Tíminn - 02.03.1995, Page 8
8
Viiiiitm
Fimmtudagur 2. mars 1995
Sigursælir gubfræbistúdentar
Múdjahedín meb eldflaugabyssu: margra ára skothríb á Kabúl á enda.
Nýr flokkur er
kominn fram í
stríöinu í Afganist-
an. Hann hefur
þegar náö suöur-
hluta landsins á
sitt vald og unniö
óvœntan sigur á
þeim stríösaöilan-
um sem hvaö óá-
rennilegastur
þótti
Stríðið í Afganistan hefur frem-
ur lítið verið í fréttum um skeið,
þar sem heimurinn var fyrir
löngu farinn að líta á það sem
ástand er yrði samt við sig um
ófyrirsjáanlega framtíð. En nú
er eigi að síður svo að sjá aö
tímamót séu runnin upp á
þeirri skálmöld.
Fyrir fáeinum mánuðum kom
skyndilega fram á þann vígvöll
flokkur, sem fáar ef nokkrar
fréttir höföu farið af áður. Liðs-
menn hans nefnast Talebanar,
sem þýtt er „þeir sem leita",
„þeir sem læra" eða „guðfræöi-
stúdentar". Flestir þeirra segjast
vera nemendur í íslömskum
fræðum eða múllar, íslams-
klerkar.
Gljáfægö vopn
Guðræknir vígamenn eru að
sjálfsögðu engin nýlunda í þess-
um marghliða ófriði. Allt frá því
að Kabúlstjómin, sem stuðst
hafði við Rússa, féll 1992 hafa
flestir þeirra fjölmörgu stríösað-
ila, sem þar hafa ást við, sagst
vera heilagir íslamskir stríðs-
menn (múdjahedín). Hvað sem
þeim heilagleika líður, hafa þeir
jafnan farið meö ránum og
hverskyns þorparaskap gagn-
vart óvopnubu fólki.
Talebanar eru hinsvegar vel
agaðir og gæta þess meira að
segja að vera vel til fara og hafa
vopn sín gljáfægð. Þeir kváöu
forðast að valda óbreyttum
borgurum tjóni. Hvar sem þeir
taka völd hverfur spillingin,
með mútum og öðru tilheyr-
andi, sem þreifst vel í skjóli
hinna ýmsu múdjahedínhópa,
eins og dögg fyrir sólu, eða svo
er sagt. Til dæmis um það er
nefnd Kandahar, þriðja stærsta
borg landsins og helsta borgin í
suðurhluta þess, sem nú er fall-
in gubfræðistúdentunujn í
hendur. Fyrir þeirra tíð þar var
hún sannkölluð Sódóma, hefur
fréttamaður frá franska blaðinu
Libération eftir landsmönnum.
Þar börðust hinir ýmsu múdja-
hedínhópar um völdin, en voru
þó í einum anda um að kúga fé
og lífsnauðsynjar af borgarbú-
um. Þar ab auki, segja lands-
menn, lágu múdjahedín þar í
hassi og hommaskap. „Sumir
þeirra heimtuðu meira ab segja
af múllunum að þeir vígbu þá
saman," segir embættismabur í
Kabúl, höfuðborg landsins,
harmþrunginn.
En nú er víst búið meb allt
svoleiðis í Kandahar. Talebanar
eru sibastrangir, að sumra sögn
þó einkum gagnvart kvenfólk-
inu. Þeir „hvetja" konur til ab
halda sig heimavið eða að fara
að minnsta kosti ekki af bæ
nema í fylgd eiginmanns eða
náfrænda. Gubfræðinemarnir
leyfa konum ekki heldur að vera
í vinnu utan heimilis, sé yfir-
boðari þeirra í vinnunni karl-
maður, eða að fara til karlkyns
læknis.
BAKSVIÐ
DAGUR ÞORLEIFSSON
Hendur skulu af
höggnar
„Afganistan skal verða ís-
lamskt lýðveldi í raun. Þar skulu
hendur höggnar af þjófum og
karlar og konur, sem búa saman
án þess að vera löglega gift, af
lífi tekin," hefur áðurnefndur
franskur fréttamaður eftir ein-
um „hinna leitandi".
Stríb þetta, sem staðið hefur
yfir í meira en hálfan annan
áratug, hefur yfirleitt ekki verið
mjög hreyfanlegt. Rússar og
menn Kabúlstjórnar þeirra
vörðust í víggirtum borgum og
stöövum og gerðu úthlaup þab-
an, án mikils árangurs. Múdja-
hedín reyndu að taka borgirnar
og virki hinna, einnig án mikils
árangurs. Frá því að ófriburinn
breyttist í stríð múdjahedín
innbyrðis hefur hinum ýmsu
flokkum þeirra einnig gengið
erfiðlega að vinna teljandi sigra
hver á öbrum.
Gubfræbistúdentarnir hafa
hinsvegar farib yfir héruðin eins
og stormsveipur, eins og frétta-
maður einn orbabi það. Suður-
hluti landsins er nú ab mestu á
þeirra valdi og þegar þetta var
ritað, voru þeir fyrir nokkrum
dögum komnir ab borgarhlið-
um Kabúl að suðvestan. Mikla
athygli vakti að þeir stökktu
meb furðulítilli fyrirhöfn á
brott frá höfuöborginni liðs-
mönnum múdjahedínstríðs-
herrans Gulbuddins Hekmatjar,
sem hvað mest ógnarorð hefur
farið af allra stríðsaöila. í mörg
ár hefur þaö verið fastur liður í
daglegu lífi höfuðborgarbúa að
fá yfir sig eldflaugar frá mönn-
um Hekmatjars í bækistöðvum í
fjöllunum í grennd. Kommún-
istastjórninni tókst aldrei að
reka þá þaðan og ekki heldur
andstæðingum Hekmatjars eftir
hennar dag.
Fréttamenn segja guðfræði-
stúdentana eiga sigursæld sína
að þakka einkum tvennu. í
fyrsta lagi hafi þeir náð miklum
vinsældum meðal almennings,
þar eð þeir ræni ekki og rupli
eins og aðrir stríðsaðilar og út-
rými spillingu og glæpa-
mennsku hvar sem þeir nái
völdum. í öðru lagi sé lið þeirra
vel agaö og þjálfaö og muni eiga
það að þakka pakistönskum
herskólum, sem búa enn að
hefðinni frá breska heimsveld-
inu.
Með Benazir að baki
Talið er sem sé að pakistansk-
ir aðilar, þar á meðal stjórn
Benazir Bhutto, standi á bak vib
Talebana, sumpart til ab klekkja
á Hekmatjar, sem hefur stuðn-
ing annarra pakistanskra aðila
sem voru fylgismenn Zia ul-
Haq, fyrrum einræðisherra í
Pakistan, en öðrum þræöi til að
tryggja viðskiptasambönd Pak-
istans við fyrrverandi sovésku
Mið-Asíu. Eitt af fyrstu verkum
Talebana var að berja niður
stríðsherra þá, sem rábib höfðu
aðalveginum sem liggur frá Pak-
istan gegnum Kabúl og Herat
norbur í Túrkmenistan. Höfðu
múdjahedínstríðsherrar ýmsir
ótæpilega „tollað" viðskiptin
sem fram fara eftir þeim vegi.
Hekmatjar er nú í lægð, en
aðrir helstu stríðsabilar auk
Talebana eru tveir. Annar þeirra
flokka er undir forystu Bur-
hanuddins Rabbani, sem telst
forseti landsins, og Ahmeds
Shah Massoud, varnarmálaráð-
herra hans sem gat sér frægðar-
orð í stríðinu viö Rússa. í hinum
þessara tveggja flokka eru fyrr-
verandi liðssveitir hinnar
kommúnísku Kabúlstjórnar
undir stjórn Úsbekans Dostom,
sem fyrst eftir fall kommúnísku
Kabúlstjórnarinnar var banda-
maður Massouds og svarinn
óvinur Hekmatjars, en er nú í
bandalagi við þann síðar-
nefnda. Stjórn Rabbanis er
sterkust í norðausturhluta
landsins og Dostom í miðhluta
norðurlandsins.
Talsmenn guöfræðistúdent-
anna útiloka ekki samkomulag
vib stjórnina, þó með því skil-
yrði að hún gangi „hreinu ís-
lam" á hönd og ab fyrrverandi
kommúnistum í libi hennar,
sem spilli „sönnum múslím-
um", sé útrýmt. Talebanar hafa
til þessa litið á Hekmatjar sem
abalóvin sinn, en bandalag
milli þeirra og hans er ekki talið
útilokað, þar eð hann er bók-
stafstrúarsinni og Pastúni eins
og þeir.
AFGANISTAN:
ÞJOÐIR, TRU OG
STRÍÐSAÐILAR
Þjóbir og trú
Pastúnar (Pústúnar, Pathanar), sem tala íranskt
mál, eru stærsta þjóbin og búa einkum sunnan og
subaustan til í landinu. Þeir eru einnig fjölmennir í
Pakistan. Aðrar helstu þjóðir Afganistans eru Tad-
sjíkar, einnig íranskir og fjölmennastir norbaustan
til (einnig abalþjóðin í Tadsjíkistan), Úsbekar í
miðhluta norburlandsins (tala tyrkneskt mál, einn-
ig aðalþjób í Úsbekistan), Balútar (íranskir) sybst
og Hasarar (íranskir ab máli, en mongólskir útlits)
í miðju landi. Flestir landsmanna eru súnna-músl-
ímar, en sjítar þó allmargir.
Talebanar
Vopnaðir libsmenn þeirra eru yfir 10.000 og
langflestir Pastúnar. í hugmyndafræbi eru þeir ná-
komnir jamiat al-Ulema, pakistönskum flokki sem
ab vísu abhyllist bókstafstrú ab einhverju marki, en
er hefbarsinnaðri og íhaldssamari en róttækustu
bókstafssinnar. íslamsklerkar Pakistans hallast
flestir að þeim flokki, og hann er andstæöur
Saúdi-Arabíu og öðrum arabískum bókstafstrúar-
abilum. Nasrullah Babour, Pastúni sem er innan-
ríkisráðherra Pakistans, er sagbur áhrifamikill í
bæbi jamiat al-Ulema og mebal Talebana, sem
leggja fremur en abrir stríðsabilar í Afganistan
áherslu á ab klæbast ab þarlendum sið.
Stjórnarsinnar
Fylgismenn Rabbanis forseta eru margir eða
flestir Tadsjíkar, sem og hann sjálfur og Massoud
varnarmálaráðherra. Þaríflokki eru bæði bókstafs-
sinnar og múslímar, sem sagöir eru tiltölulega hóf-
samir. Helstu hóparnir innan flokksins eru Jamiat-
e Islami, Ittihad (sem er mjög bókstafssinnaður)
og Harakat-e Islami, iítill sjítaflokkur.
Stjórnarandstæðingar
Af þeim eru tveir flokkar helstir. Annar er Hezb-
e Islami, flokkur Hekmatjars sem er pastúnskur og
bókstafssinnabur eins og hann sjálfur. Hekmatjar
er í samböndum vib arabíska bókstafssinna og
bókstafssinna í Pakistan, sem eru róttækarl en
jamiat al-Ulema, andstæðir Benazir Bhutto og
sterkir í her og leyniþjónustu. Annar sterkur stjórn-
arandstöðuflokkur er undir forystu Úsbekans Do-
stoms og nýtur einkum fylgis fólks af þeirri þjób.
Þriðji helsti flokkurinn í fylkingu þessari er Hezb-e
Wahdat, sjítískur og hliðhollur íran.