- ingu lauk ífyrrinótt. Röskva fékk rúm 60% atkvœba og eiga nú 17 fulltrúa í stúdendarábi, en Vaka fékk tœp 40% og á 12 fulltrúa. Einn óhábur situr í rábinu. Hér má sjá hluta sigurlibs Röskvu. F.v. Þor- kell H. Diego, Lára Samira Benjnouh, Arndís Kristjánsdóttir, Sunna Snœdal jónsdóttir, Herdís Hallmarsdóttir, Vilhjálmur H. Vil- hjálmsson og loks fulltrúi í Há- skólarábi, Þóra Arnórsdóttir. Tímamynd: CS Óvissa um framtíö Samstarfsnefndar sjómanna og útvegsmanna eftir niöurstööu meirihluta nefndarinnar um síldarverö til Hólmaborgar SU: Kvótabraskið í sömu sporam og fyrir sjómannaverkfall Helgi Laxdal, formabur Vél- stjórafélags íslands, segir aö deilur sjómanna og útvegs- manna um meint kvótabrask séu í sömu sporum og þær voru fyrir verkfall sjómanna á fiskiskipaflotanum í ársbyrj- un í fyrra. Hann segir aö viö núverandi aöstæöur sé aöeins um tvennt aö velja. Gefast upp eöa fara í hart og beita þeim aöferöum sem duga til aö koma einhverju viti í þessi mál. Aö hans mati eru ástæðurnar fyrir því hvernig komið er eink- um tvær. í fyrsta lagi frjálst fisk- verð, þar sem enginn leið er að átta sig á hvað sé „eðlilegt fisk- verð" vegna þess að útgerð og fiskkaupandi séu einatt á sömu hendi. I öðru lagi telur Helgi að það sé enginn vilji innan for- ustu LÍÚ að færa þessi mál til betri vegar. Nokkur óvissa ríkir um fram- tíð Sámstarfsnefndar sjómanna og útvegsmanna eftir að meiri- hluti nefndarinnar, fulltrúar út- vegsmanna og formaður nefnd- arinnar komust að þeirri niður- stöðu að verðlagning síldar sem Hraðfrystihúss Eskifjaröar keypti sl. haust af eigin ikipi, Hólmaborg SU, hafi ekki verið ósanngjörn og þarafleiðandi ekki brot á lögum. En Sjó- mannasambandið taldi að áhöfnin hefði verið látin taka þátt í kvótakaupum vegna þess aö síldin var ýmist verðlögð á 7,50 krónur kílóið, 6,50 eða 5 krónur. Formaður Vélstjórafélagsins og einn af fulltrúum sjómanna í Samstarfsnefndinni segir að það sé engin spurning um þaö að í þessu tilfelli hefðu sjómenn ver- ið látnir taka þátt í kvótakaup- um útgerðarinnar, enda hefði allur umræddur kvóti verið að- keyptur. Hann segir þaö alveg , deginum ljósara að þegar nefndin ræður ekki við verkefni sem þetta, þá muni hún ekki ráða við flóknari dæmi eins og tonn á móti tonni. En áður hafði nefndin lokið tveimur málum sem samkomulag náðist um. Eins og kunnugt er var Sam- starfsnefndin sett á fót með Iög- um sem samþykkt voru á Al- þingi í maí í fyrra sem vettvang- ur útgerðarmanna og sjómanna til að leysa deilur sem upp kynnu að koma þeirra í milli um það hvort áhafnir skipa væm látnar taka þátt í kvóta- kaupum útgerða, kvótabrask- inu. ■ Um 1,8 miljarba króna gap á milli kennara og ríkis. KÍ: Ríkiö á ekki fyrir eigin menntastefnu Eiríkur Jónsson formaöur Kennarasambands íslands segir aö ríkisstjórnin eigi ekki fyrir eigin menntastefnu. Þessvegna veröur ríkiö aö taka þann pakka í bitum og bæta einhverjum fjármunum viö þaö tilboö sem þaö hefur lagt fram vegna þess hvab mikib ber á milli aöila. Svo viröist sem 1,8 miljarða króna gap sé á milli tilboðs rík- isins og þess sem kennarar krefjast. Samkvæmt útreikn- ingum samninganefndar ríks- ins mundu útgjöld ríkisins auk- ast um þrjá miljaröa króna ef gengiö yröi að kröfum kennara, en það metur eigið tilboö uppá 1,2 miljarða króna. Þar af eru 740 miljónir króna vegna skipulagsbreytinga og kaupa á meiri vinnu og 450 miljónir vegna launabreytinga til handa kennurum sem eru hiðstæðar þeim sem samið var um á al- menna vinnumarkaönum, eöa 6,3%. Enginn árangur varð á sátta- fundi deiluaðila í gær og viröist fátt eitt vera til lausnar að öllu óbreyttu. í dag verður að byrjað aö greiða úr verkfallssjóðum kennara og verður því haldið áfram á morgun. Eins og fram hefur komiö fá kennarar í fullu starfi 57 þúsund krónur. Þeir fá það þó ekki allt í einu heldur fá þeir helminginn í dag, eða 28.500 krónur. En alls eiga kennarafélögin rúmar 500 mi- ljónir króna í verkfallsjóöi. ■ Halldór Ásgrímsson hafnar því ab Ríkisendurskobun hafí skilgreint eignarrétt á aublindinni: Afnotaréttur er verðmáeti Halldór Ásgrímsson formabur Framsóknarflokksins hafnar því alfaríb ab niburstaba Ríkisendur- skobunar um ab greiba beri erfba- skatt af kvóta sé til marks um ab útgerbarmenn hafi öblast eignar- rétt á fiskveibiaublindinni. Kríst- ján Ragnarsson formabur LÍÚ hef- ur hins vegar sagt ab tilraunir rík- isvaldsins til ab skattleggja út- gerbina mibi allar ab þvi ab þröngva eignarrétti á kvótanum upp á útgerbarmenn til þess ab geta rukkab af þeim gjöld. Út- gerbarmenn hins vegar hafi alltaf talib fiskimibin sameign þjóbar- innar sem þeir hefbu heimild til ab nýta. Halldór Ásgrímsson, sem var sjáv- arútvegsrábherra meban kvótakerf- iö var að festast í sessi, segir nibur- stöðu ríkisendurskoðunar líkt og Haestaréttar fyrst og fremst snúast um að afnotaréttur af aublindinni sé einhvers virði og það séu þessi verðmæti sem verið sé að skatt- leggja. Eftir sem áður sé eignarrétt- Gríbarleg snjóþyngsli eru nú á Drangsnesi. Eins og vib greindum frá í gær hefur leibin til Hólma- víkur ekki verib rudd í tæpan mánub og eina faratæki íbúa eru vélslebar. Ab sögn Einars Ólafs- sonar skólastjóra á Drangsnesi urbu snjóþyngslin svo mikil ab eitt íbúbarhús í bænum hreinlega týndist á kaf í snjó. Hann sagbi, ab sem betur fer hefbi enginn ver- urinn þjóðarinnar og þessi úrskurð- ur í sjálfu sér staðfesti engan eignar- rétt. Það sé hvenær sem er hægt að taka þennan afnotarétt af útgerð- inni. ■ ib heima, því þab var talsvert verk ab finna húsib á ný. Fiokkur manna hefur unniö að því meira og minna meðan á þessari ótíð hefur staðiö ab moka snjó ofan af húsum og sem dæmi sagði Einar að þeir hefðu mokab sex metra snjólagi af íbúöarhúsi í bænum. Hann sagði þab skipta tugum eba hundruöum tonna sem mokað hef- ur verið af snjó af húsþökum. ■ Snjóþyngsli á Drangsnesi á Ströndum: „Týndu" íbúbarhúsi

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.