Tíminn - 02.03.1995, Side 4
4
Fimmtudagur 2. mars 1995
SlWWljll
STOFNAÐUR 1 7. MARS 1917
Útgáfufélag: Tímamót hf.
Ritstjóri: jón Kristjánsson
Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík
Sími: 631600
Símbréf: 16270
Pósthólf 5210, 125 Reykjavík
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans
Mynda-, plötugerö/prentun: ísafoldarprentsmiöja hf.
Mánaöaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verö í lausasölu 150 kr. m/vsk.
Grunnskólinn til
sveitarfélaganna
Grunnskólafrumvarpiö var samþykkt á loka-
fundum Alþingis eftir haröar deilur um máls-
meðferðina. Með samþykkt þess er lögfest sú
ákvörðun að kostnaður við grunnskóla og
fræðsluskrifstofur verði að fullu færður til sveit-
arfélaganna á miðju ári 1996. Samþykkt frum-
varpsins fylgdu margs konar yfirlýsingar, um
réttindamál kennara og fleira. Þessar yfirlýsing-
ar eiga rót sína að rekja til þess að flest er óljóst
varðandi kostnaðarhlið málsins.
Afgreiðsla stjórnarmeirihlutans á Alþingi á
þessu máli var um margt einkennileg og virtist
helgast meira af persónulegum metnaði heldur
en því að eyða óvissu í kringum það. Eðlilegt
hefði verið að afgreiða þetta mál með þeim
fylgifrumvörpum sem nauðsynleg voru. Það er í
fyrsta lagi breytt löggjöf um tekjustofna sveitar-
félaga og í öðru lagi nauðsynlegar lagabreyting-
ar til að kennarar haldi lífeyrisréttindum sínum.
Þá er nauðsyn að sjá með hverjum hætti Jöfnun-
arsjóbur sveitarfélaga mun jafna aðstöðu minni
sveitarfélaga til þess að kosta grunnskólann.
Ekkert liggur heldur fyrir um þab hvernig
fræðsluskrifstofur verba reknar og hvaba hátt
sveitarfélögin hafa á því.
Það er alveg með ólíkindum ab hamra í gegn
lagasetningu af þessu tagi, sem á að taka gildi
eftir 16 mánuði með svo mörgum lausum end-
um sem hér um ræðir. Reynt var að hnýta þessa
enda með yfirlýsingum sem hafa ekki lagagildi.
Það er auðvitað bágborin lagasetning, svo ekki
sé meira sagt.
Því er haldið fram að mikil eining sé hjá sveit-
arfélögunum um þennan tilflutning verkefna.
Það er rétt að vissu marki. Stóru sveitarfélögin
munu geta tekið þetta verkefni að sér án mikilla
erfiðleika, en allt öðru máli gegnir um þau
minni. Staðreynd er að sveitarstjórnarmenn í fá-
mennari byggðarlögum hafa miklar áhyggjur af
þessu máli, og sá einstrengingsháttur, sem birt-
ist í afgreiðslu málsins á Alþingi, hefur ekki eytt
þeim áhyggjum nema síður sé.
Grunnskólalögin leggja margvíslegan kostnað
á heröar sveitarfélaganna til viðbótar við laun
kennara. Ríkisvaldið hefur ekki treyst sér til þess
að framkvæma ýmis ákvæði laganna. Þau kveða
hins vegar á um einsetinn skóla og skólamáltíð-
ir, svo atriði séu nefnd sem gjörbreyta skólastarfi
ef í framkvæmd komast. Þetta kostar mikla fjár-
muni, og ekkert liggur fyrir um að sveitarfélögin
fái aukna tekjustofna til þess ab sinna þessu
verkefni.
Afgreiðsla Alþingis á svona stórmáli á ekki að
snúast um styrkleikapróf fyrir menntamálaráð-
herra eba formann menntamálanefndar þings-
ins. Það er allt of mikiö í húfi til þess.
Sértrú í landbúnaðarmálum
Frægur er sjónvarpsveturinn á
RÚV í fyrra, þegar Hrafn Gunn-
laugsson réö þar ríkjum og not-
aöi tækifæriö til aö hampa trú-
bræörum sínum, sem prédik-
uöu látlaust um slæmsku sauö-
kindarinnar og þá byröi sem
bændur eru þjóöfélaginu. End-
aöi þetta meö miklum hvelli,
þegar aöstoöarmaöur útvarps-
stjóra var rekinn eftir aö hann
skrifaöi afsökunarbréf til
bændasamtakanna á bréfsefni
útvarpsins. Einna frægast úr
þeirri sápuóperu allri var um-
ræöuþáttur um sauökindina,
sem stjórnaö var af einum af
„drengjum Hrafns", eins og þaö
var kallaö. Þar voru mættir Þor-
valdur Gylfason og Guðbergur
Bergsson, Arnór Karlsson og
Ingvi Þorsteinsson. Þorvaldur
lék í þessum þætti hlutverk
sauökindarfjandans og haföi
uppi mikla gagnrýni á bændur,
eins og hans var von og vísa.
Þaö, sem þó þótti merkilegast
við umræðuþáttinn (fyrir utan
framlag Guöbergs), var stjórn-
andinn, sem augljóslega var
slíkur aðdáandi Þorvaldar aö
áhorfendur áttu allt eins von á
aö þessi frjálshyggjudrengur og
sauðkindarandstæðingur kast-
aöi sér á gólfið og kyssti fætur
prófessorsins.
Hugvitsmenn
Nú, rúmu ári og einum aö-
stoöarútvarpsstjóra síöar, sýnir
sjónvarpiö heimildarmynd um
íslenska hugvitsmenn, sem
þessi sami stjórnandi bjó til. Og
viti menn, hugvitsmaður síö-
ustu helgar er auðvitaö Þorvald-
ur Gylfason, sem fékk þar meö
einn þátt til aö tala um þrá-
hyggju sína: sem sé það hversu
skelfilegur íslenskur landbúnaö-
ur er og
hversu brýnt
þaö er aö
svipta sem
fyrst íslenska
b æ n d u r
möguleikan-
■um á fram-
færslu. Skoö-
anir Þorvaldar eöa þáttargerðar-
mannsins koma í sjálfu sér ekki
á óvart, enda eru þeir báðir
dæmi um krossfara sem fyrst og
fremst ræöa um skoöanir sínar í
þröngum hópi hver við annan,
en ná þó endrum og sinnum
eyrum ráöamanna. Þessir kross-
farar vilja ekki tala viö utanaö-
komandi, þannig aö raunhæf
umræöa skapist um landbúnaö-
GARRI
inn og það er líka þess vegna
sem sjónarmið þeirra hafa ekki
náð útbreiðslu og haldist aö
mestu innan hópsins.
En það vakti óneitanlega at-
hygli að lesa um þaö hér í blað-
inu í gær, aö bændasamtökin
hafa einmitt farið „krossfara-
leiöina" til aö setja mark sitt á
umræöu um landbúnaðinn í
þessu landi og bæta ímynd
hans. Bændasamtökin ætla aö
nota sjóðagjöld sín til umfangs-
mikillar blaöaútgáfu! Og í anda
krossfaranna ætla bændasam-
tökin ekki aö tala viö fólkið í
þjóöfélaginu, heldur ætla þau
fyrst og fremst aö ástunda
blaðaútgáfu fyrir bændur til
þess aö tryggja aö utanaðkom-
andi aðilar séu ekkert aö blanda
sér í þeirra mál. Bændasamtökin
hafa þegar gengið frá kaupum á
Bændablaöinu í þessiTskyni og
ráöiö menn til að sjá um þessa
nýju útgáfu sína. Aö vísu mun
ekki hafa verið grundvöllur fyrir
jafn tíöri útgáfu Bændablaðsins
meðan blaðið var í einkaeign,
en nú munu bændur fá þaö sent
hálfsmánaðarlega heim til sín,
án þess aö þurfa aö greiða fyrir í
áskrift, en tapiö veröur á móti
greitt af sjóöagjöldum bænda.
Gera verður ráð fyrir að ákvarð-
anir af þessu tagi séu ánægjuleg
vísbending um að hagræöingin
af sameiningu Búnaðarfélagsins
og Stéttarsambandsins hafi gef-
iö fjárhagslegt svigrúm fyrir
þetta fjölmiðlaátak bændasam-
takanna. í framhaldinu hlýtur
þetta þó aö leiða til þess aö ríkis-
framlög verða lækkuð.
„Forvitinn má ekki
vita!"
Mest er þó um vert aö forustu-
menn bænda hafa þarna fundið
sér sinn eigin vettvang til aö
tala saman á og segja bændum
fréttir án þess aö aðrir sjái eða
séu yfirleitt aö skipta sér af því
sem þar kemur fram.
Þá verður líka umræöan á ís-
landi um landbúnað komin í al-
deilis góöan farveg. Annars veg-
ar eru það krossfararnir í hag-
fræöistofnun Háskólans, þar
sem „Hrafnsungar" sitja við fót-
skör Þorvaldar Gylfasonar og
tala helst ekki við nokkurn
mann utan hópsins. Hins vegar
verður þaö bændaforustan meö
blaöiö sitt, þar sem sjónarmið
bænda veröa útskýrð fyrir
bændum fyrir fé frá bændum.
Hvorugur þessara sértrúarhópa
talast við, en aörir landsmenn
taka einfaldlega þátt í hinni
raunverulegu umræöu, sem fer
fram í þjóðfélaginu, einkum í
almennu fjölmiölunum.
Garri
Ritstjórar
Steinn Steinarr skrifaði eitt sinn
að leiðarar dagblaðanna væru
varla annað en sendibréf sem rit-
stjórar skrifuðu hver öörum. Gott
ef hann bætti ekki við að það
væri hagkvæmara að þeir sendu
'þessi tilskrif í pósti, því öðrum
kæmi varla viö hvaða erindi þeir
ættu hver við annan og öldungis
óþarfi að prenta og ætla öðrum
að lesa sendingarnar.
Síöan Steinn lét þessar hug-
renningar uppi, hafa mörg stríð
verið háö og byltingar oröið í
fjölmiölun og skeytaflutningum
manna á milli. Nú eru skrifaöir
settlegir leiöarar, sem lesnir eru í
útvarp, og má ekki á milli sjá
hver er aö skrifa hverjum hvab.
Blööin hafa misst sinn flokkspól-
itíska svip og eru orðin leibinlega
umburbarlynd.
Þau standa allra flokka kvikind-
um opin og á milli þeirra fer
sjaldnast styggöaryrbi. Öldin var
önnur, þegar Steinn skrifaði í Há-
degisblaðið og var eini óháöi
blabamaburinn í landinu. Enda
var um hann sagt ab honum hafi
tekist aö fá öll stórveldi sinnar
tíðar upp á móti sér.
Fulltingi mikilmenna
En nú, mitt í lognmollunni á
undan kosningahríöinni, líöur
yfir andWær liðinnar tíöar og rit-
stjórar eru komnir í hár saman og
fara mikinn. Jón Kristjánsson,
Tímaritstjóri, og Hrafn Jökulsson,
ritstjóri Alþýöublaösins, senda
hvor öörum skeytin í málgögn-
um sínum og hafa bábir betur,
enn sem komið er.
Snerran er hin efnilegasta og
em mikilmenni af ýmsu tagi
skrifast á
Hrafn jón
dregin inn í hana til að styöja
málstaði. Þar eru þeir Göbbels og
Páll á Höllustöbum, Einar Ben. og
Hannes Hafstein og Kristjón í Út-
ey, langalangafi Hrafns ritstjóra.
Hugur framsóknarmanna til lita-
sjónvarps og símamálsins, sem
upphófst 1906, er mjög til um-
ræöu.
Á víbavangi
Forðast skal sem heitan eldinn
aö blanda sér í deiluna eöa taka
neins konar afstööu til hennar,
enda eru þeir Jón og Hrafn meira
en fullfærir um aö skylmast á rit-
vellinum. Mun hvorugum neinn
akkur í libveislu eöa slettireku-
skap í sín mál og megi þeim end-
ast vigamóburinn sem lengst.
Ekki er hægt aö segja hiö sama
um oröaskipti ritstjóranna og
Steinn taldi forbum, ab skrifin
kæmu ekki öörum viö en þeim
sjálfum, því atiö er hiö skemmti-
legasta aö fylgjast meö.
Nýir stjórnendur
Ritstjórar blaða voru atkvæöa-
miklir í skobanamyndun, þegar
þeir voru næstum einir um hit-
una að ráöa hvaö kæmi fyrir al-
menningssjónir. Núna em þaö
aðallega unglingar í hlutastörfum
á loftmiölum sem ráöa hverjir fá
ab segja hvað við þjóöina og
skipa stjórnmálaskörungum fyrir
eins og rökkum hvenær þeir fá aö
tala og hvenær þeir eiga aö halda
kjafti í útsendingunum og er allt
liöiö ávallt í tímahraki.
Sjálfsagt eru þetta miklar fram-
farir og boöskapurinn misferst
líklega ekki síður en þegar rit-
stjórarnir voru að senda hver öör-
um stórpólitíska leiöara og
hleyptu engum skrifum í blöö sín
nema þau væru kórrétt mibað viö
hvaða málstaö blaðið þjónaöi.
Sitjandi og rausandi viö tölvu-
skjá um liöna tíö og skobana-
skipti fer ekki hjá aö minning-
unni um Þjóbviljann sáluga
skjóti upp í hugann. Ósköp sakn-
ar maður þess aö hafa ekki sjálfs-
örugga og einsýna kommana aö
rífast viö. Þjóöviljinn var svo
yndislega sjálfumglabur og
kjánalegur aö aldrei þraut deilu-
efnin á meban hans naut við.
Greinaskrif Allaballanna í Mogga
og DV eru svo óttalega hjáróma
aö fæstum dettur í hug ab þau
séu marktæk, ekki einu sinni
svaraverð.
Mogginn er löngu hættur aö
hlýba íhaldinu og Tíminn mærir
Framsókn meö semingi, en Al-
þýöublaöiö stendur eitt fast aö
baki foringja sínum.
Svona eru skoöanaskiptin í
þjóðmálaumræöunni að þynnast
út og eru ab miklu leyti komin í
hendur útsendingarstjóra og
förðunarmeistara ljósvakans. Því
er þaö einkar hressilegt, þegar
málsmetandi ritstjómm lendir
saman aö gömlum og góöum sib.
OÓ