Tíminn - 24.03.1995, Blaðsíða 20

Tíminn - 24.03.1995, Blaðsíða 20
Föstudagur 24. mars 1995 Vebrib í dag (Byggt á spá Veburstofu kl. 16.30 í gær) • Suburland til Breibafjarbar: Norban goia og bjartvibri. • Vestfirbir: Hæg norbvestanátt og smáél á annesjum yfir daginn. • Strandir og Nl. vestra og Nl. eystra: Nv- og n-gola eba kaldi og smáél þegar líbur á daginn. • Austurland ab Clettingi og Austfirblr: Norbankaldi. Smáél vib ströndina þegar líbur á daginn. • Subausturland: Léttir til meb nv- kalda. SVEFNPOKI NITESTAR II -5° SVEFNPOKI NITESTAR III -10° Fœbingum stúlkna undir tvítugu fœkkab um ncerri 3/4 hluta á aldarfjórbungi: Mæðrum und- ir tvítugu fækkab úr 17% nibur í 5% Fæbingum stúlkna yngri en 20 ára hefur fækkab um nærri því 3/4 eöa um 71% á rúmum aldar- fjóröungi. Ritiö Heilbrigöismál greinir frá því aö áriö 1966 hafi 828 stúlkur eignast börn á svo ungum aldri, en 237 áriö 1993, „og þykir sumum nóg um". Samkvæmt skýrslum Hagstof- unnar hafa ungar mæður aldrei orðið fleiri á íslandi heldur en á árunum 1966- 1970. Tæplega 18% allra kvenna sem fæddu börn á þessum árum voru yngri en 20 ára. Síðan hefur þetta hlut- fall lækkaö stórlega. Þær 237 stúlkur á þessum aldri sem fæddu börn áriö 1993 voru aftur á móti aöeins um 5% þeirra tæplega 4.580 sem eignuöust börn á því ári. Þetta hlutfall er þar með aftur orðið svipað og ár kreppuára- tugnum, 1931-1940. En þá voru líka rétt rúmlega 5% allra fæö- inga hjá stúlkum undir tvítugu. Um aldamótin voru aöeins um 1,5% mæðra svo ungar að ár- um. ■ Kennarar afturkalla allar veittar undanþágur frá og meö n.k. mánudegi hafi samningar ekki tekist viö ríkiö: Aukin harka bitnar á fötluðum börnum Verkfallsstjórn kennarafélag- ana hefur ákveöið ab afturkalla allar veittar undanþáguheim- ildir frá og meö n.k. mánudegi, 27. mars. Gunnlaugur Ástgeirs- son, formaöur verkfallsnefndar HÍK, segir aö þetta muni fyrst og fremst ná til kennslu fatl- aöra barna í Öskjuhlíbarskóla og Safamýrarskóla og til fatl- aöra einstaklinga vítt og breitt um landiö sem hefur verib kennt á undanþágu. Friðriki Sigurðssyni, fram- kvæmdastjóra Þroskahjálpar, finnst þessi ákvörðun verkfalls- stjórnar vera afskaplega miður. Hann segist hafa talið að bærileg sátt hefði.tekist við verkfallsstjórn kennarafélagana þar sem menn báru virðingu fyrir sjónarmiðum hvors annars og reyndu að skilja gagnkvæmar aðstæður. „En þetta finnst mér vera alvar- legur atburður af því að kennarar hafa viðurkennt með undanþág- unum að það séu einstaklingar sem þola þetta enn verr en aðrir," segir Friðrik Sigurðsson. Hann segir að veittar undanþágur hafi ekki náb til allra fatlabra barna og því séu mörg börn og fjölskyldur þeirra sem búa við afskaplega erf- iðar aðstæður. Því sé þab afar brýnt að lausn finnist sem fyrst á kjaradeilu kennara við ríkið. Ástæður fyrir þessari ákvörðun verkfallsstjórnar er m.a. þær að verkfallsstjórn telur ekki rétt að heimila vinnu kennara í verkfalli til aö afstýra ófremdarástandi í einstökum tilfellum þegar ljóst er að neyðarástand er orðib almennt í grunn- og framhaldsskólum. Ennfremur hefur fjármálarábu- neytiö ekki svarað ítrekuðum til- mælum formanna kennarafélag- anna um ab laun kennara á und- anþágu verði þau sömu og fyrir verkfall. Verkfallsstjórn telur sér því ekki fært ab taka þátt í að standa að ákvörðunum sem gera félagsmönnum skylt að vinna á smánarlaunum í verkfallinu. Verkfall kennara hefur stabiö yfir í fimm vikur og að mati verk- fallsstjórnar er fyrirsjáanlegt ab skólahaldi bæði í grunn- og fram- haldsskólum er stefnt í voöa. Tak- ist ekki samningar á næstu dög- um er augljóst ab ekki verður hægt að ljúka skólaárinu og því viöbúið að öngþveiti skapist í skólamálum í haust. ■ Bœjarráb Ólafsfjarbar sér sóknarfaeri fyrir abila í ferbaþjónustu: Vilja hætta eybilegg- ingu úreltra smábáta Bæjarráö Ólafsfjarðar sam- þykkti á dögunum ályktun þar sem skoraö er á alþingis- menn aö breyta reglum úr úr- eldingu smábáta, þannig aö ekki þurfi aö eyöileggja þá viö úreldingu, heldur yröi aöilum í feröaþjónustu gert kleift aö kaupa þá á lágu veröi. Skil- yröi um eyöileggingu er til komiö á grundvelli þess aö ekki sé hægt meö öörum hætti ab koma í veg fyrir ab þessir bátar verbi aftur settir inn á skipaskrá og hefji fisk- veiöar á ný. „Okkur finnst alveg fáránlegt að sóa verðmætum meb þess- um hætti. Menn hafa verið að skoða hvort ekki sé hægt að nýta þessa báta fyrir ferðaþjón- ustu, en það hefur ekki gengið, því þegar búið er að greiða fyrir úreldinguna hefur ekki mátt nota þá," segir Hálfdán Krist- jánsson, bæjarstjóri á Ólafsfiröi. Hann segir að þarna hefði verið sóknarfæri fyrir ferða- þjónustu, ab eignast þessa báta fyrir sanngjarnt verb til nota í greininni. Hálfdán segir enn- fremur að ef þetta fengist í gegn yrðu bátarnir skráðir sem skemmtibátar og ekki ætti ab vera möguleiki að breyta skrán- ingunni aftur. Hann segir ab auðvitað yrði að koma til eftir- lit, en það ætti að vera í lófa lag- ið að fylgjast með því og notað- ir yrðu til þess starfsmenn í höfnum og eftirlitsmenn fiski- stofu. Hálfdán segist hafa fengið vibbrögð við þessari ályktun, en svo virðist sem menn séu af- skaplega hræddir við að hrófla við þessu kerfi. „Ég er ekki bjart- sýnn á að þessu verði breytt, en hins vegar er umræða í gangi um þessi mál og við vonum ab einhverju verði breytt. Það er hreinlega ekki hægt að sóa fjár- munum með þessum hætti." ■ s Vandað cjald fyrir íslenskt veðurfar KULUTJALD DD-3QO 3MANNA KULUTJA.Lt> DD-IOO 2-3 M. Stg! þar sem ferðalagið byrjari AKPOKI EXODUS 55 L. Eyjaslóð 7 Reykjavík s. 562-1780

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.